Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 30. júlí 1993 Timirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Skrffstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fféttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Flutningur ríkisstofnana Ef litið er til fjölgunar fólks síðustu 10 árin, hefur fólki á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 25.532 íbúa á meðan heildarfjölgunin er 26.749 íbúar. Næstmesta fjölgunin hefur orðið á Suðurnesjum á þessu tímabili, 1.623 íbúar eða 12%. Þar með hef- ur fjölgunin í Reykjavík og á Reykjanesi orðið meiri en heildarfjölgunin á landinu. Þessar upplýsingar og margar fleiri koma fram í tillögu stjórnar Byggðastofnunar um stefnumót- andi byggðaáætlun íyrir næstu fjögur ár. Atvinnuskipting landsbyggðarinnar er ólík eða á höfuðborgarsvæðinu. Landbúnaður, fiskvinnsla og fiskveiðar einkenna atvinnulíf landsbyggðarinnar, en þjónustugreinar ýmiss konar höfuðborgar- svæðið. Mikil aukning hefur verið í þjónustugrein- um undanfarin ár og er það hluti af skýringunni á vexti og viðgangi höfuðborgarsvæðisins. Tilvist opinberra stofnana hvers konar í Reykjavík hefur dregið að sér mjög margt fólk og meðal ann- ars orðið til þess að ungt fólk, sem aflar sér mennt- unar, fær fremur atvinnu þar en á landsbyggðinni. Sú blóðtaka er sárust fyrir byggðarlögin úti um landsbyggðina að hafa takmarkaðan starfsvettvang fyrir slíkt fólk og sjá á eftir því fyrir fullt og allt til höfuðborgarsvæðisins. Það hafa verið miklar umræður um það í gegnum tíðina hvort hægt sé að snúa þessari þróun við með því að flytja opinberar stofnanir út á landsbyggð- ina. Stjórnskipaðar nefndir hafa fjallað um málið, en lítið hefur skeð utan að aðalstöðvar Skógræktar ríkisins, sem er lítil ríkisstofnun, voru fluttar á Fljótsdalshérað fyrir nokkrum árum. Ekki er ann- að að sjá en sá flutningur hafi tekist vel. Stjórnskipuð nefnd hefur nú skilað áliti um flutn- ing ríkisstofnana út á lcind og lagt fram tillögur um málið. Ljóst er að nefndin hefur haft í huga við til- lögugerðina að hvert kjördæmi fái eitthvað í sinn hlut. Ekki virðist í fljótu bragði neitt sem mælir sér- staklega gegn því að þær stofnanir, sem um ræðir — Landhelgisgæslan, Rarik, Skipulag ríkisins, Byggðastofnun, Veiðimálastofnun eða Landmæl- ingar ríkisins — geti starfað úti á landsbyggðinni og haft þar sínar aðalstöðvar. Spurningin er nú hvert framhaldið verður. Hvert verður næsta skref stjórnvalda? Verður hafist handa um framkvæmd þessara tillagna og hvenær? Forsætisráðherra, sem skipaði nefndina á sínum tíma, hlýtur að gera til þess ráðstafanir að þessar tillögur nái fram að ganga. Hann gaf þær yfirlýsingar á sínum tíma að rétt væri að flytja Byggðastofnun til Akureyrar, svo sýnt er að hann hefur vilja til stofnanaflutnings. Því ber honum að hafa forustu um aðgerðir í kjöl- far nefndarálitsins og gangast fyrir því að stjórnar- frumvörp verði lögð fram um þessi mál. Verslunarmannahelgin Verslunarmannahelgin, þessi dæmalausa helgi, er nú framund- an. Hún hefur verið nefnd aðal ferðahelgi landsins og um þessa helgi telja nánast allir sér skylt að þeysa út á þjóðvegi landsins í Ieit að ævintýrum. Þeir sem heima sitja eru nánast eins og afbrigðilegt fólk að láta öll þessi ferðalög fram hjá sér fara. Alltaf opið Allt þetta tilstand er kennt við verslunarmenn og mánudagurinn er nefndur frídagur verslunar- manna. Engin stétt manna á síður frí þennan dag en verslunarmenn, það þekki ég af eigin reynslu. Ég var í mörg ár verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á ferða- mannastaðnum Egilsstöðum. Ég minnist þess að um þessa helgi var fádæma annríki og ekki síður fyrir hana að koma hlutunum af. Reyndar var þetta fyrir þá daga sem það þykir sáluhjálparatriði að allar verslanir séu opnar, helst alltaf. Þó að mánudagurinn um verslun- armannahelgina sé nefndur frídag- ur verslunarmanna, er lítið um dýrðir hjá þeirri stétt á þessum degi nema þeir, sem vinna í tengsl- um við umferðina, fá meiri pen- inga inn og hafa meira að gera en endranær. Enginn hefur tíma á þessum degi til þess að hugleiða störf og stöðu þessarar stéttar, sem er geysifjöl- menn. Þessi stétt manna vinnur myrkranna á milli við kröpp kjör. Starf almennra verslunarmanna er eitt hið lægst launaða á landi hér og kröfur um vinnuframlag vaxa alltaf. Verslunarmiðstöðvar — félagsmiðstöðvar Nú þykir sjálfsagt að hafa ætíð opnar verslanir á laugardögum og það nýjasta í þessum efnum er að hafa opið á sunnudögum. Allt er þetta auðvitað gert í nafni frjálsrar samkeppni og þjónustu, en minni sögum fer af því hvað þessi langi opnunartími kostar og þessi dreif- ing sömu viðskiptanna á alla daga vikunnar. Auðvitað lendir þessi aukni kostn- aður á vöruverðinu að lokum og dugar þá ekki til þótt reynt sé eins og mögulegt er að halda launum fólks, sem vinnur við verslunar- störf, niðri. Úr stórum verslunarmiðstöðvum berast svo þær fréttir að þær gegni hlutverki félagsmiðstöðva um helgar. Fólk flykkist þangað til þess Jón Kristjánsson skrifar að sýna sig og sjá aðra og fylgjast með uppákomum, en ekki til að versla. Verslunarmenn: gleymdir á frídegi sínum Ég man ekki eftir mikilli umfjöll- un fjölmiðla um verslunarmál og stöðu verslunarfólks í þjóðfélaginu á frídegi verslunarmanna, enda hefur enginn tíma til að hlusta á slíkL Höfuðborgarbúamir em gjaman á heimleið í bílalest yfir Hellisheiði eða á Vesturlandsvegi á þessum degi og aðrir landsmenn á heimleið í ýmsum landshlutum eftir ferðalög helgarinnar. Þetta em staðreyndir lífsins þessa helgi og verður varla breytt, enda hefur enginn tekið sér það fyrir hendur að reyna að breyta þessum venjum. Útisamkomur: rúss- nesk rúlletta Útisamkomur em fylgifiskur þessarar helgar. Slíkar samkomur em eins og rússnesk rúlletta í ís- lensku veðurfari. Landið getur ver- ið dásamlegt og gott að vera úti í náttúmnni í góðu sumarveðri, en útisamkoma þar sem regnið fellur í stríðum straumum yfir mann- skapinn í svona 10 stiga hita eða þar undir er ekki mjög aðlaðandi fyrirbæri. Það er lenska að þeir sem heima sitja nota vikuna eftir verslunar- mannahelgina til þess að hneyksl- ast á því hvernig ungt fólk hagar sér á slíkum samkomum. Ég held að ungt fólk upp til hópa hagi sér ekki verr en foreldrar þess gerðu, en tímarnir em breyttir og nýjar hættur steðja að og það þarf ekki marga gikki í hverja veiðistöð til þess að koma óorði á allan hópinn. Atlavík fyrir 25 árum Ég minnist útisamkoma á Austur- landi eða öllu heldur í Atlavík fyrir 25 ámm eða svo. Starf mitt á þess- um samkomum var að selja mann- skapnum sælgæti, en þó gafst tími til þess að líta á mannlífið, sem var ansi skrautlegt þá eins og nú. Þama vom saman komnir foreldr- ar þeirra, sem nú em að skemmta sér á útihátíðum víða um land. Það er skemmst frá því að segja að menn og konur dmkku sig full, sumir svo að þeir sofnuðu upp við tré. Aðrir urðu óðir og óðu út í Lagarfljót í þeim tilgangi að drekkja sér, eða börðu næsta mann og vom settir í tugthús, sem var á yfirbyggðum palli vömbíls sem fenginn hafði verið að láni hjá mjólkurbílstjóra utan af Héraði. Á pallinum grétu menn og bölvuðu þar til þeim var sleppt. Drykkja og hófleysi er ekki nýtt fyrirbrigði. Hins vegar var aldrei talað um eiturlyf á þessum ámm, þá ógn sem steðjar að núna og leið- ir af sér meiri hörmungar og of- beldisverk en nokkm sinni. Hætt- an á verslun og viðskiptum með þessi efni er mikil á hópsamkom- um helgarinnar og hættan er líka mikil á því að einhverjir láti freist- ast til notkunar þeirra í fyrsta sinn til þess að vera með. Það má einskis láta ófreistað til þess að stemma stigu við þessum vágesti og góma þá sem kynnu að stunda verslun og viðskipti með þessi efni á útisamkomum helgar- innar. Breyttar umræður Fyrir aldarfjórðungi var ekki op- inber umræða um nauðganir á úti- samkomum, né sérstakar ráðstaf- anir gerðar vegna hættu á þeim al- varlega glæp. Það er ekkert hægt að fullyrða um tilvist þessara af- brota þá eða hve tíð þau hafa verið. Opinber umræða um þau og fleiri ofbeldisverk af þessu tagi er til- komin seinna og vonandi gerir hún gagn í því að slík mál komi frekar fram í dagsljósið og hægt sé að bregðast við þeim. Góðar óskir Ég þykist vita að mörgum foreldr- um í landinu sé ekki mjög rótt um þessa helgi fyrr en krakkarnir eru komnir heim eftir gleðskap henn- ar. Ég hef þá ósk að sem flestir skemmti sér vel og komist heilir heim síðdegis á frídegi verslunar- manna og sú stétt innbyrði sem mest af peningum í kassann á frí- degi sínum. Verslunarmönnum flyt ég bestu óskir. Ég tilheyrði þeirri stétt um árabil og er vel kunnugt um hvaða kröfur eru til hennar gerðar og mikilvægi þeirra starfa sem þessi stétt manna vinn- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.