Tíminn - 15.09.1993, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. september 1993
Tíminn 9
Sláturfélag
Vopnfirðinga hf.
auglýsir eftir aðilum til samstarfs til að koma af stað mat-
vælavinnslu í húsnæði Sláturfélagsins. Upplýsingar um
menntun, starfs- og rekstrarreynslu ásamt rekstrarhug-
mynd sendist til Sláturfélags Vopnfirðinga hf., Hafnar-
byggð 6, Vopnafirði.
Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson fram-
kvæmdastjóri í síma 97-31200 eða á skrifstofu félagsins
að Hafnarbyggð 6, Vopnafirði.
Hjúkrunarfræðingar —
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast sem fyrst, eða eftir nánara
samkomulagi, til starfa við Sjúkrahúsið á Seyðisfirði.
í boði eru góð laun, góður ferðastyrkur, húsnæði á staðn-
um og barnagæsla.
Sjúkrahúsið á Seyðisfirði er 26 rúma sjúkrahús með sex
stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Sjúkrahúsið er flutt í nýtt
húsnæði þar sem öll aðstaða til hjúkrunar og umönnunar
er mjög góð.
Aðalviðfangsefnin eru á sviði öldrunarhjúkrunar, en einnig
er fengist við margskonar medicinsk vandamál, bæði bráð
og langvarandi.
Ýmis sérstök heilbrigðisvandamál eru einnig tekin til með-
ferðar í sjúkrahúsinu. Næturvaktir hjúkrunarfræðinga eru í
formi bakvakta, heima.
Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefjandi starfi með
góð laun, hafðu þá samband við Þóru (hjúkrunarforstjóra)
í síma 97-21406, sem gefur nánari upplýsingar.
Sjúkrahús Seyðisfjarðar.
Svæðisskrifstofa fatlaðra
á Norðurlandi vestra
Laus staða
Starfsmann vantar á sambýlið á Gauksmýri, 551
Hvammstanga, frá 1. okt. Vaktavinna. Skriflegar umsóknir
þurfa að hafa borist forstöðumanni fyrir 20. sept., sem
einnig veitir nánari upplýsingar í síma 95-12988 eða 95-
12926.
Flutningur skrifstofu
og söludeildar
Skrifstofur og söludeild Lyfjaverslunar ríkisins eru fluttar í
Borgartún 7.
Gengið er inn Sætúnsmegin.
Símanúmer og opnunartími eru óbreytt.
LYFJAVERSLUN RÍKISINS
Eiginmaður minn og faðir okkar
Torfi Össurarson
frá Felll f Dýrafirði
lést á Landspitalanum 11. september s.l.
Sigurrós Jónsdóttir
og böm
________________________________________________________/
Gömul vinkona Woodys
Allen hleypur í skarðiö
fyrir Miu Farrow
Þrátt fyrir öll ósköpin, sem dunið
hafa yfir Woody Alíen í samskipt-
um hans við Miu Farrow, hefur
hann ekki lagt kvikmyndagerð á
hilluna. Þvert á móti segist hann
hafa haldið sönsunum meðan for-
ræðisdeilan stóð yfir með því að
halda áfram að gera myndina
Jtlanhattan Murder Mystery".
Sú mynd var þegar í bígerð á með-
an allt lék í lyndi hjá þeim Miu og
Woody (nú er helst að skilja að aldr-
ei hafi allt leikið í lyndi hjá þeim)
og eins og venjuiega var Miu ætlað
þar aðalhlutverk. Myndin fjallar um
hjón, sem grunar að nábúi þeirra
hafi kálað konunni sinni.
Einhverjum hefði faliist hendur
þegar aðalleikkonan gekk á svona
dramatískan hátt úr skaftinu. Svo
að ekki sé talað um hversu mikið
stjama Woodys hefur dalað í augum
margra, sem líta svo á að hann sé
siðblindari en svo að fyrirgefanlegt
sé, sama hversu mikiii snillingur sé
þar á ferðinni. En Woody datt ekki í
hug að láta hugfallast. Hann dreif
einfaldlega fram gamla vinkonu,
sem hafði áður reynst honum betri
en engin í myndunum hans. Diane
Keaton var fús til að hlaupa undir
bagga með ástvininum gamla og
góða og fara í fötin hennar Miu.
Með önnur stór hlutverk fara Anjel-
ica Huston og Alan Alda.
Diane Keaton er gömul vinkona
Woodys Allen og hún hljóp I skaröiö
hennar Miu Farrow I myndinni sem
hann er nú aö gera, „Manhattan Mur-
der Mystery", en þar haföi hann
samiö eitt hlutverkiö handa Miu eins
og venjulega. Anjelica Huston fer
meö annaö stórt hlutverk.
Náin fjöl-
skyldu-
bönd!
Þær systurnar Hayley og Juliet
Mills, dætur breska leikarans
Johns Mills, höfðu ágætis tilefni
til að láta kamapavínstappana
fljúga fyrir skömmu, þegar sýn-
ingar hófust í Sydney á ieikriti
Noéls Coward, Fallnir englar, en
þar fara þær systur báðar með stór
hlutverk. Þær fóru með þessi
sömu hlutverk í sýningum í Eng-
landi í fyrra og hefur þetta nána
samstarf þeirra þess vegna staðið
lengi.
En þær systur geta heldur ekki
hvor af annarri séð í einkalífi, þar
sem þær em líka mágkonur. Juli-
et, sem er 52 ára, hefur verið gift
leikaranum Maxwell Caulfield síð-
ustu 12 árin og undanfarin 11 ár
hefur Hayley, nú 47 ára, verið í
tygjum við bróður mágs síns,
Marcus MacLane. í því sambandi
er greinilega ekki rasað um ráð
fram, þar sem nú fer að nálgast
árið frá því Hayley tilkynnti að
þau hefðu loks ákveðið að ganga í
heilagt hjónaband. Af því hefur þó
ekki orðið ennþá, að því best er
vitað, en fjölskyldusamheldnin er
slík að Chrispin, tvítugur sonur
Hayley, spilar í hljómsveit með
Marcus.
Diane Keaton og Woody Allen leika hjónin f myndinni „Manhattan Murder
Mystery“, sem sýnd er á 50. kvikmyndatvíæringnum f Feneyjum þar sem
keppt er um viðurkenninguna Gullna Ijóniö.
Systurnar Hayley og Juliet Mills veröa vonandi aldrei leiðar hvor á annarri.
Þaö er ekki nóg meö aö þær leiki saman árum saman, heldur eru fjöl-
skylduböndin svo náin aö þau verða ekki nánari.