Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miövikudagur 15. september 1993 Fegurö Havana, höfuöborgar Kúbu, sem f eina tlö var rómuö, hefur heldur betur látiö á sjá. KÚBA ENN í BANNI BANDARÍKJAMANNA Abatavænlegur markaður fellur í hendur annarra að var ekki blísið til frétta- mannafundar til að tilkynna tímamótaatburð. Og opinberir aðilar sýndu engin viðbrögð. Þegar þjóðarleiðtogi Kúbu, Fi- del Castro, tiikynnti í Havana að framvegis yrði leyft að nota Bandankjadollara sem opinber- an gjaldmiðil í landinu, virtist enginn í Washington hafa áhuga á því. Það mun heldur ekki milda neitt andrúmsloftið milli ríkjanna tveggja. Bandaríkjamenn ætla að bíða þar ti! einræðisherrann lýsir yfir gjald- þroti. Það segir bara enginn í Hvíta húsinu hreint út Orö Clintons hógvær- ari en forvera hans — en stefnan sú sama Clinton forseti orðar að vísu yfir- lýsingar sínar um Kúbu á hógvær- ari hátt en forverar hans, Bush og Reagan. í reyndinni rekur hann þó sömu hörðu viðskiptastefnuna. Það hillir ekkert undir að viðskipta- bannið, sem Bandaríkjamenn settu á 1959, verði afnumið. Þvert á móti. Það var Clinton sem þvingaði Bush til að herða á við- skiptabanninu. í kosningabarátt- unni til forsetaembættisins höfðaði Clinton til útlægra Kúbumanna í Florída og atkvæða þeirra með kröfu um að bannið yrði herL Bush gaf eftir og setti hin svokölluðu „lög um lýðræði á Kúbu“. Eftir það máttu ekki heldur erlend dótturfyr- irtæki bandarískra fyrírtækja senda neinn framleiðsluvarning til Kúbu. Keppinautar frá Asíu og Evrópu hasla sér völl á mörkuðum á Kúbu En nú er farið að gæta sífellt meiri óþolinmæði í höfuðbækistöðvum bandarískra stórfyrirtækja. Þarvilja menn ekki lengur verða að horía upp á keppinauta frá Asíu og Evr- ópu skipta markaðnum á Kúbu milli sfn. Eitt þeirra bandarísku fyr- irtækja, sem hafa orðið fyrir barð- inu á haftastefnu Clinton- stjómar- innar, er lyftufyrirtækið Otis Eleva- tor Company. Arsvelta fyrirtækisins er 4,8 milljarðar dollara og það er stærsti lyftuframleiðandi í heimi. Fyrirtækið hefur til þessa selt gegn- um dótturfyrirtæki f Mexíkóborg útbúnað til Kúbu fyrir rúmar þrjár milljónir dollara. í samvinnu við byggingafyrirtækið UNECA, sem er f ríkiseign, hafði dótturfýrirtæki Otis til viðbótar gert samning um sölu á aukahlutum að verðmæti um 10 og hálfrar milljónar dollara. „Þegar þessir samningar renna út í júní á næsta ári megum við ekki framlengja þá," kvartar talskona Otis. Otis hefur í hyggju að fara fram á undantekningarheimild hjá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Líkumar á að sú umsókn fái já- kvæða umfjöllun eru þó „engar“. Jafnvel símasam- bandslaust Einkennandi fyrir skilningsskort- inn milli Washington og Kúbu er að jafnvel símasambandið er rofið. Þó að fjarskiptafyrirtækið Americ- an Telephone & Telegraph (AT & T) hafi lagt símastreng frá West Palm Beach (Florida) til strandstaðarins Cogmar á Kúbu 1989, em bein símasamtöl milli landanna tveggja ekki möguleg. Astæðan er sú að Kúba hafði farið fram á að AT & T greiddi 80 milljónir dollara fyrir leyfið. „Við vomm líka reiðubúnir að greiða féð,“ segir Femando Figueredo, talsmaður AT & T stjómarinnar í Miami. „Bandaríkja- stjóm hefur hins vegar bannað okkur það.“ Strengurinn var aldrei tekinn í notkun. 80 milljónir doll- ara hafa allar götur síðan legið inni á sérstökum bankareikningi. í stað þess að taka strenginn í brúk varð AT & T að senda öll símasamtöl frá Bandaríkjunum til Kúbu um fjar- skiptastöð í grennd við Miami. Þegar fellibylurinn Andrew æddi yfir Florida í ágúst í fyrra hrundi fjarskiptatuminn — og með hon- um eina símasambandið við Kúbu. Síðan er AT & T tilneytt að senda símtölin við grannlandið um ftalíu, sem þýðir um 16.000 km krók. Og skv. ákvörðun stjómvalda mega símtölin í mesta lagi verða 300 á dag. Sá, sem vill hringja, verður að bíða eftir sambandi í allt að þrjá daga. Fleiri stórfyrirtæki þegjandi í startholun- um A.m.k. varðandi þetta atriði vill Bill Clinton lina aðeins Kúbu- stefnu sína. Innan fárra vikna ætlar hann að undirrita fyrirskipun, sem heimilar bandaríska símafélaginu að hafa samstarf innan vissra marka við kúbönsk fyrirtæki. AT & T með ársveltu upp á 67 milljarða dollara hefur langmesta hlutdeild bandarískra símafyrirtækja í lang- línusamtölum. Fyrirtækið hefur að eigin sögn mikinn áhuga á að end- urbæta úrelt og úr sér gengið síma- kerfi Kúbu. Aðeins þrír af hverjum 100 íbúum eyjarinnar hafa eigin síma. „Það verður að grafa upp alla eyjuna og leggja allar línur alger- lega upp á nýtt," er mat Figueredo. „Það væri áreiðanlega verk upp á einn milljarð dollara." Kúba væri líka ábatasamur mark- aður vegna lágs launakostnaðar fyr- ir stórfyrirtæki eins og General Mo- tors, Coca-Cola og McDonald’s. Reyndar neita öll fyrirtækin þrjú því einum rómi og staðfastlega að þau hafi hug á því að fjárfesta á Kúbu. „En þau lúra öll á áætlunum þar að lútandi. Þær eru bara niðri í skrifborðsskúffum og forsvars- mennimir tala alls ekki um málið," segir Emest Preeg, sérfræðingur um málefni Kúbu við CSIS, stofnun sem fæst við rannsóknir á alþjóða- málum og hemaðarlist í Washing- ton. Reyndar undrast Preeg ekki hlédrægni fyrirtækjanna á opinber- um vettvangi. Clinton-stjómin bregst við fyrirætlunum um fjár- festingu á Kúbu af ýtmstu við- kvæmni. Bara setíð og beðið eftir gjaldþrotsyfírlýs- ingu Castros „Stefria okkar breytist ekki,“ full- yrðir fulltrúi utanríkisráðuneytis- ins. „Við höldum áffarn ffamvegis eins og hingað til að einangra Kúbu eins og unnt er — á stjómmála- sviðinu, ekki síður en því efnahags- lega.“ Og því sjónarmiði fær sú staðreynd heldur ekki breytt að Fi- del Castro er búinn að heimila að dollarinn verði notaður sem opin- ber gjaldmiðill á Kúbu. „Hann vill laða erlent fé inn í landið og jafn- framt halda áfram að brjóta mann- réttindi." En með þessari tvöfeldn- isstefnu heldur Kúba áfram að vera einmana eyja. í augum Kúbusérfræðingsins Pre- eg er það einungis tímaspursmál hvenær Maximo Líder í Havana lýs- ir yfir gjaldþroti. Skálholtsskóli og rektorsbústaður Vegna fregna í fjölmiðlum undan- farið af fyrirhugaðri byggingu rektorsbústaðar í Skálholti og nei- kvæðrar umfjöllunar DV þann 7. þessa mánaðar og Tímans þann 10. þessa mánaðar, skal eftirfar- andi tekið ffam, varðandi Skál- holtsskóla og rektorsbústað. Kirkjuráð ákvað í febrúar síðast- liðnum að byggður skyldi rektors- bústaður f Skálholti. Um árabil hafði rektor Skálholtsskóla búið í embættisbústaðnum í Skálholti. Á sfðastliðnu ári var hins vegar gert samkomulag milli biskups íslands og kirkjuráðs annars vegar og Dóms- og kirkjumálaráðuneytis hins vegar, um að embættisbú- staðnum yrði ráðstafað til vígslu- biskups Skálholtsstiftis, en sam- kvæmt lögum frá 1990 um starfs- menn þjóðkirkjunnar er gert ráð fyrir því að vígslubiskupinn hafi aðsetur í Skálholti. Því var ekki um annað að ræða en ráðast í byggingu rektorsbústaðar í Skálholti. Akveðið var að verkið yrði boðið út og önnuðust Man- freð Vilhjálmsson og Almenna verkffæðistofan h.f. útboðið. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 26,4 milljónir króna. Fjölmörg til- boð voru gerð í verkið. Lægsta til- boðið átti fyrirtækið Biskverk í Biskupstungum og hljóðaði það uppá 22,6 milljónir króna. Nú hef- ur verið undirritaður verksamn- ingur við þetta fyrirtæki og mun húsið, samkvæmt þeim samningi, kosta 21,5 milljónir króna, eða tæpum 5 milljónum króna minna en kostnaðaráætlun gerði ráð fyr- ir. Þessi niðurstaða mun vera í samræmi við það sem gengur og gerist í framkvæmdum af þessu tagi. Kostnaður við hönnun húss- ins og útboðsgerð liggur hins veg- ar ekki fyrir. Nokkurs misskilnings virðist víða gæta varðandi stöðu og hlutverk Skálholtsskóla. f mars síðastliðnum voru sam- þykkt ný lög um skólann. Áður hafði skólinn verið starfræktur um árabil sem lýðháskóli að norrænni fyrirmynd. Ekki reyndist grund- völlur fyrir þess háttar starfi og þjónaði skólinn nú allra síðustu árin hlutverki ráðstefnu- og nám- skeiðastofnunar á vegum kirkj- unnar. Með lögunum nú í mars er skólinn færður undan Mennta- málaráðuneytinu og heyrir nú undir kirkjuráð. Skálholtsskóli verður kirkjuleg menningar- og menntastofriun, eins og segir í lögunum. Því fer fjarri, að þar verði einvörðungu fengist við menntun starfsmanna þjóðkirkj- unnar eða að skólinn eigi að verða kirkjuleg stofriun í þröngum skilningi þess orðs, þannig að eng- inn eigi þar aðgang nema prest- vígðir menn og starfsmenn kirkj- unnar. Það er þvert á móti mark- mið skólans að efla tengsl kirkju og þjóðlífs, meðal annars með námskeiðum og ráðstefnum um menningu, listir og samfélagsmál- efni; efria til samræðu um trú, lífs- skoðanir og álitamál og auka þannig vægi Skálholtsstaðar í ís- lenskri menningu. Og svo dæmi séu tekin af handa- hófi úr dagskrá skólans undanfar- in ár, má nefna námskeið fyrir fermingarböm, kyrrðardaga sem hafa hlotið mikla aðsókn, listsýn- ingar, ráðstefnur um menningar- efrii og samfélagsmál. Einhver skrifar undir nafni „Garra" í Tímanum þann 10. þessa mánaðar, undir millifyrirsögninni „26 milljón króna helgiathöfri", og fer mikinn í hneykslan sinni yfir því að byggt skuli sæmilegt hús yf- ir rektorinn í Skálholti. Þar segir meðal annars: „Fréttir hafa borist af því að rektorinn í Skálholti, sem raunar er ekki lengur rektor yfir neinu nema einstaka námskeiðum fyrir starfsmenn kirkjunnar, eigi að fá nýtt steinsteypuhús til að búa í.“ Sú lítilsvirðing í garð starfs- manna þjóðkirkjunnar, sem skín út úr þessum orðum, er reyndar undrunarefni útaf fyrir sig. En vonandi verður það, sem rakið hef- ur verið hér á undan, til að leið- rétta þann hleypidómalega mis- skilning dagblaðsins Tímans, að ekkert markvert sé á seyði í Skál- holtsskóla. Þorbjöm Hlynur Ámason, biskupsritari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.