Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. nóvember 1993 Tíminn 5 Gamla T íbet í andar- slitnmum Tíbeskar konur geta bara hreinsaö rústirnar. helga stíginn Bakhour áður en þeir leggjast endilangir á grúfu við vold- ugar viðarhurðir hofsins. Nú á dög- um geta pílagrímamir keypt kort með andlitsmynd Dalai Lama, minjagrip sem bannaður var fyrir tveim árum. En yfirmenn í nýstofn- uðu lögregluliði Bakhour sýna fyrir- litningu sína með því að ganga vís- vitandi rangsælis umhverfis helgan stíginn. Kínverska neytendabyltingin hefur litlu breytt utan Lhasa. f flestum þorpum eru engir skólar, rafmagn né rennandi vatn. Bændur nota þurrkað jakuxatað sem eldivið. Lé- legt mataræði, te úr jakuxasmjöri og byggkomslaufum, gerir böm næm fyrir sjúkdómum. Ungbamadauði meðal Tíbetbúa nemur 127 á hvert eitt þúsund, samanborið við 43 af hverju þúsundi meðal Kínverja. Á hverjum mánuði komast 300-400 flóttamenn undan yfirráðum Kín- verja með því að laumast yfir landa- mærin til Nepal. Nýlega komst þrí- tugur lögreglumaður undan, en honum hafði verið skipað að fara aft- ur til þorpsins síns til að njósna um vini sína. Annar flóttamaður var 28 ára ábóti, en klaustrið hans hafði verið lagt f rúsL Hann gat ekki lengur séð um nýliðana sína 60 og hafði lagt af stað til að tryggja aðstoð Dalai Lama. í búðum við landamærin þar sem þeir, sem em með ófullnægjandi skilríki verða að bíða niðurstöðu í málum sínum, gerðu embættis- menn sér litlar vonir um að mál ábótans fengi farsæla lausn. „Það besta, sem hann gæti gert, væri að snúa aftur og sjá um munkana sína,“ segja þeir. við undirspil karaoke Inni á neónlýstum næturklúbbum Kínahverfisins í Lhasa syngja við- skiptavinimir karaoke og dansa hægt, asískt afbrigði af tangó. Fram- varðarsveitimar í „þjóðmenningarmorði“ Kínveija í Tíbet eru að leika sér. Utandyra er hvarvetna að sjá ruddalegri vitnisburð um nærveru þeirra. Hin ævafomu stræti höfuðborgar Tíbet gangast nú undir hreins- un til að gefa rúm bönkum og verslunum, sem hafa á boðstólum innflutt sjónvarpstæki og sérhönnuð íþróttatól. Kmverska kapítalistabyltingin er komin tíl Tíbet og áhrif hennar þar era næstum því eins eyðileggjandi og Wnmmiíni«minn. Byssukúlur og kylfur dugðu ekki til að þrúga Tfbetbúa á áratugunum eftir að Kínverjar lögðu undir sig landið 1951. Steinsteypa neyslu- hyggjunnar er árangursríkari. Nægir peningar og nýir lifnaðarhættir ný- búanna Áætlunin um að þurrka út æva- foma menningu Tíbetbúa er nú komin á lokastig, og straumur kín- verskra verkamanna til landsins er orðinn ógnvekjandi. Þeir gleypa við gylliboðum um uppbætur á laun og önnur hlunnindi og eru nú orðnir fleiri en innfæddir, 7,5 milljónir Kínverja miðað við 6 milljónir inn- fæddra Tíbetbúa. Nýbúamir, sem hafa þrisvar sinn- um meira eyðslufé milli handanna en þeir höfðu í Kfna, spjalla saman í farsíma meðan þeir lóna um götur Lhasa og horfa í búðarglugga úr fjórhjóladrifnu jeppunum sínum. Reyklitaðar bílrúðumar skýla þeim fyrir augnaráði innfæddra sem fæst- ir hafa ráð á þessum nýja munaði. Sárastur missir finnst hinum of- sóttu Tíbetbúum að því hvemig gömul byggingarlist þeirra er lögð í rúsL Eftir að hafa lifað af ruddaskap í áratugi, þar sem andmælendur hafa verið skotnir og mörg þúsund fangelsaðir, verða þeir nú að horfa upp á að lífsháttum þeirra er rutt burt með jarðýtum til að rýma fyrir neysluæðinu. innrásin 1951 hafi verið Jríðsamleg frelsun". En eftir 1959, þegar Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, var neyddur til að flýja frá landi sínu, hafa Kínveijar eyðilagt kerfisbundið hof búddista og neytt mörg þúsund munka til að taka upp veraldlega lifnaðarhætti. Tilflutningar á íbúum áhrifameiri en kúgun Kúgunin dugði ekki til að svæfa draum Tíbetbúa um sjálfestjóm. En það sem ekki tókst með ofsóknum, virðist líklegt að ætli að heppnast með tilflutningi íbúanna. Með því að verja miklum fjármunum til að örva efnahagsuppsveiflu í Tíbet, svipaða þeirri sem strandhémð Kína njóta, er stjóm kommúnista að herða vald sitt með gulrótinni ekki síður en Markmiðið að afmá allt gamalt og tíbeskt Milli hinna tveggja miklu kennileita í þjóðlífi Tíbeta — Potala-hallarinn- ar, fymim aðseturs hins nú útlæga Dalai Lama, og Bakhour, helgasta stígs búddatrúarpílagríma — er ný kínversk borg að rísa úr rústum ævafomra steinhúsa. Heilu hverfin em nú jöfnuð við jörðu til að víkja fyrir banka- og skrifstofubyggingum úr sementi. Tíbeskar konur fá sem svarar rúmum 40 fsl. kr. á dag fyrir að draga burt grjótið sem f eina tíð myndaði heimili þeirra. Kínverska hemámsliðið og víðtækt njósnaranet þess bælir alla andstöðu niður af fúllri hörku. Bækistöðvar mörg þúsund hermanna em um- hverfis Lhasa og 60 vömbflalestir hersins liðast eftir fjallavegunum til að treysta völdin á dreifbýlum svæð- um. Nýjar herbúðir em í byggingu og konur í hemum rigsa um götur höfúðborgarinnar í frítímum, í hróplega bleikum litum og perlum og á háhæluðum skóm. Andófsmenn segja að fljótlega Jiverfi Tíbetar undir hafi Kínveija". Gömlu ráðamennimir í Peking halda því fram að Tíbet hafi verið hluti af Kfna sfðan á 13. öld og að Kapítalistabylting. Þaö, sem klnverskum hermönnum tókst ekki, er neysluæöiö aö afreka. bareflinu. í augum bænda f fátækum hémðum Kína er Tíbet orðið land tækifæranna þar sem næga vinnu er að fá. Og miklu máli skiptir að þar em engar takmarkanir á því hversu mörg böm þeir mega eignasL í Kína er hjónum ekki ætlað að eignast meira en eitt bam. Samfélögin tvö, Tíbeta og Kínverja, komast sjaldan í snertingu. Kínverj- amir sitja á bömnum í Lhasa og horfa á kung-fu kvikmyndir og sápu- ópemr, en í næsta húsi spila þung- búnir „kangpa“-menn, hinir goð- sagnakenndu tíbesku bardagamenn, knattborðsleik og stunda veðmál. Kínverskir menning- arstraumar ná Íítið út fyrir Lhasa Á næstu grösum ganga pflagrímar frá hálendi Tíbet í saífran-klæðum í skrúðgöngu réttsælis umhverfis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.