Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 3
Breytingar framundan f eftirlitsiðn'aðinum: Einkavæðingin minnir á sig Forystumenn ÁSÍ og BSRB taka vel í þá hugmynd að þessi tvö stærstu samtök launafólks stilli betur saman strengi sína. Sömu skoðunar er formaður VMSÍ og formaður Dagsbrúnar: Svo virðist sem framundan séu miklar hræringar í eftirlitsiðnaðin- um og þegar eru einkavæddar skoðunarstofur farnar að þreifa fyr- ir sér með útvegun verkefna sem opinberar stofnanir hafa enn með höndum. Á stjómarfundi hjá Vinnueftirliti rík- isins í vikunni var m.a. fjallað um kynningarbréf frá skoðunarstofunni Rýni hf. og mun fyrirtækið einnig hafa sent samskonar bréf til annarra opin- berra stofriana sem sinna eftirliti, s.s. til Siglingamálastofnunar nkisins og til Löggildingarstofunnar. Auk þess að kynna starfsemi Rýnis hf., en fyrirtæk- ið er í eigu ríkisins, er í bréfmu opnað fyrir þá umræðu sem framundan er; Talning á kjötbirgðum hjá sláturleyfishöfum er lokið: Grunur um veð- svik reyndist ekki réttur Um 1.425 tonn af kindakjöti vom til í landinu 1. september síðastliðinn, þar axf em um 200 tonn sem eftir er að flytja á erlendan markað. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrif- stofustjóra í Iandbúnaðarráðuneyt- inu, er þessi niðurstaða í samræmi við áætlanir. Ekkert bendi því til að gmnsemdir um veðsvik sláturleyfis- hafa eigi við rök að styðjast. Guðmundur sagði að talning kjöt- birgða hafi verið gerð með sama hætti nú og undanfarin ár. Um sé að ræða sambærilegt uppgjör og venju- leg fyrirtæki láti gera um hver ára- mót Guðmundur sagði að ekkert hafi komið á óvart við talninguna nú. Kjötbirgðir hafi verið í samræmi við áætlanir, með smávægilegum undantekningum eins og ætíð em við svona uppgjör. -EÓ Ríkislögmaður gefur utanríkisráð- herra ekki svar um skinkumálið: Jón Baldvin fær ekkert svar Ríkislögmaður lét utanríkisráðherra ekki í hendur álit á lögmæti inn- flutnings Hagkaups á skinku frá Danmörku eins og ráðherrann hafði óskað eftir. Jón Baldvin fékk síðdegis í gær bréf frá ríkislögmanni þar sem hann segist ekki svara efnisatriðum málsins vegna þess að líkur séu á að málið fari til dómstóla. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ríkislögmaður hafnar því að gefa Jóni Baldvini álit á innflutningi á skinku til landsins. -EÓ einkavæðingu alls opinbers eftirlits og þá möguleika sem slík breyting hefur fyrir starfsemi einkavæddra skoðunar- stofa. Eins og kunnugt er þá hafa skoðun- arstofúr t.d. tekið við starfsemi Ríkis- mats sjávarafurða og einnig hefur Bif- reiðaskoðun ríkisins tekið að sér markaðseftirlit með rafvömm sem áð- ur var sinnt af Rafmagnseftirliti ríkis- ins. Þá mun Sighvatur Björgvinsson iðn- aðar- og viðskiptaráðherra hafa skipað vinnuhóp sem hefur m.a. það verkefni að fara ofan í saumana á eftirlitsiðnað- inum. En með tilkomu Evrópska efna- hagssvæðisins verður einkaleyfi ríkis- ins í rekstri eftirlitsstofnana afnumið og er þegar byrjað að ryðja þá braut hér á landi. Þessar breytingar snerta ekki aðeins afkomuöryggi þeirra starfsmanna sem sinna eftiriitsstörfum hjá viðkomandi opinbemm stofnunum, heldur einnig útgjöld þeirra aðila sem skyldaðir em að skipta við einkavæddar skoðunar- stofur. Þegar em famar að berast kvartanir frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi vegna mun hærri útgjalda vegna samninga við skoðunarstofur en þegar Ríkismat sjávarafurða var og hét. En aukinn kostnaður framleiðenda vegna eftirlits er í samræmi við þá stefnu stjómvalda að auka kostnaðarvitund þeirra sem þjónustunnar njóta og spara þá um leið í útgjöldum hins op- inbera. -grh Knýjant ji nauð- syn á samstarfi ASí o$ 1 BSRB Hvalveiðar ræddar á ríkisstjórnarfundi: Þorsteinn leitar Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur ákveðið að óska eftir að allir þingflokkar til- nefni menn í nefnd til þess að gera tillögur um framhald hval- veiða hér við land. Þorsteinn segist reikna með að Alþingi taki endanlega afstöðu f málinu í vet- ur. Þorsteinn kynnti á rfkisstjóm- arfundi f gær tvær skýrslur um hvalveiðar. Önnur er um ástand hrefnustofnsins og hin er um nokkur lagaleg atriði varðandi endurupptöku hvalveiða. Nefnd- armönnum í utanrfkis- og sjáv- arútvegsnefndum verða sendar þessar greinargerðir til umfjöll- unar og verða þær gerðar opin- berar í framhaldi af því. -EÓ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segist vera mjög hlynntur þeirri hugmynd að stærstu samtök launafólks í landinu, ASÍ og BSRB, vinni meira saman en þau hafa gert til þessa. Sömu skoðunar eru Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, og Guðmundur J., formaður Dags- brúnar. Benedikt Davíðsson, forseti ASí, seg- ist vera alveg sammála þeirri skoðun að það sé mjög mikilvægt að verka- lýðssamtökin í heild sinni stilli saman krafta sína fyrir sameiginlegum aðal- málum; að verja kjörin og vemda og auka atvinnustigið. „Ég hef trú á því að við séum sterkari heldur en með öðrum hætti. Þannig að ég mun beita mér fyrir því eins og ég frekast get, hvort sem koma þar fleiri eða færri áskoranir um.“ Eins og greint hefur verið frá hefur stjóm Hlífar í Hafnarfirði beint þeirri áskorun til miðstjómar ASÍ að þeita sér fyrir nánu samstarfi við BSRB um leiðir til að bæta hag launafólks í land- inu. Að mati stjómar Hlífar er ekkert annað en einhuga samstaða þessara aðila sem megnar að „þrjóta á bak aft- ur þá blindu frjálshyggjustefnu sem nú ríður húsum ílandinu." Forseti ASÍ segir að þessi ályktun stjómar Verkamannafélagsins verði lögð fyrir næsta miðstjómaríund sambandsins. Ögmundur Jónasson segir knýjandi nauðsyn á samstarfi þessara samtaka og þá sérstaklega þegar haft sé í huga hversu alvarlega sé vegið að gmnd- vallarréttindum og kjömm Iaunafólks um þessar mundir. Ögmundur Ieggur hins vegar þunga áherslu á að menn þurfi að skoða vel innihald þessa samstarfs og hvað það sé sem ætlunin sé að sameinast um. „Við hefðum þurft að bera gæfu til þess að vera betur samstíga en raunin hefur orðið á undanfarin misseri. Það er vegið að launafólki og einkum að því sem ég kalla grundvallarmannrétt- indum. En þegar hugað er að sam- starfi þá þurfa menn að ræða það op- inskátt og heiðarlega hvar menn em ósammála og hvar sammála. í þessu sambandi vitnar formaður BSRB m.a. til þess að samtök opin- berra starfsmanna voru með aðrar áherslur, svo vægt sé til orða tekið, en fomsta ASÍ um skattkerfisbreyting- amar sl. vor og um leiðir í þeirri samningalotu. „Menn þurfa að horfa heiðarlega, op- inskátt og með raunsæjum augum á þann ágreining sem verið hefur uppi núna í síðustu samningum og aðdrag- anda þeirra.“ Ögmundur segir jafnframt að menn eigi ekki að festast í því sem liðið sé, eða heldur að horfa framhjá því. Hann segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu þau mál mun fleiri sem ASÍ og BSRB séu sammála um og það beri að leggja áherslu á. -grh Ungir jafnaðarmenn: Húsaleigubætur mun mikilvægara réttlætismál en Hæstaréttarhús „Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að þingflokkur Alþýðuflokksins standi saman um að knýja samstarfsflokkinn í ríkisstjórn til að samþykkja húsaleigubætur án tafar og undanbragðalaust. Ungir jafnaðarmenn hvetja þing- flokk Alþýðuflokksins til að kvika hvergi í þessu máli og tryggja að fjármögnun húsaleigubóta verði Kosningarnar í Noregi: Gro verður áfram forsætisráðherra Verkamannafiokkurinn og Miðflokk- urinn unnu góðan sigur í kosningun- um í Noregi. Niðurstaða kosninganna þýðir að Gro Hariem Brundtland mun verða áfram forsætisráðherra Noregs. Ekki tókst að ljúka talningu í kosn- ingunum í gær m.a. vegna bilana í tölvu sem notuð var við atkvæða- greiðsluna í Osló. Flest benti þó til að Verkamannaflokkurinn fengi 67 þing- menn, bætti við sig 4 mönnum, Mið- flokkurinn fengi 31 þingmann, bætti við sig 22 mönnum, Hægriflokkurinn fengi 29 þingmenn, missti 7 menn, Framfaraflokkurinn fengi 11 þing- menn, missti 11 menn, Vinstri sósíal- istar fengju 13 þingmenn, misstu 4 menn og Kristilegir fengju 13 þing- menn, misstu 1 mann. Þá fengju tveir vinstri flokkar tvo þingmenn. Tfrlið er að nær helmingur nýkjör- inna þingmanna á norska þinginu sé andvígur inngöngu Noregs í Evrópu- bandalagið. ekki til þess að skerða framlög til fé- lagslegs húsnæðis," segir m.a. í ályktun sem samþykkt var af yfir- gnæfandi meirihluta á fjölmennum fundi framkvæmdastjórnar SUJ (Sambands ungra jafnaðarmanna) s.l. mánudag. Sambandið leggur áherslu á að húsaleigubætur verði lögfestar strax á þessu þingi. Húsaleigubætur séu réttlætismál fyrir ungt fólk og lág- launahópa í þjóðfélaginu sem ekki hafi notið neins opinbers stuðnings við húsnæðisöflun. Ungkratar benda á að húsaleigubætur séu eitt af mikilvægustu kosningamálum Alþýðuflokksins frá síðustu Alþing- iskosningum og séu bundnar í stjómarsáttmála núverandi ríkis- stjómar. „\fið erfiðar aðstæður í ríkisfjár- málum, eins og nú er ástatt, ríður á miklu að forgangsröð stjómmála- manna sé í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Ungir jafnaðarmenn telja að húsaleigubætur séu mun mikilvægara réttlætismál heldur en bygging Hæstaréttarhúss, fjárhúss á tilraunbúi ríkisins eða hafnarfram- kvæmdir á Blönduósi." - HEI Kostnaður við rit skólamálaráðs um „Heilsdagsskólann" um 1.5 millj. kr. Glansrit eða kynningarrit? Skólamálaráð lét verja um 1.4 millj. kr. í útgáfu á kynningarriti um „Heils- dagsskólann" sem prentað var í 14.000 eintökum. Ritinu var dreift til heimila af skólabömum. „Það er athyglisvert að menn skuli ekki sjá eftir þessari upphæð í gerð glansrits,“ segir efnis- lega í bókun Ólínu Þorvarðardóttur borgarfulltrúa vegna útgáfunnar. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær. Þar lagði Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi fram fyrirspum um málið. Þar talar hún um litprentaðan bækling þar sem er að finna ávörp borgarstjóra og formanns skólamála- ráðs ásamt stuttorðum kynningum um hvem og einn grunnskóla í Reykja- vík. Hún segir að ítarlegar hagnýtar upplýsingar um „Heilsdagsskólann" sé þar ekki að finna. Hún spyr því m.a af hvaða tilefni ráðist sé með tilkostnaði í kynningu á hverjum einasta gmnn- skóla þegar upplýsingar um sjálfa til- högun „Heilsdagsskólans" séu af jafn skomum skammti. í svari Áma Sigfússonar, formanns skólamálaráðs, segir að þetta sé fyrsti bæklingurinn sem gefinn sé út um grunnskóla Reykjavíkur. Þar er og tal- að um að bæklingurinn sé hliðstæður árlegum upplýsingabæklingi íþrótta- og tómstundaráðs og að stefnt sé að ár- legri útgáfu rits af þessu tagi. „Það er athyglisvert að sjá það í svari formanns skólamálaráðs að menn skuli ekki sjá eftir u.þ.b. einni og hálfri milljón króna á ári í gerð glansrits á borð við umræddan bækling," segir m.a. í bók- un Ólínu við þessu svari. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.