Tíminn - 13.08.1993, Side 3
Föstudagur 13. ágúst 1993
Tíminn 3
ÉStÍt*
[Aj Fj ■ N! A m B Ú Ð. I R'
Vlðvarandi skortur er á hjúkrunarrýml fyrir aldraða I Reykjavfk. Þrátt fyrir það á aö hætta vlð aö taka I notkun 25
vlstunarrýml á hjúkrunarheimlllnu Eir. Allt hjúkrunarrýml er yfirfullt og langlr blðllstar, svo sem í Hafnarbúðum.
Hætt við að opna 25 rými fyrir aldraða á hjúkrunarheimilinu Eir:
Alvarlegra ástand
en verið hefur
Allt bendir til að hætt verði við að taka 25 vistunarrými í notkun á
hjúkrunarheimilinu Eir fyrir öldrunarsjúklinga í haust. „Það er
mjög alvariegt ef þetta verður og það mun skapast enn alvarlegra
ástand en verið hefur," segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yfirmað-
ur öldrunarþjónustudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar.
Á annað hundrað aldraðra Reykvík-
inga eru talin hafa mjög brýn þörf
fyrir hjúkrun.
„Okkur skilst hér að það hafi borist
erindi þessa efnis," segir Sigurbjörg
en hún hefur ekki fengið þetta end-
anlega staðfesL
Hún segir að hér sé alvarlegt mál á
ferðinni og vísar til þess að málum
hafi verið haldið gangandi með það f
huga að þessi rými yrðu tekin í
notkun. „Fólk hefur ákveðið lang-
lundargeð þegar það sér að ákveðin
lausn er í sjónmáli," segir Sigur-
björg og bendir á að þama sé um að
ræða mjög þung og vandmeðfarin
mál.
Hún bendir á að það hafi verið við-
varandi skortur á hjúkrunarrýmum
fyrir aldraða í Reykjavík. „Við erum
alltaf að leysa erfiðustu málin með
þessum fáu úthlutunum og það eru
á annað hundrað einstaklingar sem
bíða eftir þessu og eru í mjög brýnni
þörf fyrir hjúkrun," segir Sigurbjörg
og vísar til þess að oft sé um að ræða
einstaklinga sem búnir eru að vera
út og inn á sjúkrahúsum í hvíldar-
innlögnum. „Þetta hefur meira og
minna verið unnið í náinni sam-
vinnu við aðstandendur," bætir Sig-
urbjörg við og telur þá oft sýna mik-
ið langlundargeð.
Samkvæmt áætlun sem lögð var
upp í byrjun ársins stóð til að hjúkr-
unarheimilið Eir við Grafarvog í
Reykjavík yrði opnað í tveimur
áföngum. í marsmánuði sl. voru 25
rými tekin í notkun og í október átti
að taka önnur 25 rými í notkun.
„Það var að sjálfsögðu búið að leggja
allar áætlanir upp hjá okkur með
það í huga,“ segir Sigurbjörg. —HÞ
Lyfjaþróun hf. þróar nýtt lyfjaform til bólusetningar:
Nefúði kemur í
stað stungulyfs
Lyfjaþróun hf. er nú að reyna aft
hanna nýtt lyfjaform fyrir bólu-
efni en það felst í nefúða í stað
stungulyfs. Þetta kemur fram í
grein eftir Sveinbjörn Gizurar-
son, verkefnisstjóra Lyfjaþróunar
hf., í Tímariti um lyfjafræði sem
Lyfjafræðingafélag íslands gefur
út.
Þar segir að stærsti kosturinn við
slíka bólusetningu sé að bóluefn-
inu sé úðað á slímhimnuna þann-
ig að hægt er að ná fram mótefna-
svörun á öllum slímhimnum lík-
amans en það næst ekki með
stungulyfi. Að auki næst góð og
örugg vöm í blóði.
„Tilraunir á dýrum hafa sýnt að
hægt er í vissum tilvikum að ná
fram a.m.k. jafn mikilli vernd með
nefúða og með stungulyfi en þar
að auki næst mótefnamyndum á
slímhimnum sem ekki fékkst með
stungulyfinu," segir í grein Svein-
bjarnar. Þar kemur jaftiframt fram
að stefnt sé að því að framkvæma
fyrstu tilraunir á hraustum ein-
staklingum um næstu áramót.
-GKG.
Borgarspítalinn riftir samningi við sjúkraliðanema og
ber fyrir sig fjárhagsvandræði:
Sjúkraliða-
nemar úti
í kuldanum
Sjúkraliðafélag íslands mótmælir
harðlega ákvörðun stjómar
sjúkrastofnana Reykjavíkur um að
rifta námssamningum við sjúkra-
Iiðanema á Borgarspítala sem taka
áttu gildi 15. ágúst.
Þetta kemur fram í ályktun
stjómar og fræðslunefridar
Sjúkraliðafélags íslands. Þar kem-
ur fram að hér er um að ræða
nemendur í Fjölbrautaskólunum í
Breiðholti og í Ármúla.
Þá er jafnframt þeim tilmælum
beint til heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra og menntamálaráð-
herra að þeir geri það sem í þeirra
valdi standi til að viðunandi lausn
finnist á fjárhagsvandræðum
Borgarsjúkrahússins svo að það
geti staðið við skuldbindingar sín-
ar við sjúkraliðanemana.
í ályktuninni kemur og fram að
þessi ákvörðun raski högum þeirra
verulega. Þar er vísað til þess að
um sé að ræða nemendur sem hafa
hafnað annarri vinnu til að geta
staðið við sinn hluta starfssamn-
ings en standi nú uppi atvinnu-
lausir.
Gönguferð Stefáns Jasonarsonar senn að Ijúka:
í hringferðinni
Það líður senn að lokum göngu- dalsvelli en það er samnorræn
ferðar Stefáns Jasonarsonar f íþróttahátíð fýrir 60 ára og eldri.
Vorsabæ hringinn f kringum 275 útlendingar koma híngað tfl
landið. landsítengslumviðhanaogætla
Hann kemur til Borgamess kl. vel fiestir þeirra að hitta Stefán
1830 í dag. Á morgun kemur hjá gðmlu Eiiiðaárbrúnni og
hann til Akraness og hefur þá lagt ganga með honum síðustu skref-
að baki sér 500 km. in.
Næsti áfangastaður Stefáns er Á Laugardalsvelli bíða Stefáns
Mosfellsbær en þangað kemur hlýjar viðtökur og verður honum
hann miðvikudaginn 18. ágúst meðal annars fagnað með söng,
19. ágúst verður opnunarhátíð íþróttasýningu og ræðuhöldum.
Gym i Norden haldin á Laugar- -GKG.
Jón Böðvarsson. Steingrfmur Hermannsson.
Njáluslóðir — Þórsmörk
Árieg sumarferð firamsóknarfélaganna í Reykjavík verður
farin laugardaginn 14. ágúst 1993. Að þessu sinni verður
farið á söguslóðir Njálu og inn í Þórsmörk.
Aðalleiðsögumaður ferðarinnar verður Jón Böðvarsson.
í öllum bílunum verða reyndir fararstjórar.
Feröaáætiunin er þessi:
Kl. 8:00 Frá BSÍ.
Kl. 10:00 Frá Hvolsvelli.
Kl. 11:15 Frá Bergþórshvoli.
Kl. 12:30 Frá Gunnarshólma.
Kl. 17:00 Úr Þórsmörk.
Kl. 18:45 Frá Hlíðarenda.
Kl. 20:45 Frá Gunnarssteini.
Kl. 22:00 Frá Hellu.
Áætlað er að vera í Reykjavík kl. 23:30.
Steingrímur Hermannsson mun ávarpa ferðalanga.
Skráning í ferðina er á skrifstofu Framsóknarflokksins í
síma 624480 frá 9.-13. ágúst. Verð fýrir fullorðna 2.900
kr., böm yngri en 12 ára 1.500 kr.