Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.09.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 2. september 1993 Tíminn RIÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfmi: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsimar: Áskríft og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1368,- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Jafnrétti skólabama Skólar fara nú að byrja en skólabyrjun markar í hugum margra lok sumars og upphaf vetrar. Skólastarf er trú- lega með mikilvægari starfsemi sem fram fer í þjóðfé- laginu því þar er Iagður grunnurinn að möguleikum þjóðarinnar í framtíðinni. Þetta á ekki hvað síst við um grunnskólann og grunnskólakerfið, sem hefur það að grundvallarmarkmiði að koma öllum íslenskum börn- um til nokkurs þroska. Það er í samræmi við þessa jafn- aðarregiu að íslenska þjóðin hefur verið samstíga í þeirri pólitísku ákvörðun að veita börnum sínum jafnan rétt til náms burtséð frá búsetu og efnahag. Síendurteknar „aðhaldsaðgerðir" stjórnvalda og niður- skurður fjárframlaga til menntamála valda því veruleg- um áhyggjum, ekki síst vegna þess að allar aðgerðir eiga að vera til bráðabirgða þótt þær séu í raun viðvarandi og þar af leiðandi er það næstum tilviljun hvar borið er niður hverju sinni — allt eftir því hversu vel eða illa þessi eða hinn hluti menntakerfisins liggur við höggi hverju sinni. Niðurstaðan er því í stíl AA-hugmynda- fræðinnar þar sem allt miðast við að þrauka einn dag í einu, „að spara í dag“. Hin harmrænu mistök eru auð- vitað að hugmyndafræði alkohólismans er ekki endilega það sem þarf við stjórn og stefnumörkun í menntamál- um. Þvert á móti verður skorturinn á framtíðarsýn til þess að ekki einvörðungu er hoggið að grundvelli sjálfr- ar menntunar barnanna, heldur hefur þetta einnig haft í för með sér aukna mismunun í aðstöðu skóla til að veita þá menntun sem lögum samkvæmt á að veita börnum. í þessu sambandi er rétt að veita athygli sam- þykkt sem Samtök fámennra skóla hafa sent frá sér þar sem harðlega er mótmælt áframhaldandi niðurskurði á fjárveitingum til skólahalds, sem komi í veg fyrir að fá- mennir skólar í hinum dreifðu byggðum landsins geti sinnt hlutverki sínu til jafns við aðrar skólagerðir. Aug- ljóslega er allur niðurskurður kennslu og skólastarfs vont mál, en hann getur komið hlutfallslega verr niður á fámennum skólum en fjölmennum. Þess hefur lengst af verið gætt að sérstöðu fámennra skóla sé mætt með því að skapa fræðsluskrifstofum í viðkomandi umdæm- um ákveðið svigrúm við úthlutun kennslumagns. Ef marka má samþykkt Samtaka fámennra skóla er slíkt svigrúm ekki lengur fyrir hendi og því horfur á að þess- ir skólar geti ekki sinnt lagalegum skyldum sínum við þau börn sem í þá ganga. Skólamál eru fjárfrekur málaflokkur, en hins vegar er hann þess eðlis að ef fyllstu aðgæslu er ekki gætt gætu menn auðveldlega sparað eyrinn um leið og þeir köst- uðu krónunni. Lágmarkskrafa er að stjórnvöld geri öll- um skólum kleift að standa við lögbundar kennsluskyld- ur sínar, þannig að enn aukist ekki misvægi í aðstöðu manna eftir því hvar á landinu þeir búa. í Reykjavík stefnir í útvíkkun á skólastarfi í flestum skólum, með kosti á heilsdagsvist í skóla og fleiru. Þótt efast megi um það hversu mikið mennta- og uppeldisgildi þessi áform hafa miðað við hugmyndir um eiginlegan heilsdags-, einsetinn skóla, þá er þessi þróun mikið framfaraskref, sem vitaskuld hefði fyrir löngu átt að vera búið að stíga. Þrátt fyrir að það sé sveitarfélagið, Reykjavíkurborg, sem fyrst og fremst stendur að baki þeim breytingum sem eru að verða á skólamálum í höfuðstaðnum er það í verkahring ríkisins að tryggja viðunandi jafnrétti milli allra skólabarna á landinu. Þess vegna er rík ástæða til að vera vakandi yfir örlögum hinna smærri stofnana og láta fámenna skóla ekki taka skref afturábak á meðan stefnan er tekin í þveröfuga átt í höfuðstaðnum. r Garri hefur heyrt að Alþýðuflokks- menn séu í standandi vandræðum með hvað þeir eigi að gera við Jón Saemund Sigmjónsson. Jón Sæ- mundur hefur sem kunnugt er sótt um stöðu forstjóra TVyggingastofn- unar, sem allir vita — og kannski best hann sjálfur — að Karl Steinar Guðnason fær. Jón Sæmundur, sem er góður og gegn krati og hefur m.a. setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn f nokkur ár, er með því að sækja um forstjórastöðuna að koma því á fram- færi við forystu Alþýðuflokksins að hann eigi vissan rétt á að fá bitling, líkt og margir aðrir kratar hafa feng- ið fyrir vel unnin störf í þágu Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokkurinn hefur fram að þessu getað leyst farsællega Öll vandamál varðandi embættisveitíng- ar. Flokkurinn hefur ráðið menn og faert menn til af slfkri snilld að menn setur hljóða, í sumar varð Jón Sig- urðsson seðlabankastjóri. Það varð til þess að Sighvatur Björgvinsson varð viðskiptaTáðherra og Guð- mundur Ami Stefánsson heilbrigð- isráðherra. Ekki löngu seinna varð Eiður Guðnason sendiherra í Noregi og þar með rættist langþráður draumur Össurar Skarphéðinssonar umaðverðaráðherra. Nýju raðherramir, Össur og Guð- mundur Ámi, þurftu að raða sér nýja aðstoðarmenn. Sighvatur þarf einn- ig að fá sér nýjan aðstoðarmann, því að hann hefur gert aðstoðarmann sinn, Þorkel Helgason, að ráðuneyt- isstjóra f viðskiptaráðuneytinu. Þeg- ar mun vera búið að ráðsfafa stöðu Þorkels til Margrétar S. Bjömsdótt- ur, sem flúði úr Alþýðubandalaginu Tekur Jón Sæmundur við pröfess- orscmbarttinu af Ólafi Ragnari? yfir f Alþýðuflokkinn fyrir nokkium árum. Þorkeli fékk stöðu ráðuneytis- stjóra, vegna þess að Bjöm Frið- finnsson fékk stöðu hjá EFTA Bjöm var aðstoðamiaður Jóns Sigurðs- sonar áður en hann var gerður að ráðuneytisstjóra. ............... Alit er þetta gott og blessað og gengur ágætlega upp. Vandamálið er hins vegar hvað á að gera við Jón Sæmund. Karl Steinar verður fljót- lega gerður að forstjóra IVygginga- stofnunar og satt að segja er fátt um góðar stðður á lausu fyrir Jón Sæ- mund. Það er að vísu að losna önnur bankastjórastaða í Seðlabankanum, en margir telja að Alþýðuflokkurinn fari yfir strikið ef hann setur tvo fyrr- verandi þingmenn flokksins í banka- stjóm Seðlabankans. Ekki erhægtað gera Jón Sæmund að raðuneytisstjóra í umhverfisraðu- neytinu, því að fyrir stuttu gerði Eið- ur Guðnason aðstoðarmann sinn að ráðuneytisstjóra þess. Ráðuneytis- stjóramir í heilbrigðisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu eru menn á besta aldri, svo að ekki er hægt að koma Jóni Sæmundi fyrirþar. Það væri hins vegar hægt að setja Jón Sæmund í stöðu í Háskólanum, Ld. prófessorsstöðu. Prófessorsstaða í Háskólanum er að vísu ekki eins fín staða og forstjóraembætti í TVygg- ingastofnun eða ráðuneytisstjóra- staða, en allt er hey í harðindum. Það væri náttúrlega upplagt að setja Jón Sæmund í prófessorsstöðuna sem Þorkell Helgason gegndi, ensvo óheppílega vill til að Þorkell ætlar að halda í stöðuna af einhverjum orsök- um. Hún er því ekki laus. En það vill svo vel til að fyrír faum dögum losnaði prófessorsstaða f stjómmálafræði, þegar Ólafur Ragn- ar Grímsson sagði stöðu sinni lausri. Er ekki gráupplagt að Jón Sæmund- urfaiþá stöðu? Jón Sæmundur hef- ur að vísu ekki lært um stjómmál í erlendum háskólum, en hann hefur verið í stjómmálum og þekkir þetta út oginn. Hann hefurauk þess verið í háskóla í Þýskalandi í fjöida áraog lærtþarhagfræði. Stjómmál nútím- ans fjalla eiginlega ekki um neitt annað en hagfræði og kannski emb- ættisveitingar. Jón Sæmundur er vel að sér á báðum sviðunum. A milli Lómagnúps og Langaness í Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness segir frá manni sem lagðist í ferðalög á unga aldri. Það þótti ekki mikil gæfa. í dag em fjölmargir sem leggjast í ferðalög ýmissa hluta vegna. Þessi ferðalög eru innan lands og utan. Flugvélar eru á þönum alla daga með fólk f ýmsum erindum. Sumir eru að skemmta sér, aðrir ferðast vinnu sinnar vegna. Ég lagðist í ferðalög þegar ég var kosinn til þingmennsku. Það fylgir því starfi að vera á þönum. Síðast- liðinn föstudag sat ég fund á Breið- dalsvík, ók þaðan til Egilsstaða og flaug til Reykjavíkur um kvöldið. Ók svo þaðan til Laugarvatns og sat þar fund klukkan 10 morguninn eftir, ók þaðan sem leið lá norður í Skagafjörð og ávarpaði þar sumar- hátíð á laugardag; síðan til Reykja- víkur á sunnudaginn og sat þar fúnd um sameiningarmál sveitarfé- laga á mánudag. Á þriðjudags- morgun var mætt á Reykjavíkur- flugvöll snemma til þess að fara til Austurlands á ný til fundarhalda. Gott þegar allt gengur upp Þetta er í sjálfu sér ekki óvenjuleg dagskrá þingmanna og þetta er allt í lagi þegar veður og færð er góð og flugið gengur upp. Haustið er þar að auki góður árstími til ferðalaga og landið er svo fallegt í haustblíð- unni að undrum sætir. En á þriðjudagsmorguninn mætt- um við Halldór Ásgrímsson á Reykjavíkurflugvöll til ferðar aust- ur á Hérað til þess að ræða við fólk þar um stjómmálaviðhorfið. Hall- dór átti geymdan bfl á Egilsstöðum frá því í síðustu viku og var ætlun- in að nota hann til ferðar. Halldór minnir dálítið á prófessora að því leyti að hann er gleyminn á smá- hluti sem geta verið bráðnauðsyn- legir, eins og bfllykla og þess háttar. Fimm mínútum fyrir brottför komst hann að því að lyklamir vom heima og nú voru góð ráð dýr. Á Homafirði vom varalyklar og það vildi svo til að Flugleiðir millilenda í flestum ferðum í spamaðarskyni, svo lenda átti þar á austurleið. Ekki er fyn búið að gera ráðstafanir til þess að fá varalykla á flugvöllinn en tilkynnt er að vélin muni fljúga beint á Egilsstaði á austurleið, vegna þoku á Homafirði. Þá var byrjað að leita að varabfl, en þá kemur tilkynning á ný um að lent verði á Homafirði á austurleið og nú fer að verða erfitt að hafa reiður á hlutunum. Að taka púlsinn á mannlífmu Loks var svo lagt af stað og flogið til Homafjarðar. Ég notaði tímann til þess að skrifa forustugrein í Tímann um húsnæðismál á leið- inni og stóðst á endum að vélin renndi inn til lendingar þegar ég lauk síðustu línunni. fþessum fínu ' Vitt og breitl vélum er hægt að skrifa lítt tmflað- ur. Örlítil ókyrrð yfir Fjallabaksleið hristi pennann, svona til að minna á ókyrrðina sem er á jörðu niðri og kemur fram á jarðskjálftamælum. Á Egilsstöðum var komið indælis- veður, sem hefur verið af skornum skammti í sumar, og Halldór, sem var vopnaður varabíllykli frá Hornafirði, stingur upp á því að nota tímann til þess að skreppa á Vopnafjörð og hitta þar menn að máli. Ekki er langt síðan að slík ferð hefði tekið um fimm klukku- tíma í akstri báðar leiðir, en með vegabótum á Hellisheiði er hægt að aka leiðina á helmingi skemmri tíma. Þessi staðreynd hefur aukið mjög samskipti milli Vopnafjarðar og Héraðs og er skólabókardæmi um hverju breyttar samgöngur og styttri vegalengdir milli byggðar- laga koma til leiðar. Við töfðum á Vopnafirði fram eftir degi og hittum menn að máli. Við hittum bændur, vörubílstjóra, verkafólk, forsvarsmenn fyrirtækja, blueshljómsveitina Vini Dóra og fleira fólk. Það var verið í því fram eftir degi að taka púlsinn á mann- lífinu. Skoöanaskipti Klukkan níu um kvöldið var síðan fundur í félagsheimilinu á Amhóls- stöðum í Skriðdalshreppi, sem er á Fljótsdalshéraði. Við ræddum þar stjómmálaviðhorfin, fjárlagagerð, horfur í landbúnaði og sameining- armál sveitarfélaga. Slíkir fundir em ekki síður nauðsynlegir fyrir okkur þingmennina, því þama koma vandamálin fram, sem brenna á fólkinu. Það, sem þarf að gæta vel að, er að gefa tíma til skoðanaskipta og líta ekki þannig á að þingmennirnir eigi að tala, en hinir að hlusta. Það er ekki síður nauðsynlegt fyrir okkur að hlusta. í Skriðdal er lítið samfélag þar sem fólk tekur vel á móti sínum gestum. Skriðdælingar hafa komið upp notalegri viðbyggingu við lítið félagsheimili sem þar var til. Fastur siður er að gefa öllum kaffi sem koma á fundi, sama hver í hlut á. Þetta skapar einkar gott og heimil- islegt andrúmsloft til óþvingaðra skoðanaskipta. í hinni miklu sameiningarum- ræðu, sem nú fer fram, mega sér- kenni hinna litlu sveitarfélaga, sjálfsmynd þeirra og samhjálp ekki gleymast, hvert sem skipulag sveit- arstjómarmála verður. Milli Lómagnúps og Langaness Að leggjast í ferðalög er nauðsyn- legur þáttur í starfi þingmanna. Stundum gengur allt upp, eins og á þriðjudaginn var, og hægt er að fara víða yfir. Stundum gengur ekkert upp og allt situr fast. Þá verður að taka því sem að höndum ber. Austurlandskjördæmi spannar 700 kílómetra á lengdina og þar getur brugðið til beggja vona með veður og færð á svæðinu milli Lómagnúps og Langaness. Ef svo er, þá er að taka á þolinmæðinni og láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. Jón Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.