Tíminn - 12.11.1993, Side 6
6
Varnir
Islands
Þáttaskil framundan a&
mati Samtaka herstöðvar-
andstæðinga
„Stjómvöldum væri sæmara
að snúa sér í alvöru að endur-
reisn atvinnulífs, sem herstöð-
in gróf undan, í stað þess að
fara í fleiri betliferðir vestur um
haf,' segir í ályjctun miðnefnd-
ar Samtaka herstöðvarand-
stæðinga. En um ,aðra helgi,
20. nóvember, verður haldin
landsráðstefna samtakanna.
í ályktun miðnefndar kemur
m.a. frafn að þáttaskil séu
framundan í íslenskri stjóm-
málasögu. Það sem áður klauf
þjóðina í tvær andstæðar
fylkingar vegna veru Banda-
ríkjahers, muni brátt tilheyra
sögunni. Flest bendir til að
Evrópubandalagið muni taka
við hlutverki Bandaríkjahers
í Evrópu og utanríkisstefna
Bandaríkjanna beinist í aukn-
um mæli að Asíu.
Miðnefndin telur einnig að
hluti þess vanda sem við sé að
etja vegna minnkandi umsvifa
hersins á Miðnesheiði, stafi af
hemámi hugarfarsins. Um of
hafi verið treyst á kjötkada
hersins og á meðan hafi ekkert
verið gert í uppbyggingu at-
vinnuh'fs á Suðumesjum.
Að mati miðnefndar hlýtur
að skipta sköpum fyrir efna-
hag þjóðarinnar að losna við
herinn sem þegar hefur vald-
ið víðtækum umhverfisspjöll-
um á landinu.
Um aðra helgi verður haldin
landsráðstefna Samtaka her-
stöð varandstæðinga. Á ráð-
stefnunni munu herstöðvar-
andstasðingar m.a. þurfa að
meta hvers virði það væri ef
veruleg fækkun yrði í mannafla
Bandaríkjahers og hvemig bar-
áttunni fyrir afnámi herstöðva
og úrsögn úr NATO verði hátt-
að á breyttum tímum. -GRH
Húmanistahreyfingin
Heila heil-
brigðisþjónustu
Húmanistahreyfingin hefur
hafið herferð gegn niður-
skurði og gjaldtöku í heil-
brigðisþjónustunni. Hreyfing-
in tekur undir ályktun Félags
íslenskra heimilislækna þar
sem gagnrýnd er stefna stjóm-
valda í heilbrigðismálum.
Markmið herferðarinnar er
að felld verði niður, skref fyr-
ir skref, öll gjaldtaka í heil-
brigðisþjónustunni. Gjaldtak-
an veldur því að fólk með
bágan fjárhag fer á mis við
nauðsynlega heilbrigðisþjón-
ustu eða dregur að leita lækn-
inga, segir í tilkynningu frá
hreyfingunni. Næsta skref
herferðarinnar er fundur sem
haldinn verður sunnudaginn
14. nóvember klukkan 14 í
Lækjarbrekku.
LANDNÝTINGAR-
NÁMSKEIÐ FYRIR
RÁÐUNAUTA Á
HVANNEYRI
Vaxandi áhersla hefur undan-
farið verið lögð á skipulag, land-
nýtingu og landgræðslu og hef-
ur Bændaskólinn á Hvanneyri
veitt fræðslu í þessum efnum.
Skólinn mun halda námskeið
í landnýtingu vikuna 15.-19.
nóv. nk. sem sérstaklega er
ætlað ráðunautum. Markmið-
ið er að þeir fái sýn yfir mögu-
leika í landnýtingu og fái þjálf-
un við að skipuleggja nýtingu
lands í dreifbýli.
InnlenlO
Fö§túidágurrI2í.1ftóVémber 1993
Hugsanlegt er að nó fram verulegri hagræðingu með því að sameina ýmsa starfs- eða fagkennslu á háskólastigi,
sem nú fer fram í Háskóla Islands og 12 öðrum skólum, í einn skóla - Háskóla Reykjavikur.
Æðri menntun í villum
Heildstæð stefna í æðri menntun þjóðarinnar ekki til.
Er „Háskóli Reykjavíkur" lausnin?
„í Háskóla Reykjavíkur yrðu sameinaðir flestir skólar á háskólastigi,
aðrir en Háskóli íslands. í honum yrðu strax í upphafi 2500-3000 nem-
endur á meira en 20 námsbrautum,' segir Ólafur J. Proppé, aðstoðar-
rektor Kennaraháskóla fslands en hann hefur sett fram hugmynd um
rekstur tveggja stórra háskóla.
Á íslandi starfa núna þrettán
skólar á háskólastigi. Háskóli ís-
lands hefur mikla sérstöðu meðal
þessara skóla vegna stærðar sinn-
ar og ekki síst fjárhagslega. Staða
margra af minni skólunum er erf-
ið og jafnvel óljóst hvort þeir til-
heyri háskólastiginu eða fram-
haldsskólastiginu. Þessir skólar
eru stundum kallaðir „sérskólar'
en það skólastig er þó ekki til í
landinu samkvæmt lögum.
Að mati Ólafs Proppé er þetta
ástand algerlega vonlaust og get-
ur einungis versnað, verði því
viðhaldið. Hann hefur þvi sett
fram hugmyndir um Háskóla
Reykjavíkur. í honum yrðu sem
flestir skólar á háskólastigi, aðrir
en Háskóli íslands, sameinaðir.
„Nýi háskólinn yrði nægilega stór
til að veita H.í. heilbrigða sam-
keppni. Um leið yrðu skapaðar
aðstæður til að marka heildar-
stefnu um æðri menntun í land-
inu. Öll störf menntamálaráðu-
neytisins sem snerta háskólastig-
ið yrðu einfölduð og ná mætti
fram verulegri hagræðingu,' seg-
ir Ólafur Proppé.
Skólamir sem Ólafur leggur til
að sameinuðust í H.R. eru: Búvís-
indadeildin á Hvanneyri, Fóstur-
skóli íslands, íþróttakennaraskóli
íslands, Kennaraháskóli íslands,
Leiklistarskóli íslands, Myndlist-
ar- og handíðaskóli íslands, Sam-
vinnuháskólinn að Bifröst, Tón-
listarskólinn í Reykjavík, Tækni-
skóli íslands, Tölvuháskóli Versl-
unarskólans og Þroskaþjálfaskóli
íslands.
„Háskóli Reykjavíkur myndi
Ieggja áherslu á svið sem H.í.
sinnir lítið eða ekki. Þar gæti t.d.
verið Listasvið, Tæknisvið, Kenn-
arasvið og Verslunarsvið. Mikil-
vægast er að skólamir standi fyrir
ólíkum þáttum og höfði saman til
breiðari hóps nemenda en hver
þeirra fyrir sig,' segir Ólafur J.
Proppé. -GK
Hafréttarsáttmálann í gildi
Davíð Oddsson forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs
Umhverfis- og öryggismál voru ofarlega í huga Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra í ávarpi hans á aukaþingi Norðurlandaráðs fyrr í vik-
unni. í ræðu sinni kvað forsætisráðherra ísl. stjómvöld binda miklar
vonir við að framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna tækist að stuðla
að gildistöku Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna þannig að alþjóð-
leg skipan kæmist á þennan mikilvæga málaflokk.
Þá væri ekki síður mikilvægt að
árangur næðist á ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna um úthafsveið-
ar svo að skynsamleg nýting
fengist á fiskistofnum sem væm
hvort tveggja innan fiskveiðilög-
sögu og í úthöfum. Lýsti hann ís-
lensk stjómvöld reiðubúin til
Stórsigur
Hannesor Hlífars
Hannes HJífar Stefánsson vann yf-
irburðasigur á 42. helgarskákmóti
tímaritsins Skák á Egilsstöðum um
síðustu helgi. Hannes fékk tíu
vinninga af ellefu mögulegum en
Jóhann Hjartarson, sem var í öðm
sæti á mótinu, fékk átta og hálfan
vinning. Fjórir stórmeistarar tóku
þátt í mótinu ásamt mörgum af
snjöllustu skákmeisturum yngri og
eldri kynslóðanna. Frammistaða
Guðmundar Gíslasonar vakti sér-
staka athygli en hann lenti í 3.-4.
sæti ásamt Andra Áss Grétarssyni.
í 5.-6. sæti lentu þeir Helgi Ólafs-
son og Áskell Öm Kárason.
Efstu menn í unglingaflokki
vom þeir Hlíðar Þór, Bjöm Þor-
finnsson og Páll Þórarinsson sem
lentu í 1.- 3. sæti.
samvinnu við stjómvöld allra
áhugasamra ríkja þannig að á
næsta fundi ráðstefnunnar mætti
nást ásættanlegur árangur bæði
fyrir strandríki og og þau sem
stunduðu úthafsveiðar.
Þá vakti forsætisráðherra aihvgli
á þeirri óvissu sem skapast hefði
um öryggismál í kjölfar kalda
stríðsins. Það hefði leitt af sér,
a.m.k. í Evrópu, að stjómvöld
leituðust nú í auknum mæli við
að tryggja öryggi og stöðugleika.
í framhaldi af því varaði ráð-
herrann við að við ríkjandi að-
stæður gætu vandamálin í mörg-
um tilvikum orðið svo umfangs-
mikil og Dókin að einstök ríki eða
þjóðemisminnihlutar leituðu eig-
in úrræða á kostnað stöðugleika í
Evrópu allri eins og hann komst
að orði.
í því sambandi benti hann á mis-
jafnt gengi fyrmm kommúnista-
ríkja Mið- og Austurevrópu við
að koma á lýðræðislegum stjóm-
arháttum og markaðshagkerfi,
gífurlega etnahagsörðuleika
þeirra, umdeUd landamæri og
stórfellda mengun og dreifingu
gereyðingarvopna. Allt þetta
stuðlaði að því að viðhalda ör-
yggisleysi í Mið- og Austurevr-
ópu.
Hann taldi að öryggi yrði fyrst og
fremst tryggt með nánum tengsl-
um við Vesturevrópu og Norður-
ameríku.
B -hlutafjárútboð
Kaupfélags Árnesinga
Kaupfélag Ámesinga hefur sent út bréf til félagsmanna sinna og Oeiri
aðila, þar sem boðin em tU kaups B-deUdarhlutabréf í félaginu. B-
hlutafjárútboð í félaginu stendur nú yfir en til sölu eru bréf fyrir sam-
tals 50 milljónir króna á nafnverði. Gengi bréfanna er 1,3. Útboðinu á
að Ijúka um næstu áramót.
Hannes Hlifar SteFánsson
„Sú tUraun sem hér er gerð er
merkUeg og reynir á traust og vel-
vUja fólks tU þess félags sem flest-
um öðmm er Iíklegra tU þess að
treysta búsetu og treysta lífskjör í
sunnlenskum byggðum,' segir í
bréfi sem Sigurður Kristjánsson
kaupfélagsstjóri sendir til væntan-
legra kaupenda hlutabréfa.
TUgangurinn með þessu útboði
er að styrkja stöðu félagsins, en
53,4 miUjóna kr. tap varð á
rekstri þess á síðasta ári. Saman-
lagðar eignir félagsins em 1,7
miUjarðar, skuldir 1,3 mUljarðar
og eigið fé 436 milljónir króna.
Stefnt verður að því að gera B-
deUdina öfiuga fyrir rekstur fé-
lagsins svo og að hlutabréfin
verði eftirsóknarverður fjárfest-
ingarkostur. Arður skal greiddur
svo fljótt sem verða má og í bréfi
kaupfélagsstjóra segir ennfremur
að síðar verði sótt um skráningu
hlutabréfanna hjá Verðbréfaþingi
íslands. -SBS, Selfossi