Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 4. nóvember 1993 209. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 125.- Deildarstjóri í Þjóðminjasafni hefur gerst sekur um afglöp í starfi Tvívegis víttur fyrir brot á þjóðminjalögum Fornminjavörður, Guðmundur Ólafsson, hefur tvívegis verið víttur af fomleifanefnd fyrir brot á þjóðminjalögum. Guðmundur er ævi- ráðinn hjá Þjóðminjasafninu. Um langt skeið hefur verið djúpstæð- ur ágreiningur, í kjölfar breytinga á þjóðminjalögum árið 1990, milli hans og formanns fornleifanefndar Sveinbjörns Rafnssonar. „Það er alvariegt þegar svona mál koma upp,“ segir Sveinbjöm. Guðmundur Ólafsson var í íyrra sinn víttur á fundi fomleifanefndar þann 7. ágúst 1991. 27. febrúar sama ár undirritaði Guðmundur, sem er deildarstjóri í Þjóðminja- safninu, samning við Bessastaða- nefnd um fomleifauppgröft á Bessastöðum, með fyrirvara um samþykki fomleifanefndar. Þann fyrirvara hunsaði Guðmundur og hóf þegar uppgröft. í ályktun, sem samþykkt var á fundi fomleifanefndar með at- kvæðum Sveinbjöms Rafnssonar formanns, Ingu Láru Baldvinsdótt- ur fomleifafræðings og Margrétar Hallgrímsdóttur fomleifafræðings, segir: „Samningurinn var ekki bor- inn undir nefndina, hún hefur ekki samþykkt hann og ekki hefúr verið gefið út leyfi til þessara rannsókna, eins og áskilið er í þjóðminjalögum og áður hefúr verið gert varðandi fornleifarannsóknir á Bessastöð- um. Framkvæmdir eftir þessum samningi em því óheimilar eftir 3. grein þjóðminjalaga. Þjóðminja- verði var kunnugt um málavöxtu. Fornleifanefnd telur þetta athæfi deildarstjórans vítavert." Þór Magnússon, þáverandi þjóð- minjavörður, greiddi ályktuninni ekki atkvæði sitt, en féllst engu að síður á gagnrýnina í meginatrið- um. Guðmundur Ólafsson lagði þá fram bókun þar sem hann sagði ástæðuna fyrir því að uppgröftur var hafinn strax, vera að engir fundir hefðu verið haldnir í fom- leifanefnd. Þá hefði hann litið þannig á að fyrirvarinn um sam- þykki nefndarinnar hefði einungis verið til að sýna vilja hans til að hafa fomleifanefnd með í ráðum. Guðmundur var svo enn einu sinni víttur fyrir brot á þjóðminja- lögum á fundi fornleifanefndar 21. maí síðastliðinn, þar sem hann hafði farið langt fram úr heimild- um við fomleifauppgröft á Bessa- stöðum. Bessastaðanefnd hafði sótt um rýmkun á heimildum til upp- graftar 13. maí síðastliðinn og studdi Guðmundur þá umsókn. Þegar fomleifanefnd skoðaði vett- vang kom í Ijós að þegar var búið að grafa upp stóran hluta þess svæðis, sem sótt var um að rannsakaður væri. Kom vegna þessa til harðra deilna á fundi nefndarinnar 21. maí og var eftirfarandi greinargerð samþykkt á fundinum, með fjórum atkvæð- Sveinbjörn Rafnsson. um gegn atkvæði Guðmundar Ól- afssonar sjálfs: „... svo mikið jarðrask hefúr fom- leifanefnd ekki heimilað. Guð- mundur Ólafsson, starfsmaður Þjóðminjasafns íslands, hefur látið fara fram jarðrask og gröft á fom- leifúm á Bessastöðum á Álftanesi langt umfram veitt leyfi fomleifa- nefndar. Fomleifanefnd lftur þær athafnir mjög alvarlegum augum. Þar sem um einn af nefndarmönn- um er að ræða, er þetta framferði bæði vísvitandi brot á reglugerð nefndarinnar og þjóðminjalögum. Fomleifanefnd áminnir Guðmund Ólafsson stranglega um að fara að Guömundur Ólafsson. lögum og reglum í starfi sínu.“ Guðmundur Ólafsson mótmælti tillögunni harðlega og óskaði eftir því við þjóðminjavörð að farið væri fram á úrskurð ríkislögmanns um ágreiningsatriði við fomleifakafla þjóðminjalaganna. Við því var ekki orðið, þar sem reglugerð um fom- leifanefhd kveður á um, að ef ein- stakir aðilar í fomleifanefnd sætta sig ekki við niðurstöðu meirihlut- ans, þá geta þeir skotið málunum til Þjóðminjaráðs, sem fer með yf- irstjóm Þjóðminjasafnsins. Þjóðminjasafnið styrkti Guðmund Ólafsson til farar á alþjóðlega ráð- stefnu fomleifafræðinga, sem hald- in var í Vejle í Danmörku 13. sept- ember, og þar flutti hann erindi. Þar notaði hann tækifærið og gagnrýndi Sveinbjörn Rafnsson, formann fornleifanefndar, nefndina sjálfa og Þjóðminjaráð harkalega. „Stjórnarnefndirnar [þ.e. fom- leifanefnd og Þjóðminjaráð] hafa stjómað af ráðríki og verið sérstak- lega tortryggnar gagnvart fom- Ieifafræðingum og fornleifaupp- gröftum og hafa heldur ekki sýnt áhuga á að fjölga stöðum fomleifa- fræðinga við safnið [Þjóðminja- safnið]. Þvert á móti hafa þær sam- eiginlega og undir sterkum áhrif- um formanns fornleifanefndar, sem á sæti bæði í fomleifanefnd og Þjóðminjaráði, í reynd tafið já- kvæða þróun innan fomleifafræði á íslandi með ójafnri og ranglátri meðferð erinda og fomleifafræð- inga.“ Við þetta tækifæri sagði Guð- mundur ennfremur: „Ef meirihluti fomleifanefndar heldur áfram að fylgja stefnu formannsins, getur það aðeins leitt til þess að fæla marga fomleifafræðinga frá því að starfa á íslandi. Þróun, sem þegar er farið að bera á.“ Spurður sagði Sveinbjöm Rafns- son, formaður fomleifanefndar, að ekki kæmi á óvart að Guðmundur væri þessarar skoðunar, en sér þætti verra að verið væri að bera út ágreininginn erlendis. „Þetta er ekki landi og þjóð til sórna." -PS Gúrkurnar umdeildu í verslunum Ráðherra hleypti gúrkunum í land Agúrkumar umdeildu, sem beðið hafa tollafgreiðslu frá því um helgi, eru komnar til sölu í verslunum. Gúrkumar bera hvorki tolla né vörugjald, samkvæmt tvíhliða samningi við EB. Leyfi til tollaf- greiðslu var veitt eftir að sótt var um það til landbúnaðarráðherra og fyrir lá að skortur var á vörunni í landinu. Magnið er óvenju mikið, eða 800 kassar af gúrkum. Gúrkumar em fluttar inn samkvæmt óbreyttum reglum um innflutning á grænmeti. Grænmeti hefur reyndar verið flutt inn af og til í sumar eftir því sem það hefur vantað til sölu. Að sögn Sigur- geirs Þorgeirssonar, aðstoðarmanns landbúnaðarráðherra, er fullur vilji í landbúnaðarráðuneytinu til þess að standa við fylgisamning EES varð- andi grænmetið, að svo miklu leytd sem lög leyfa. Grænmeti, sem flutt er inn eftir 1. nóvember, ber enga tolla vegna þess að ekki þarf laga- breytingu til þess að breyta tollskrá. Kílóverð gúrknanna út úr búð verð- ur um 150 krónur. Heildsöluverð er 96 krTkg. -ÁG Guðmundur Sigurðsson, starfsmaöur Mata hf., staflar umdelldum gúrkum á bretti, þegar byrjaö var að keyra þær út f verslanir I gær. Tímamynd Ami Bjama Morgunblaðið Ritstjóri Tímans gaf nafnið Það mun hafa verið Guðbrand- ur Magnússon, fyrsti ritstjóri Tímans, sem átti uppástung- una að nafni Morgunblaðsins, þegar hann starfaði sem prent- ari hjá ísafold. í sjónvarpsauglýsingu, sem gerð var í tilefni af 80 ára af- mæli Mogga, var m.a. rætt um tilurð þess að ákveðið var að láta blaðið heita Morgunblaðið. í útsetningu Moggamanna var það „rödd sem gall við“, sem kom með nafnið og þann rök- stuðning að það mundi sóma sér vel fyrir blað sem kæmi út á morgnana. Þessa rödd átti Guðbrandur Magnússon prent- ari, ritstjóri og fyrsti forstjóri ÁTVR. -GRH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.