Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn.Frétta-síminn—68-76-48... Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48«.Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48.
Föstudagur
30. júlí 1993
142. tbl. 77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 125.-
Flugleiðir, Eimskip, Hagkaup
og bankarnir þrír eru 10
hæstu skattgreiðendurnir en
samt tekjuskattsfrjálsir:
Bankarnir
greiða
engan
tekjuskatt
Korpúlfsstaðahúsið er í reynd ónýtt.
Korpúlfsstaðahúsið er ónýtt og kostnaður við endurbyggingu er mun meiri en
— upphaflega var talið:
Odýrara að rífa Korpúlfs
staði og byggja nýtt
Gunnar H. Gunnarsson, fulltrúi í byggingarnefnd Reykjavíkurborg-
ar, telur að það sé mun skynsamlegra að rífa Korpúlfsstaðahúsið
og byggja nýtt meö svipað eða sama útlit frekar en að endurbyggja
þaö eins og ráðgert hefur veríð. I húsinu hefur sem kunnugt er ver-
ið fyrírhugað að koma fyrír listasafni helgað listamanninum Erró.
Gunnar segir að húsin á Korpúlfsstöðum séu í reynd ónýt og það
verði gríðaríega erfitt og kostnaðarsamt að endurbyggja þau.
Hann segir að með því að byggja nýtt hús fáist ódýrara og betra
hús undir listasafn.
gera úttekt á Korpúlfsstaðahúsinu
og hefur komið í ljós að það er í
mun veira ástandi en haldið var í
fyrstu. Útveggir þess eru ónýtir.
Allar gólfþlötur eru signar og
ónýtar. Þakið er ónýtt og sama er
að segja um glugga. í stuttu máli
sagt, húsið er ónýtt.
Gunnar tók sem dæmi um þá erf-
iðleika sem því fylgdu að endur-
byggja húsið, að það þurfi að
dýpka gólf þess. Til að það sé hægt
þurfi að steypa nýja sökkla undir
húsið sem verður að gera í áföng-
um svo að húsið hrynji ekki,
þ.e.a.s. það þarf að steypa marga
hringi af sökklum inni í húsinu.
Annað dæmi er að það þarf að rífa
alla jámglugga úr húsinu og gera
við þá og koma þeim fyrir aftur.
Það þarf að klæða alla veggi að
innan og utan.
Gunnar sagði ljóst að mun dýrara
verði að endurbyggja en að rífa og
byggja nýtt. Óvissuþættir við end-
urbyggingu séu mun fleiri en þeg-
ar byggt sé nýtt. Rætt hefur verið
um að endurbyggingin kosti 1.400
milljónir, en Gunnar sagði ljóst að
þessi upphæð væri alltof lág. Þessi
upphæð hafi verið nefnd áður en
mönnum varð ljóst hvað húsið
væri illa farið og á bak við töluna
lægi mjög gróf kostnaðaráætlun.
Gunnar sagði að sér hafi raunar
verið neitað um að fá að sjá kostn-
aðaráætlunina.
Hann sagði engan vafa leika á að
með því að byggja nýtt hús yrði
hægt að fá miklu betra hús sem
hentaði betur því hlutverki sem
því væri ætlað að þjóna. Hann
bendir á að þegar liggi fyrir að það
verði að byggja viðbyggingu við
Korpúlfsstaðahúsið bæði vegna
þess að það var upphaflega byggt
sem fjós og eins vegna þess að ekki
er pláss fyrir öll listaverk Errós í
því.
Gunnar bendir ennfremur á að
húsið yrði ódýrara í viðhaldi og að
það yrði traustara í jarðskjálftum,
en ekki var mikið pælt í jarð-
skjálftum þegar það var byggt.
-EÓ
Það tekst greinilega ekki öllum að
græða á veltunni, því af 10 hæstu
skattgreiöendum í hópi fyrirtækja
í Reykjavik eru 6 sem ekki þurfa
að borga krónu í tekjuskatt. í
þeim hópi eru fjórir skattahæstu
lögaðilarair; Flugleiðir, Eimskip,
Landsbankinn og Hagkaup. Það
rifjar upp söguna af „Davíð og
Golíat" að sjá sparisjóðina í
Reykjavík í hópi tíu hæstu tekju-
skattsgreiöenda (með samtals
83.5 milfj. kr.) á sama tíma og
tekjuskattur er 0,00 kr. hjá öllum
stóru bönkunum. Og er það ekki
svolítiö skondið að á sama tíma og
Hagkaupsrisinn hefur ekki krónu
afgangs í tekjuskatt þá er lagður
16.5 milljóna kr. tekjuskattur á
næsta granna þeirra, Rúmfatalag-
erínn.
Álagning á 6.680 lögaðila nemur
samtals um 11,3 milljörðum
króna, hvar af þeir þurfa þó aðeins
að greiða 9 milljarða vegna þess að
álagt aðstöðugjald verður fellt nið-
ur. Bróðurpartur þeirra gjalda sem
koma til greiðslu (5,4 milljarðar)
er tryggingagjald sem skiptist
miður á rúmlega 3.200 gjaldendur.
Tekjuskattur er 2,3 milljarðar, sem
skiptist á 1.850 aðila. Um 2.300
lögaðilar greiða tæplega 870 millj-
ónir í eignaskatt og sérstakan
eignaskatt.
-HEI
Eins og sjá má á teikningunnl er gert ráð fyrir að kvikmyndaver Hrafns verðl
allmikil bygging. Ljóst er að hún mun setja miklnn svip á Laugarnesiö.
■j'-----}-"-------í'1' —1
Kvikmyndaver Hrafns verður 10 metra hátt
TÍMINN í DAG:
Síöasta
blað fyrir
verslunar-
mannahelgi
Tíminn í dag er síðasta tölublað
fyrir verslunarmannahelgina.
Blaðið kemur næst út miðviku-
daginn 4. ágúst.
Starfsfólk Tímans óskar lands-
mönnum góðrar og slysalausr-
ar verslunarmannahelgar.
Kvikmyndaveriö sem Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndageröarmaö-
ur hefur hug á aö byggja í Laugarnesi í Reykjavík er samkvæmt
drögum að teikningum um 190 fermetrar að grunnfleti á tveimur
hæðum. Gert er ráö fyrír aö húsiö veröi um 10 metra hátt og mun
það því gnæfa talsvert hátt yfir önnur hús á nesinu.
Eins og sagt var frá í Tímanum í
gær eru taldar líkur á að kvik-
myndaver Hrafns verði byggt í
Laugamesinu. Það sem hefur
hamlað því að málið fái endanlega
afgreiðslu í skipulagsnefnd borgar-
innar er að mikið er um mannvist-
arleifar á Laugamesinu, auk þess
sem allir eru sammála um að fara
verður mjög varlega f allar bygg-
ingarframkvæmdir á þessu við-
kvæma náttúrusvæði. Það veldur
t.d. erfiðleikum að einmitt á þeim
stað þar sem kvikmyndaverið hefur
verið staðsett, samkvæmt drögum
að teikningu, hafa fundist merkar
mannvistarleifar sem eftir er að
kanna betur.
í bréfi Hrafns til skipulagsnefndar
borgarinnar kallar hann kvik-
myndaver sitt vinnustofu, en í
drögum að deiliskipulagi fyrir
Laugarnesið er gert ráð fyrir að
heimilt verði að byggja vinnustofu
við hús það sem Hrafn á. í bréfi
Hrafns segir að vinnustofan sé gerð
með þann metnað í huga að vinnu-
stofan sjálf sé listaverk sem tengist
listalífi sem fyrir sé á Nesinu og
auðgi það. Með þetta í huga segist
hann geta hugsað sér að vinnustof-
an verði opin almenningi að hluta.
Stjórn Vestnordensjóðsins veitti á
síðasta ári Hrafni Gunnlaugssyni 5
milljóna króna lán til að kanna
möguleika á því að byggja kvik-
myndaver á íslandi. í stjórn sjóðs-
ins sitja fyrir íslands hönd Stur-
laugur Þorsteinsson, bæjarstjóri á
Höfn í Hornafirði, og Guðmundur
Ámason, deildarstjóri í forsætis-
ráðuneytinu. Guðmundur sagði í
samtali við Tímann að það sé rangt
sem látið hefur verið liggja að í fjöl-
miðlum að þeir hafi beitt sér sér-
staklega fyrir því að þetta einstaka
verkefni fengi jákvæða fyrir-
greiðslu í stjórn sjóðsins. Hann
sagði að sjóðurinn starfi eftir því
starfsfyrirkomulagi að fram-
kvæmdastjóri Vestnordensjóðsins
fari yfir umsóknir sem berist sjóðn-
um, meti þær og Ieggi síðan fyrir
sjóðsstjórnina þær umsóknir sem
hann telji rétt að styrkja eða veita
lán til. Sjóðsstjómin hafi ekki bein
afskipti af einstökum umsóknum,
en samþykki þær umsóknir sem
framkvæmdastjórinn meti láns-
hæfar.
Ekki náðist í framkvæmdastjóra
Vestnordensjóðsins til að fá rök-
stuðning hans fyrir því að styrkja
þetta einstaka verkefni frekar en
önnur.
Verði ekkert af byggingu kvik-
myndavers mun lánveiting Vest-
nordensjóðsins til Hrafns breytast í
styrk.
Vegna fréttar í Tímanum í gær um
þetta mál er nauðsynlegt að fram
komi að það er rangt sem haldið
var fram að bróðir Hrafns væri for-
stöðumaður Borgarskipulags
Reykjavíkur. Forstöðumaðurinn
heitir Þorvaldur S. Þorvaldsson og
er móðurbróðir Hrafns. Sonur
hans, Jón Þór Þorvaldsson, hefur
gert frumdrög að teikningum að
kvikmyndaveri fyrir Hrafn.