Tíminn - 26.08.1993, Síða 4

Tíminn - 26.08.1993, Síða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 26. ágúst 1993 Tírnfrm MALSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1368,- , verð f lausasölu kr. 125,- Gmnnverð auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Markaðsmálin í brenni- depli í landbúnaðinum Landssambönd sauðfjár- og kúabænda hafa nýlega haldið þing sín og rætt hagsmunamál búgreinanna. Þessir fundir eru haldnir á erfiðum tímum í landbún- aði, en segja má að það séu markaðsmálin sem brenna á bændum landsins nú, eins og svo oft áður. Staðan er þannig að framleiðslugetan í búgreininni er meiri en salan, en vegna markaðsmálanna er staðan þannig að bændur geta ekki aukið tekjur sínar með því að auka framleiðsluna, jafnvel þótt það væri í mörgum tilfellum mögulegt án verulegs tilkostnaðar í tækjum og hús- næði. Segja má að mjólkurneyslan hafi haldist í horfinu á innanlandsmarkaði en verulegur samdráttur hefur orð- ið í dilkakjötinu, sem er undir kvótastýringunni. Ástæð- urnar eru breyttar neysluvenjur, aðrar kjöttegundir hafa sótt á og nýjar tegundir matvæla hafa rutt sér til rúms, og má þar nefna hvers konar pastarétti. Staðan er einnig orðin þannig í markaðsmálum að stórmarkaðir geta í vaxandi mæli sett bændum og af- urðastöðvum stólinn fyrir dyrnar og sett skilyrði um verð. Skemmst er að minnast upphlaupsins þegar Hag- kaup hóf útsölu á dilkakjöti á eigin forsendum áður en aðrir komust af stað og gat þetta í skjóli stærðar sinnar. Það er því sótt að bændum úr ýmsum áttum. Landbún- aðarvörur þykja dýrar og neytendur gera kröfur um verðlækkun. Þrýst er á um innflutning landbúnaðarvara og nægir að nefna þá herferð sem viðskiptaráðherra gengst fyrir og hefur Neytendasamtökin og Hagfræði- stofnun Háskólans sér til fulltingis. Bændur eru í mjög þröngri stöðu. Svigrúm þeirra til að lækka verð takmarkast mjög af kvótakerfinu. Land- búnaðurinn er þar að auki svo nátengdur byggðamálun- um í landinu að hrun byggðar í sveitum þýðir hrun byggðar í þéttbýli sem í mjög ríkum mæli hafa þjónað þessari atvinnugrein. Hins vegar hafa bændur skilning á því að nauðsyn ber til að stilla framleiðslukostnaði sem mest í hóf og það sama þurfa afurðastöðvar að gera og reyna að takmarka sem mest þann kostnað sem leggst á vöruna á leið hennar til neytenda. Gott samstarf við smásöluaðilann er einnig nauðsynlegt og vonandi endurtaka sig ekki slík mistök sem urðu við útsölu Hagkaups á dilkakjöti á dögunum. Aðeins með því að reyna að ná kostnaðinum sem mest niður, er hægt að bregðast við kröfunni um innflutning landbúnaðarvara, sem haldið er uppi af vax- andi þunga, og er rekin með óbilgjörnum hætti undir forustu viðskiptaráðherra. Nú er í gildi nýr búvörusamningur þar sem ríkið ber ekki lengur ábyrgð á sölunni og hún er á ábyrgð bænda sjálfra. Sölustarfsemin er nú sérstaklega í kastljósinu og það er brýnt verkefni á þeim vettvangi að halda stöð- unni á innanlandsmarkaðnum og reyna að vinna er- lenda markaði sem gefa verð sem er viðunandi. Þetta kostar mikið átak og fjármuni, því það er við ramman reip að draga. íslenskar landbúnaðarvörur eru gæðavara, það ber öll- um saman um, en markaðssetning hágæðavöru á er- lendum markaði er afar dýrt verkefni, ef árangurinn á að verða sá að útflutningurinn skili verði til framleið- enda. Það er afar brýnt að íslenskur landbúnaður haldi velli. Nú stendur baráttan hreinlega um það. Til þess að svo megi verða þarf samstöðu allra þeirra sem vilja veg þessarar atvinnugreinar sem mestan. ,3teypa" er það orð sem kemur í hugann þegar menningarmála- stefhu Reykjavíkurborgar ber á góma. Allar áherslur borgarinnar upp á síðkastið í þessum málaflokki miða að því að reisa listinni og menningunni veglegt musteri þar sem áður stóð stærsta kúabú á Norð- urlöndum og það án þess að nokkur sékominntit með aðsegjaað menn- ingin og listin hafi nokkuð að gera við slíka höll. Listamenn hafa þver- tekið fyrirað hafa verið hafðir með í ráðum og sagt að endurreisn Korp- án. Fólk er farið að spara við sig menriingarástundun sinni vegna úlfsstaöa sé sama eðlis og bygging hvers kyns menningarefhi og hefiir fjárskorts um teið og því er hlíft víð Ráðhúss og Perlu, stjómmálamenn varla efni á að fara á bfó eða leikhús enn einu steypuævintýrinu. Engin séu að reisa sjálfum sér minnisvarða. eða yfirleitt aö sækja menningar- ástæða er til að ætla annað en þetta uppákomur þar sem rukkað er um muni falla í góðan jarðveg meðal borgarbúa og auðveidtega ætti að vera hægt að ganga þannig frá mát- um að listaverkin væm tryggð gegn hnjaski og skemmmdum, sem þó er Endurreisn Qóssins Hvort sem svo er eða ekki þá er hin opinbera skyring sú að verið sé að reisa veglegt safri utanum listaverk ekki ástæða til að ætla að sé mikið. Errós sem gefin hafa verið Reykja- aðgangseyri. Par af leiðandi hljóta Variaættihelduraðsjá höggávatni víkurborg í gámavís, en það er mann að viöurkenna að bygging þótt eitt og eitt verk færi í minni- dæmigert fyrir viðhorf lístamanna listahallar utan um myndimar hans háttar viðgerð endmm og eins. hvers til annars að úr alflottustu Errós einmitt núna séu ekki endi- Ávinningurinn í beinum peninga- menningarkreðsunumheyrastradd- lega rétt framkvænd á réttum tíma. legum spamaði væri mikiU vegna irsemteljaþaðengubetraaðendur- Hins vegar er það staðreynd að þessaðónauðsynlegterþáaðbyggja reisa fjós Thors Jensen Erró ti! heið- myndir Errós liggja í hundraðatali f sérstakt hús til að sýna fóiki mynd- urs heldur en að endurreisa það pól- geymslum borgarinnar og fair eða imar. Ávinningurinn væri líka tnikill itfkusum tíl heiðurs. engir fá notið snilldar meistarans. fyrir listina og þessa gjöf þar sem fólk Nú er reykvískum skattgreiöendum fengivirkilegaaðnjótagjafkrErrósá sagt að enduibyggingin til heiðurs Útlnn mvnrlncnfns sínueiginheimiliítiltekinntíma. Erró (eða stjómmálamönnunum) * Því miður er menningarstefria muni kosta að minnsta kosti 14 Garri vill því hér með leggja það til borgarinnar brennimerkt steypunni hundmð milljón krónur og ef dæma að í stað þess að íþyngja fjölskyldum og því ekki að búast við lifandi hug- má af reynslunni af áætlanagerð borgarinnar með því að byggja ljómunum frá stjómmálamönnum stórhýsa hjáborginni er ekki úrvegi glæsihöll undir myndimar þá verði sem múraðir hafa verið við móta- áætla að þessi tala gæti þrefaldasL myndimar eínfaldlega lánaðar fólki timbrið. Reykvískar fjölskyldur I'etta þýðir að framlag hverrar fjög- til að hengja upp f stofunni heima verða þó að halda í þá veiku von að urra manna fjölskyldu til þessa húss hjá sér í svona mánaðartíma í senn. sömu mistökin og sömu sements- yrði á biiinu 56 til 168 þúsund krórv Við höfum hér öflug bóka-og mynd- ævintýrin endurtaki sig ekki alítaf ur og eins og alþjíjð veit myndi eng- bandasöfn þar sem merkisbækur og aftur og aftur og aftur. Hinu er þó in fjölskylda láta sér detta í hug á myndir eru lánaðar út og því ættí ekki að neita að vonin dvín í réttu þessum þrengingartímum að eyða slíktekkiaðeigaviðummyndlistina hlutfalli við vaxandi fjölda reikninga öðmm eins fiármunum í óþarfa eða líka? Þannig er komið til móts við sem borgarbúar greiða fyrir mont- annað það sem fólk getur komist af fólk sem orðið hefur að draga úr húsí Reykjavík. Garri Einkennileg yfirlýsing í blöðunum í gær birtist yfirlýs- ing frá starfsmönnum landbún- aðarráðuneytisins þess efnis að þeir hefðu ekki átt frumkvæði að því að koma upplýsingum um kjötmál utanríkisráðherrahjón- anna, sem svo hefur verið kallað, á framfæri við fjölmiðla. í sjálfu sér er það næstum fáránlegt að embættismenn íslenska ríkissins skuli telja sig knúna til að gefa opinbera yfirlýsingu af þessu tagi og eflaust myndu kringumstæð- ur sem knýja menn til slíkra hluta, teljast á mörkum hins mögulega, ef hér á landi væri al- mennt farið eftir lögmálum op- inna vestrænna lýðræðisþjóðfé- laga. En engu að síður kemur slík yfirlýsing fram. Greinilega liggja tvær ástæður fyrir þessari óvenjulegu yfirlýs- ingu. Annars vegar aðdróttanir landbúnaðarráðherra um að eitt- hvað hafi verið athugavert við framkomu starfsmanna ráðu- neytisins í þessu máli, en ráð- herrann sakaði starfsmennina óbeint um að vera að koma pólit- ísku höggi á utanríkisráðherra. Hin ástæðan er einskonar frétta- flutningur ríkisútvarpsins af því hvemig málið komst til fjölmiðla og hins vegar frásögn blaðakon- unnar Agnesar Bragadóttur þess efnis að henni væri kunnugt um að ráðuneytismenn hefðu verið að hringja í tiltekna fjölmiðla með fréttaskot um þetta mál. Rétt er líka að nefna fádæma ósvífnar ritstjórnargreinar Al- þýðublaðsins um þetta mál, þó svo að þar hafi verið skotið svo hátt yfir markið í ásökunum og persónulegum svívirðingum að þau skrif dæmdu sig sjálf. Hins vegar eru þau skrif siðferðilega í það minnsta á ábyrgð Alþýðu- flokksins, sem er formlegur og raunverulegur útgefandi að blað- inu. Sakamannabekkur Öll þessi atriði, fjölmiðlaskrifin og ásakanir landbúnaðarráð- herrans sjálfs, verða til þess að skyndilega eru starfsmenn land- búnaðarráðuneytisins komnir á eins konar sakamannabekk vegna þess að eiginkona utanrík- isráðherra er tekin með ósoðið kjöt í Leifsstöð! Vitt og breitt ] í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld var greint frá yfirlýsingu starfs- manna landbúnaðarráðuneytis- ins sem væri ekki í frásögur fær- andi nema vegna þess að leitað var eftir viðbrögðum hjá frétta- stjóra Útvarps og Agnesi Braga- dóttur. Bæði sögðust standa við fullyrðingar sínar um að ráðu- neytismenn hefðu að fyrra bragði komið frétt ráðuneytisins á framfæri. Slíkt kemur á óvart þar sem ráðuneytisstarfsmenn- imir segja í yfirlýsingu sinni að þeir hafi skriflegar og munnlegar yfirlýsingar frá viðkomandi fjöl- miðlum um að frétt þeirra um kjötmálið hafi ekki verið upp- runnin í ráðuneytinu. Sú fullyrð- ing þeirra ráðuneytismanna er rétt hvað Tímann varðar og ít- rekunin á röngum fullyrðingum hjá Útvarpinu og Agnesi Braga- dóttur koma því spánskt fyrir sjónir. Slíkt er þó ekki aðalatriði þó það hljóti að teljast enn ein furðustaðan í þessu máli að Agn- es Bragadóttir og Ríkisútvarpið viti betur hvemig fréttir verða til á öðmm fjölmiðlum en þessir fjölmiðlar sjálfir! Þrælsóttinn Það sem þó er verst við þetta skringilega mál eru þau áhrif sem þetta kann að hafa á upplýs- ingaflæði almennt í þjóðfélag- inu, ef embættismenn ríkisins verða fyrir barðinu á nornaveið- um yfirboðara sinna (og fjöl- miðla) vegna þess að þeir em gmaðir um að hafa sagt frá því að lögbrot hafi verið framið úti í bæ, hvemig verða þá viðbrögðin ef þessir menn láta fjölmiðlum í té upplýsingar sem einhverju máli skipta, t.d. úr ráðuneyti sínu? Það virðist markvisst unnið að því að berja inn í embættismenn ríkisins einhvers konar þrælsótta þegar pólitískir hagsmunir og siðblinda núverandi stjómar- herra er annars vegar. Um slíkt má hreinlega ekki tala og hinir seku em þeir sem segja frá en ekki þeir sem gera hlutina. Þessi tilhneiging kemur sterklega fram í þessu máli og hún hefur líka komið sterklega fram áður hjá ráðherrum þessarar ríkis- stjórnar, t.d. hjá forsætisráð- herra gagnvart útvarpinu. Þetta er hættuleg þróun sem á eftir að torvelda eðlilega umræðu í þjóð- félaginu og valda íslenskri fjöl- miðlun vandræðum í framtíð- inni. Það er því sorglegt til að vita að fjölmiðlar skuli sjálfir taka þátt í að gera sjálfum sér og kollegum sínum lífið erfiðara en það er. - BG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.