Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 1
Frétta-T[minn, .rrélta-*fininii...68-T6-48...Frétta-Tíminn . Frétta-síminii...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76.48. mMwBBBh Miðvikudagur 15. september 1993 173. tbl. 77. árg. VERÐiLAUSASÖLU KR. 125.- Formbreyting á rekstri fjarskiptadeildar Pósts & síma kemur illa við pyngju trillukarla: Þjónustugjaldið hækkaði um 330% Trillukörlum brá heldur betur í brún fyrir skömmu þegar þeir fengu reikning frá fjarskiptadeild Pósts & síma sem hefur verið breytt í sjálfseignarstofnun. FVrir formbreytingu á rekstri stofnunarinnar þurftu kallamir að greiða samtals 1500 krónur í gjald vegna eftdriits við talstöðvar og í árs- gjald vegna fjarskipta, en nú hljóð- aði reikningurinn upp á 6.480 krón- ur, sem er hækkun um rúm 330%. Öm Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þetta sé nú einum og mikið af því góða á sama tíma og aflaheim- ildir hafa verið skertar og fiskverð hefur lækkað. Hinsvegar er gjaldið vegna tilkynningarskyldunnar óbreytt, eða 1140 krónur. Landssambandið hefur farið fram á að haldinn verði fundur í Siglinga- málaráði um þessa hækkun og verð- ur sá fundur haldinn í næstu viku. Öm segir að þessari hækkun verði að sjálfsögðu mótmælt harðlega. Hann segir að þær skýringar sem sambandið hefur fengið vegna þess- ara gríðarlegu verðhækkana, séu þær að fjarskiptaeftirlitið sé ekki lengur deild innan Pósts & síma, heldur sjálfstæð stofnun sem þurfi að standa undir sér. Gott ef hún sé ekki líka sjálfseignarstofnun með háeffi, en í eigu ríkisins. -grh ASÍ, BSRB og KÍ sendu forsætisráðherra bréf um húsaleigubætur: Raðast orlog “ "" ' w .... Staða Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmáJaráðherra skýrðist ekki á ríkisstjómarfundi í gær. Áfund- inum ítrekaði Jóhanna fyrri af- stöðu um fyrirvara við einstaka liði fjárlaga og að hún sætti sig ekki við samþykkt ríkisstjórnar- innar um húsaleigubætur. Þingflokkur Alþýðuflokksins kemur saman til fúndar í dag til að fjalla um stöðu Jóhönnu. Búist er við að á fundinum skýrist hvemig flokkurinn ætli að bregð- ast við í málinu. Finnist ekki sáttaleið er allt eíns búist við að Jóhanna hætti sem ráðherra. Forystumenn ASf, BSRB og Kennarasambandsins sendu for- sætisráðherra bréf f gær þar sem minnt er á ioforð ríkisstjómar- irrnar við gerð kjarasamninga 1992 um að taka sérstakiega á vanda leigjenda. Samtökin ieggja áherslu á í bréfmu að frumvarp til laga um húsaleigubætur verði lagt fram á þingi strax í haust og að fjármagni, til að standa straum af bótimum, verði aflað án þess að skerða fjármagn sem ætlað er til félagsiega húsnæðiskerfisins. í bréfinu er þvt lýstum eindregn- um stuðningi við sjónarmið Jó- hönnu f málinu. -EÓ gær var unnlð hörðum höndum við uppsetnlngu sjávarútvegssýningarlnnar og m.a. sýnlr Jósafat Hinriksson hluta af sjóminjasafni sínu í Höllinni auk sinna heimsfrægu toghlera. Tímamynd Ámi Bjama Kínverjar fengu ekki leyfi þarlendra stjórnvalda til að koma á sjávarút- vegssýninguna í Laugardal: Hátt í 500 fyrir- tæki frá 24 löndum Hátt í 500 fyrirtæki frá um 24 löndum taka þátt í sjávarútvegssýn- ingunni sem hefst í Laugardalshöll á morgun, miðvikudaginn 15. sept- ember. Þar af sýna um 60 íslensk fyrirtæki sma framleiðslu auk svip- aðs fjölda af íslenskum innflutn- ings- og þjónustufyrirtækjum. Mikill áhugi er fyrir sjávarútvegs- sýningunni nú sem endranær og m.a. munu hótel á höfuðborgar- svæðinu vera fullbókuð. Á blaða- mannafundi í gær kom t.d. fram að kínverskir aðilar höfðu hug á að koma hingað til lands á sýninguna en fengu ekki leyfi til þess frá þar- lendum stjómvöldum. Ekki er vitað um aðra erlenda hópa sem átt hafa í erfíðleikum með að útvega sér farar- leyfi til íslands. Þetta er í fjórða sinn sem fyrirtæk- ið Reed Exhibition Companies skipuleggur alþjóðlega sjávarút- vegssýningu hérlendis. Eins og á fyrri sýningum kappkosta framleið- endur og aðrir sem í sjávarútvegi em að sýna það nýjasta og besta sem þeir hafa fram að færa. Það er ekki að ófyrirsynju að þetta er í fjórða sinn sem sýning sem þessi er haldin hérlendis, enda er íslensk- ur sjávarútvegur í fremstu röð í heiminum og einatt fljótur að til- einka sér nýjungar í atvinnugrein- inni. Að þessu sinni styrkir Iðnlánasjóð- ur ekki sýningarhald íslenskra fyrir- tækja og af þeim sökum taka þau minna pláss en oft áður en nýta það kannski mun betur. -grh Batinn í atvinnuástandi frá því í vor u.þ.b. að ná hámarki að mati Vinnumálaskrifstofunnar: ATVINNUÁSTAND GÆTI NÚ AFTUR FARIÐ AÐ VERSNA í ágústlok voru 4.640 manns á atvinnuleysisskrám í landinu (tæp- lega 2.000 kárlar og um 2.670 konur). Kariar án vinnu voru þá um 140 fleiri en í júlílok en atvinnulausum konum hafði fækkað um 70 milli mánaða. Þessar tölur eru veik vísbending um að atvinnuleysi fari nú aftur vaxandi miðað við að atvinnulausum hafi samfellt ver- ið að fækka frá því í mars, þegar atvinnuleysi var mest, segir Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráöuneytisins. Megi einkum búast við því að at- sveitarfélaga og opinberum framlög- vinnulausum körlum fjölgi um land allt og atvinnulausum konum á landsbyggðinni. Hins vegar er búist við að konum án vinnu geti fækkað á SV-hominu í næsta mánuði. Þróunin á næstunni er talin ráðast mjög af því hvert framhald verður á afleysingastörfum, átaksverkefnum um til atvinnuskapandi verkefna og síðast en ekki síst aflabrögðum í sept- ember. Skráð atvinnuleysi í ágúst svaraði til þess að rúmlega 4.300 manns hafi verið án vinnu að meðaltali allan mánuðinn, þar af 1.750 karlar og um 2.560 konur. Þetta jafngildir 3,2% af áætluðum mannafla, sem er sama hlutfall og í júlí. Hlutfall atvinnu- Iausra var 2,2% meðal karla en 4,6% meðal kvenna (þ.e. ein af hverjum 22 konum). Atvinnuleysi er mest á Nl. eystra (4,1%) og næst mest á höfuðborgar- svæðinu (3,6%). Fæsta vantar hins vegar vinnu á Vestfjörðum (1,6%) en þar voru atvinnulausir eigi að síður 240% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Helmingur allra atvinnulausra Vest- firðinga er í Bolungarvík (44). Næst- fæsta vantaði vinnu á Nl. vestra og Suðumesjum (1,9%). Töluverð breyting hefur orðið á at- Mannréttindasáttmálinn lögtekinn Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra mun leggja til við Alþingi í haust að mannríttindasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna verði lögfestur á Al- þingi. Þetta styridr lagalega stöðu sáttmálans hér á iandi. ísland er aðili að mannréttindasátt- málanum og er að þjóðarrétti skuld- bundið til þess að fara eftir ákvæðum hans. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að skoða þessi mál og hún komst að þeirri niðurstöðu að það væri rétt að styrkja lagalega stöðu sáttmálans hér heima fyrir með því að lögleiða sáttmálann. Þetta hafa sumar þjóðir gert, eins og til að mynda Dan- ir. Fallist Alþingi á tillögu dómsmála- ráðherra verður mannréttindasátt- málinn íslensk lög og þar af leiðandi geta íslenskir dómstólar dæmt með vísun í sáttmálann. -EÓ vinnuástandi á einstökum stöðum þótt atvinnuleysistölur hafi fremur lítið breyst á Iandinu í heild. Atvinnu- ástand versnaði verulega á Austur- landi, eða um 44% milli júlí og ágúst. Á Eskifirði meira en þrefaldaðist fjöldi atvinnulausra. Mikil fjölgun varð einnig á Egilsstöðum, Höfn og Seyðisfirði, þar sem mörg störf duttu út þegar Norröna hætti siglingum. Á Suðurlandi fjölgaði atvinnulaus- um stórum á Stokkseyri (í 36 manns, sem samsvarar líklega 13- 14% at- vinnuleysi) og á Eyrarbakka. Á Húsa- vík fjölgaði vinnulausum kringum 50% milli mánaða og enn fjölgaði at- vinnulausum á Akureyri, f rúmlega 390 manns í ágústmánuði. En segja má að Akureyringar eigi sér þjáninga- bræður í Hafnarfirði, þar sem rúm- lega 420 eru án vinnu í litlu stærri bæ. Aftur á móti fækkaði atvinnulausum um fjórðung á Akranesi milli júlí og ágúst (í 110). Svipað er að segja um Bolungarvík þótt margir séu þar enn- þá án vinnu. - HEI Nýtt skipulag mennta- málaráöuneytis: Skipulagiö kostaði 5 millj. kr. Undirbúningur að skipulagsbreyt- ingum í menntamálaráðuneytinu kostaði að minnsta kosti 5 millj. kr. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra segir þessa upphæð ekki fjarri lagi. I lok síðasta mán- aðar var auglýst sú breyting að í stað ýmissa deilda ráðuneytisins kæmu þrjár skrifstofur sem hver um sig skiptast í aftnörkuð svið. Breytingamar miða einkum að því að skilja ákveðnar en verið hefur, á milli skóla- og menningarmála. Þar trjónir efst skrifstofa ráðherra sem skiptist í fjármálasvið, al- mennt svið og alþjóðlegt svið. Næst ber að nefha Skrifstofu menntamála og vfsinda sem tekUr yfir öll skólamál frá leikskóla upp í háskóla. í þriðja lagi er svo nefrid til sögunnar Skrifstofa menning- armála þar sem m.a. er fjallað um málefni RÚV, söfn o.fl. Ólafur segir að hafisf hafi verið handa við að undirbúa þessar breytingar haustið 1991 og hafi tvær ráðgjafaskrifstofur komið að því verki. Hann segír að rekstrar- skrifstofan Rekstur og ráðgjöf hafi komið mest að þessu verki en inni í greiðslum til hennar sé einnig kostnaður við úttekt á Námsgagnastofnun o.fl. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.