Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. október 1993 Tíminn 3 Alls verða 184 kandídatar brautskráðir frá Háskóla ís- lands í dag, laugardag. Flestir þeirra útskrifast úr Heim- spekideild eða 62. Af einstök- um hópum útskrifast flestir með kandídatspróf í viðskipta- fræði, eða 31 að tölu. Þetta kemur fram í frétt frá Há- skóla íslands. Af þeim, sem ljúka prófi úr Heimspekideild, ljúka flestir prófi í sagnfræði eða 14 talsins. Jafn margir útskrifast úr Félags- vísindadeild og Viðskipta- og hag- fræðideild, eða 34 úr hvorri deild. Þeir, sem ljúka prófi í stjórnmála- fræði, eru fjölmennastir útskrift- amema í Félagsvísindadeild, eða 11 talsins. Kandídatar úr Raunvísindadeild eru alls 21 og 8 ljúka prófi í Verk- fræðideild. Tiltölulega fáir útskrifast úr Læknadeild. Þaðan útskrifast 5 læknar, 6 lyfjafræðingar, 4 hjúkr- unarfræðingar, en aðeins einn lýk- ur prófi í sjúkraþjálfun. Ur Guðfræðideild útskrifast 4 með embættispróf í guðfræði og einn með BA-próf í sömu grein. Fyrir utan þennan hóp standa 32 nemendur sem ljúka viðbótar- námi í Félagsvísindadeild, en þar ljúka 12 þeirra námi í hagnýtri fjölmiðlun, 13 í kennslufræði til kennsluréttinda og 7 nemendur ljúka viðbótamámi í námsráðgjöf. —HÞ Korpúlfsstaöir. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn ætla ekki að taka ákvörðun um endurbyggingu Korpúlfsstaða fyrr en kostnaðaráætlanir liggja fyrir: 1. áfangi Korpúlfsstaða kostar 385 milljónir Fulltrúar Kvennalista og Fram- sóknarflokks í borgarstjóm Reykjavíkur leggja til að öllum framkvæmdum við endurbygg- ingu Korpúlfsstaða verði frest- að þar til hagur borgarsjóðs fer að vænkast. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks segja að engar ákvarðanir verði teknar í málinu fyrr en endanlegar kostnaðar- áætlanir liggi fyrir. Tillaga Korpúlfsstaðanefndar um endurbyggingu Korpúlfsstaða var lögð fyrir borgarráð í fyrradag. Eins og Tíminn hefur þegar greint frá, leggur nefndin til að Korpúlfsstaðir verði rifnir og síðan endurbyggðir frá gmnni. Áfram rukkað fyrir bílastæði á vellinum Yfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafa ákveðið að framlengja til áramóta samning, sem kveður á um rekst- ur og umsjón með bifreiðastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta kemur fram í frétt frá yfir- völdum vallarins. Samningurinn um gjaldskyldu fyrir bflastæði átti að renna út um næstu mánaðamót, en byrjað var að taka gjald fyrir af- not á langtímastæði þann 1. apríl s.l. Þessi stæði eru norðan og vestan við flugstöðina og er gjald fyrir hvem byrjaðan sólarhring 220 kr. Á afmörkuðum ókeypis stæðum fyrir framan aðalanddyri flugstöðv- arinnar er óheimilt að leggja bif- reiðum lengur en 3 klukkustundir samfleytL „Við hönnun hefur komið fram að hagkvæmast sé að endurbyggja Korpúlfsstaði í heild. Með tilliti til þess að það er meginmarkmið að varðveita ytri mynd Korpúlfsstaða í borgarlandinu, Ieggur nefndin til við borgarráð að farið verði að til- lögum verkefnisstjóra og hönnuða um aðferð við endurbygginguna. Jafnframt leggur nefndin til að þar til bærir aðilar fari vandlega yfir bygginguna eins og hún er í dag, með það fyrir augum að athuga hvaða hluti sé hægt að varðveita og sýna í endurbyggingunni," segir orðrétt í tillögu nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga endurbyggingar Korpúlfsstaða verði útveggir og burðarvirki steypt og þak smíðað. Áætlað er að þetta verk kosti 385 milljónir og taki þrjú ár. Ólína Þorvarðardóttir, borgarfull- trúi Nýs vettvangs, lagði til að bor- inn verði saman kostnaður við að endurbyggja Korpúlfsstaði frá gmnni eða að nýta 5-10% útveggja. Við mat á þessum tveimur leiðum verði tekið tillit til tveggja sjónar- miða. Annars vegar að húsið verði notað sem safn undir listaverk Errós og hins vegar að það verði nýtt sem menningar- og félagsmiðstöð íyrir hverfið eða sem landbúnaðarsafn. Guðrún Ögmundsdóttir, fulltrúi Kvennalistans, og Sigrún Magnús- dóttir, fulltrúi Framsóknarflokks, létu bóka á fundi borgarráðs í gær að uppbyggingu Korpúlfsstaða verði frestað þar til hagur borgarsjóðs hafi skánað. í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks segir að áætlanir um endurreisn Korpúlfsstaða hafi ávallt miðað við að þar verði alhliða menningar- og listamiðstöð, en að- eins hluti af húsinu verði nýttur fyr- ir Errósafnið. Þar segir ennfremur að ákvarðanir um framhaldið verði ekki teknar fyrr en kostnaðaráætl- anir Iiggi fyrir. -EÓ Þetta gamla góða... enn betra Nú fáanlegt með þykkari sinkhúð en áður þ.e. 350 gr. ístað 275 gr. pr/m2 Sígilt útlit - Varanleg lausn. Iðnaðarmaðurinn þekkir efnið Við bætum um betur. DORGARNES BÁRUSTÁL OG KANTSTÁL Vírnet hf. Borgarnesi - S:93-71000 - Umboðsmenn um allt land Brautskráning kandídata frá HÍ í dag: skipta- fræðing- ar fjöl- mennir sem fyrr HÖGUM AKSTRI EFTIR AÐSTÆÐUM NOTUM GRÓFMUNSTRUÐ VETRARDEKK GATNAMÁLASTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.