Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. nóvember 1993 Tíminn 3 Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra segir landbún- aðarráðuneytið hafa áhyggjur af mikilli heimaslátrun: Heimaslátrun ekki upprætt meö lögreglu- aögerðum Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaöarráðherra, telur útilokað aö hægt verði að berjast gegn heimaslátrun með lög- regluaðgerðum. Eina færa leiðin sé að rýmka reglur um stjóm sauðfjárframleiðslunnar þannig að bændur sjái sér hag í því að leggja inn sínar afurðir hjá sláturleyfishöfum. Frá höfninnl (Grímsey. Thlið er að aldrei hafi jafnmikið af sauðfé verið slátrað heima og selt framhjá kerfinu eins og á þessu hausti. Engar tölur eru fyr- irliggjandi um j>etta'atriði, en öll- um, sem Tíminn hefur rætt við, ber saman um að heimaslátrun hafi aukist verulega í haust. Sigurgeir Þorgeirsson sagði í síð- ustu viku á bændafundi í Borgar- nesi að bændur væru sjálfir að minnka stuðning ríkisins við sauðfjárbændur með þessari miklu heimaslátrun, en stuðning- ur ríkisins miðast einvörðungu við það kjöt sem selt er með lög- Iegum hætti. Sigurgeir sagði að það skipti öllu máli fyrir sauðfjárbændur sem heild að allt það kjöt, sem fellur til, komi inn í afurðastöðvamar og viðskipti með kjöt eigi sér stað Kleppsvík- urbrú kostar 4 milljaröa Rétt er að taka fram vegna fréttar í Tímanum frá því í síðustu viku að kostnaður við byggingu brúar yfir Kleppsvík er lauslega áætlaður um fjórir milljarðar króna, en ekki tíu milljarðar, eins og sagt var í frétt- inni. Hins vegar er talið nauðsynlegt að ráðast í nokkrar dýrar vegafram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals kosta um tíu milljarða. Inni í þeirri upphæð eru m.a. fram- kvæmdir eins og Kleppsvíkurbrú, endurbætur á Hringbraut, breikkun Miklubrautar og Vesturlandsvegar og lagning Fossvogsbrautar. -EÓ með löglegum hætti. Hann sagðist hins vegar ekki hafa neina trú á að hægt verði að uppræta heimaslátr- un með lögregluaðgerðum. í fyrrahaust fór lögregla á a.m.k. þrjá bæi vegna gruns um stórfellda heimaslátmn. I engu tilfelli fann hún neitt sem hægt var að festa hönd á. Sigurgeir sagði að ef færa eigi sönnur á ólöglega heimaslátr- un, verði að fara fram mikil og tímafrek rannsókn. Það nægi t.d. ekki að fara heim á bæi í leit að lambaskrokkum. Jafnvel þó að skrokkar finnist, dugi það ekki sem næg sönnun. Viðkomandi bóndi geti einfaldlega sagt að kjöt- ið sé til heimilisþarfa. Sigurgeir sagði að til að grundvöllur sé fyrir málshöfðun verði að vera hægt að færa sönnur á hvað verði um kjöt- ið og það geti reynst þrautin þyngri. Sigurgeir sagði að ef tekst að fá hærra verð fyrir útflutt kjöt, muni það draga mjög úr líkum á að bændur freistist til að slátra heima. í dag hefur útflutningur- inn ekki gefið nema 150-170 krón- ur á kfió, en Sigurgeir sagði að ef hægt verði að þoka þessu verði upp fyrir 200 krónur, séu mun minni líkur á mikilli heimaslátr- un. Sigurgeir sagði að einnig komi til greina að hækka þau verðskerð- ingarmörk, sem bændur búa við í dag, um 10-15%, en það myndi þýða að bændur mættu leggja meira magn af kjöti inn í afurða- stöð án þess að þurfa að þola verð- skerðingu. Sigurgeir sagði að þegar til fram- tíðar sé horft verði þetta vandamál ekki leyst á annan hátt en að auka frelsi í framleiðslu sauðljárafurða. -EÓ Mikið í húfi fyrir mörg byggðarlög að veiði smábáta verði ekki skert: Hlutur Grímseyinga mundi aukast um tæpan þríðjung Þorskveiðiheimildir Grimseyinga mundu aukast um 30%, um 13% á Hvammstanga og um 10% á Bakkafirði, en skerðast um 7% á Bíldudal, um 6% á Sauðárkróki og svipað á Fáskrúðsfirði, svo dæmi sé tekið, ef veiði smábáta verður í engu skert við endurskoð- un laga um stjóm fiskveiða. Þessar upplýsingar komu m.a. fram í ræðu sjávarútvegsráðherra á nýafstöðnum aðalfundi LÍÚ, þar sem hann lét í ljós vonbrigði með nei- kvæða afstöðu samtakanna til kvótafrumvarpsins. „Það getur ekki hver og einn hagsmunahópur í sjáv- arútvegi togað í sína spotta eins og honum komi ekki við aðstaða ann- arra í greininni." Eyjamenn mundu tapa 5,2% af sín- um þorskveiðiheimildum ef veiði smábáta verður ekki skert, Þorláks- höfn tapa 2%, Grindavík mundi tapa 4,3%, en Keflvíkingar auka sína hlutdeild um 3% og sömuleiðis Reykjavík, en hlutur Hafnfirðinga mundi aukast um 8,7%. Skagamenn mundu tapa um 1% af sinni hlut- deild, Grundfirðingar auka hana um rúm 2%, hlutur Flateyringa aukast um rúm 6%, en ísfirðingar tapa meira en 3%. Ólafsfirðingar myndu missa rúm 5% af sinni hlutdeild í þorski, Akureyringar tapa rúmum 4% og svipað yrði upp á teningnum á Eskifirði. Eins og kunnugt er, þá ríkir mikil óvissa um hvort lagt verður fram stjómarfrumvarp um endurskoðun laga um stjóm fiskveiða og frnm- varp um stofnun Þróunarsjóðs sjáv- arútvegsins, sökum ósamkomuíags innan stjómarliða. Einkum og sér í lagi hefur verið deilt um krókaleyfis- báta og hefur umhverfisráðherra varið hagsmuni þeirra og m.a. lagt ráðherrastólinn að veði. Samkvæmt kvótafmmvarpinu verða þorskveiðiheimildir kvótabáta og togara skertar um 6% og tekjur útgerðar og sjómanna minnka að sama skapi. Samanlögð aflahlut- deild krókaveiðibáta verður 5,5% af leyfilegum heildarafla þorsks, ýsu og ufsa í þorskígildum. Jafnframt verði þeim Ieyft að velja á milli veiðileyfis með aflahlutdeild eða krókaleyfis með svokölluðum viðmiðunarbann- dögum og magntakmörkunum. Tákist þessi forsenda um hlutdeild krókaveiðibáta, er viðbúið að það þurfi að skera þorskkvóta báta og togara niður um 10 þúsund til við- bótar við það sem þegar hefur verið ákveðið. Leyfilegur þorskafli á yfir- standandi fiskveiðiári yrði þá ekki 165 þúsund tonn, heldur 155 þús- und tonn. -GRH LATUM LJOS OKKAR SKINA Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi hvetur böm- In f fsaksskóla til þess að láta Ijós sltt skfna í skammdeginu og bera endursklnsmerki. Bandalag fslenskra skáta stendur þessa dagana fyrír átaki til þess að auka öryggi bama f umferðinnl. Skátar drelfa endurskinsmerkjum tll bama um allt land og fara f grunnskólabekki tll þess að hvetja til notkunar merkjanna. Tímamynd Aml Bjama Dagskrá landsfundar Kvennalistans 1993 Föstudagur 5. nóvember: Kl. 20:00 Setning - Anna Dóra Antonsdóttir. Kl. 20:15 Reikningar lagðir fram. Skýrsla framkvæmdaráðs lögð fram. Kl. 20:45 Tillögur til breytinga á lögum og starfsreglum Kvennalistans lagðar fram, ræddar og afgreiddar. XI. 22:00 Flökkusagnir um kvennahreyfingar - María Jóhanna Lárusdóttir. Laugardagur 6. nóvember: Kl. 9:00 Stutt innlegg um landbúnaðar-, sjávarútvegs-, atvinnu- og ríkisfjármál. Að þeim loknum fara konur I hópavinnu um ofangreinda málaflokka fram til hádegis. Kl. 13:30 KJARABARÁTTA KVENNA Er verkalýðshreyfingin nothæf fyrir konur? - Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur ASl. - Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur BSRB. - Anna Hlín Bjamadóttir, þroskaþjálfi Unglingah. ríkisins. Kl. 14:15 Fyrirspumir og umræður. Kl. 15:45 Hópar greina frá niðurstöðum. Kl. 17:00 Stjómmálaályktun kynnt Kl. 18:00 Landsfundarstörfum á laugardegi lokið. Sunnudagur 7. nóvember: Kl. 9:30 NÝSKÖPUN OG ATVINNUÁTAKSVERKEFNI KVENNA - Elln Antonsdóttir, Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. - Helga Erlingsdóttir, Handverkskonum á milli heiða. Kl. 10:00 Fyrirspumir og umræður. Kl. 10:45 Sameining sveitarfélaga - staðan nú - Ásgerður Pálsdóttir. Kl. 11:00 Fyrirspumir. Kl. 11:15 Stjómmálaályktun rædd og afgreidd. Kl. 13:30 Landsfundi slitið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.