Tíminn - 12.11.1993, Qupperneq 10

Tíminn - 12.11.1993, Qupperneq 10
Föstudagur 12. nóvember 1993 10 Brunnu til bunn í bílum sínum Að minnsta kosti 17 manns brunnu til bana' og 49 slösuðust þegar eldur kviknaði í gasbíl í Suður- Frakklandi í fyrrakvöld. Búist var við að fleiri hefðu jafnvel látist en slökkviliðsmenn leituðu í tugum brunninna bílflaka í gær. Slysið varð þegar kvikn- aði í hjólbörðum bresks gasbfls og breiddist eldur- inn hratt út og að lokum sprakk bfllinn. Þétt umferð var á veginum sem liggur milli Parísar og Bordeaux. Haft var eftir slökkviliðs- mönnum að engin leið hafi verið að komast að aðalbálinu vegna hita og urðu þeir því að einbeita sér að björgun fólks sem var í bflum fjærst eldinum. Þetta er versta slys á veg- um Frakklands í röskan áratug. -reuter Drepum Rushdie segir ó skiltunum. Rushdie hættur að flýja Salman Rushdie nennir ekki meiri feluleik. Breski rithöfundurinn Salman Rushdie sagði í gær að hann ætlaði brátt að hætta baráttu sinni fyrir afnámi dauðadóms írana yfir sér. „Ég get ekki haldið áfram að berjast svona. Bráðum held ég heim til að skrifa nýja bók,' sagði Rushdie á blaðamanna- fundi í Amsterdam í gær. Hann sagði að aðrir yrðu að halda uppi baráttunni og talaði um lágkúrulegan endalausan ferðasirkus, héldi hann áfram flóttanum. „Þetta snýst ekki einungis um mína persónu heldur er grund- vallaratriðið það, að enginn verði drepinn fyrir það eitt að skrifa bók,* sagði Rushdie. Það var erkiklerkurinn í íran, Ayatollah Khomeini, sem lýsti dauðadómnum yfir Rushdie á þeim forsendum að rit hans, Söngvar Satans, væri guðlast og móðgun gegn Múhameðstrú. Dauðadómurinn gildir einnig yfir öllum þeim sem tengjast út- gáfu bókarinnar svo sem útgef- endum og þýðendum. Einn út- gefandi og tveir þýðendur hafa orðið fyrir árás undanfarin þijú ár og lést annar þýðendanna. „Ég er sannfærður um að á al- þjóðavettvangi þurfi að setja lög sem skilgreini þessa breytni ír- ana sem hreina hryðjuverka- starfsemi," sagði Rushdie og lagði áherslu á að Evrópuríki þyrftu að vera einarðari í baráttu sinni gegn írönum og nefndi í því sambandi efnahagslegar og pólitískar refsiaðgerðir. -reuter Bretum annt um stríðsminjar Breska rikisstjórnin friðlýsti í gær skipsflaki frá 18. öld sem talið er síðasta heila orrustu-fleytan sem þurfti ræðara til að komast áfram. Það voru kafarar sem fundu fleytuna en þeir höfðu áður fundið forna smíðisgripi í námunda við hana. Það þurfti 60 ræðara til að Vestur-Indía. Belhaven fórst með knýja fleytuna, Royal Ann, sem fórst í slæmu veðri suðvestur af Englandi árið 1721. Tilgangur ferðarinnar var að flytja nýja landstjórann á Barbdos, Belha- ven lávarði, yfir Atlandshafið til fleytu sinni og allri áhöfn. Meðal fomminja sem komu í Ijós var eggjárn sem skjaldar- merki fjölskyldu Belhaven var greypt á. IOSLÓ — Norskir læknar sprautuðu 10 fyrirbura með blóðefn- um gerðum úr þýskum blóð- vökva, óskimuðum fyrir HIV- veiru sem veldur alnæmi. Þetta upplýsti Werner Christie heil- brigðisráðherra í gær. Hann sagði þó að engin hætta væri á að kornabörnum sem hefði verið gefið efnið í júní á sjúkrahúsi í Þrándheimi í vestur- hluta Noregs yrði meint af. For- eldrar allra barnanna hefðu fengið upplýsingar um málið. Fyrirtækinu UB plasma í Ko- blenz, sem seldi blóðvökvann til Noregs, var lokað í síðustu viku og fjórir starfsmenn handteknir vegna ásakana um hroðvirknis- legar prófanir og ótta um að HTV-mengaður blóðvökvi kynni að hafa verið seldur til u.þ.b. 80 sjúkrahúsa. SARAJEVO — Brott- flutningur óbreyttra serb- ^ÉHHneskra borgara frá Sarajevo hófst aftur í gær eftir að serbnesk heryfirvöld létu lausa tvo bosníska lífverði sem rænt var undir byssuógnun úr bryn- vörðum bfl S.þ. MOSKVA — Rússneski aðstoð- arutanríkisráðherrann Vitaly Tsjúrkin, samningamaður rúss- neskra stjórnvalda í viðræðum um fyrrum Júgóslavíu, kom til Belgrad til nýrra viðræðna um að binda enda á bardaga á Balk- anskaga. 3LISSABON — Jassír Arafat, PLO-leiðtogi, sagðist í gær vænta þess að ísraelar undirrituðu bráðlega friðarsamkomulag við Sýrland og Líbanon, auk Jórdaníu. 4MOSKVA — Sergei Ba- búrin, einn helsti and- stæðingur Borisar Jeltsín forseta, sagði í gær að opinbert bann sem útilokar flokk hans frá kosningunum í næsta mánuði, væri hluti af herferð á æðstu stöðum til að lama stjómarand- stöðuna. 5DUBLIN — Bill Clinton forseti hefur sakað Gerry Adams, forseta Sinn Fein, um að eiga þátt í samningu hernaðaráætlunar IRA sem fer fram „á æðstu stöðum', og sagði að honum yrði áfram bannað að koma til Bandaríkjanna. 6PITTSBURGH — Laura Davies, fimm ára breska telpan sem undirgekkst tvær líffæraflutningaaðgerðir í Bandaríkjunum, er látin. Tals- kona Children's Hospital í Pitts- burgh tilkynnti það í gær. 7MOSKVA — Forsætis- ráðherra Belgíu, Jean-Luc Dehaene, sagði í gær að hann hefði boðið Boris Jeltsín að heimsækja Brússel í næsta mán- uði til að undirrita viljayfirlýs- ingu um samvinnu Rússa og Evrópu. Jeltsín er boðið að koma til Brússel 9. desember, daginn fyrir fund Evrópuráðsins, til undirrit- unarinnar og sagði belgíski for- sætisráðherrann tæknileg smáat- riði afgreidd síðar. Rússneski ut- anríkisráðherrann, Andrei Koz- yrev, sagðist áh'ta að Jeltsín yrði tilbúinn að hitta leiðtoga Evr- ópubandalagsins. 8SARAJEVO — Króati í sameiginlegu forsætisráði Bosníu sagði í gær að rík- isstjómin hefði skipað her sínum að hætta árásum á hémð Króata í Mið-Bosníu. Stjepan Kljuic tilkynnti þessa ákvörðun degi áður en utanrflds- ráðherra Króatíu, Mate Granic, var væntanlegur til Sarajevo til viðræðna um átökin milli stjóm- arhersins undir stjórn múslima og hermanna aðskilnaðarsinn- aðra Bosníu-Króata (HVO) sem njóta stuðnings frá Króatíu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.