Tíminn - 12.11.1993, Qupperneq 7

Tíminn - 12.11.1993, Qupperneq 7
Föstudagur 12. nóvember 1993 7 Þrefaldur launamunur ASÍ-fólks Um 6% afgreiðslukvenna undir 50 þúsundum króna á mánuði og 6% skrifstofukarla yfir 185 þúsundum króna á mánuði fyrir dagvinnuna .Almennt launafólk' eru slagorð sem margir nota og láta þá eins og launafólk sé almennt á svipuðum launum. í raunveruleikanum er hins vegar þrefaldur og fjórfaldur laimamunur langt í frá að vera neitt eins- dæmi. Pannig sýna t.d. tölur Kjararannsóknamefndar að meira en þre- faldur munur er á greiddum dagvinnulaunum launþega innan ASÍ. Og Qórfaldur munur á heildarlaunum er hreint ekki svo sjaldgæfur. Dreifing greidds tímakaups 2. ársfjórðungur 1993 □ Neöri fjóröungur D Miögildi B Meöaltal H! Efri fjóröungur Verkakarlar Verkakonur Iðnaðarmenn Afgr.karlar Afgr.konur Skrifst.karlar Skrifst.konur Kjararannsóknarnefnd sýnir hér glöggt hvaö launamunur getur veriS margfaldur milli starfshópa, og jafnvel innan starfshópa, sem allir tilheyra verkalýðsfélögum innan ASI. Þannig haföi t.d. fjórðungur allra afgreiðslukvenna um 300 kr. ó tímann og þaðan af minna ó sama tíma og fjórðungur skrifstofukarla haföi yfir 950 kr. ó hvern dagvinnutima. Fjórðungur afgreiðslukvenna á höfuðborgarsvæðinu fékk t.d. minna en 289 krónur greiddar fyrir dagvinnutímann á tímabil- inu apríl/júní í vor. Á sama tfirna- bili fékk hins vegar fjórðungur skrifstofukarla í Reykjavík 995 kr. og þaðan af meira fyrir hveija dagvinnustund. Launamunur innan einstakra hópa, þ.e.a.s. karlahópa, er raunar litlu minni. Þannig var t.d. launa- lægsti fjórðungur karla við almenn afgreiðslustörf með minna en 296 kr. á tímann, en á hinn bóginn hafði launahæsti fjórðungur karla við heildsölustörf meira en 840 kr. á tímann. Sömuleiðis hafði fjórð- ungur lærðra matreiðslumanna minna en 450 kr. á tfimann, en flórðungur bókagerðarmanna aft- ur á móti nærri tvöfalt meira. Og enn má nefna að fjórðungur karla í almennum skrifstofustörfum ut- an höfuðborgarsvæðisins fékk borgaðar minna en 450 kr. á tfim- ann, en fjórðungur skýrsluvéla- manna hins vegar meira en 1.090 kr. fyrir hveija dagvinnustund. Það vekur lfika athygli hvað ein- stakar iðngreinar virðast hafa misjafnt „gengi' launalega. Sé lit- ið á meðaltímakaup fyrir dag- vinnu fengu bakarar og mat- reiðslumenn kringum 550 kr. á tímann, smiðir og kjötiðnaðar- menn kringum 600 krónur, raf- virkjar, bifvélavirkjar og vélstjórar kringum 650 krónur og mjólkur- fræðingar um 700 krónur. Hæst var „gengi' prentara og bókagerð- armanna með tæpar 740 kr. að meðaltali í greitt dagvinnukaup á tímann, eða um þriðjungi hærra en bakaramir og kokkamir. Af einhveijum ástæðum er launamunur innan starfshópa kvenna miklu minni en milli karlanna. Virðist það gefa til kynna að miklu algengara sé að konunum sé greitt taxtakaup en körlunum. Afgreiðslukonur em raunar glöggt dæmi um það. Sem fyrr segir fékk fjórðungur fullvinnandi afgreiðslukvenna í dagvömverslunum höfuðborgar- innar greiddar 289 kr. á tímann eða minna s.l. vor. Samkvæmt upplýsingum VR jafngilti þessi upphæð taxtalaunum afgreiðslu- fólks eftir 1 árs starf í greininni. Meðal þessa hóps vom 322 kr. á tímann, sem samsvarar taxtakaupi eftir 7 ára starfsaldur. Tölur Kjara- rannsóknamefndar um dreifingu heildarmánaðarlauna sýna einnig margfaldan launamun. Vegna umræðna að undanfömu má t.d. benda á að fjórðungur iðn- aðarmanna hafði yfir 185 þús.kr. mánaðartekjur, sem mun heldur meira en þingfararkaup og tíundi hver var með yfir 215 þús.kr. á mánuði. Um 5% þessa hóps vom m.a.s. yfir 240 þús. kr. mörkunum, þ.e. sama hlutfall og hafði minna en 100 þús. kr. mánaðartekjur. í grófum dráttum var tekjumynstrið svipað hjá skrifstofukörlum. Um 80% af bæði verkakonum og afgreiðslukonum höfðu hins vegar minna en 100 þús.kr. í heildartekjur á mánuði, helming- urinn minna en 80 þús. kr. og fjórðungurinn minna en 70 þús- und krónur. Aðeins um 5% þess- ara kvennahópa komust yfir 125 þús.kr. heildartekjur, en það gerði hins vegar fjórðungur ver- kakarlanna og meira en helming- ur karla í afgreiðslustörfum. Verkakarlamir fylgdu nokkum vegin konum í skrifstofustörfum í launum. Um fimmtungur var undir 80 þús.kr. En rúmlega helmingur þessara hópa hafði meira en 100 þúsund á mánuði, fjórðungur komst yfir 125 þús- und, sem fyrr segir, og um 10% náðu upp í 15 5 þús. krónur. Af þessum tölum má Ijóst vera að hugtakið ,almennt launafólk" hefur afar víða merkingu, svo ekki sé meira sagt. - HEI Ingvar gefur vél Árbæjarskóli er 25 ára á þessu ári. í tilefni afmælisins ákvað Ingvar Helgason hf. að leggja sitt af mörk- um til endumýjunar á taekjakosti við vélfræðikennslu við Árbaqarskóla og færði honum að gjöf vandaða bílvél af Subam gerð með sjálfskiptingu, tölvustýrðri innspýtingu, millikæli og forþjöppu. Vélin er simdurskorin að hluta, til að hreyfihlutir sjáist. Á myndinni sést Helgi Ingvarsson framkvæmdastjóri afhenda Marinó Þ. Guðmundssyni, aðstoðarskóla- stjóra Árbæjarskóla, gjöfina. Hugarfóstur Jóns Baldvins »Ég held að það sé bara hugarfóstur utanríkisráðherra að það sé góður skattstofn að hækka verð á soðning- unni. Ég veit ekki til þess að hún eigi að hækka í verði/ segjr Benedikt Dav- íðssoa forseti ASÍ. Hann segir að það væri mjög skrýtin framsetning á lækkun virðisauka- skatts ef hún ætti að leiða til hækkun- ar á verði matvæla. »Það hefur fáránleikann í för með sér," segir Benedikt Davíðssoa forseti ASÍ. -GRH : r^i ip$ r5iS :> ’ “ • V<lkZ Rafmagnspípuhlið sett upp í Hvalfirði Vegagerðin í Borgamesi hefur sett upp rafmagnpípuhlið í Hvalfirði, það fyrsta sem sett hefur verið upp hér á landi. Að sögn Ingva Ámasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni, hefur hliðið reynst vel, a.m.k. sé ekki vitað til þess að nein kind hafi farið yfir það síðan hliðið var sett upp í sumar. Það er kannski ekki rétt að tala um að hliðið, sem sett var upp í Hvalfirði milli hvalstöðvarinnar og bensfinsölu Olíufélagsins, sé raf- magnspípuhlið því að lítið er um pípur í því. Hliðið er sáraeinfalt að allri gerð. Stálplötur em lagðar yf- ir veginn og tvær þeirra gefa straum. Þegar skepna stígur á plöt- umar fær hún stuttan rafstraum upp á 6,5 kílóvolt sem veldur því að hún hrekkur til baka. Nokkuð ömggt er talið að skepna sem einu sinni fær straum, reyni ekki við hliðið aftur. Ingvi sagði að menn sem fylgst hafa með hliðinu hafi ekki séð neina skepnu fara yfir það. Hann sagði að menn hefðu hug á að sjá hvemig skepnur bregðist við þeg- ar þær reyna að ganga í gegnum hliðið og rætt hafi verið um að reka skepnur að hliðinu. Enn hefur ekki komið til þess. Ingvi sagði að auk þess sem hlið- ið sé ömggt, séu kostir rafmagns- hliðsins þeir að það er tiltölulega ódýrt í uppsetningu og þurfi, að því er menn telja, h'tið viðhald. Hefðbundin pípuhlið em nokkuð dýr í uppsetningu. Talsvert mikil vinna fylgir því að setja þau upp og viðhaldskostnaður þeirra er umtalsverður. Ingvi sagði að þetta væri ástæðan fyrir því að Vegagerðin hefði viljað skoða aðrar leiðir í sambandi við hlið á þjóðvegum landsins. Rafmagnshliðið er flutt inn frá Noregi þar sem þessi hlið hafa öðl- ast nokkra útbreiðslu. Ingvi sagð- ist hins vegar telja að auðvelt ætti að vera að framleiða þetta hér á landi. Hann sagðist raunar telja að laghentir bændur ættu auðveld- lega að geta smíðað svona hlið. Ingvi sagði að reynslan af raf- magnshliðinu í Hvalfirði yrði metin næsta vor. Þar væri ekki síst horft til endingar, en mjög mikið mæðir á því þar sem þung umferð er um Hvalfjörð allt árið um kring. Ingvi sagðist eiga von á að Vegagerðin mundi setja upp fleiri rafmagnshlið á næstu árum. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.