Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 15. september 1993
—-------—----
Tryggvl Nlelsen, badmin-
tonspilari úr TBR, varð um helg-
ina sigurvegari 1 einliðaleik á
opnu unglingamóti fyrir 18 ára
og yngri (Englandi. Tryggvi sigr-
aöi P. Thackray frá Englandi (úr-
slitum, 15-3 og 15-6.1 undanúr-
slitum sigraði Tryggvi núverandi
Englandsmeistara (U-18 ára
flokki, M.Edge 17-14 og 15-6.
Vigdls Ásgeirsdóttir, einnig úr
TBR, komst (átta liða úrslit (
bæði einliða- og tvdiðaleik en
datt þá úr leik.
Pétur Gu&mundsson,
kúluvarpari úr KR, náði slnum
besta árangri á keppnistlmabil-
inu þegar hann kastaði kúlunni
19.70 metra á kastmóti á Laugar-
dalsvelli um síðustu helgi. Þessi
árangur Péturs er nokkuð athygl-
isveröur þvl honum er náð með
hinum hefðbundna O'Brian stíl,
sem Pétur hefur aðeins æft I
nokkrar vikur eða eftir HM I
Stuttgart. Pétur hefur ákveðið að
æfa og keppa með O’Brian stlln-
um I haust og á næsta keppnis-
tlmabili. O’Brian stfllinn hefur
reynst mörgum kúluvörpurum ör-
uggari aðferð og gefið jafnari
köst heldur en snúningstlllinn,
sem Pétur hefur notað undanfar-
in ár. Bjarki Viðarsson HSK, lenti I
öðru sæti á þessu kastmóti I
kúluvarpinu, kastaði 14.95 metra
og Jón Bjarni Bragason HSS,
varð þriðji með 10.81 metra.
._ Suðtir-Amerfkukeppninnl
I knattspyrnu lýkur brátt og er
baráttan I B-riðli mikil. Slðustu úr-
slit urðu þessi: Venesúela-Ekva-
dór 2-1, Urugay-Bólivía 2-1.
Staðan I riðlinum:
Brasilfa......7 4 20 18-4 10
Bólivla.......750221-10 10
Urugvæ........74 2 1 10-5 10
Ekvador ......7 1 2 4 6-6 4
Venesúela.....8 1 0 7 4-34 2
Leikir sem eftir eru: Ekvador- Ból-
ivla, Brasilla-Úrúgvæ.
... ítalir urðu Evrópumeistarar I
blaki um helgina eftir aö hafa sigr-
að Hollendinga 3-2 (15-6, 15-5,
13-15, 8-15, 15-9). Italir bættu þar
með enn einum titlinum I safnið
sitt en þeir eru einnig heimsmeist-
arar. Rússar lentu I þriöja sæti eftir
sigur á Þýskalandi, 3-1 (15-3, 9-
15,15-8,15-5).
... Gary Uneker skoraði fyrsta
mark sitt fyrir Nagoya Grampus
Eight I japönsku bikarkeppninni I
knattspyrnu eftir þriggja mánaða
meiðsli. Markið dugði ekki tii þar
sem andstæðingarnir, Shimizu S-
Pulse, skoruðu tvö mörk.
.„ Manchester United er
spáö velgengni I kvöld þegar lið-
iö mætir ungverska liðinu Kis-
pest-Honved sem er I þriðja sæti
I ungversku 1. deildinni. Leikur-
inn er liður I Evrópukeppni meist-
araliða en slðast vann Manchest-
er United þann titil fyrir 25 árum
þegar George Best og Bobby
Charlton voru upp á sitt besta.
Ron Atkinson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Man.UTD, sagði
að hann hefði séð mikið af evr-
ópskum fótbolta slðastliðna mán-
uði og það kæmi honum á óvart
ef Man.UTD færi ekki alla leið I
Evrópukeppninni.
._ Diego Maradona var á leiö
til argentlska knattspyrnuliðsins
Newell's Old Boys eins og kom
fram I blaðinu I síðustu viku. En
nú hafa forráðamenn spænska
liðsins Sevilla, sem Maradona lék
með slðast, sett honum stólinn
fyrir dyrnar og neitað að sam-
þykkja félagaskiptin. Ástæðan
mun vera að Maradona stóð ekki
við samning þann sem hann
gerði við spænska liðið.
._ Real Madrld leikur I kvöld I
Evrópukeppni bikarhafa gegn
svissneska liðinu Lugano, og þvl
er haldið fram I spænskum blöð-
um að þjálfari liðsins, Benito
Roro's, verði látinn fjúka ef liðið
sigrar ekki I kvöld. Þetta er haft
eftir stjórnarmanni liðsins, Ram-
on Mendoza, sem segir að Floro
fái vikuna til að sýna fram á betri
árangur en Madrid tapaði um
slðustu helgi 1-4 fyrir Valldolid og
mætir svo Coruna I deiidinni á
laugardag.
Valsmenn nánast úr leik í Evrópukeppninni eftir 0-3 tap fyrir Aberdeen:
Valur skrefi á eftir
Valsmenn eru líklega úr leik í Evr-
ópukeppni bikarhafa eftir að hafa
beðið lægri hlut fyrir skosku bik-
armeisturunum Aberdeen á Laug-
ardalsvelli í gær 0-3. Útileikurinn
er þó eftir í Skotlandi en getumun-
ur á þessum liðum er of mikill til
að Valsmenn geti lagað stöðuna
Antony Karl Gregory og félagar hans í Val ríðu ekki feitum hesti í
gær gegn Aberdeen sem sigraði 0-3.
sér í hag. Ljósi punkturinn er þó
sá fyrir Valsmenn að þeir hljóta að
spila betur í útileiknum enda var
spilamennska þeirra í gær ekki til
að hrópa húrra fyrir.
Aberdeen hafði tögl og hagldir á
upphafsmínútum leiksins og var
það ljóst á liðsuppstillingu skoska
liðsins, sem var 4-3-3, að þeir ætl-
uðu sér ekkert annað en sigur.
Valsmenn fengu síðan rothöggið
strax á 8. mínútu. Joseph Miller
átti þá þrumuskot fyrir utan vítat-
eiginn að marki Vals, Bjarni Sig-
urðsson varði en hélt ekki boltan-
um og Duncan Shearer náði frá-
kastinu og sendi boltann í þaknet-
ið. Að lenda strax undir gegn svo
sterku liði sem Aberdeen er, og
þurfa að sækja í stað þess að leggja
áhersluna á vömina og beita
skyndisóknum, var það sem Vals-
menn voru ekki búnir undir. Það
kom firam í sóknarleik liðsins sem
var afar bitlaus en Antony Karl
Gregory fékk eina færi fyrri hálf-
leiks en skaut framhjá úr miðjum
vítateignum. Skotamir bættu
öðm marki sínu við á 27. mínútu
þegar Eoin Jess skallaði í markið
af stuttu færi eftir laglegt spil leik-
manna Aberdeen á undan. Eoin
Jess skoraði síðan þriðja mark Ab-
erdeen með skoti úr miðjum víta-
teignum eftir að boltinn hafði
komið við varnarmann Vals á leið-
inni í markið og breytti um stefnu.
Þar við sat og leikmenn Vals
þurftu að sætta sig við 0-3 tap á
heimavelli.
Þrátt fyrir að Aberdeen hafi feng-
ið aðeins þrjú til fjögur dauðafæri
og nýtt þrjú þeirra þá vom yfir-
burðir þeirra meiri en marktæki-
færi þeirra segja til um og má
segja að Valsmenn hafi einfaldlega
verið skrefi á eftir í þessum leik.
Leikmenn Aberdeen vom sterkari
í öllum skallaeinvígjum og höfðu
öll yfirráð á miðju vallarins. Vals-
menn vom í heildina allir frekar
slakir og hljóta að bæta sig mikið í
næsta leik. Kristinn Lámsson og
Ágúst Gylfason áttu þó ágæta
spretti af og til og Jón S. Helgason
var sæmilegur í vörninni.
Getraunadeildin:
Tíuí bann
Það verða tíu leikmenn sem keppa
ekki með sínum félagsliðum á laug-
ardaginn í Getraunadeildinni, því í
gær úrskurðaði Aganefnd KSÍ þá í
bann vegna brottrekstrar eða fjög-
urra gulra spjalda. Leikmennimir
em: Aðalsteinn Víglundsson Fylki
vegna brottrekstrar, Finnur Kol-
beinsson Fylki, Halldór Jónsson Vík-
ingi vegna brottrekstrar, Bjöm
Bjartmarz Víkingi, Thomaz Jaworek
Víkingi, Jón S. Helgason Val, Rútur
Snorrason og Nökkvi Sveinsson ÍBV,
Ólafur Þórðarson ÍA og Þorsteinn
Halldórsson FH.
(ÍÞRÓ1TIR1
UMSJÓN: KRISTJÁN GRÍMSSON
HM í handknattleik:
r
Islendingar lögðu
Svía að velli
Akranes-Feyenoord í kvöld:
Hvað gera meistaramir?
Islands- og bikarmeistarar Skaga- þeir myndu spila. Út frá þessu má
manna mæta í kvöld hollensku ætla að nokkurt vanmat ríki í her-
meisturunum Feyenoord í fyrstu búðum hollensku meistaranna og
umferð Evrópukeppni meistaraliða. vonandi verður það ÍA til framdrátt-
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli ar í leiknum í kvöld.
og hefst klukkan 20.30 en ástæðan
fyrir þessari óvenjulegu tímasetn-
ingu er sú að leikurinn verður sýnd-
ur beint til Hoilands. Leikurinn
hefst svo seint þrátt fyrir að tíminn í
Hoilandi sé tveimur klukkustundum
á undan og því iýkur leiknum þar
ekki fyrr en eftir miðnættil Skaga-
menn eru sjálfsagt í þeirri óvenju-
legu stöðu að vera taldir lakari aðil-
inn, sem ætti að vera alveg nýtt fyrir
þá, og eiga þeir minni möguleika á
sigri heldur en Feyenoord og verður
gaman að sjá hvemig þeir bregðast
við þeim aðstæðum. Arnar Gunn-
laugsson, leikmaður Feyenoord og
fyrrum Skagaleikmaður, sagði í
samtali við Rás 2 fyrr í þessum mán-
uði að samherjar hans hafi hlegið
þegar þeir heyrðu á móti hverjum
Ungverska knattspyman:
Jafnt hjá MTK
sem tekur þessa dagana þátt í HM í Egyptalandi, stendur ágætlega að
vígi þegar tveimur leikjum af þremur í milliriðli er lokið. f gærdag
unnu þeir Svía 21-19 og var þetta annar sigur íslendinga á Svíum á
stuttum tfma því sigur vannst einnig gegn þeim á Norðurlandamótinu.
Staðan í hálfleik var 9-7. Markahæstir í íslenska liðinu voru: Dagur Sig-
urðsson 8 mörk og Patrekur Jóhannesson 7. Sigurinn fleytir íslenska
landsliðinu upp að hlið Svía með sex stig í milliriðlinum ásamt Egypta-
landi. Úrslitin ráðast á morgun þegar íslendingar mæta Portúgal og
Svíar og Egyptar leiða saman hesta sína.
Á mánudag vannst léttur sigur á Argentínumönnum 30-22 en staðan í
hálfleik í var 15-7. Patrekur Jóhannesson gerði flest mörkin eða 7 tals-
ins en þeir Dagur Sigurðsson og Páll Þórólfsson gerðu báðir 6 mörk.
leikmenn
ársins ‘93
SVARSEÐILL
Tímaleikmaður 1. deildar karla:
Tímaleikmaður 1. deildar kvenna:
Nafn:
Sími
Heimilisfang___________________________________________________________________
Tímaleikmenn 1. deildar karla og kvenna fá að launum Sælulykil fyrir tvo að Hótel Örk í
Hveragerði, þar sem innifalið er gisting, kvöldverður, dansleikur og morgunveröur.
Þrír aðilar verða dregnir úr innsendum svarseðlum og fá þeir heppnu Adidasvörur frá
Sportmönnum hf.
Svarseðlar sendist inn fyrir 28. september næstkomandi merkt:
Andstæðingar KR í Evrópukeppni fé-
lagsliða, MTK, gerðu jafntefli við
efsta liðið, Ferencvaros, 1-1 og er
MTK í fimmta neðsta sæti ungversku
deildarinnar af sextán liðum eftir
fimm umferðir. MTK hefur enn ekki
unnið leik í deildinni og ættu það að
vera góð tíðindi fyrir KR.
Tíminn „Tímaleikmenn ársins“ Lynghálsi 9,110 Reykjavík
Sri
hotel ödk adidas
PARADlS RÉTT HANDAN V7Ð HÆÐINA