Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. september 1993 Tíminn 7 Nægileg kalkneysla og lík- amsáreynsla nauðsyn fyrir sterk bein: Fylgni milli inntöku kalks og beinþéttni „111 þess að styrkur beina verði eins mikill og erfðimar mögulega gera ráð fyrir virðist nægileg kalk- neysla og líkamsáreynsla vera nauðsynleg.“ Þetta segir m.a. í nið- urstöðum af mælingum á bein- þéttni íslenskra stúlkna og saman- burði við kalkinntöku og vöðva- styrk. Frá þessari rannsókn segja Jón örvar Kristinsson og fleiri í Læknablaðinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka hvort kalkinntaka ung- lingsstúlkna hefði áhrif á beinþéttni þeirra. Einnig var kannað samband beinþéttni við aðra líkamlega þætti, svo sem gripstyrk, hæð, þyngd og tímalengd frá upphafi tíða. Rann- sóknin náði til rúmlega 160 stúlkna, annars vegar á 13. aldursári og hins vegar á 15. ári. Fylgni reyndist á milli beinþéttni og kalkinntöku (aðallega með neyslu mjólkur og mjólkurafurða) í eldri aldurshópnum. Sömuleiðis kom í ljós jákvæð fylgni á milli bein- þéttni og gripstyrks (vöðvastyrks). Skýrði gripstyrkurinn um 17% af breytileikanum í beinþéttninni og allt að 38% af breytileikanum í magni steinefna. Á heildina litið virtist kalkinntaka í þessum hópi nægileg. Sumar stúlk- umar neyti samt sem áður minna en 1000 mg af kalki á dag. Líklegt verði að teljast að það Ieiði til minni beinstyrks síðar á ævinni. í Læknablaðinu segir einnig frá mælingum, sem Gunnar Sigurðs- son og fleiri hafa gert á beinþéttni uppkominna kvenna á öllum aldri og samanburði á aldursbundnu beintapi íslenskra kvenna. í Ijós kom að beinþéttnin í fram- handlegg og hryggjarliðum hélst stöðug frá tvítugsaldri og fram að tíðahvörfum. Eftir tíðahvörf varð veldisfallsleg minnkun á beinþéttn- inni. Niðurstöðumar undirstrika hratt (20-30%) beintap fyrsta ára- tuginn eftir tfðahvörf, hraðast á frauðbeini. Síðan tekur við stöðugt beintap sem nemur 1-2% á ári. Greinarhöfundar segja þessar nið- urstöður samræmast því að hraða beintapið eftir tíðahvörf stafi af skorti á östrogen, en beintapið síðar á ævinni tengist hugsanlega lélegri kalkbúskap ásamt minni líkams- hreyfingu. Meðferð við beintapinu fyrstu 10-20 árin væri því östrogen, en síðar á ævinni frekar aukagjöf á kalki ásamt D- vítamíni og aukinni líkamshreyfingu. - HEI Slátur lækkar í verði um 15% til bænda: Verðá lambakjöti óbreytt Ákvörðun hefur verið tekin um að verð á nýju lambakjöti verði óbreytt, en að slátur lækki í verði um 15% til bænda. Þetta mun að öllum líkindum þýða um 10% verð- lækkun á slátri til neytenda. Þó að verð á lambakjöti til bænda verði óbreytt, lækka greiðslur til þeirra um 5%. Ástæðan er sú að lagt verður á 5% markaðsgjald, sem not- að verður til að auka sölu á kjötinu. Neytendur fá lambakjöt hins vegar á sama verði og í dag. Þó er reiknað með að strax í haust verði nýtt Iambakjöt boðið á tilboðsverði. -EÓ Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.3 af 8 Verð á búvörum hefur stórlækkað á liðnum árum... Fullyrt er: Hið rétta er: Of lítil samkeppni í landbúnaði veldur háu verði. Stærsti hluti ráðstöfunartekna heimilanna fer til matarkaupa. Samanburður við verð erlendis segir allt sem segja þarf. íslenskur landbúnaður á í mikilli samkeppni við brauð, pasta og aðrar innfluttar mjölvörur. Einnig er innbyrðis samkeppni t.d. í kjöt- og grænmetisframleiðslu. Þá keppa mjólkurvörur við innlendar og erlendar drykkjar- vörur sem og innflutt morgunkorn. Staðreyndin er sú að um helmingur þess matar (orku) sem við íslend- ingar neytum er innfluttur. Mikil samkeppni veitir íslenskum bændum stöðugt aðhald. Hlutfallslega hafa útgjöld heimilanna í landinu til matvælakaupa aldrei verið lægri en nú. Samkvæmt Hagtíðindum ver vísitölufjölskyldan 16.5% af ráðstöfunartekjum sínum til matarkaupa í dag á móti rúmum 20% á árinu 1990. Einungis tæp 9% fara til kaupa á innlendum matvælum. Matarkaupin taka því sífellt hlutfallslega minna til sín. Sé framfærsluvísitalan skoðuð nánar kemur í ljós að meðalfjölskyldan ver 20% tekna sinna í rekstur á einkabifreið(um) og ferðalög og um 18% fara í húsnæði, rafmagn og hita. Verðsamanburður á milli landa getur verið mjög snúinn. Taka þarf tillit til gæða vörunnar en óhætt er að fullyrða að hollusta og hreinleiki íslenskra búvara stenst fullkomlega samanburð við það sem best gerist erlendis. Þá er kaupmáttur misjafn eftir löndum. Lágt verðlag í einu landi þýðir ekki að þeir sem þar búa geti veitt sér meira en neytendur þar sem verðlag er hátt. Alögur sem matvælaframleiðsla þarf að standa undir eru misjafnar. Sem dæmi má nefna að virðisauka- skattur á matvælum er 0% í Bretlandi, 5% í Portúgal, 3-6% á Spáni, 0-7% í Bandaríkjunum en 14-24.5% hér á landi. Hér hafa því fjölmörg atriði áhrif, sem erfitt getur verið að meta. Það er lítið mark takandi á einföldum verðkönnunum á milli landa. ...á sama tíma og flest önnur útgjöld heimilanna hafa hækkað! ISLENSKIR BÆNDUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.