Tíminn - 23.10.1993, Qupperneq 1

Tíminn - 23.10.1993, Qupperneq 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn«.68-76-48—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—6Ö-76-4ö—Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48.. ii ÉnBÍ Laugardagur 23. október 1993 201. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Aðalfundur Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefst á Englandi á mánudag Guðjón býð- ur sig fram til formanns Framleiðsla Seltzerflutt til Keflavíkur? Bretar íhuga að kaupa Davíð út Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands, býður sig fram til embættis formanns Al- þjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálf- mánans, en aðalfundur sam- bandsins verður haldinn í Birm- ingham á Englandi dagana 25.- 29. október. Kosningin fer fram næstkomandi mánudagskvöld. Guðjón býður sig fram gegn sitjandi formanni, Mario Vill- arroel Lander frá Venezúelaa. Guðjón nýtur stuðnings landsfé- laga Rauða krossins á Norður- löndum og víðar í Evrópu. Hann hefur fengið stuðningsyfirlýsing- ar og hvatningar til framboðs frá landsfélögum í öllum heimsálf- um. Guðjón hefur um árabil tekið virkan þátt í starfi Rauðakross- hreyfingarinnar á alþjóðavett- vangi. Fyrir fjórum árum var hann kjörinn varaforseti Al- þjóðasambandsins og hefur tekið þátt í starfi fjölda nefnda fyrir þess hönd. Undanfarin tvö ár hef- ur hann verið formaður Fram- tíðamefndar Alheimshreyfingar Rauða krossins og Rauða hálf- mánans, en skýrsla nefndarinnar verður lögð fyrir aðalfundinn. Svaladrykkjaframleiðslan Seltzer Drinks Iceland Ltd. í Bretlandi hefur hug á að kaupa eignarhlut Sólar hf. í íslensku bergvatni. Jafnframt er til athugunar að flytja starfsemina úr húsnæði Sólar í Þverholtinu til Kefia- víkur. íslenskt bergvatn framleiðir og tapp- ar á gosdrykkinn Seltzer og flytur út íslenskt vatn. Aðilar frá Seltzer í Bretlandi höfðu í síðustu viku beint samband við bæjar- stjórann í Keflavík og spurðust fýrir um framtíðarhúsnæði undir starfsem- ina. „Hann sagði við mig, þessi maður: „Ég þarf að vera farinn út úr húsnæð- inu og kominn í gang annars staðar 10. febrúar á næsta ári.“ Maðurinn var mjög áhugasamur um að drífa þetta alít áfram af fullum krafti," segir Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Keflavík. Davíð Scheving Thorsteinsson, for- stjóri Sólar, kannast aftur á móti ekk- ert við þettæ „Það hefur enginn maður frá Englandi talað við bæjarstjórann í Keflavík. Ekki hef ég trú á því. Það hlýtur að vera bara verkstjórinn héma, sem hefur talað við bæjarstjór- ann.“ íslenskt bergvatn er sameign Sólar hf. og bresku aðilanna, en hlutimir skiptast jafnt. Fyrirtækið leigði Seltz- er Drinks Iceland Ltd. vélar til átöpp- unar og dósaframleiðslu til sex mán- aða hinn 10. ágúst sl. Samningurinn rennur út í byrjun febrúar á næsta ári. Jakinn hættir eftir 18 ára starf Björn Grétar endurkjörinn formaður Björn Grétar Sveinsson var endurkjörinn formaður Verkamannasambands ís- lands, en þingi sambandsins lauk í gær. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, gekk úr fram- kvæmdastjórn sambandsins, en þar hefur hann átt sæti síð- an árið 1975, þar af sem for- maður í 16 ár. Elínborg Magnúsdóttir frá Akranesi var kjörin í fram- kvæmdastjórn VMSÍ í stað Guðmundar J. Kjörnefnd stakk upp á Hrafnkeli A. Jóns- syni, en hann hafnaði því að vera í framboði. f hans stað var stungið upp á Elínborgu og Eiríki Stefánssyni frá Fá- skrúðsfirði og var Elínborg kosin með 68 atkvæða mun. Jón Karlsson var endurkjör- inn varaformaður VMSÍ, Her- var Guðmundsson var kjörinn ritari og Halldór Bjömsson var endurkjörinn gjaldkeri. Hervar tekur við af Karítas Pálsdóttur, sem kjörin var for- maður fiskvinnsludeildar VMSÍ. -EÓ Davíð Schevlng Thorstelnsson, for- s^óii Sólar: „Þaö hefur englnn Breti talað vlð bæjarstjórann." Að sögn þess verkstjóra, sem Davíð Scheving vitnar til, Harðar Baldvins- sonar, hefur Seltzer Drinks í Bretlandi hug á að kaupa þann vélbúnað, sem ís- lenskt bergvatn á, áíyllingarbúnað fyr- ir gosdrykki og vatn auk plastverk- smiðju, sem framleiðir dósimar undir gosið. Að sögn Harðar hafa Bretamir hug á að kaupa hlut Sólar í tækjabún- aðinum og eiga framleiðsluna alger- lega sjálfir. Verksmiðjuhúsnæðið í Þverholtinu er til, og Davíð Scheving fullyrðir að leigusamningurinn við Seltzer í Bret- landi verði framlengdur. Varðandi staðsetninguna segir Davíð Scheving Hann segir embættið hafa af þessu áhyggjur þar sem dæmi em um að sjúkdómar eins og lifrar- bólga og eyðni hafi náð að breið- ast út erlendis þar sem þessi starfsemi er þekkt. Hann segir þó að betra sé að leyfa þessa starfsemi undir eftirliti en banna hana og hefur heilbrigðisnefnd Reykjavík- ur samþykkt reglur þar af lútandi. „Landlæknir vill helst að húð- flúr sé bannað en það samræmist kannski ekki nútíma þjóðfélagi að hafa svoleiðis reglur,“ segir Matt- hías. Minna má á að margir íslend- ingar hafa á ferðum sínum erlend- is látið húðflúra sig á misjafnlega hreinlegum stofum. Matthías segir að þrátt fyrir regl- ur sé alltaf hætta á smitun og nefnir reynslu Svía sem dæmi. „Þar hefur lifrarbólga dreifst út frá einum og sama manninum til Ellert Elríksson, bæjarstjórí I Kefla- vík: „Bretlnn var mjög áhugasam- ur.“ að núverandi húsnæði í Reykjavík sé jafn líklegt til að verða fyrir valinu og aðrir staðir. íslenskt bergvatn hafi í langan tíma unnið að framtíðarskipan fyrirtækisins. f þeim viðræðum hafi verið rætt við mörg bæjarfélög. „Þetta er ekkert annað en framhald á þeirri vinnu, sem hefur staðið yfir í tvö ár, og ekki neitt sem liggur á. Þessir menn koma hingað reglubundið frá Englandi tvisvar í mánuði. Það er eng- inn á leiðinni til þess að tala við Kefl- víkinga sérstaklega." Ekki náðist í framkvæmdastjóra Seltzer Drinks Ltd. í Bretlandi. -ÁG fiölda sjúklinga. Sé hins vegar farið eftir settum reglum er hættan miklu minni,” segir Matthías. Smithætta er samt ekki eina ástæðan sem hann nefnir gegn húðflúri. “Þetta er varanlegt og það er ekki hægt að ná þessu af nema með skurðaðgerð.” Hann telur að þeir sem þannig vilji afmá ummerkin verði sjálfir að standa straum af kostnaðinum. í reglum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur er kveðið á um að afla beri samþykkis landlæknis til húð- flúrs en nefndin veitir leyfi til rekstursins. Þá má ekki flúra ein- staklinga undirlö ára aldri nema með skriflegu leyfi foreldra og for- ráðamanna. Þá má ekki húðflúra neinn sem er undir áhrifum áfeng- is eða lyfia og húðflúrari verður að gæta ýtrasta hreinlætis í meðferð á nálum og öðru sem til þarf. -HÞ Nýtt æði virðist vera í uppsiglingu: Otrúlega marg- ir vilja opna húðflúrstofur Skyndilegur áhugi á aö reka húöflúrstofur viröist hafa blossaö upp hériendís aö undanfömu. „Það em ótrúlega margir sem hafa áhuga á þessum rekstrí," segir Matthías Halldórsson aðstoöar- landlæknir en fimm aðilar hafa leitað til embættisins aö undan- fömu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.