Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 21

Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 21
Föstudagur 30. júlí 1993 Tíminn 21 ----------------:-----------------------------\ UTBOÐ Skeiða- og Hrunamannavegur um Litlu-Laxá Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum I lagningu 1,5 km kafla á Skeiöa- og Hrunamannavegi. Helstu magntölur. Fyllingar og neöra burðariag 28.000 m3, fláar og efni úr skeringu jafnað viö hlið vegar 15.000 m3. Verki skal lokiö 1. desember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkisins á Selfossi og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aðal- gjaldkera), frá og með 3. ágúst n.k. Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 16. ágúst 1993. Vegamálastjóri ______________________________________________J S FERÐAMENN VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMNA TIL ÞINGEYRAR / verslun okkar fáið þið flestar þær vörur sem ykkur kann að vanhaga um á ferðalaginu. Söluskálinn á Þingeyri Kaupfélag Dýrfiröinga Þingeyri SÓÐASKAPUR \ - ELDHÆTTA Sýnum alhliða tillitssemi í umferðinni! \m|UMFERÐAR / UrAð X 1953 var þessi mynd tekin af stoltri móður milli dætranna Mary (t.v.) og Frances. Ekki fer sögum af viðbrögðum lafði Fermoy þegar Frances dóttir hennar skildi við Spencer lávarð, föður Dfönu, en hún er sögð hafa orðið„mjög vonsvikin", þegar Díana og Karl tilkynntu að þau ætluðu ekki lengur að lifa sem hjón. Besta vinkona drottningar- móður — og amma Díönu — látin, 84 ára gömul Lögmál lífs og dauða gilda jafnt í fjölskvldum kóngafólks og ann- arra. A skömmum tíma hefur Dí- ana prinsessa séð á eftir föður sín- um og móðurömmu, lafði Ruth Fermoy, yfir móðuna miklu. Lafðin var orðin 84 ára og hafði verið hjartaveil síðan um miðjan síðasta áratug, svo að hún notaðist við gangráð. Andlát hennar kom að vísu á óvart, en hindraði þó ekki dótturdóttur hennar í að gegna skyldum sínum sem prinsessa af Wales: Díana fór í fyrirhugaða ferð til Zimbabwe eftir áætlun. Þannig hefði líka gamla konan viljað hafa það. Annálað var hversu dygg og trú hún var fjölskyldu Bretadrottningar og í meira en 60 ár var hún nánasta vinkona Elísa- betar drottningarmóður. Sagt var að gömlu konurnar hefðu átt sinn þátt í að koma í kring hjónabandi barnabarnanna Díönu og Karls, sem þær neituðu náttúrlega, en haft er fyrir satt að lafði Fermoy hefði átt bágt með að fyrirgefa dótt- urdóttur sinni hvemig fór og sam- vinnu prinsessunnar við rithöfund- inn Andrew Morton hefði hún litið á sem svik. Dfana og systur hennar áttu víst skjól hjá ömmu sinni eftir skilnað foreldra þeirra. Og hún hafði djúp áhrif á þær. Ekki síst tókst henni að innræta þeim ást á tónlist, sem var hennar hjartans mái. Hún var á góðri Ieið með að verða viður- kenndur konsertpíanisti tvítug að aldri, þegar hún giftist Maurice, fjórða baróninum Fermoy, þáver- andi þingmanni af King’s Lynn og nánum vini Georgs VI. konungs. Þó að hún hentist ekki heimshomanna á milli í tónleikaferðum eftir það, fór því fjarri að hún legði tónlistina á hilluna. Lafði Fermoy kom t.d. á fót sumartónlistarhátíð, sem kennd er við King’s Lynn, árið 1951 og nýtur sú hátíð alþjóðlegrar viður- kenningar. Elísabet drottning sæmdi hana OBE-oröunni fyrir starf hennar 1966 og lafði Fermoy var forseti hátíðarinnar allt til 1988. Tónlistarhátíðin í King’s Lynn er trúiega varanlegasti minnisvarðinn um þessa konu. En sjálf lagði hún ekki minni áherslu á tryggð og ævi- langa dygga þjónustu við bresku konungsfjölskylduna. Þær voru bestu vinkonur I meira en 60 ár, laföi Fermoy og drottningar- móðirin. Sagan segir að þær hafi átt sinn þátt I hjónabandi barna- barna þeirra, sem þvl miöur fór ekki aö óskum þeirra. Lafði Fermoy og dóttir hennar, Mary Roche, spjalla hér við Dlönu prinsessu, sem uppfyllti drauma ömmu sinnar þegar hún giftist Karli prinsi. Sagt er að gamla kon- an hafi veriö mjög óánægð meö dótturdóttur sína eftir skilnaöinn og litiö á uppljóstranir Dlönu viö rithöf- undinn Andrew Morton um óham- ingjuna I hjónabandinu sem hrein og klár svik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.