Tíminn - 29.09.1993, Síða 1

Tíminn - 29.09.1993, Síða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn«.68-76-4ö—Frétta-Tíminn...Frétta-símSnn—68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48. Miðvikudagur 29. september 1993 183. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Golfvelli í Foss- vogsdal mótmælt Hátt í 3.500 manns, a.m.k. 90% þeirra sem til náðist af íbúum Fossvogsdals, skrifuðu undir mótmæli gegn tillögu um 9 holu golfvöll í austurhluta dals- ins. Hér afhenda fulltrúar íbú- anna Gunnari Birgissyni, forseta bæjarstjómar Kópavogs, undir- skriftalistana. Tímamynd Árni Bjarna Formaður sjúkrastofnana borgarinnar um leiðir til að bregðast við áformum heilbrigðisráðherra um að færa rekstur dagvistarstofn- ana yfir á sveitarfélög: Einkarekin dag- heimili niðurgreidd af borginni Ámi Sigfússon, formaður sjúkrastofnana borgarínnar, segir að nauðsynlegt verði að breyta rekstrarfyrirkomulagi á dagvistar- stofnunum spítalanna, komi til þess að borgin taki við rekstrinum og nefnir foreldrarekstur eða einkarekstur fóstra sem dæmi um þetta. „Það er sanngjamt að sveitarfélag veiti stuðning eins og þaö hefur gert til einkarekinna leikskóla og dagheimila," segir Ámi, en borgin styrkir þannig heimili með því að greiða 6.000 kr. fyrir hvert vistunarrými. Hann á von á að gjöld foreldra muni samt hækka frá því sem nú er. „Þetta er ekki spuming um hvort borgin geti tekið við þessum rekstri heldur hvort hún eigi að gera það. Það er leitt að lausnimar séu ein- göngu fólgnar í að velta kostnaði yf- ir á hinn skattheimtuaðilannn," seg- ir Ami og vísar til þess að á Borgar- spítalanum einum saman eigi að skera niður útgjöld um 60 millj. kr. vegna rekstrar dagvistunarþjónustu barna. Hann telur að verið sé að velta sem nemur um 150 millj. kr. yfir á borg og neytendur þessarar þjónustu og óttast að starfsfólk hætti störfum. Ámi segir að þessi þjónusta sé á margan hátt ólík þeirri sem almennt sé veitt í sveitarfélagi. „Þessi þjón- usta hefur tekið mið af vaktariyrir- komulagi starfsmanna og þörfum þeirra í tengslum við vinnu á Borg- arspítalanum," segir Ami. „Telji menn rétt að sveitarfélag taki yfir rekstur, þá hljóta allir að vera sammála um að þar eigi að gilda ákveðnar jafnræðisreglur. Þar með gengur ekki að það sé verið að veita einhveijum sérhópum eins og heil- brigðisstéttum sérstaka þjónustu og niðurgreiða hana á vegum borgar- innar þegar aðrar stéttir njóta ekki slíkrar íyrirgreiðslu,“ segir Ámi. Hann telur því að það verði að Ieita annarra leiða til að bjóða þessu starfsfólki aðstoð. Hann segir að þegar séu hafnar viðræður við fóstr- ur á spítalanum til að leita að Iausn sem sé í þágu spítalans. „Það þýðir væntanlega að við leitum leiða til að gera reksturinn hagkvæmari," bætir Ami við og segir að fóstrur hafi bent á leiðir eins og að bæta nýtingu heimilanna og skoða ýmsa þætti í rekstri þeirra. Hann segir að ýmsar hugmyndir séu til skoðunar í þessu sambandi. Þar nefnir hann sem dæmi að rekst- ur heimilanna yrði á hendi foreldra, starfsmannafélags og eða fóstranna. „Þetta eru allt þættir sem eru mögu- legir í stöðunni," segir Ámi. Hann segir að borgin greiði nú 6.000 kr. á bam á einkareknum dag- heimilum. „Með því að draga úr ýmsum kostnaðarþáttum og óska eftir ákveðnum stuðningi borgar- innar, miðað við reglur um einka- reknu plássin, væri hægt að lág- marka tjónið," segirÁmi en telur að þjónustan yrði að öllum Ifkindum dýrari þótt hann vilji ekkert fullyrða um það. „Þetta em þættir sem við þurfum tíma til að skoða og við vilj- um vanda okkur í næstu skrefum," segir Ámi. Böm á dagheimilum spítalanna koma úr ýmsum áttum og segirÁmi að því verði nauðsynlegt að ná- grannasveitarfélögin styðji þjónust- una á sama hátt og borgin. -HÞ Sjá nánar á bls. 3 Einar talaðl... ... og Guðjón belt. Einar Kárason hefur kært Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfara fyrir líkamsárás: Ræðumað- ur bitinn Einar Kárason rithöfundur hef- ur kært Guðjón Þórðarson, knattspymuþjálfara 1. deildar- liðs 1A, fyrir líkamsárás, en Guðjón beit Einar í hönd og and- lit á lokahófi knattspyrnumanna sem haldið var á laugardag. Það fékkst staðfest hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins að Einar hefði kært árásina, en þar sem ekki telst um alvarlega árás verð- ur málið sent til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Aðdragandinn er óljós en Einar var ræðumaður kvöldsins á loka- hófi knattspymumanna á Hótel íslandi. Ekki náðist í Einar Kárason í gær, þar sem hann mun vera staddur erlendis og Guðjón Þórð- arson er staddur í Rotterdam, en Skagamenn mæta Feyenoord í kvöld í síðari leik liðanna í Evr- ópukeppninni. Sjómannafélag Eyjaljarðar hefur gert samning við Samherja um kaup og kjör undirmanna við svokallaðar „tvíburaveiðar": Skarð rofið í samstöðu útvegsmanna Samningar hafa tekist á milli Sjómannafélags Eyjafjarðar fyrír hönd undirmanna og útgerðarfyrirtæksins Samherja um kaup og kjör á svo- kölluðum „tvíburöaveiðum." Þessi samningur vekur athygli, m.a. vegna þess að ekki hafa tekist samn- ingar á milli Sjómannasambandsins og LÍÚ um þessa tegund veiðiskapar eða um aðrar veiðar sem ekki eru til samningar um vegna andstöðu sam- taka útvegsmanna. Hins vegar var samningaviðræðum þessara aðila slegið á frest í vor vegna óvissu um endurskoðun laga um fiskveiðistjóm- unina svo ekki sé minnst á deiluna um kvótakaup sjómanna, sem að öllum líkindum fer fyrir dómstóla áður en langt um líður. Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, segir að menn hafi einfaldlega mæst á miðri leið og náð að semja. Samkvæmt samningnum er skipa- prósentan 30,8% miðað við 26 menn en til samanburðar má geta þess að skiptaprósentan um borð í frystitog- urum er 31,5% miðað við 24 menn. Formaður Sjómannafélagsins segir að þessi lækkun á skiptaprósentunni sé vegna kostnaðarhlutdeildar undir- manna við tvíburaveiðamar. Samherji hf. hefur verið brautryðj- andi við tvíburaveiðamar, en svo em þær veiðar kallaðar þegar eitt troll er dregið af tveimur skipum. Við slíkar veiðar er notast við mun stærra troll en venjulega auk þess sem toghlerar em óþariir. Tvær útgáfúr em þegar til af þessum veiðum. Eitt fullmannað vinnsluskip dregur trollið ásamt dráttarskipi sem aðeins er mannað fáeinum yfirmönn- um og hins vegar þegar tveir frystitog- arar em saman um eitt troll. Samn- ingur Sjómannafélagsins við Sam- herja gildir þegar virinsluskip og dráttarskip veiða saman en óbreyttur frystitogarasamningur þegar tveir slfldr sameinast um eitt troll, enda skipta þeir aflanum á milli sín til vinnslu. Það sem af er, þykir reynslan af þess- um tvíburaveiðum nokkuð góð í hefð- bundnum botnfiskveiðum og lofar einnig góðu á rækju. Hinu er þó ekki að neita að mun meiri vinna og álag er á mannskapnum um borð í vinnslu- skipinu við þessa tegund veiða miðað við það sem gengur og gerist við hefð- bundnar veiðar. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.