Tíminn - 23.10.1993, Page 10

Tíminn - 23.10.1993, Page 10
10 Tíminn Laugardagur 23. október 1993 ítalski boltinn 8. umlerö: tj' r. .’.Tamrzrrr - '.t: tt;—«:?■- ' :rrm Nær Juventus toppsætinu? Það er stórleikur á San Síró leikvanginum í Mflanó á morgun þar sem AC Milan og Juventus leika, en bæði liðin sigruðu í Evrópu- keppninni í knattspyrnu í vikunni, reyndar eins og önnur ítölsk lið. í þessari viku beinum við augum okkar að ítalska getraunaseðlinum og þeim leikjum sem á honum eru. Leikur AC Milan og Juventus er ekki á seðlinum þar sem hann fer ekki fram fyrr en annað kvöld. AC Milan-Juventus AC Milan lék gegn FC Kaupmanna- höfn í Danmörku á miðvikudaginn og vann stórsigur, 6-0. Framherj- amir, Jean-Pierre Papin og Marco Simone, skoruðu tvö mörk hvor og hin mörkin skoruðu Brian Laudrup og Alessandro Orlando. Laudrup kom inn í liðið fyrir Dejan Savicevic sem hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili. Alessandro Orlando á ekki öruggt sæti í liðinu þrátt fyrir að hafa skorað á miðvikudaginn en hann tók þá sæti Stefano Eranio á miðjunni. Líklegt byijunariið: Rossi, Tassotti, Maldini, Albertini, Costacurta, Bar- esi, Eranio, Boban, Papin, Laudrup, Simone. Juventus getur komist í efsta sæti deildarinnar ef liðið nær að leggja meistara AC Milan á morgun. Eftir slaka byrjun á tímabilinu hefur Ju- ventus leikið vel að undanfömu og unnið Tórínó og Atalanta í síðustu leikjum. Liðinu hefur þó ekki enn tekist að sigra á útivelli, gert tvö jafntefli og tapað einum leik. Búast má við að Juve geti stillt upp sínu besta liði að undanskildum Gi- anluca Vialli sem er tábrotinn. Líklegt byrjunariið: Peruzzi, Torr- icelli, Fortunato, D. Baggio, Kohler, Julio Cesar, Di Livio, Conte, Ravan- elli, R. Baggio, Möller. GETRAUNASEÐILUNN Atalanta-Foggia Atalanta tapaði fyrir Juventus um síðustu helgi í leik sem sýndur var beint á Stöð tvö. Eftir að hafa unnið Cagliari 5-2 í 1. umferð hefur liðinu gengið mjög illa og er nú í fjórða Sævar Hreiðarsson skrifar unt ítalska boftann neðsta sæti. Á morgun verður liðið að leika án framherjans Maurizio Ganz, sem er í leikbanni vegna gulra spjalda. Foggia hefur ekki gengið miklu betur og ekki náð að sigra í fimm síðustu leikjum. Um síðustu helgi fékk liðið AC Milan í heimsókn og varð þá fyrsta liðið til að skora hjá Milan í þessu tímabili en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Liðinu hef- ur gengið illa að skora og í síðustu fimm leikjum hefur það aðeins gert tvö mörk. Sterkasti hluti liðsins er miðjan, þar sem Luigi Di Biagio og Giovanni Stroppa hafa leikið mjög vel og báðir unnið sér sæti í lands- liðshópi ítala. Mín spá: 1 Líkleg byrjunarlið: Atalanta: Ferron, Pavan, Tresoldi, Bigliardi, Alemao, Montero, Magoni, Sauzée, Rambaudi, Perrone, Or- lando. Foggia: Mancini, Nicoli, Caini, Di Biagio, Di Bari, Chamot, Klyvanov, De Vincenzo, Cappellini, Stroppa, Roy. Cremonese-Cagliari Búast má við hörkuleik í Cremona þar sem liðin hafa bæði staðið sig ágætlega það sem af er. Liðin eru í 8. og 9. sæti, bæði með 8 stig. Cremo- nese lék á heimavelli um síðustu helgi og gerði þá markalaust jafn- tefli við hið sterka lið Parma. Liðið hefur á að skipa skemmtilegri fram- línu með þá Gustavo Dezotti og Andrea Tentoni f broddi fylkingar og má búast við að liðið reyni allt til að fá bæði stigin á morgun. Cagliari tapaði fyrir Napólí um síðustu helgi en hafði gengið vel þar á undan og unnið bæði Inter og Lazio. Mín spá: x Líkleg byrjunarlið: Cremonese: Turci, Gualco, Pedroni, Cristiani, Bassani, Verdelli, Giande- biaggi, De Agostini, Dezotti, Ma- spero, Tentoni. Cagliari: Fiori, Villa, Pusceddu, Herrera, Napoli, Firicano, Cappioli, Bisoli, Valdes, Matteol, Allegri. Genúa-Piacenza Mikilvægur leikur fyrir bæði lið í botnbaráttunni. Genúa er í stjötta neðsta sæti með 6 stig en nýliðar Pi- acenza í þriðja neðsta með 5 stig. Genúa hefúr ekki náð að sigra frá í 1. umferð og leggur því sennilega allt í sölurnar á morgun. Piacenza tapaði um síðustu helgi fyrir Lazio í Róm í hörkuleik þar sem vamarmaðurinn Settimio Lucci og þjálfarinn Luigi Cagni fengu báðir að líta rauðá spjaldið. Mín spá: 1 Lfldeg byrjunarlið: Genúa: Berti, Petrescu, Lorenzini, Caricola, Torrente, Signorini, Ruot- olo, Bortolazi, Ciocci, Skuhravy, Ca- vallo. Piacenza: Táibi, Polonia, Carann- ante, Iacobelli, Maccoppi, Turrini, Suppa, Papais, Ferrante, Moretti, Piovani. Napólí-Lecce Napólí hefur gengið vel að undan- fömu eftir heldur slaka byrjun á tímabilinu. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu sex leikjum og má segja að endurkoma Daniel Fonseca í liðið hafi breytt leik liðsins mikið. Lecce er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig úr átta leikjum. Þjálf- arinn, Nedo Sonetti, leitar nú að nýjum leikmönnum til að styrkja liðið og hann hefur þegar fengið Rufo Emiliano Verga frá AC Milan og Mohammed Gargo frá Tórínó að láni. Markvörðurinn Giuseppe Gatta er eini leikmaður liðsins sem hefur þótt standa sig vel á þessu tímabili og oft bjargað liðinu frá því að tapa stórt. Mín spá: 1 Lfldeg byrjunarllð: Napólí: Taglialatela, Ferrara, Franc- ini, Gambaro, Cannavaro, Bia, Di Canio, Bordin, Fonseca, Buso, Pecc- hia. Lecce: Gatta, Biondo, Carobbi, Pa- dalino, Verga, Ceramicola, Gazzani, Gerson, Baldieri, Notaristefano, Russo. Panna - Reggiana Parma mun leika án kólumbíska framherjans Faustino Asprilla sem var dæmdur í tveggja leikja bann á miðvikudaginn fyrir að gefa leik- manni Cremonese olnbogaskot um síðustu helgi. Á miðvikudaginn lék Parma í Evrópukeppni bikarhafa gegn Maccabi Haifa í ísrael og náði að sigra 1-0, með marki frá Tomas Brolin tveim mínútum fyrir leiks- lok. Á morgun leikur hann gegn landa sínum, Johnny Ekström, sem skoraði mark Reggiana um síðustu helgi í 1-1 jafntefli gegn Udinese. Parma og Reggiana skiptust á mark- vörðum í sumar þegar Luca Bucci gekk í raðir Parma og Claudio Táf- farel var lánaður í staðinn til Reggi- ana. Mín spá: 1 Lfldeg byrjunarlið: Parma: Bucci, Benarrivo, Di Chiara, Minotti, Apolloni, Grun, Melli, Zor- atto, Crippa, Zola, Brolin. Reggiana: Taffarel, Parlato, Zanutta, Accardi, Sgarbossa, De Agostini, Morello, Scienza, Ekström, Picasso, Padovano. Róma-Lazio Nágrannaslagur Róma og Lazio verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð tvö á sunnudaginn. Búast má við hörkuleik en flestar viðureignir þessara liða undanfarin ár hafa end- að með jafntefli. Róma hefur fengið vamarmanninn Gianluca Festa að láni frá Inter til loka tímabilsins og var hann besti maður liðsins um síðustu helgi þegar Róma lagði Sampdoria í Genúa. Vöm liðsins virtist mun ömggari í leiknum en oft áður og má búast við að Gius- eppe Signori og Pierluigi Casiraghi í vikunni kom út nýtt knatt- spymublað, BOLTINN, sem kemur út vikulega með allar nýjustu fréttimar úr knatt- spymuheiminum. Upplýsinga- og áskriftarsíminn en 985- 28606. eigi í erfiðleikum rrteð að brjótast fram hjá henni á morgun. Lazio sigraði Boavista í evrópukeppninni á miðvikudaginn, 1-0, með marki frá Hollendingnum Aaron Winter. Liðið leikur án vamarmannana Roberto Cravero og Luca Luzardi sem báðir vom reknir út af gegn Piacenza um síðustu helgi. Luzardi fékk tveggja leikja bann en Cravero missir aðeins úr einn leik. Mín spá: x Lfldeg byijunariið: Róma: Lorieri, Garzya, Festa, Mi- hajlovic, Lanna, Carboni, Hassler, Piacentini, Balbo, Giannini, Berr- etta. Lazio: Marchegiani, Bacci, Bergodi, Di Mauro, Negro, Di Matteo, Fuser, Winter, Casiraghi, Gascoigne, Sig- nori. Tórínó - Sampdoria Leikur Tórínó og Sampdoria verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð tvö og má búist við að hart verði barist á Delle AIpi leikvangnum í Tórínó. Tórínó lék á miðvikudaginn gegn Aberdeen í Evrópukeppni bik- arhafa og sigraði, 3-2, eftir að Aber- deen hafði skorað tvö fyrstu mörk David Platt hefúr leikið vel með Sampdoría það sem af er vetrí og gott samstarf hans við Ruud Gull- it hefúr vakið athygli. leiksins. Raffaele Sergio, Daniele Fortunato og Carlos Aguilera skor- uðu mörk liðsins. Sampdoria getur telft fram sínu sterkasta liði á morg- un og verður gaman að fá að sjá samvinnu þeirra Ruud Gullit og David Platt en þeir hafa staðið sig mjög vel með liðinu á þessu tíma- bili. Um síðustu helgi tapaði Samp- doria fyrir Róma á heimavelli og ætlar sér eflaust sigur á morgun á útivelli. Mín spá: 1 Lfldeg byijunarlið: Tórínó: Galli, Mussi, Sergio, Gregucci, Annoni, Fusi, Francesc- oli, Fotrunato, Silenzi, Aguilera, Venturin. Sampdoria: Pagliuca, Mannini, Rossi, GuIIit, Vierchowod, Sacc- hetti, Lombardo, Jugovic, Platt, Mancini, Evani. Udinese-Inter Udinese hefur ekki gengið vel í deildinni í ár. Liðið er nú í fimmta neðsta sæti með 6 stig. Liðið treyst- ir mikið á framherja sinn, Marco Branca, sem hefur skorað fjögur af sex mörkum liðsins á tímbilinu. Int- er lék gegn Apollon Limassol frá Kýpur í evrópukeppninni í vikunni og náði aðeins að sigra 1-0 á heima- velli. Hollenski landsliðsmaðurinn, Dennis Bergkamp, skoraði eina mark liðsins og vonandi nær hann sér á strik með liðinu á næstunni en hann hefur valdið vonbrigðum. Mín spá: 2 Lfldeg byrjunarlið: Udinese: Caniato, Pellegrini, Mon- talbano, Sensini, Calori, Desideri, Statuto, Kozminski, Branca, Biagi- oni, Camevale. Inter: Zenga, Bergomi, Tramezzani, Bianchi, A. Paganin, Battistini, Sha- limov, Manicone, Sosa, Bergkamp, Fontolan. Acireale-Ascoli Lið Acireale kom upp í 2. deild í sumar og er nú rétt fyrir neðan miðja deild með sjö stig. Um síðustu helgi gerði liðið 1-1 jafntefli við Pisa á útivelli. Ascoli er einnig með sjö stig og hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu. Með liðinu leika tveir út- lendingar, þeir Oliver Bierhoff frá Þýskalandi og Pedro TVoglio frá Arg- entínu. Mín spá: 2 Ancona-Cesena Ancona féll niður úr 1. deild síðasta vor eftir aðeins eitt ár á meðal þeirra bestu. Liðið hefur enn ekki tapað á heimavelli á þessu tímabili en verð- ur að leika án helsta markaskorara síns, Massimo Agostini, á morgun þar sem hann er í leikbanni. Cesena sigraði Venezia 4-0 á útivelli um síð- ustu helgi og komst upp að hlið Fi- orentina á toppi deildarinnar með 12 stig. Framherjinn Lorenzo Scarf- oni, var fenginn frá Pisa fyrir þetta tímabil og hefur staðið sig mjög vel. Hann hefur skorað 5 mörk og er nú næst markahæstur í deildinni. Mín spá: 2 Lucchese-Monza Lucchese er taplaust á heimavelli og hefur komið skemmtilega á óvart með góðri frammistöðu í byrjun tímabilsins. Liðið er nú með 9 stig og gæti blandað sér í toppbaráttuna með sigri á morgun. Monza hefur gengið illa að undanfömu og fyrir skömmu tapaði liðið 0-5 fyrir Bresc- ia. Liðinu hefur enn ekki tekist að sigra á útivelli og er nú í þriðja neðsta sæti með 5 stig. Mín spá: 1 Modena-Verona Modena náði jafntefli um síðustu helgi á útivelli gegn Padova og þótti spila vel í leiknum. Liðið er nú rétt fýrir neðan miðja deild með 7 stig. Liðið treystir mikið á miðjumann sinn Enrico Chiesa sem er lánsmað- ur frá Sampdoria. Verona er með einu stigi meira en Modena og um síðustu helgi gerði Iiðið jafntefli á heimavelli gegn Cosenza. í sumar fékk liðið framherjann Filippo Inz- aghi frá smáliðinu Leffe og hann er nú markahæstur í 2. deild með sjö mörk í átta Ieikjum. Mín spá: x Ravenna-Pisa Ravenna kom upp úr 3. deild síðasta vor en varð að sjá á eftir þjálfara sín- um, Francesco Giudolin, til Atal- anta. Með honum fór einnig besti maður liðsins, Christian Scapolo. Liðinu hefur gengið illa á þessu tímabili og er nú í næst neðsta sæti með 4 stig. Liðinu hefur enn ekki tekist að vinna leik á útivelli. Pisa hefur ekki náð að sigra í síðustu fjórum leikjum og um síðustu helgi gerði liðið jafntefli á heimavelli gegn Acireale. Jean Pierre Papin átti stórieik meö AC Milan þegar liðiö mætti FC Kaup- mannahöfrí og genöi hann tvö af sex mörkum liösins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.