Tíminn - 29.09.1993, Qupperneq 4

Tíminn - 29.09.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 29. september 1993 Tímínn IIALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Skrifstofur Lyngháisi 9, 110 Reykjavik Simi: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1400- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ólíðandi skætingur Þann 22. september síðastliðinn gaf Þjóðhagsstofn- un út tölur um afkomu veiða og vinnslu. Þar kemur fram að spáð er 4.5% halla á veiðum og vinnslu að meðaltali þegar aflasamdrátturinn á næsta ári er kominn fram af fullum þunga. Afkoma veiðanna er að vonum sá þáttur sem sker úr um þess afkomu, en spáð er 12% halla af útgerð togara og 9.5% af útgerð báta. Afkoma frystingar er talin verða með 4% hagn- aði, en spáð er miklum halla á söltun, eða um 15%. Athygli vekur í þessum tölum Þjóðhagsstofnunar að áfram er spáð 19% mun á rekstrarskilyrðum frystitogara og ísfiskstogara þeim fyrrnefndu í hag. Það er því alveg ljóst að róðurinn verður þungur í sjávarútveginum á næstunni og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu í ljósi þess hve þessi atvinnugrein er mikil undirstaða í þjóðarbú- skapnum. Á því hefur ekki orðið breyting þrátt fyrir skertar aflaheimildir. Það hefur tekist furðu vel í sjávarútveginum að halda útflutningstekjunum uppi, þrátt fyrir minni afla, sem sýnir að leitað hef- ur verið leiða til að skapa sem mest verðmæti úr því sem á land kemur. Það hefur einnig komið fram að framleiðni í sjávar- útvegi hefur vaxið mest af hinum hefðbundnu at- vinnugreinum og er það athyglisvert og sýnir að sjávarútvegsmenn hafa sinnt kröfum um fram- leiðsluaukningu. Vandinn í sjávarútveginum er mikil afkastageta miðað við þær veiðar sem heimilaðar eru í augna- blikinu. Hins vegar er farið að leita í vaxandi mæli á ný mið, í orðsins fyllstu merkingu og leitað út fyrir fískveiðilögsöguna sem alkunna er. Eigi að síður þarf að bregðast við ískyggilegum horfum í útgerðinni og ekki verður séð að nein sam- staða sé um viðbrögð við þeim vanda í ríkisstjórn, fremur en viðbrögð í öðrum stjórnmálum. Sjávarút- vegsráðherra skammaði bankana á aðalfundi fisk- vinnslustöðvanna. Það er auðvitað engin lausn á málinu að halda áferðarfallegar ræður um þær stofnanir sem þeir sem greiða háa vexti hafa gaman af að heyra. Það er enn síður lausn hjá viðskiptaráð- herra að staðhæfa með sínum alkunna galgopahætti að öll vandamál séu sjávarútvegsráðherra að kenna, vegna þess að hann hafi skorið niður aflaheimildir. Farsinn heldur áfram og sjávarútvegsráðherra telur að viðskiptaráðherra eigi að biðjast afsökunar, eða verði minni maður ella. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða þjóðinni upp á í þessum efnum. Lítilsvirðingin við atvinnuvegina er slík, að ráðherrar í ríkisstjórninni sem bera ábyrgð í þessum málum kasta á milli sín skætingi um málefni þeirra viku eftir viku. Samt virðast þeir vera búnir að ákveða að hanga í stólun- um sínum hvað sem tautar og raular. Þjóðin á heimtingu á að talað sé í alvöru um at- vinnuvegina og vandamál þeirra. Hún á heimtingu á að það komi skýrt fram hvað ríkisstjórnin ætlar sér í málefnum sjávarútvegarins og með hvaða hætti eigi að bregðast við vanda útgerðarinnar. Málefni þróun- arsjóðs sjávarútvegarins eru öll ófrágengin og það er ekki hægt að líða það alvöruleysi sem einkennir umræðurnar í ríkisstjórn sem virðist ekki eiga neitt sameiginglegt nema löngun ráðherranna til þess að hanga í stólunum sínum. rSamband ungra jafnaðarmanna iPQUTÍSKT HUGlFvf; SJALFST^^.tW Ekkert lát er á svívirðingum í stjóm- arsamstarfinu og er nú svo komíð að erfitt er að geta sér til um hvar eða hver muni hella úr skálurn geðvonsku sinnar og ýfir hvera Astandið verður semsc ílóknara mtð hveijum degin- um, í rétlu hlutfalli við aukinn fjölda þeirra sem gefa yfirlýsingar. Ekki bæt- irþað úrskák að deilumar og skítkast- ið virðist ekki fara eftir neinum sér- stökum reglum, s.s. eins og að flokks- menn annars stjómarflokksins standi samari gegn samstarfsflokknum, eða ungir sameinist gegn gömlum, konur gegn körlum, landsbyggð gegn borg eða eittlwað í þá veru. Þvert á móti er sáralítið kerfi á hlutunum ogallirvirð- ast í raun vera á móti öllum. Forsætisráðherra hefur lent upp á kant við utanríkisráðherra vegna kal- kúnamálsíns og þegar utanrfkisráð- anum sem féiagsmálaráðherrann sak- ur efiir afsökunarbeiðni frá víóskipta- herra sagði að forsætisráðherra gætí ar óbeint um aðför að velferðarkerfinu ráðherra. sagt hvað sem væri um sig annað en að með heilsukortum og níðurlagningu Og á meðan ráðherramir keppast við hann væri óheiðarlegur, svaraði for- dagheimila. En félagsmálaráðherrann að höggva hver annan eru ungliðar sætísráóheiTa að bragði að þvi miður --------------—..................... stjómarflokkanna famir að blanda sér væri ufanríkiráðherra óheiðarlegur. harmar í nýrri ályktun F.n fórsætisraðherra er ekki eingöngu ^ J „upphlaup alþingismanna Alþýðu- á móti utanríkisráðherra, því hann er flokksins og einstakra þingmanna líkaámótiviðskiptanelrídSjálfstæðis- erhinsvegarlíkasökuðumaðveraör- Sjálfstæðisflokksíns f fjölmiðlum og flokksins, sem vill endilega flytja inn lát á almannafé í félagslega kerfið og í tilraunir þveirra til að gera Idut sinn við landbúnaðarafurðir í trássi við úr- húsaleigubætur, sem fáir sjálfstæðis- niðurskurð ríkisfjámiála meiri en efríi skurö forsætisráðherra. þingmenn geta samþykkt og benda á standa tii. Jafnframt auglýsir SUS eftir óheyriiegan vaxtamun sem muni brátt niðurskurðartiliögum frá ráðherrum A<f fíwlörfin vaxa rikissjóói yfir höfuð. Alþýðuflokksins í þeirra eigín raðu- Ug Ijanogin ... neytum." Auk þessa fær félagsmála- Eins er með utanríkisráðherra aö Orí vrnvfnmálín ráðherra sína sneið frá ungum sjálf- hann treður ekki eingöngu illsakir við ® *** stæðismönnum, sem segja hana hafa forsætisráðherra út af óheiðarleika, Ogívaxtamálumerusamstarfsmenn- skorist úr ieik í baráttunni við fjárlaga- kaikúnum og skinku, heldur er hann imir ekki á eitt sáttir, frekar en á öðr- hailann. En ungir jafnaðarmenn eru hundóánægður með íjárlagafrum- umsviðum.Aukþessaðhafaáhyggjur hins vegar þeirrar skoðunar í ályktun, vatpið haiis Friðriks fjármálaráðherra af vaxtabyrði ríkissjóðs vegna félags- sem þeir hafa samþykkt, að „ef allir og vill minnka fjárlagahallann um lega kerfisins, hefur sjávarútvegsráð- ráóherrar sýndu af sér sama pólitíska helming frá því sem þar er gert ráð íyr- herrann áhyggjur af vaxtakostnaði hugleysið og ráðherrar Sjálfstæðis- ir. í þvf skyni tókst utanríkisraðherra sjávarútvegsfyrirtækjanna og hann flokksins hafa sýnt í sínum ráðuneyt- að draga fjármálaráðherrann í nefríd hefursakaðbankanaumaðhaldauppí um, þá hefði enginn árangur náðst í um þetta mál, sem aftur verður til þess vcixtum til að bæta sér upp útlánatap. baráttunni viö fjárlagahallann." að félagsmálaráðherra segir bæði ut- bessu er viðskiptaráðherrdnn nú alls Svona mætti tína til ágreiningsefríi anríkis- og fjármálaráðherra geta ekkisammálaogsegiraðsjávarútvegs- stjómarliðannaogefniviöurinnmyndi skoðað fjárlögin eins og læim sýnist ráðherrann gcti sjálfúm sér um kennt, duga lengi dags. Aðalatriðið í þessum lyrir sér, það komi hins vegar ekki til því hann hafi skammtað kvóta þannig ágreiningi er þó það að hann snýst greina að skera niður meira en orðíð að íyrirtækin hafi ekki getað borgað ekki aðeins um aðidatriði, heldur öll er. Félagsmálaraðherrann gerir meira lán, sem hafi hvort eð er verið veitt atriði. Staðan í stjómarsamstaifmu er að segja fyrirvara við niðurskurðinn í vegna pólitísks þrý’stings frá ráðherr- því sú að allir rífast við alla um aiJL frumvarpinu eins og það er, einkum anum sjálfum. Þessi ummæii urðu til- Spumingin er bara sú, hversu lengi flumbruganginn í heilbrigðisráðherr- efni þess að sjávarútvegsráðherra bíð- þetta ásfand á að liðast. Garri Mál er að linni Undir botni Fossvogsdals liggur risavaxnasta klóak landsins og rennur um það úrgangur frá 40 þúsund manna byggðum. Þegar skolpinu var hleypt á um árið, var bannað að vaða út í Fossvoginn, sem fylltist umsvifalaust af kólígerl- um og gmnnur Skerjafjörðurinn varð ein allsherjar söfnunarvilpa úr sívaxandi byggðum. Núna er verið að bæta nokkuð úr ástandinu. Síðan mokað var yfir Fossvogsræs- ið mikla hefur mikið verið byggt á dalbotninum beggja vegna frá. Þar er mikil skógrækt og vel hirt gróðr- arstöð. Bæjarstjómimar í Reykjavík og Kópavogi em búnar að rífast um dalbotninn í einhverja áratugi og sér hvergi fyrir endann á þeirri lönguvitleysu allri. Skipulagsgáf- umar beggja vegna dalbotnsins hallast ekki á. í báðum kaupstöðun- um hafa íbúðargötur orðið að margra akreina hraðbrautum fyrir slysni. Það er ekki samkvæmt eldra skipulagi eða að ásettu ráði að Ný- býlavegurinn er orðinn að drynj- andi hraðbraut örfáa metra frá stofugluggum þriðju hæða mikilla íbúðarhúsa. Sama er að segja um Bústaðaveg- inn, sem verið er að breikka af illri nauðsyn og í fullkominni óþökk íbúanna, sem einu sinni héldu sig vera að byggja eða kaupa híbýli í boðlegu íbúðarhverfi. Álitlegasta dellan Ruglið kristallast í því að einu sinni heimtuðu verkfræðingamir í Reykjavík að leggja hraðbraut eftir Fossvogsdalnum. Þeir í Kópavogin- um sögðu nei og svo létu bæði sveitarfélögin byggja heilu hverfm á dalbotninum. Þjarkað var um hraðbrautina ár- um saman. Vildu sumir leggja hana ofan á Fosvogsræsið og aðrir undir það og moka yfir og hafa fótbolta- velli ofan á. Á meðan jókst umferð- arþunginn á Bústaðavegi og íbúðar- götunni Nýbýlavegi stöðugt. Einstaklega hugmyndasnauðar hugdettur um framtíð dalbotnsins em settar ffarn aftur og aftur. Efst á blaði em óskilgreind „útivistar- svæði", eins og geta má nærri. Hjá sumum á útivistin að fara fram ofan á neðanjarðarhraðbraut, en stund- um bara ofan á ræsinu. Sumir vilja hafa leikvelli og fót- boltavelli og er raunar einn slíkur kominn á svæðið með tilheyrandi Vílt og breitt bfiaumferð og fótboltaöskmm. Ein- hverjir tala um að fara á skíðum um dalinn og ætti það að vera auðvelt þegar snjóar. Og svo er það golfvöllurinn. Sú hugmynd er einhver sú fáránleg- asta, sem fram hefur komið, og gæti þess vegna allt eins orðið ofan á. Rúmfrekur golfvöllur inni í þétt- býli, þar sem örfáar sálir geta lagt undir sig tiltölulega stór landflæmi, er nokkum veginn það síðasta, fyrir utan hraðbraut, sem íbúar Kópa- vogs og Reykjavíkur þurfa á að halda á þessum skjólgóða stað, sem býður upp á flest annað íbúunum til yndisauka. Algjör forgangur Sé betur að gáð, snýst umræðan um skipulag Fossvogsdalsins ekki um fólk og þarfir þess og óskir. Hún fjallar fyrst og fremst um bfia og bí- laumferð, enda hefur bfllinn algjör- an forgang í nútíma mannlífi. Það væri enginn að tala um fram- tíð eða notkunarmöguleika svæðis- ins, ef ekki væri uppi þráteflið um bflahraðbrautina eftir dalbotninum endilöngum. Það að koma sem flestum bílum fyrir á sem mestum hraða á sem stærstu svæði er keppi- kefli bflafólanna. Fólk, heimili þess og nánasta umhverfi á að þjóna bfl- um og bflaumferð. Allt skipulag er miðað við bfla og er rimman um botn Fossvogsdals dæmi um það. En þar sem útlit er á að svæðið verði lokað gangandi almenningi með hraðbrautum, golfvelli eða af- girtum fótboitavölium, er hér með borin fram sú fróma ósk að Foss- vogurinn verði látinn í friði um sinn. En margir yrðu þakklátir, ef allir óskiljanlegu girðingaræflamir yrðu fjarlægðir og djúpir skurðir verði ekki lengur farartálmi þeirra sem fara um dalbotninn á tveimur jafrífljótum. Sú lausn hefur að vísu mikinn ókost, sem er sá hve ódýr hún er. Það fær þá enginn stórar fúlgur fyr- ir að skipuleggja og umtuma. En hallinn á bæjarsjóðunum beggja vegna dalsins ætti að verða ögn minni, verði þessi leið farin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.