Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.10.1993, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 23. október 1993 IVIeö sínu nefi Það hefur orðið ofan á að „Nefið" haldi áfram í óbreyttu formi í nokkrar vikur enn, þannig að kveðjustund umsjónarmanns í síðasta þætti reynd- ist hreint ekki tímabær. Nóg um það, en í þættinum í dag verða tvö lög að vanda, sem eiga raunar fátt sameiginlegt annað en að nafnið Sigurð- ur tengist þeim báðum og hvort tveggja eru þetta þjóðlög. Fyrra lagið heitir „Það hrygga fljóð“ og er írskt þjóðlag sem Sigurður Þórarinsson gerði Ijóð við á sínum tíma. Það var hins vegar Savannatr- íóið sem gerði lagið landsþekkt hér á árum áður og er það m.a. í endur- útgáfu á nýjustu plötu tríósins, „Eins og þá“. Seinna lagið er norskt þjóðlag við ljóð Jónasar Jónassonar og heitir það Siggi var úti. Þetta lag er gaman að syngja með bömunum, en hér birtum við öll erindi kvæðisins, enda em þau ótrúlega fá bömin sem vita hvemig sagan af Sigga endar. Góða söngskemmtun! ÞAÐ HRYGGA FUÓÐ C G C í London, borg með lastafans, F G þar lifði strákur slátrarans, C Dm sem hjarta mínu hleypti í bál, G C en hvert hans orð það reyndist tál. X 3 2 O 1 O Ó væri ég aftur orðin mey en aldrei svoddan skeður, nei. Fyrr munu háfar hlaupa á land en heimti ég aftur jómfrúrstand. Ó, væri bam mitt borið nú og björt ef væri framtíð sú, sem biði þess, mig kveldi ei kíf, þá kveddi ég ánægð þetta líf. Upp stigann hélt það hrygga fljóð, „Nú hvílast vil ég, móðir góð. En ljá mér penna og lítið blað, mig langar til að pára á það.“ Við hvert orð féll af hvarmi tár, í hverri línu tregi sár. „Hve fávís var ég, Villi minn, er vélaði mig óþokkinn." Hann braut upp hurð og hrelldur stár, þar hékk f snæri stúlkan nár. í vasa hennar var eitt blað, með versi skrifuðu á það. „í djúpri gröf skal geymt mitt hold og grafsteinn lagður þar á moíd, með turtildúfu svo skal sjást og skiljast, að ég dó af ást.“ SIGGIVAR ÚTI C F C Siggi var úti með ærnar í haga, G7 C G7 C allar stukku þær suður í mó. C F C Smeykur um holtin var hann að vaga, G7 C G7 C vissi’ hann að lágfóta dældirnar smó. C Am Dm G7 Gagg, gagg, gagg, gaggar tófan í grjóti.:,: C F C Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti. Dm G7 C Am Dm G7 C Greyið hann Siggi, hann þorir ekki heim. 2 1 0 0 0 3 F 4 > O < > 4 > J > X 3 4 2 1 1 Dm G7 3 2 0 0 0 1 Am 4 > 4 > 4 > X 0 2 3 1 0 Aumingja Siggi var hreint engin hetja, hélt hann að lágfóta gerði sér mein, inn undir bakkana sig vildi’ hann setja, svo skreið hann lafhræddur upp undir stein. :,: Gagg, gagg, gagg, gaggar tófan í grjóti.:,: Umdi svo víða sá ómurinn ljóti, æmar að stukku sem hundeltar heim. Þá tók hann Siggi til fóta sem fljótast, laug hann sem vindur um urðir og stall. Tófan var alein þar eftir að skjótast, ólukku kindin, hún þaut upp á fjall. :,: Gagg, gagg, gagg, gaggar tófan í grjóti.:,: TVúi’ ég af augum hans tárperlur hrjóti, titrandi’ er kom hann á kvíamar heim. Fiskvegur í Fnjóská I Suður-Þingeyjarsýslu. Laxinn er lang- hlaupari sem vill heim! Veiðimenn vita að laxinn er Iang- hlaupari. íslenskur lax fer á ætis- svæðin við Grænland og á hafsvæð- ið langt norður og austur frá land- inu, í námunda við Noreg, á Fær- eyjasvæðið og víðar um norðurhöf. Lax frá Noregi fer til Grænlands, eins og sá íslenski. Hið sama gildir um laxinn úr ánum í Norður-Amer- íku, sem falla í Atlantshafið. Þá hefur lax, merktur við Færeyjar, veiðst á Spáni, en þar hafa fundist elstu minjar um Iaxinn, teikningar í hellum. Stærstur hluti laxins, sem gengur í ámar, á ekki afturkvæmt til sjávar og deyr og ný kynslóð tekur við hlutverk- inu, að viðhalda stofninum. Ævi laxins er tiltölulega stutt, fjögur til sjö ár, eftir stofnum og umhverfisþættir hafa áhrif á vöxt og viðgang laxins. Vaxandi úthafsveiðar á laxi Það þótti mjög alvarlegt á sínum tíma í heimalöndum laxins þegar veiðar Færeyinga vom í fullum gangi með um 800 lestir á línu og Grænlendingar veiddu hátt á annað þúsund lestir af laxi í reknet. Víst hafa margir talið að úthafsveiðar á laxi yrðu stundaðar um aldur og ævi, því að þetta væri einn þáttur í lífsbjörg Færeyinga og Grænlend- inga. Þessar veiðar áttu sér þó ekki langa sögu, við Færeyjar frá 1965. Á Grænlandi höfðu aftur á móti lengi verið stundaðar veiðar á laxi í sjó, að vísu í óverulegum mæli. Þær höfðu aukist gríðarlega á sjöunda og átt- unda áratugnum, sem fyrr greinir. En breytt viðhorf komu til sögunn- ar á seinasta áratug í sambandi við hafrétt og viðhorf til verndunar fisk- stofna. Við skulum ekki gleyma því að hér á landi hefur um langt skeið nánast verið um ræktunarbúskap á laxi að ræða, svo margþætt hefur stjómun og fiskræktaraðgerðir ver- ið á þessari auðlind. Farið var að huga að þessum veiðum í sjó á laxi, með þrýstingi alþjóðlegra samtaka, eins og Efnahagsbandalagsins á sín- um tíma og NASCO, Norður-Atl- antshafslaxverndunarstofnunar- innar, síðar. NASCO var sett á lagg- irnar hér á landi árið 1982 og þá tókst að koma kvóta á veiðamar og draga veiðimagnið niður, við Græn- land í 800 lestir og við Færeyjar í 300 lestir. Síðar miðaði enn betur við Grænland, að draga úr veiði þar. I vatnakerfi Tayárinnar I Skotlandi er þessi fiskvegur. Myndir EH strendur Bretlands og írlands. Norðmenn bönnuðu á sínum tíma allar reknetaveiðar í sjó á laxi hjá sér. Ýmsir hér á landi óttast að í okk- ar heimagarði sé töluvert um „arfa“, sem þuríi að slíta upp. Ólöglegar sjávarveiðar á laxi við strönd lands- ins ættu að hverfa með öllu, annað sæmi ekki forustuþjóð á sviði lax- vemdunar. Veiðiþjófhaður er ekkert annað en „sauðaþjófnaður" og hver vill vera í þeim hópi? Víðfrægur „sendiherra“ Orri Vigfússon lætur ekki deigan síga frekar en fyrri daginn. Hann hefur rætt við ráðherra veiðimála á írlandi um þessi málefni og var fyrir nokkru kallaður til Skotlands til þess að ræða þessi mál þar, bæði í hópi stangaveiðimanna og sjávar- veiðimanna, og vinnur að sam- komulagi um breytingu til batnaðar í þessu efni, þ.e. að reknetin hverfi úr sjó. Verkefni, vinnulag og árangur Orra Vigfússonar hefúr sett hann á bekk með þekktustu mönnum í útlönd- um á sviði laxverndunarmála í heiminum í dag. Víða í fjölmiðlum erlendis hefur verið vitnað í störf Orra og þann árangur sem náðst hefur. Það hefur tvímælalaust orðið íslandi til hagsbóta. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu. Hvem- ig þróast t.d. mál á Bretlandseyjum og írlandi á næstunni og hvort tekst að þurrka upp með öllu laxveiðar á Gráa svæðinu milli íslands og Nor- egs? En þar hafa danskir bátar undir „sjóræningjaflaggi" haldið sig. Einar Hannesson Einn mikilvægasti áfanginn En sýnt var að þetta dugði ekki. Þá hófst lokaþátturinn, kvótakaupin með samningum við Færeyinga. Og í sumar tókst Norður-Atlantshafs- laxsjóðnum, sem er alþjóðleg stofn- un með þátttöku aðila frá nær öllum laxveiðiþjóðum við Atlantshaf, und- ir forustu Orra Vigfússonar, að ná samkomulagi um uppkaup á lax- veiðikvóta Grænlendinga við þar- Ienda aðila. En uppruni laxins við Grænland er að stómm hluta í Norður-Ameríku. Gildir samningur þessi fyrst til tveggja ára, 1993-94, og síðan verður samið 1995 um 1995-97. Grænlendingar eiga þó að mega veiða um 12 lestir af laxi ár- lega til neyslu þar í landi. Langhlauparinn kemst heim Árangur sá, sem náðst hefúr til að minnka stórlega veiðiskap á laxi í hafinu, er ákaflega mikilvægur fyrir heimalönd laxins. Laxinn fær núna betra tækifæri en nokkru sinni fyrr til að komast heim í heiðardalinn. Þar með eykst laxgengdin í ámar. Það er vissulega fagnaðarefni fyrir veiðiréttareigendur og stangaveiði- menn að horfa til þessarar þróunar, sem hér hefur verið gerð að umtals- efni. Hinu er þó ekki að leyna, að enn er stunduð veruleg veiði á laxi í sjó í reknet og önnur veiðitæki við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.