Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. nóvember 1993 Tíminn 9 Ketill Larsen sýnir aö Fríkirkjuvegi 11 Dagana 6.-7. nóvember n.k. heldur Ketill Larsen málverkasýningu að Fríkirkjuvegi 11. Sýninguna nefnir hann „Birta frá öðrum heimi" og er þetta tuttugasta sýning hans. Á sýningunni eru um 90 myndir, flestar nýjar af nálinni. Þetta eru olíu- og acrylmynd- ir. Ketill málar aðallega blóma- og landslagsmyndir, en einnig ber fyrir augu myndir sem lýsa hugmyndum Ketils um annan heim, Ld. fljúgandi skip. Á sýningunni verður leikin tónlist eftir Ketil af segulbandi. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 14 til 22. Félag eldri borgara í Reykjavik og nágrenni Bridskeppni kl. 13 f austursal f Risinu. Opið hús kl. 13-17 í Risinu. Bergur Thorberg sýnir í Portinu, Hafnarfiröi Bergur Thorberg opnar sína fyrstu einkasýningu í Portinu í Hafnarfirði nk. laugardag 6. okt kl. 15. Á sýningunni.eru verk frá 1989-1993, öll unnin með olíu- og akrýllitum á striga. Sýningin verður opin daglega frá kl 14- 18 nema þriðjudaga, en þá er Iokað. Sýn- ingu Bergs Thorberg lýkur mánudaginn 22. nóvember. Fyririestur í Norræna húsinu: Björgun danskra Gyöinga 1943 Therkel Stræde sagnfræðingur frá Dan- mörku heldur fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins laugardaginn 6. nóv. kl. 16 í tengslum við sýningu sem verður í anddyri Norræna hússins og opnuð verður sama dag. Fyrirlesturinn nefhisfc Danmörk í októ- ber 1943—björgun Gyðinga frá útrým- ingu. Þar er fjallað um atburði sem áttu sér stað fyrir 50 árum, er þaulskipulagð- ar og kerfisbundnar Gyðingaveiðar hóf- ust f Danmörku. Að þeim stóðu þýskar lögreglusveitir og Gestapó og marlonið- ið var að flytja alla Gyðinga nauðungar- flutningi frá Danmörku þangað sem styttra yrði að sækja þá þegar röðin kæmi að þeim í gasið og ofnana. Fýrirlesarinn, Therkel Stræde, er fædd- ur 1953 í Danmörku. Hann lauk cand. mag. prófi í sagnfræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla og háskólanum í Hróars- keldu. Hann hefur stundað rannsóknir í nútímasögu og skrifað um síðari heims- styrjöldina í Danmörku, Þýskalandi og í Evrópu og fjallað einkum um nasismann og helför Gyðinga. Therkel Stræde hefur unnið sagnfræðilegt efni fyrir kvikmynd- ir og útvarp, og einnig hefur hann sett saman sýningar, m.a. minningarsýningu í Bergen-Belsen. Þá hefur hann tekið viðtöl við fólk búsett í ísrael, sem slapp lifandi frá útrýmingarbúðum nasista. Nú vinnur hann að rannsóknum við Ruhrháskólann í Bochum í Þýskalandi varðandi þátt Volkswagenverksmiðjanna við að nota fólk í nauðungarvinnu á stríðsárunum. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ÁRMÚLA12-108 REYKJAVlK - SlMI 814022 Frá Fjölbrautaskólanum viö Ármúla Innritun Innritun á vorönn 1994 lýkur föstudaginn 12. nóvember. Umsóknum ber að skila á skrifstofu skólans ásamt afrit- um af prófskírteinum. Skrifstofan er opin kl. 8.00-15.00, s. 814022. Framhaldsnám sjúkraliða Umsóknarfrestur um framhaldsnám í öldrunarhjúkrun rennur út föstudaginn 5. nóvember. Skólameistari AUGLÝSINGAFAX TÍMANS Brúöhjónin ásamt foreldrum sínum, De Kierk-hjónin til vinstri og Mostert-hjónin til hægri. Ekki fer á milli mála hvaö telst viöeigandi klæðnaöur mæöra brúöhjóna í Suöur-Afrtku þessa dagana, þvf að auk þess, sem sjá má á mynd- inni, eru tengdamömmurnar báöar f eins litum ktæönaöi, apríkósugulum. Loksins brúðkaup Willems de Klerk: BRÚÐHJÓNIN JAFNHVlT! Willem de Klerk, sonur F.W. de Klerk, forseta Suður-Afríku, og konu hans til 34 ára, Marike, hef- ur til þessa orðið að þjást fyrir at- hygli heimspressunnar tvisvar, þegar hann tilkynnti trúlofun sína og þeldökkrar stúlku frá heima- landi sínu og þegar upp úr þeirri trúlofun slitnaði. Sagt var að móðir hans hefði tekið mjög þunglega í þann ráðahag og það er ekki bara í Suður-Afríku, þar sem kynþáttaaðskilnaður hefur verið lögboðinn, sem foreldrum bregður illa við ef börn þeirra velja að giftast öðru vísi lituðu fólki en þeir eru sjálfir, heldur gildir þetta um allan heim. Og þessi afstaða á síður en svo ein- göngu við um hvíta. Trúlega hefur brúnin lést á Mar- ike de Klerk í upphafi ársins, þeg- ar Willem sonur hennar opinber- aði trúlofun sína og Hermien Mostert. Hún er hvít, ljóshærð kennslukona og þrem árum yngri en Willem, sem er 26 ára og yfir- maður í almannatengslafyrirtæki. Brúðkaupið var svo haldið fyrir skemmstu í 300 ára gamalli kirkju í Höfðaborg. Athöfnin var hefðbundin skv. siðum hollensku siðbótarkirkjunnar. Willem de Klerk fann Ijóshæröu unnustuna sfna Hermien og von- andi fá þau aö þróa framtíö sína án þess aö vera undir smásjá fjöl- miöla sl og æ. 12 ára skólastrákur lenti í óvenjulegum kringumstæðum: Tók á móti barni grannkonu Ekki hefur hann Mark Ryder, 12 ára skólastrák í Cleveland í Bandaríkjun- um, grunað hvað ætti fyrir honum að liggja þann daginn þegar honum og móður hans, Joan, bárust skila- boð frá grannkonunni Audrey Bad- ger. Audrey átti von á sér og nú voru fæðingarhríðimar byrjaðar. Neyðar- ástand var í uppsiglingu. Mark og móðir hans flýttu sér á staðinn og þá var fætt bam! Móðir Marks hraðaði sér að reyna að ná í sjúkrabfl og rétt á meðan fæddist annað bam! Mark brá sér í hlutverk ljósmóður og tók á móti sfðari tvíburanum án þess að fatast hið minnsta og sem sjá má á myndinni heilsast móður og bömum vel, svo og „ljósunni" Mark. Það má varla á milli sjá hvort er stoltara, móöirin eöa strákurinn Mark Ryder.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.