Tíminn - 25.08.1993, Síða 1

Tíminn - 25.08.1993, Síða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-4ö—Frétta-Tínninn...Frétta-síminii—68-76-48. BKmEragEnnl Miðvikudagur 25. ágúst 1993 158. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 125.- Slitnaði upp úr viðræðum Islands og Noregs um Smuguna: Viðræður árangurs- lausar Upp úr viðræðum íslendinga og Norðmanna um veiðar í Smugunni slitnaði í gær. Fulltrúar Norðmanna í viðræðunum héldu því fram að viðræðumar hefðu sUtnað vegna kröfú íslendinga um kvóta í Smug- unni. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra hafnaði þessu og sagði að viðræðuslit hefðu orðið vegna kosninga í Noregi og erfiðrar stöðu Noregs í samningum við Evr- ópubandalagið. Fundur íslensku og norsku ráð- herranna stóð í nokkrar klukku- stundir. Fyrirfram var ekki reiknað með að niðurstaða fengist á fundin- um, en menn höfðu reiknað með að ráðherramir myndu þokast í átt til samkomulags og að þeir yrðu a.m.k. sammála um að halda viðræðum áfram. Þetta varð ekki niðurstaðan. Fundurinn varð algerlega árangurs- laus. Eftir fundinn mátti skilja á full- trúum Noregs á fundinum að fram- undan væru meiri átök milli fslands og Noregs um sjávarútvegsmál. Sjávarútvegsráðherra Noregs sagði að þjóðimar hefðu haft sögulegt tækifæri til að snúa bökum saman í sjávarútvegsmálum, en ísland hefði breytt um grundvallarafstöðu. Jón Baldvin hafnaði málflutningi Norðmanna. Hann sagði að ísland hefði farið fram á viðræður við Norðmenn um hlut íslands í veiðum á Barentshafi og lagt til að þjóðimar tækju upp samstarf í hafréttarmál- um. Því hafi verið hafnað. -EÓ Þormóður rammi hf. á Siglufirði: EKKI MEIRA AÐ HAFA Á MIÐUNUM VIÐ ÍSLAND Róbert Guðfmnsson, framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma hf. í Siglu- firði segir að þótt afli hafi verið treg- ur í Smugunni í Barentshafi og flestir togaranna séu á heimleið, þá haf! afli á sama tfma ekki verið meiri á íslandsmiðum. Hann segist ekki sjá neinn mun á því að hafa sent skip til veiða í Smug- una en að vera með það í hálfgerðu reiðileysi á heimamiðum í þeirri ör- deyðu sem verið hefur á miðunum allt í kringum landið. „Ég get ekki séð að við séum að koma neitt verr út úr því að hafa sent ísfisktogarann Drangey þangað norður og fá þó 60 tonn af þorski en vera á heimamiðum þar sem allt er lokað. En þar með er ég ekki að segja að þetta hafi verið eitthvað gott, langt í frá." Obbinn af íslenska togaraflotanum, eða um tuttugu skip, er á heimleið úr Smugunni í Barentshafi sökum lélegra aflabragða og vegna mikils smáfisks í afla. I gær var talið að ein- ungis átta ffystitogarar væru enn að þar nyrðra og var jafnvel búist við að þeim mundi eitthvað fækka þegar líða tæki á daginn. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. sagði að framhald veiða í Smug- unni mundi ráðast af samningavið- ræðunum við Norðmenn um veið- amar og aflabrögðum þar nyrðra. „Það er verið að tala um að veiðam- ar í Smugunni hafi verið martröð fyrir útgerðimar sökum aflaleysis og mikils kostnaðar. Vonandi verður þetta til þess að fólk geri sér grein fyrir því hversu mikil martröð það er fyrir hina sömu útgerðarmenn að senda skip sín í 10 daga veiðiferð hér við land og fá ekki neitt,“ sagði Ró- bert Guðfinnsson framkvæmdastjóri. Hann segir að burðarás fyrirtækis- ins sé í rækju en rækjuskipið Sunna hefur verið að gera það gott í Flæmska hattinum við Nýfundna- land. Þar er vestra er aflanum landað og er stærsta rækjan flutt þaðan beint á markað í Japan og til Frakk- lands en minni rækjan er unnin í verksmiðju fyrirtækisins á Siglufirði. -grh Framkvæmdir við McDonald's veitingastaðinn eru á lokastigi, en ráögert er að opna staðinn 10. september. , Tlmamynd Artil BJam* Fyrsti McDonalds á Islandi mun bjóða upp á íslenskan fisk keypt- an frá Grimsby og hálfgerðir „heimsborgarar“ verða í boði: mMMUUmUM * I I ■ Kjotið islenskt en brauðið er innflutt Nú styttist f að íslenskir McDon- alds aðdáendur geti farið að gæða sér á samnefndum hamborgur- um, en nú eru rúmlega tvær vikur þar til fyrsti McDonalds hamborg- arastaðurinn á íslandi tekur til starfa, eða þann 10. september. Pétur Þórir Pétursson hjá Lyst hf. sem er leyfishafi McDonalds á ís- landi segir að framkvæmdir gangi vel og ekkert verði því til fyrir- stöðu að opna þann dag. Ráðið hefur verið í allar stöður og hefst þjálfún starfsfólks f raun f dag-AIls hafa verið ráðnir tæplega eitt hundrað starfsmenn, sem koma til fyrstu kynningar á staðn- um í dag og verða f þjálfun mestan tíma fram að opnun. McDonalds staðimir gera miklar kröfúr til hráefnisins sem notað er í hamborgarana og aðra vöru- flokka og sagði Pétur að sú stefna væri viðhöfð að nota íslenskt hrá- efhi ef þess væri kostur. Að sjálf- sögðu kemur kjötið af íslenskum skepnum eins og lög og reglur gera ráð fyrir og þá eru tilbúnu fiskblokkimar íslenskar, en koma frá verksmiðjum Iceland Freezing Plant í Grimsby, dótturiyrirtæki SH, en þess má geta að fyrirtækið sér öllum McDonaldsstöðum á Bretlandseyjum, sem em um 500 talsins fyrir fiskblokkum. Pétur sagði að slíkar fiskblokkir, sem em ekki forsteiktar og utan á þær sett deig og rasp, séu ekki framleiddar hér á landi og séu sér- staklega unnar eftir ströngum kröfúm sem McDonaids setur. Hamborgarabrauðið er flutt inn fryst frá tveimur brauðgerðum McDonalds f Bretlandi. Pétur sagði að ekki hefði verið mögulegt að fá brauðin hér á landi, sem uppfyllt hefðu þær kröfur sem McDonalds gerir og því hefðu þeir neyðst til að fá brauðin erlendis frá. Þeir McDonalds-menn hafa ákveðið að halda verðinu á ham- borgunum ieyndu þar til á opnun- ardag, en aðspurður sagði Pétur að verðið þyrfti í sjálfú sér ekki að koma neitt á óvart Þeir væru eins og aðrir háðir verði á landbúnað- arafúrðum og Öðmm dýmm að- fóngum, en allt hráefnið væri í hæsta gæðaflokki og þar með dýr- asta verðflokki. ÖH nöfn á matseðlinum, nema Big Mac verða á íslensku og sem dæmi má nefna að Quarter-po- under hamborgari kemur til með að heita „McGóðborgari" - PS Skuldbreytt hjá þeim sem eiga í mestum erfiðleikum Ríkisstjómin samþykkti f gær tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra um að heimild til að skuldbreyta lánum hjá fólki sem á í miklum greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðiskaupa verði nýtt. Gert er ráð fyrir að 350 milljónum verði varíð úr húsnæðis- kerfinu í þessu skyni. Húsnæðisstofnun telur að 1000-1200 manns eigl við erfiöleika að stríða sem falli undir þá skilgreiningu sem stofnunin hefur sett f þessu efni. Jóhanna sagði að með skuldbreyt- ingum nú væri stefnt að því að taka á vanda þeirra íbúðarkaupenda sem verstværu staddir, þ.e. þeirrasem lent hafa í vanskilum vegna atvinnuleysis eða veikinda. „Það virðist svo vera hjá Húsnæðisstofnun, eins og hún hefur greint þennan vanda, að þessi hópur sé kominn í mikil vanskil og sumir hverjir séu að missa sitt húsnæði," sagði Jóhanna. Jóhanna tók skýrt fram að þær að- gerðir sem hér væri verið að grípa til, feli ekki í sér útgáfu sérstakra greiðsluerfiðleikalána. Um sé að ræða nýtingu heimildar sem sé í lögum um Húsnæðisstofnun til að skuldbreyta lánum hjá Byggingarsjóði ríkisins og heimild til að fresta greiðslum hjá Byggingarsjóði verkamanna í tilvik- um þar sem greiðsluhlutfall fer yfir ákveðið hlutfall a/ tekjum. „Hér er um að ræða skuldbreytingar, til mjög af- markaðs hóps, sem eru háðar mjög ströngum skilyrðum," sagði Jóhanna. Stór hluti af vandamáli þessa fólks felst í skammtímalánum í bankakerf- inu. Jóhanna sagði að rætt hafi verið við forsvarsmenn bankanna um að taka þátt í að skuldbreyta lánum. Hún sagði að raunar væri það eitt af skil- yrðum fyrir því að þessi aðgerð skilaði tilætluðum árangri. ,JJvert einstakt tilvik verður metið sameiginlega af lánastofnunum og Húsnæðisstofnun. Skuldbreyting er háð því að þeir aðilar þar sem skuld- imar liggja hjá, séu sammála um að aðgerðimar sem sameiginlega yrði gripið til myndu skila árangri," sagði Jóhanna. Á næstu dögum mun félagsmála- ráðuneytið setja reglur um þessar skuldbreytingar. Jóhanna sagðist gera sér vonir um að fyrstu skuldbreyting- amar geti komið til framkvæmda í fyrri hluta septembermánaðar. -EÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.