Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.11.1993, Blaðsíða 4
4 4 Tíminn Fimmtudagur 4. nóvember 1993 Tíminn Ritstjóri: Þór Jónsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Stefán Ásgrlmsson Útgefandi: Mótvægi hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Auglýsingastjóri: Guðni Geir Einarsson RitsQóm og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavfk. Póstfang: Pósthólf 5210,125 Reykjavik. Aðalsíml: 618300. Auglýslngaslmi: 618322. Auglýsingafax: 618321. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1400- , verð I lausasölu kr. 125,- Gmnnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 61-83-03 Orð skulu standa Hvernig getur seinlæti Evrópubandalagsins réttlætt að íslendingar dragi úr hömlu að samræma íslensk lög sam- komulaginu um Evrópskt efnahagssvæði og fylgisamn- ingum þess, eins og þeir hafa skuldbundið sig til? For- sætisráðherra segir um „grænmetissamninginn“ á for- síðu Tímans í gær: „Evrópubandalagið hefur ekki alltaf verið það fljótt að efna sínar skuldbindingar gagnvart sínum viðsemjendum, þannig að þeir geta ekki verið mikið að armæðast við okkur þó að þetta taki nokkrar vikur.“ í sama viðtali segir forsætisráðherra einnig að samningurinn sé „fullgildur samningur á milli íslands og Evrópubandalagsins" og að ísland eigi „að efna hann samkvæmt orðanna hljóðan". Grænmetissamningurinn felur í sér að á vissu tímabili á ári hverju skuli innflutningur á tilteknum grænmetis- tegundum vera frjáls og án álagningar tolla. Vanefndir á samningnum eru af þeirri ástæðu, að búvörulögum hef- ur ekki verið breytt til samræmingar þessu, þótt meira en hálft ár sé liðið frá því að gengið var frá samningnum. Ragnar Arnalds reynir einnig í Tímanum í gær að bera í bætifláka fyrir samningsbrot íslands með því að gera lít- ið úr samningsgerðinni og kalla samninginn „óstaðfest embættismannasamkomulag". Þrátt fyrir þetta segir þingmaðurinn að samningurinn hafi „vissulega þjóðrétt- argildi“. Nú er það einu sinni svo, eftir því sem lærðir menn í Iögum segja, að samningar milli ríkja geti verið á tvo vegu, annars vegar með svokölluðum nótuskiptum embættismanna eða þannig að þeir þurfi samþykki þjóð- þinga. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun íslands, segir um hina svonefndu embættismannasamninga að þeir hafi farið verulega í vöxt. Nefnir Ólafur sem dæmi að allir samningar íslands um réttindi erlendra ríkja til fiskveiða innan íslensku Iögsögunnar hafi verið gerðir á þennan hátt og tiltekur sérstaklega samninginn um lausn fiskveiðideilunnar við Breta frá árinu 1976. Inn- flutningur á grænmeti getur varla talist mikilvægara mál en lausn fiskveiðideilunnar og eigi þess vegna frekar að fá meðferð á þingi. Stjórnarskrá lslands segir í 21. grein til um hvaða samningar þurfi að fá staðfestingu Alþingis, en það eru sérlega mikilvægir samningar. Lögfróðir menn telja að þetta eigi ekki við um grænmetissamning- inn. Eftir stendur að bæði Davíð Oddsson og Ragnar Arnalds eru sammála Tímanum um að samningurinn er fullgild- ur milliríkjasamningur og með honum hafi íslendingar skuldbundið sig í samféiagi þjóðanna til þess að virða efni hans. Það breytir engu þótt EES-samningurinn hafi enn ekki tekið gildi. Grænmetissamningurinn er sérsamningur og hangir ekki við gildistöku EES-samningsins, þó svo að EES hafi verið kveikjan að gerð hans. Þetta hefur verið staðfest í framkvæmd af tollyfirvöldum með því að þau tollafgreiddu gúrkurnar umdeildu með 0% tolli í gær í samræmi við ákvæði grænmetissamningsins. Þessi af- greiðsla samrýmdist svo aftur búvörulögum á þeirri for- sendu að ekki væri til næg gúrka í landinu til að anna eftirspurn. Burtséð frá hinum margflókna EES-samningi telur Tíminn að samninga beri að efna, þegar þeir hafi einu sinni komist á. íslendingar hafa skuldbundið sig að þjóð- arrétti til að fara eftir grænmetissamningnum og aðrar þjóðir geta gripið til gagnaðgerða vegna brota á honum, eins og Tíminn benti á og talsmenn saltfiskútflytjenda staðfestu í gær í fjölmiðlum. Hér eru því bæði viðskipta- hagsmunir og mannorð í húfi. Það er hvort tveggja mik- ilvægara en pólitískur vandræðagangur ríkisstjórnarinn- ar. Landbúnaðarráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á málinu. Það er hans að leysa málið og það þó fyrr hefði verið. Fyrir skemmstu dreiföi Stúdentaráð duiitlum pésa innan Háskóia íslands. í pésanum litla kynntu vormennin and- lega ávexti sem stúdentum er boðið upp á af forystulýð sínum um þessar mundir, en þeir eru: synd, dauði og sa- dómasókismi. 5 anum og rannsaka hið neðia. ,J hinu : neðra býr hið frjósama, þaðan koma hugmyndir og óheftur kraftur upp á yfirborðið.“ Og Garrí braut heilann fram og aftur um við hvað væri átt með „hinu neðra“ og hvaða óhefti kraftur á að koma úr „hinu neðra" hafi fylkt saman ýmsum dreggjum samféiagsins til þess að leyfa stúdent- um að bragða á forboðnum ávöxtum úr sínum aldingörðum. Allir eru hvattir til að mæta með karlmannlegu ávarpi: ,Jtomdu ef þú þorir! Með hat- urskveðju SHÍ“. Um er að ræða þrjú menningarkvöld. Hið fyrsta, Kvöld dauðans, fór fram í gær. Búið og gert, Garri mætti ekki og Íifir enn. Kvöld oíbeldis verður á morg- un og rúsínuna í pylsuendanum geta stúdentar etið á fóstudagskvöld, en menningardagskrain f Stúdentakjall- aranum heitir það kvöldið Rósin dafn- ar í skítnum. „Ástin er skftur," orti Guðbergur Bergsson. Tll þessa er skírskotað í pés- anum góða. „Menn með skítlegt eðli eru ómissandi á þessu kvöldi". Mæli þeir manna heilastir hjá Stúdentaráði. Jafnvel Gani gat hugsað sér að mæta, en svo las hann áfram um að fólk ætí- aði að koma saman í Stúdentakjallar- ^>>>>>>>>>>.;>.;A|.;.;>>.;>>.;>.;.;>>>>>.;ffi^ ----> ................—....... heldi er gott í kynlífi, ofbeldi er gott" Garri er reyndar hálfgerður ofbeldis- maður innst inni og þar sem hann fletti flugriti SHÍ frá hægri tíl vinstri, fannst honum koma vel til greina að leggja menningarvitunum lið við að gera kvöldið eftirminnilegt Hann var farinn að hlakka til að geta beitt sam- þama í StúdentakjaUaranum. Stúd- entakjaltarinn er að vísu undir yfir- borði jarðar, en hann er fjandakomið ekki grafinn svo langt niður. Þama skorti nánari útlistun, a.m.k. fyrir mann jafn Iftilia sanda og sæva og Gana. Á endanum komst hann að þvf að þama væri átt við eitthvað fyrir neð- an beltisstað og jafn gott vaéri að vera ekki fyrir þegar hin óhefti kraftur biyt- ist upp á yfirborðið. Þegar herlegbeítín á föstudagskvöldið eru afstaðin er hins vegar ekki ólíklegt að rósir dafni f skrtnum og ef mikið gengur á gæti far- ið svo að Háskólatúnið grænkaði. En Garri ákvað að fara ekki. Kvöld oíbeldis er á morgun og um : það segir Stúdentaráð m.a. í pésanum sínum: ,J»eir sem að vilja leysa deilu- mál nu á dögum, verða að kunna skíl á ofbeidi. Ofbeidi er gott í rökræðum, of- fiendur og nýja niður í Stúdentakjall- ara til þess að gera út um málin með berum hnefom, blóðugur upp að öxl- um. Og ef þannig liggur á Garra, kem- urtil greinaað stunda kynlíf eftir slag- inn og það án þess að spyrja partner- inn hvort hann vilji eða ekki. Loksins yrði öilum pempíuskap sleppt En vonbrigðin með Kvöld ofbeldis urðu þau sömu og með Kvöld skíts og rósa. Þegar lesið var áfram kom í Ijós að þama eiga einhver skáld að stíga á stokk og Íesa upp úr verkum sínum. Áheyrendur eiga ekki að fljúgast a, heldur sitja eins og sunnudagaskóla- drengir og hlusta á menninguna. Og til að kóróna allt á Megas að Jeika sín hugljúfu ijóð". Að vera að bendia harrn Megas við ofbeldi, sem aldrei hefur gert flugu mein. Garri er steinhættur að trúa orði af því sem fra Stúdentaraði Háskóla íslandskemur. Rógburður Alþýðublaðsins Á þriðjudag mátti sjá dæmi um algerlega forkastanlega frétta- mennsku í Alþýðublaðinu. Þar er fullyrt eftir svonefndum „áreið- anlegum upplýsingum" að Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri á Stöð 2, hafi skotið dýrmætan veiðihund í misgripum fyrir gæs. í framhaldi af því segir að veiði- menn fari nú „trylltir um“ að skjóta fugla, svo að menn og hundar séu í bráðri hættu, að „talað“ sé um blóðbað á veiði- slóðum og að allar reglur séu „sagðar" brotnar af byssumönn- um. Frétt Alþýðublaðsins er með öðrum orðum óstaðfestar dylgj- ur og rógburður. Flestar reglur blaðamanna eru fótum troðnar. Alþýðublaðið vísar til Pressunn- ar. f Pressunni segir þó ekki að Páll Magnússon hafi skotið hundinn, hinsvegar að hann og Ólafur E. Jóhannsson, frétta- maður á Stöð 2, hafi verið á veið- og orðið „fyrir þeirri • * Siónvorpssnon «u#tur huno skýtur ** I fíl\ rvrir kúlnahr.O llir veiðihunóur.^1''^reiaanlegun’ *!$*£-»#*** ÆStS? • irv\lúr um og skj ^ niatarVasium cVcVci ...... iiy.sar í um óskemmtilegu reynslu 6. októ- ber sl. að skjóta verðmætan veiðihund, sem þeir höfðu fengið að láni, í misgripum fyrir gæs“. í Pressunni stendur enn fremur: „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fékkst ekki upplýst hvor þeirra það var sem hleypti voðaskotinu af‘ (leturbr. mín). Páll Magnússon hefur verið er- lendis að undanförnu, en Press- an náði tali af Ólafi E. Jóhanns- syni. Ólafur bætti í reynd gráu ofan á svart með því að neita að svara spumingum blaðamanns og spyrja hvort hann hefði „sjón- arvotta“ að þessum atburði. Til hvers er að þræta fyrir og gera málið tortryggilegt úr því að um voðaskot og slys var að ræða? í framhaldi af því urðu Páll og reyndar allir skotveiði- menn landsins ataðir auri í mál- gagni Alþýðuflokksins. Viðbrögð Ólafs E. Jóhannssonar IVaM- LmmIíI vxtt og oreitt em gagnrýniverð fyrir tvennt. Hann er framarlega í flokki skot- veiðimanna og leiðbeinir meðal annars óreyndum skyttum um veiðar og meðferð skotvopna. Hann hefur auk þess skrifað bækur um efnið. Honum ber því ríkari skylda en öðmm skotveiði- mönnum til þess að fara á undan með góðu fordæmi. Pukur með mál eins og það, sem um er rætt, getur þess vegna haft alvarlegar afleiðingar. Ólafur er þar á ofan fréttamaður á fréttastofii Stöðvar 2, sem er virt fréttastofa. Fréttamenn leit- ast við að upplýsa almenning og leita sannleikans. Ekki síst af þeirri ástæðu bar honum að svara blaðamanni Pressunnar og eyða tortryggni og kjaftasögum, sem að sjálfsögðu hafa gengið staflaust síðan fréttin birtist. Ekkert af þessu afsakar þó fréttaskrif Alþýðublaðsins, sem em fyrir neðan allar hellur og segja meira um blaðamenn á þeim pappír en skotveiðimenn landsins. -ÞJ 41

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.