Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. nóvember 1993
Tíminn 7
Þorsteinsson
Pétur
Fæddur 4. janúar 1921
Dáinn 23. október 1993
Pétur Þorsteinsson var fæddur hinn
4. janúar 1921 á Óseyri við Stöðvar-
(jörð. Foreldrar hans voru Þorsteinn
Þorsteinsson Mýrmann og frú Guðríð-
ur Guttormsdóttir. Pétur var yngstur
sjö bama þeirra og því eftirlæti systk-
ina sinna og “lék á lófum” í frum-
bemsku. Þau Þorsteinn og Guðríður
bjuggu ekki við mikil efni, en þau voru
fjölmenntuð og áttu það sameiginlegt
að hvetja böm sín til náms og styrktu
þau af ráðum og dáð.
Þorsteinn Þorsteinsson Mýrmann
var kominn af þekktum skaftfellskum
ættum. Hann missti föður sinn aðeins
tveggja mánaða gamall. Þá flutti móð-
ir hans til mágs síns, Jóns Þorsteins-
sonar, með bömin tvö, Þorstein og
Sigríði, en á Þeim var tfu ára aldurs
munur. Þorsteinn dvaldi á heimili
frænda síns til 19 ára aldurs.
Þorsteinn var einn vetur við nám
hjá séra Guttormi Vigfússyni í Stöð.
Þaðan hélt hann f Fiensborgarskólann
í Hafnarfirði. Einn vetur starfaði hann
við verslunarstörf í Reykjavík, fékk
borgarabréf og rak síðan verslun og
útgerð á Stöðvarfirði. Síðar gerðist
hann bóndi að Óseyri við Stöðvaríjörð.
Hann stundaði lengi umboðssölu og
hafði jafnan einhverjar nytjar af sjó.
Hann fékk sér trillubát og hafði þá
stundum aðkomusjómenn þegar synir
hans gátu ekki sinnt útgerðinni. Þor-
steinn, faðir hans, var Þorsteinsson og
Sigríðar dóttur séra Jóns Þorsteins-
sonar á Kálfafellsstað. Valgerður, móð-
ir Þorsteins, var dóttir Sigurðar Ei-
ríkssonar og Valgerðar Þórðardóttur
systur Steins, afa Þórbergs. Hann var
því ðremenningur við Þórberg Þórðar-
son og skyidur séra Gunnari Bene-
diktssyni í þriðja og fjórða lið. Hann
taldi einnig til skyldieika í þriðja og
fjórða lið við þorleif Jónsson alþingis-
mann í Hólum.
Guðríður, móðir Péturs, var dóttir
séra Guttorms Vigfussonar í Stöð í
Stöðvaríirði, en faðir hans var Vigfús
Guttormsson, lengst prestur undir
Ásum í Fellum, sonur Guttorms Páls-
sonar prófasts í Vallanesi. Móðir séra
Guttorms í Stöð var Björg Stefáns-
dóttir prófasts á Valþjófsstað, en séra
Stefán var dóttursonur Péturs sýslu-
manns Þorsteinssonar á Ketilsstöð-
um. Heimilið í Stöð var rómað menn-
ingarheimili og séra Guttormur gerði
mikið af því að kenna piltum undir
skóla. Böm hans nutu fýrst og fremst
menntunar á heimilinu, en auk þess
naut Guðríður þess að hafa verið tvö
ár selskapsdama og við nám hjá Helgu
Austmann, systur sinni, sem var mjög
vel menntuð, hafði verið á
Ytri-Eyjarskóla og auk þess dvalið tvö
ár í Kaupmannahöfn við tónlistamám.
Pétur bjó því að góðu veganesti úr for-
eldrahúsum.
Böm Guðríðar og Þorsteins voru:
1. Skúli námsstjóri, fæddur
24.12.1906, dáinn 25.1.1973. Hann
var kvæntur Önnu Sigurðardóttur for-
stöðukonu Kvennasögusafhs íslands.
2. Pálína, húsmóðir fædd 28.1.1908.
Hún var gift Guðmundi Bjömssyni
kennara á Akranesi.
3. Friðgeir útvegsbóndi á Stöðvar-
firði, fæddur 15.2.1910. Hann var
kvæntur EIsu Sveinsdóttur húsmóður
frá Stöðvarfirði.
4. Halldór vélsmíðameistari, fædd-
ur 23.7.1912 dáinn 11.12.1983. Hann
var kvæntur Rut Guðmundsdóttur frá
Helgavatni.
5. Anna húsmóðir, fædd 8.4.1915.
Hún er gift séra Kristni Hóseassyni
fyrrum prófasti í Heydölum.
6. Bjöm fæddur 22.5.1916 og dáinn
1939.
7. Pétur var yngstur eins og fyrr
segir.
Upp úr 1930 hurfu eldri systkinin að
heiman uns eftir voru þeir tveir Bjöm
og Pétur. Þeir störfuðu að búskapnum
og rem einnig á trillu á sumrin. En nú
þurfti að fara að huga að menntun
þeirra. Faðir þeirra var farinn að
heilsu svo að þeir bræður gátu ekki
verið báðir að heiman í senn. Bimi
fannst of mikið á Pétur iagt, þá aðeins
sextán ára, að annast búið. Það varð
því að ráði að þeir færu á Eiðaskóla, og
vildi Bjöm að Pétur hæfi námið á und-
an.
Mennimir álykta en Guð ræður.
Þennan vetur veiktist Bjöm og komst
sýslumaður
ekki til heilsu aftur. Hann lést tveim
ámm síðar eða 1939. Þegar Pétri bár-
ust fréttir af veikindum bróður síns
tók hann sig upp um miðjan vetur frá
Eiðum. Braust hann f miklu fárviðri
um Skriðdal yfir Breiðdals heiði og til
Stöðvarfjarðar. Raunar var sú för ein-
kennandi fyrir allt lífshlaup hans enda
var Pétur heljarmenni að burðum og
prýðilega kjarkaður. Pétur skrapp svo
upp í Eiða um vorið og lauk prófi.
Þannig hófst námsferill hans og varð
skólagangan með svipuðum hætti.
Hann las ávallt að mestu leyti utan
skóla.
Pétur tók stúdentspróf frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1943 og lauk
embættisprófi í lögfræði frá Háskóla
íslands 1950. Hann varð héraðsdóms-
lögmaður 1951. Pétur stundaði mála-
færslustörf í Reykjavík um 13 ára
skeið. Hann var kennari í nokkur ár,
fulltrúi sðslumanns í
Suður-Múlasýslu á summm jafnframt
kennslu árin 1965 og 1966. Hann var
fulltrúi sýslumannsins í Gullbringu-
og Kjósarsýslu og í Hafnarfirði
1967-1974. Sýslumaður Dalasýslu var
hann 1974 til 1991. Eftir að hann lét af
sýslumannsembætti fékk hann leyfi til
málflutnings fyrir Hæstarétti.
Pétur lét félagsmál mjög til sfn taka
allt sitt líf. Á yngri ámm var hann einn
af forystumönnum í ungmennafélags-
hreyfingunni og átti m.a. hlut að
stoftiun Ungmenna- og íþróttasam-
bands Austurlands árið 1940. Hann
ræktaði mjög tengslin við heimabyggð
sína eftir að hann fluttist suður og var
m.a. formaður Austfirðingafélagsins í
Reykjavík og mikil driffjöður í þeim
samtökum. Annaðist Pétur bæði bóka-
útgáfu og útvarpskvöldvökur þess fé-
lags um árabil. Meðan hann var í Há-
skólanum tók hann virkan þátt í stúd-
entapólitíkinni, sat hann í stúdenta-
ráði þó ekki væri hann reglulega við
nám í Háskólanum heldur læsi lengst
af utanskóla.
Pétur var tvíkvæntur. Fýrri kona
hans var Margrét Steinunn Jónsdóttir.
Hún lést árið 1947, og áttu þau eina
dóttur bama, Jónu Lám, skrifstofu-
stjóra hjá Heilsuvemdarstöð Reykja-
víkur, sem gift er Emil Guðmundssyni
fulltrúa, og em böm hennar þrjú.
Eftirlifandi kona Péturs er Björg
Ríkarðsdóttir, myndhöggvara, Jóns-
sonar og Maríu Ólafsdóttur húsmóður.
Þeirra böm em: Ríkarður Már rafiðn-
aðarfræðingur, sem undanfarið hefur
starfað við friðargæslustörf á vegum
Alþjóðaráðs Rauða krossins í Bosníu-
Hersegóvínu. Þorsteinn lögfræðingur,
fulltrúi sýslumannsins í Keflavík, og
Þórhildur húsmóðir í sambúð með
Þorláki Magnússyni vélaverkfræðingi
og em böm þeirra þrjú.
Auk þess að sinna erilssömum störf-
um sýslumanns í Dalasýslu Iét Pétur
félagsmál mjög til sín taka eins og
áður sagði. Honum var mjög annt um
framfarir og öll menningarmál þar í
sýslu. Mér er sérstaklega minnisstætt,
að í hvert sinn sem ég hitti héraðs-
höfðingjann Ásgeir í Ásgarði minnti
hann mig ævinlega á, hversu stoltur
ég mætti vera af því að eiga jafn knáan
og dugmikinn foringja að móðurbróð-
ur þar sem sýslumaður inn í Dalasýslu
var. Pétur var fmmkvöðull að bygg-
ingu stjómsýsluhúss og endurbygg-
ingu sýslumannssetursins. Hann var
sérstakur áhugamaður um byggingu
heilsugæslustöðvar og húss aldraðra,
þannig að aldraðir íbúar Dalasýslu
ættu þess kost að dvelja þar á verðugu
heimili á ævikvöldi. Hann var og í
stjóm elliheimilisins á Fellsenda.
Einnig var hann í stjóm Byggðasafns-
ins og átti fmmkvæði að því að safna
gömlum bréfúm, ritum og skjölum
sem urðu homsteinninn að Skjala-
safni Dalasýslu. Pétur lét sér jafnframt
annt um að styrkja og bæta atvinnuá-
stand f sýslunni. Iþví skyni beitti hann
sér sérstaklega fyrir því að gerðar vom
rannsóknir á innanverðum Breiða-
firði, sérstaklega í Hvammsfirði, með
það fyrir augum að leita sjávarfangs
sem nýta mætti til vinnslu og atvinnu-
auka fyrir íbúa sýslunnar.
Pétur var frumkvöðull þess að end-
urvekja “Jörfagleðina”, sem nú er orð-
in árviss menningar- og skemmtiat-
burður þar í sýslu. Fyrir mörgum
ámm sagði mérÁstvaldur Magnússon,
þá formaður Karlakórs Reykjavíkur, að
það hefði verið merkileg stund þegar
sýslumaður Dalamanna hringdi og
bað hann um að sjá til þess að Karla-
kór Reykjavíkur kæmi vestur til þess
að syngja á Jörfagleði. Björg og Pétur
vom höfðingjar heim að sækja. Þótt
þröngt væri f húsakynnum í gamla
sýslumannshúsinu, buðu þau öllum
kórfélögum heim til sín. Og til þess að
geta nú hellt upp á þá og aukið söng-
þolið, létu þau gestina ganga í einni
röð upp á loft þar sem áður var skrif-
stofa sýslumanns, en þar hafði Björg
búið borð með munngát, og síðan
gengu menn niður í skarti búna stofu
þar sem kórinn fagnaði húsráðendum
með listasöng. Þessi saga er hér sögð
vegna þess hversu dæmigerð hún er
fyrir höfðingsskapinn sem gestir og
gangandi áttu ævinlega að fagna hjá
þeim hjónum.
Pétur var alþýðlegt yfirvald. Að lokn-
um vinnudegi óku þau hjón gjama út í
sveit til að hitta sýslungana að máli og
höfðu komið á flestöll heimili í sýslunni
á sýslumannsferli hans.
Pétur unni sögu lands og þjóðar. Eftir
að hann varð sýslumaður Dalamanna
lagði hann sig fram um og stuðlaði að
því að þjóðin kynni að meta að verðleik-
um ágæti Sturíungu og Laxdælu. Fróðir
menn segja mér, að fáir hafi verið jafn
vel að sér og hann um sögusvið þessara
fslendingasagna. Til marks um þetta, og
til að kynna sér af eigin raun fomar veg-
leiðir og slóðir, ferðaðist Pétur um þær á
hestum, í bfium og á snjósleðum, ef svo
bar undir.
Árið 1950 keyptu þau hjónin, Pétur
og Björg, jörð úr hinu foma Miðdals-
landi í Mosfellssveit og nefhdu Dalland.
Þar byggðu þau glæsileg hús og bjuggu í
mörg ár með nokkum fjárbúskap jafn-
framt því sem Pétur sinnti lögfræðistörf-
um í Reykjavík. Hann var og áhugamað-
ur um hestamennsku. Átti hann jafhan
góða reiðhesta og sinnti hrossarækt
með miklum ágætum og góðum árangri
á síðari æviárum sínum.
Ég átti ungur því láni að fagna, að fá
að dveljast nokkur sumur hjá þeim
hjónum og f hlýrri návist ömmu minnar,
Guðríðar, sem hjá þeim dvaldi sín efri ár.
Sá tími er mér ógleymanlegur og aldrei
að fullu metinn, enda kynntist ég þar
öðm lífi og viðhorfum en ég átti að venj-
ast í æsku minni á Akranesi. Að Dallandi
komu í heimsókn margir landsþekktir
menn og konur. Það var forvitnilegt fyr-
ir ungan pilt að fylgjast með þeim um-
ræðum sem þá fóm oft fram við arineld
á síðkvöldum.
Ég er þeim hjónum ævinlega þakklát-
ur fyrir uppeldið. Ekki síður hitt að eiga
þess kost að vera þar langdvölum með
ömmu minni. Þessar stundir líða aldrei
úr minni.
Björg bjó bónda sínum og fjölskyldu
glæsilegt heimili og var Pétri hin
traustasta stoð í öllum störfum. Hún tók
að erföum listfengi foreldra sinna sem
einkenndi jafnan heimili þeirra miklum
menningarbrag.
Að leiðarlokum geri ég mér enn betur
grein fyrir því en áður, að Pétur bar í
brjósti sér nið aldanna. Hann var fulltrúi
alls þess besta f íslenskri menningu,
höfðingi, drengur góður, leiftrandi gáf-
aður en um leið rammur að afli og af-
burðamaður í öllu sem hann tókst á við
hvort heldur til hugar eða handa. Auk
heldur að vera óvenjulegt góðmenni og
mannasættir. Margar helstu mannlýs-
ingar íslendingasagna verða mun trú-
verðugri eftir að hafa átt Pétur að fóstra
og síðar einkavini.
Blessuð sé minning hans.
Atli Freyr Guömundsson
Útför Péturs Þorsteinssonar, fyrrum
sýslumanns í Dalasýslu, verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag, fimmtudag 4. nóv.
kl. 13.30.
Pétur var fæddur hinn 4. janúar 1921
að Óseyri við Stöðvarfjörð, en lést eftir
skamma sjúkdómslegu erlendis hinn
23. október s.l., á 73. aldursári.
Pétur var kominn af austfirskum
útvegsbændum og prestum. Faðir hans
var Þorsteinn Mýrmann, útvegsbóndi og
kaupmaður á Stöðvarfirði. Móðurafi
Péturs var höfuðklerkurinn séra
Guttormur í Stöð, sem mestur var
latfnumaður seinni tíðar presta og
kynsæll.
Innan við tvítugt varð Pétur formaður
á einum af mótorbátum föður síns, yfir
sumartímann og stundum fram eftir
vetri, því menntaskóla las hann að miklu
leyti heima. Reru þeir mikið norður á
þistilfiörð, á miðin við Langanes.
Minnisstæð voru þessi sumur Pétri,
ég held að hann hafi ekki á ævinni
gegnt þeim trúnaðarembættum sem
honum þótti meira um verð en
formennskan á bátnum og vomæt-
umar við Langanes.
Menntaskólinn á Akureyri var á
þeirri tíð mikið mennta- og menn-
ingarsetur, og er það vonandi enn.
Það var Pétri eðlileg viðbót við það
vegamesti er hann hlaut í föðurgarði
að leita þangað frekari mennta og
menningar. Hinn snjalli kennari og
fslenskumaður Sigurður skólameist-
ari, mun hafa átt sinn þátt í því, að
. __
MINNING
Pétri varð íslenskt mál og fslensk
fræði hugleikið svið. Hann vandaði
ræðu sína og rit og var áhugamaður í
þessari grein; kenndi hana í nokkur ár.
Pétur tók stúdentspróf vorið 1943 og
nokkmm mánuðum síðar kvæntist
hann góðri og glæsilegri stúlku, Mar-
gréti Steinunni Jónsdóttur trésmiðs á
Fáskrúðsfirði Jónssonar. Hamingjan
virtist brosa við hinum ungu hjónum.
Þau eignuðust sumarið eftir dótturina
Jónu Lám, sem heitir eftir móðurfor-
eldmm sínum. Hún er nú skrifstofu-
stjóri hjá Heilsuvemdarstöð Reykja-
víkur, gift og á þrjár dætur, sem allar
hafa lokið stúdentsprófi og meira til.
Pétur, sem nú hafði fyrir fjölskyldu að
sjá, frestaði háskólanámi og sneri sér
að kennslu og fleiri störfum og byggði
fjölskyldunni lítið einbýlishús í Reykja-
vík, að mestu með eigin höndum.
En nákvæmlega fjórum ámm eftir
brúðkaupsdaginn lést konan af bráð-
um sjúkdómi. Pétur stóð eftir með
brostnar vonir og drauma og dóttur á
bamsaldri. Tengdaforeldramir komu
til hjálpar um uppeldi dótturinnar.
Pétur rifaði seglin og sneri sér af alefli
að laganáminu, sem hann lauk nú á
þremur árum.
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1950
skein sól í heiði að nýju í Iffi Péturs.
Raunar í hádegisstað, því þann dag
gekk hann að eiga ágætiskonuna
Björgu Ríkarðsdótatur myndhöggvara
Jónssonar og hafði þá fyrir fáum
vikum lokið embættisprófi í lögfræði.
Málflutningur og önnur lögfræðistörf
í Reykjavík tóku nú við. Ekki fór Pétur
þó með öllu troðnar slóðir frekar en
endranær, því jafnframt gerðist hann
bóndi í MosfellssveiL Byggði sér nýbýli
úr landi Miðdals, sem hann nefndi
Dalland. Allt þurfti að byggja frá
gmnni. Pétur notaði vel kvöldin og
helgamar. Nú er það einkum íbúðar-
húsið sem ber hugkvæmni Péturs og
högum höndum lofsamlegt vitni.
Fjárhúsin hýsa nú gæðinga og í
fiskeldistjöminni, sem Pétur bjó til sér
til gamans sunnan og ofan við bæinn,
mun ennþá oftast vera fiskur á í fyrsta
kasti. En lögfræðistörfin og búskap-
urinn reyndust hvort um sig of
krefjandi til þess að saman færi. Pétur
sneri sér því að kennslu við skólann í
hinu vaxandi þéttbýli í MosfellssveiL
Kennarahæfileikamir bmgðust Pétri
ekki, frekar en öðmm niðjum séra
Guttorms í Stöð. Hann varð fyrir þær
sakir, svo og vegna félagslyndis síns,
greiðasemi og annarra góðra kosta,
vinsæll og vel kynntur í MosfellssveiL
í nokkmm sveitarstjómarkosningum
var Pétur í fylkingarbrjósti í sameigin-
legu framboði umbótafólks, ýmist á
lista til sveitarstjómar eða í sýslu-
nefnd. Þótt Pétur fengi jafnan góða
útkomu, var við ofurefli að etja, þar
sem vom þau Jón á Reykjum, Helga á
Blikastöðum og Oddur á Reykjalundi,
öll gróin að vinsældum og með
gamlan Sjálfstæðismeirihluta í sveit-
inni á bak við sig.
Haustið 1967 ákvað Pétur að snúa
sér að lögfræðistörfúm á nýjan leik og
kom til liðs við okkur á bæjarfógeta-
og sýsluskrifstofunni í Hafnarfirði. Þar
hafði ég þá nýlega hafið störf auk
þriggja annarra lögfræðinga sem þá
höfðu nýlokið prófi. Það var gott að fá
Pétur í hópinn, hann hafði af sinni
fjölþættu reynslu að miðla, en féll þó,
sakir síns andlega fjörs og hvers-
dagsglaða lundarfars, býsna vel f okkar
hóp, þrátt fyrir 20 ára aldursmun.
Ekki spillti það umræðum í hádeginu
ef heiti maturinn, sem seldur var í
kaupfélagsbúðinni handan við götuna,
var vel feitt saltkjöt með rófúm, þá lék
Pétur sannarlega á als oddi. Keypti
síðan að dagsverki loknu valið saltkjöt
og rófur í heimleiðinni til þess að hafa
í kvöldmatinn. Ég hef hann gmnaðan
um að hafa þá sagt Björgu að hann
hefði fengið sér súrmjólk og epli í
hádeginu.
Vel þótti öllum þeim er Pétur og
Björgu þekktu fara á því er Pétur var
sldpaður sýslumaður Dalamanna vor-
ið 1974. Ólafur Jóhannesson, sem oft
vissi hlutina fyrir, betur en aðrir
menn, sá í hendi sér að Pétur, sem
hann þekkti, væri rétti maðurinn f
þetta gróna og virðulega sýslumanns-
embætti. Vissa mín er sú, að Dala-
menn minnast nú Péturs með hlýhug
og söknuði. Hann reyndist þeim, f nær
tvo áratugi, hið réttvísa en þó milda
yfirvald, sem greiddi hvers manns
götu og setti niður deilur, en sinnti þó
sínum ströngu embættisskyldum með
þeim hætti að háyfirvöldin gátu ekki
að fundið.
Hinn mikli félagsmálaþróttur Pét-
urs nýttist vel í hinu strjálbyggða en
fagra og söguríka héraði. Hann lét til
sín taka mörg framfaramál er tengdust
embættinu, svo sem byggingu sýslu-
húss og elliheimilis. Átti þátt í að
hrinda af stað rannsóknum á lífríki
Hvammsfjarðar með nýtingu sjávar-
gagns í huga, og varð tíðhugsað um
marga nýbreytni til að styrkja atvinnu
og búsetu í Dölum. Einnig lagði hann
því lið, ef hann átti þá ekki hug-
myndina, að koma á í Dölum árlegri
skemmti- og menningarvöku, að
dæmi Skagfirðinga. Sína sýslufundar-
eða sæluviku nefna Dalamenn að sjálf-
sögðu Jörfagleði. Mun hún jafnan fjöl-
sótt og þeim er hana sækja minnis-
stæð.
Til þess að kynnast sem best mönn-
um og málefnum f héraðinu og af því
að hann hafði gaman af að blanda geði
við fólk, lagði Pétur sig fram um að
koma við á sem flestum heimilum í
umdæminu. Tiivitnanimir í sögumar
Laxdælu og Eyrbyggju og þó einkum
Sturlungu, léku honum á tungu.
Hann átti því, líka utan embættissarfa,
margar góðar stundir með héraðs-
mönnum.
Rausn þeirra hjóna og elskulegum
móttökum á þeirra fagra menningar-
heimili var við bmgðið. Þar nutum
við hjónin góðs af í þau alltof fáu skipti
sem Ieið okkar lá um Dali.
Er þau sýslumannshjónin fluttust
vestur vom synimir tveir nær upp-
komnir, þeir Ríkarður Már, raftækni-
fræðingur, sem nú stendur í ströngu
með friðargæslusveitum Sameinuðu
þjóðanna í Bosníu, og Þorsteinn sem
fer að dæmi föður síns og er fulltrúi
sýslumanns í Keflavík. Dóttirin Þór-
hildur var nýlega fermd. Hún mun
vissulega eiga margar bjartar æsku-
minningar úr Dölunum.
Meðan Pétur starfaði hér í Hafnarfirði
byggði hann sitt þriðja hús og nú í
þéttbýlinu f Mosfellssveit. Þangað fluttu
þau hjón aftur er þau bmgðu búi í
Dölum við aldursmörk sýslumanns. Er
við hjónin heimsóttum þau Pétur og
Björgu þar fyrir fáum vikum, var Pétur
enn sem fyrr með hugann fullan af
nýjum viðfangsefnum og fyrirætl-
unum.Hann var enn að greiða götu
náungans, leiðbeina, aðstoða og fræða,
nú sem lögfræðingur Samtaka aldraðra í
föstu hlutastarfi. Eftirmaður Sigurgeirs
Jónssonar, fyrrum bæjaríógeta og
hæstaréttardómara, er mótaði þetta
starf. Mig gmnaði ekki þá, að hið hlýja
handtak Péturs og léttu gamanyrði í
vegamestið, mörkuðu okkar síðustu
kveðjustund. Von okkar allra vina þeirra
hjóna var sú, að Péturs biði langt og
farsælt ævikvöld þess manns er tileinkað
hafði sér svo vel vísuna hans Stephans G:
„Láttu hug þinn aldrei eldast eða
hjartaðy Vinur aftansólar sértu/ sonur
morgunroðans vertu." Við vottum
Björgu og fjölskyldunni allri samúð
okkar og hlýhug og þökkum for-
sjóninni fyrir að hafa kynnst þeim
öndvegis manni sem við eigum nú á
bak að sjá.
Már Pétursson.