Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. september 1993 Tfminn 5 Ögmundur Jónasson: Kaskó á sjúkrahúsum Frá samábyrgð til sérhyggju Enn eru uppi tillögur innan ríkisstjómar, sem fela það í sér að einstak- lingar tryggi sig fyrir kostnaði vegna þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeir kynnu að þarfnast Þetta þarf engum að koma á óvart, því í stefhu- yfiriýsingu ríkisstjómarinnar, sem birtist í svokailaðri Hvítbók á sínum tíma, var talað um breytilega sjálfsáhættu gegn tiyggingariðgjaldi í ein- ólíklega færi að það þyrfti á mikilli hverri mynd. Þetta er orðalag viðskipta með tryggingar á bflum, enda var fljót- lega farið að nefna þessar trygging- ar í heilbrigðiskerfinu kaskótrygg- ingar. Heilbrígður borgi ekki fyrir sjúkan Þetta mál snýst um grundvallar- atriði. Með valfrelsi f skattlagningu er horfið frá samábyrgð og yfir í einstaklingsbundnar lausnir. Hugsunin er sú að hinn heilbrigði þurfi ekki að borga fyrir hinn sjúka. Þetta hefur margvíslegar af- Ieiðingar í för með sér. í fyrsta lagi er verið að undan- skilja efnafólk þeirri kvöð að greiða til velferðarþjónustunnar. Efna- fólk, sem býr við sæmilega heilsu, veit að það er ekki að taka mikla áhættu þótt það ekki borgi, ein- faldlega vegna þess að það á auð- velt með að standa straum af til- fallandi kostnaði, ef svo illa og umönnun að halda á komandi skattári. í öðru lagi er um að ræða það fólk sem hefur lítil fjárráð og þarf að velta fyrir sér hverri krónu. Slíkt fólk léti til dæmis dagvistun bama sinna ganga fyrir tryggingu á eigin skrokki. Og þegar heilsan brestur verður væntanlega við þá sagt: Því miður, þú átt ekki rétt á aðhlynn- ingu fyrr en þú ert búinn að borga inntökugjaldið. Þetta er frumstæð hugsun og gengur þvert á þá jafn- aðarhugsun sem velferðarkerfið er reist á. Nú er ekki ólfldegt að gjöldin verði ekki ýkja há til að byrja með, en síðar yrði að sjálfsögðu hægt um vik að hækka þessi gjöld. Það skiptir því verulegu máli hvort á annað borð verður farið út á þessa braut. Hér er um kerfisbreytingu að ræða, sem myndi hafa mikil áhrif þegar fram líða stundir. Kaskótryggingar tengjast einkavæðingu ræðunni um einkavæðingu. Einkavæðingin felst ekki fyrst og fremst í því að selja ríkiseignir, heldur umbylta öllum stofnunum og starfsemi þannig að hún starfi á grundvelli markaðar. Þannig er reynt að breyta samfélagsþjónust- unni úr samhjálpar- eða sam- Þessi umræða er nátengd um- stöðuafli f vörustýrt þjónustuap- parat, sem starfar á grundvelli ein- staklingshyggju: Þetta er þinn vandi, þín ógæfa, það er þitt að koma í veg fyrir heilsubrest og hann er á þína ábyrgð. Með öðrum orðum, það er þitt að kaupa þér ka- skótryggingu fyrir heilsuna. Þeir, sem vilja varðveita velferðar- kerfi sem byggist á samábyrgð, hljóta að svara þessari röksemda- færslu á þennan veg: Það er vissu- lega rétt að hver og einn á að vera ábyrgur gerða sinna eftir því sem kostur er. Og vissulega á að styrkja einstaklinginn f þvt að taka ábyrgð á eigin lffí. En forsenda þess er að einstaklingarnir búi við jöftiuð í ýmsum grundvallaratriðum. Og þar er velferðarkerfið og heilsu- gæslan efst á blaði. Þar eiga allir að sitja við sama borð. Skurðlæknir- inn á aldrei að þurfa að spyrja um sjúkling, sem honum er fenginn í hendur eftir umferðarslys, hvort hann hafi getað sjálfum sér um kennt, — hvort hann hafi gengið yfir á grænu eða rauðu ljósi. Höfundur er formaöur Bandalags starfsmanna rikis og bsja. Orfeo í Langholtskirkju Þegar Gunnsteinn Ólafsson, hljóm- sveitarstjórinn ungi, kom hingað til lands í fyrrahaust með sinfóníu- hljómsveit ffá Tónlistarháskólanum í Freiburg í Þýskalandi og hélt tón- leika víða um land, þótti mér það því líkast sem draumur Jóns Leifs hefði loksins ræsL En hann ætlaði að koma hingað með þýska hljómsveit í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930 og fara með hana kringum landið á strandferðaskipi og spila fyrir fólkið á hinum ýmsu stöðum. Öfundar- menn Jóns Leifs munu hafa átt sinn þátt í því að ekki varð af þessu ævin- týri. En nú gerir hinn stórhuga Gunnsteinn Óíafsson betur en að koma með þýska skólahljómsveit til landsins: hann dreif á fjalimar kons- ertuppfærslu á ópemnni Orfeo eftir Claudio Monteverdi og flutti í Lang- holtskirkju 9. og 11. september. Sú ópera var frumflutt árið 1607 og telst vera tindur fomóperanna — raunar minnir hún í sumu á Töfra- flautuna, verð ég að segja. Tólf einsöngvarar tóku þátt, þar af a.m.k. tveir „innfluttir" frá megin- landinu. Söngsveitimar Hljómeyki (16 söngvarar) og Voces thules (5) sungu, en hljómsveitin samanstóð af þremur flokkum hljóðfæraleik- ara, sem flestir spiluðu á fom hljóð- færi eða eftirlíkingar þeirræ Bach- sveitinni í Skálholti, svissnesku blásarasveitinni Cometti con crema, og „continuo-sveit“, sem auk ís- lenskra sembal-, orgel- og lútuleik- ara var skipuð 4 útlendum lútu- og hörpuleikumm. Hvemig Gunn- steinn fer að því að fjármagna ævin- týri þetta er mér hulin ráðgáta, en aftan á 48 síðna efnisskrá (sem Gunnsteinn sjálfur skrifar og rit- stýrir) em taldir upp 14 styrktaraðil- ar tónleikanna, þar sem m.a. má sjá menntamálaráðuneytið, opinberar menningarstofnanir, bókaútgáfur, ferðaskrifstofur, olíufélög, trygging- arfélög, banka og ýmis stórfyrirtæki. Tónleikamir vom Ijómandi skemmtilegir. „Orfeo, ævintýri í tónum“, eins og verkið heitir, er bæði fjölbreytt og fallegt og flutn- ingurinn lukkaðist prýðilega, enda þótt um allflókna uppfærslu sé að ræða með mörgum skiptingum milli söngvara og hljóðfærahópa. Sem sýnir það, að ungdómnum er ekki fisjað saman, því flestir ein- söngvaramir em ekki síður kom- ungir en stjómandinn sjálfur. En allt er þetta fólk vel menntað og áhugasamt og líklegt til að gera góða hluti í ffamtíðinni. Óperan segir frá tilraun Orfeusar til að frelsa Evridís úr undirheimum og á einum stað syngur kór undirheima-anda mönnunum, sem Orfeus er fúlltrúi fyrir, einmitt lof fyrir dugnað þeirra og áræðni, sem ekkert fær staðist fyrir (í þýðingu Gunnsteins Ólafs- sonar): Ekkert verk mannsins er til einskis urmið, né fær náttúran varist honum. Á ósléttri grundu plægði harm öldótta akra og stráði sáðkomi sínu, uppskar ríkulega fyrir erfiði sitt. Svo minningin um mikilleik hans mætti lifa leysti frœgðin tunguhaft sitt til frá- sagnar um hann, því harm sigraði hafið á veikbyggð- umknerri og bauð storminum byrginn. í TÓNLIST) Af söngvumm skal fyrstan telja Or- feus sjálfan, Hans Jörg Mammel frá Þýskalandi. Mammel söng afar vel, þótt mér þætti vanta ögn á geðríki í flutningi hans framan af. Rannveig Sif Sigurðardóttir hefur sérhæft sig í barokksöng og starfar erlendis. Hún hefur afar fallega rödd og söng Langholtskirkja hlutverkin tvö, tónlistargyðjuna og Prosepínu, mjög eftirminnilega. Sömuleiðis var prýðilegur söngur Þómnnar Guðmundsdóttur, sendi- boða, rödd hennar er safamikill og kröftugur sópran. Mjög athyglis- verðir þóttu bassarnir tveir, Magnús Torfason (Karon ferjumaður) og Tómas Tómasson (Plúton), bæði vegna prýðilegs flutnings og vegna þess, hve vel raddir þeirra féllu að hlutverkunum. Magnús hefur frem- ur harða rödd, sem sómdi vel þess- um starfsmanni undirheima sem segir miskunn fjarlæga brjósti sínu, „kennd sem er eðli mínu óskyld“. Rödd Tómasar er hins vegar breið og voldug, svo sem sæmir konungi undirheima. Góðar alt- söngkonur vaxa ekki á trjám og ánægjulegt var að heyra önnu Sigríði Helgadóttur, hún söng gyðju vonarinnar. Allir stóðu sig semsagt vel. Af hirðum og öndum, sem þeir Guðlaugur Vikt- orsson, Sverrir Guðjónsson, Einar Clausen og Ragnar Davíðsson sungu, reyndi einna mest á Guð- laug, sem syngur mjög skemmti- lega. Margrét Óðinsdóttir söng lítið hlutverk Evridísar af þokka og Erna Guðmundsdóttir tvö lítil hlutverk, dís og bergmál. Hljómeyki er Iítill hágæðakór sem hefur starfað sam- fleytt síðan 1986. Þau sungu kór dísa og hirða, einskonar rödd fólks- ins, svo sem tíðkast hefur í leikrit- um og óperum allt frá tímum Grikkja. í hljómsveitinni gat að sjá og heyra ýmis kyndug hljóðfæri, sem að lík- um lætur, svosem regal frá Grinda- vík, bassalútu (chitarone) frá Hol- landi, tenór-básúnur og krumm- hom frá Sviss, gömbur, violóne og sembala. Og varð af hinn sætlegasti söngur. Meginniðurstaðan er þessi: Gunn- steinn Ólafsson er efnilegur og kunnáttusamur stjómandi, sem mikils má af vænta — maður sem er tilbúinn að færa fjöli, ef með þarf. Nú þarf hann að heyja sér sem mesta reynslu erlendis áður en hann flytur heim endanlega. íslendingar eiga fjölda unga söngvara, sem geta tek- ist á við verkefni eins og Orfeo með litlum fyrirvara og leyst af hendi með glæsibrag. Sig. St Chavin-menningarskeiðið í Andesfjöllum Chavin and the Origlns of Andean Civ- lllzatlon, eftlr Richard Burger. 248 bls., Thames and Hudson, £ 38. Tíðindum hefur þótt sæta upp- gröftur við Chavin de Huantar í norðanverðum hálöndum Perú. Mótaðar í sérstæðum stfl eru upp grafnar minjar þar, hvort eð held- ur styttur af rándýmm, ömum eða slöngum eða stafguði (Staff God). Þær em frá 900-200 f.Kr., skeiði mikilla umbreytinga í siðmenn- ingu í Andesfjöllum. í ritdómi um bók þessa í Nature 15. júlí 1993 sagði: \ „Burger hefur tekið saman yfirlit yfir forsögu Andessvæðisins 1800- 200 f.Kr. og ræðir það sem um þjóðfélög þess á því skeiði er vit- að... Sumir fomleifafræðingar munu ekki taka undir þá skoðun hans að fyrir Chavin-skeiðið hafi íbúar þar ekki haft yfirgripsmikla samfélagsskipan eða öflugt for- ystulið (élites). Satt að segja hefur fram til þessa lítt verið hugað að samfélagsskipan þar á for-kergerð- arskeiðinu eða upphafsskeiðinu (þ.e. 2500-900 f.Kr.). Mjög áhuga- verðar em röksemdir hans fyrir því, að stéttaskipting hafi hafist á Janabarriu-búsetuskeiðinu 400- 200 f.Kr.“ „Mikið hefur verið deilt um út- breiðslu Chavin-liststflsins. Bur- ger kveður stflinn vera „táknræna framsetningu trúarlegra hug- mynda (religious ideology)", en það renndi stoðum undir þá skoð- un hans að Chavin-stfllinn hafi fremur út breiðst fyrir trúarleg en pólitísk ferli. Hann tengir viðgang Chavin-trúarsiða breytingum f vömskiptum, hmni eldri samfé- laga á strönd Perú, vaxandi vel- megun í hálöndunum og æ flókn- ari samfélagsháttum, eftir því sem forystusveitin á svæðinu neytti trúarsiða til að réttlæta forréttindi sín. En ýmsir kunna að hafna þeim niðurstöðum hans, að fordæmi að síðari tilraunum til að mynda samfellda Andes-siðmenningu verði fúndin á Chavin-skeiðinu og að liststfll þess verði hafður til marks um uppbyggingu marg- þætts samfélags á Andessvæðinu." „Með notkun sinni á heitinu (hugtakinu) „siðmenning" kann Burger að ganga út frá meiri sam- felldni en til staðar var. í raun réttri verður Chavin-samfélagið eða Chavin-fólkið ekki sagt hafa teygt sig langt út frá Chavin de Huantar sjálfu... Sú tilkomumikla þekking og útlistunarfæmi, sem fram kemur í bók þessari, býr henni sess sem fremstu umfjöllun um Chavin-skeiðið og framvindu margþættra samfélaga í Andes- fjöllum fyrir komu Spánverja."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.