Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 4
1 Tíminn
Miðvikudagur 15. september 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Mótvægi hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðam'tstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Skrffstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Síml: 686300.
Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1368,- , verð I lausasölu kr. 125,-
Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Sóknin inn á
miðjuna
Úrslit þingkosninganna í Noregi einkenndust af
sveiflu frá hægri væng stjórnmálanna yfir á miðj-
una. Jafnaðarmenn héldu sínu og rúmlega það.
Stórsigur Miðflokksins vekur athygli. Ekki er
neinn vafi á því að umræður um aðild Noregs að
Evrópubandalaginu eru ein meginorsök hans.
Anna Enger Lahnstein og hennar fólk lögðu meg-
ináherslu á þessa andstöðu í kosningabaráttunni.
Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í starfi flokks-
ins um langt skeið. Eigi að síður er þetta ekki eina
skýringin. Hún er einnig sú að hægri sveiflan, sem
var svo áberandi á níunda áratugnum, er á undan-
haldi. Viðhorf miðjumanna sækja á. Kosningarnar
í Noregi eru enn ein staðfesting á þessu. Gengi
öfgaflokka eins og Framfaraflokksins hrfðfellur og
Hægri flokkur Kaci Kullmann Five tapar fylgi.
Miðflokkurinn er hinn óumdeildi sigurvegari
kosninganna.
Kosningaúrslitin í Noregi munu, þrátt fyrir að
Verkamannaflokkurinn hélt velli, hafa áhrif í
norskum stjórnmálum. Mikil andstaða Norðmanna
við EB-aðild varð mjög áþreifanleg í kosningunum
og útilokað er annað fyrir stjórn Verkamanna-
flokksins en að taka tillit til hennar. Þess kann að
sjá stað í samskiptum Norðmanna við Evrópu-
bandalagið á næstunni.
Verkamannaflokkurinn hélt sínu í kosningunum
og bætti reyndar við fylgi sitt. Þetta má ekki síst
rekja til sterkra leiðtoga flokksins og hagstæðrar
atburðarásar alþjóðamála síðustu dagana fyrir
kosningar. Gro Harlem Brundtland er sterkur leið-
togi, það dylst engum, og þáttur Johans Jörgens
Holst í samningum ísraels og PLO kom Noregi í
fremstu víglínu alþjóðastjórnmála og vakti þjóðar-
stoltið, sem ávallt hefur verið ríkt með Norðmönn-
um. Það er fullvíst að þetta hefur haft gífurleg
áhrif á framvindu mála síðustu daga kosningabar-
áttunnar og eflaust skipt sköpum um hagstæða út-
komu Verkamannaflokksins.
Skilaboð kosninganna í Noregi eru mörg. Þau eru
aðvörun til norskra stjórnvalda að stíga varlega til
jarðar í samningum við Evrópubandalagið. Þau eru
einnig merki um sterkt fráhvarf frá hægri inn á
miðjuna. Sú frjálshyggjustefna, sem náði hámarki
í valdatíð Reagans og Thatchers, er nú alls staðar á
undanhaldi og leitað er hófsamari Ieiða í stjórn-
málum.
íslendingar geta dregið af þessu lærdóma. Enn
eru stjórnvöld hér að burðast með kenningar
óheftrar markaðshyggju í farteskinu, meðan fólkið
er annars staðar að hverfa frá þeim og styðja hóf-
samari stjórnmálaöfl. Þetta gerist með þjóðum
sem eru margfalt fjölmennari en okkar og mark-
aðsöflin ættu að njóta sín enn betur en hér.
Það er hins vegar borin von að íslensk stjórnvöld
dragi nokkra lærdóma af þeirri þróun, sem er að
verða í stjórnmálum nágrannalandanna. Svo hefur
ekki verið hingað til.
Lýðræðið á undanhaldi
Ráöhús Kjósverja.
Vegna fátæktar og þjónustulundar
liggur mikið við að leggja hina fomu
hreppa niður og er sú hagræðing
kölluð sameining sveitarfélaga. Ekki
er vitað til að í víðri veröld hafi fyrr
eða síðar verið til sambærileg
stjómsýslueining og íslenska
hreppaskipanin. Munu hreppamir
jafrivel eldri en okkar afgamla Al-
þingi, sem sumir halda að sé eitt-
hvað til að státa af.
Nú skulu hreppar sameinast kaup-
stöðum og kallast sveitarfélög. Sýsl-
ur eða kjördæmi duga ekki sem ein-
hvers konar stjómsýslueiningar,
heldur þarf að malla einhverja allt
öðm vísi samsuðu með rökum, sem
ekki em alltaf auðskilin.
Með breytilegri búsetu er eðlilegt
að stjómsýslueiningar séu endur-
skoðaðar. Það gerir þjóðkirkjan.
Sóknir em breytingum háðar og
prófastsdæmin sömuleiðis. Til
dæmis er ekki langt síðan að Reykja-
vík var gerð að tveim prófastsdæm-
um.
í þingræðisríkjum er kjördæmum
breytt eftir föstum reglum þegar
miklar búsetubreytingar verða. Pól-
itísku streðaramir á íslandi hafa
aldrei kynnst þingræði og því skal
kjördæmaskipanin vera í föstum
skorðum, þótt hún sé andstæð öll-
um lýðræðishugmyndum. Á þeim
vígstöðvum em engar breytingar
gerðar nema að fjölga þingmönnum
og þarf þá aldrei að leiða hugann að
spamaði og hagræðingu.
Útíhött
í stað þess að koma kjördæmaskip-
an og þingmannafjölda í siðlegt horf
og fjölda, þarf að eyðileggja hreppa-
skipanina og rífa upp með rótum þá
þjóðfélagsiegu einingu, sem stendur
íbúunum næst á eftir fjölskyldunni.
Garður er granna sættir, stendur í
gömlum bókum, og verður að teljast
afar ósennilegt að betri samvinna
verði á milli nágranna, þótt hreppa-
mörkin verði úr sögunni. Menn geta
sem best æft sig í lýðræðislegum
samskiptum með því að semja um
hvar skóli eigi að vera og hvar vatn-
sveitan að liggja í þeim tilvikum að
íbúar fleiri hreppa hafi samvinnu
um sameiginleg máiefni. Það er
langt því frá að vera sjálfgefið að slík
mál verði auðleystari í stærri stjóm-
unareiningum. Þvert á móti getur
verið miklu auðveldara að sitja yfir
hlut alls kyns minnihluta eða íbúa
útkjálka í stærri einingum en
smærri.
' Vitt og breitt
Sums staðar getur sameining
hreppa stuðlað að heilsteyptari
stjómsýslueiningum, en annars
staðar sýnast tillögur þar um vera út
í hött.
Delluhugmyndir
Hvað býr að baki hugmyndinni um
að teygja Reykjavík upp í Hvalfjarð-
arbotn og troða upp undir helmingi
þjóðarinnar í eitt sveitarfélag er
óleyst gáta. Og hvers vegna Kópa-
vogur og Hafnarfjörður eiga að vera
sveitarfélög án sameiningar við eitt
eða neitt er álíka dularfullt.
Reykjavík er byggð í hálfhring
kringum Kópavog og kemur engum
við hvar mörkin liggja nema bæjar-
verkfræðingum og sveitarstjómar-
mönnum. íbúunum stendur ná-
kvæmlega á sama og búa og starfa á
víxl beggja vegna markanna og nota
sömu rafveitu, hitaveitu, vatnsveitu
og kirkjugarð, svo eitthvað sé nefnt.
Þama skulu vera skýr skil á milli, en
íbúamir í Fossvogi og á Framnesi
eiga að sameinast í hreppi með þeim
í Brynjudalnum. Um það á að kjósa
eftir tvo mánuði.
Nær væri að minnka einingamar á
Innnesjum og eftir því sem íbúum
fjölgar í höfuðborginni væri eðlileg-
ast að skipta henni upp í fleiri
stjómsýslueiningar, rétt eins og
kirkjan gerir með sóknir sínar og
prófastsdæmi, og eins má benda á
skólaumdæmin sem fylgja búsetu-
röskun.
Delluhugmyndir byltingarsinn-
anna í svæðisumdæmanefndum
sameiningarsinna eru vanhugsaðar
og úr öllu samhengi við hugmyndir
um dreifingu valds og ákvörðunar-
rétt íbúanna um innri málefni.
Það er í raun illskiljanlegt af hverju
pólitíkusar eru að bjástra við að
koma á nýrri skipan sveitarstjómar-
mála, þar sem helmingur Iands-
manna á að vera í tveim samliggj-
andi hreppum og aðrir í nokkur
hundruð manna einingum. Ef þess-
ar tiltektir ná fram að ganga, sundra
þær en sameina ekki.
Nær væri að snúa sér að gjörspill-
ingu kjördæmaskipanarinnar og
láta reyna á hvort þeir, sem þjóðin
kýs til valda og áhrifa, botna yfirleitt
nokkum skapaðan hlut í hvað er
fulltrúalýðræði.
Líkast til er borin von að fimm-
flokkurinn komist nokkru sinni að
því og gumsast því í málefnum eins
og þeim að spilla fomri og þjóðlegri
stjómskipan af nýjungagimi einni
saman
OÓ