Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.11.1993, Blaðsíða 15
Föstudagur 12nóvember 1993 15 Foreldrum Power hefur vafa- laust létt við tíðindin þótt ekki tæki betra við. Árið 1970 hvarf dóttir þeirra sporlaust eftir að fréttir bárust um að hún væri viðriðin morð á lögreglumanni en hún var þá háskólastúdent. Áður en hún gaf sig fram vissu foreldrar hennar því ekki hvort hún væri lífs eða liðin. Fyrirmyndarnemandinn fetar glæpabrautina Power var fyrirmyndarnemandi fram eftir aldri og gekk í skóla ætluðum Kaþólikkum. Faðir hennar starfaði í banka og hún átti sjö systkini. Pegar hún hóf háskólanám fór hún að vera í slagtogi með Stanley nokkrum Bond, tukthúslimi sem sótti þar nám. Á þessum tíma mótuðust róttækar skoðanir hennar og Bond varð átrúnaðargoðið. Þetta var á tímum stríðsins í Ví- etnam og tímum stúdentamót- mæla. Þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Kambódíu má segja að hægfara skoðanir Powers hafi þróast í það sem kalla má öfgafullar, róttækar skoðanir. Hún skipulagði stúdentaverkfall í skólanum ásamt herbergisfélaga sínum, Susan Saxe. Það varðaði varasama braut í lífi beggja. Árið 1970 lögðu þær stöllur, á- samt Bond og tveimur fyrrum félögum hans úr steininum, á ráðin um bankarán í Boston. Peningana skyldi nota til vopna- kaupa handa hryðjuverkasam- tökunum Svörtu hlébörðunum, en markmið þeirra var að binda endi á Víetnamstríðið. Ránið gekk ekki áfallalaust fyrir sig og var lögreglumaðurinn Walter Schroeder skotinn til bana. Power ók bfl ræningj- anna og komst gengið undan með andvirði um 26.000 dala. Samkvæmt lögum Massachusset fylkis voru meðlimir hópsins samábyrgir fyrir morðinu. Velmetinn matrei&slukennari Árið 1977 tók Power upp nafn- ið Alice Metzinger, og tveimur árum seinna fæddist henni son- urinn Jaime sem nú er 14 ára. Ári síðar giftist hún Ron Duncan sem hún trúði fyrir leyndarmáli sínu. Árið 1984 var Power svo tekin af skrá FBI yfir þá glæpamenn sem helst var leitað að. Loks er hægt a& Ijúka mólinu um logreglumor&i& í Boston. Katherine Power kemur fyrir sjónir sem sigruð kona en kannski mó segja að samvisk- an hafi haft sigur að lokum. Þegar hér var komið sögu rak Power eigin veitingastað, Napoli, ásamt vinkonu sinni Paulu Sharf. Þær stöllur áttu það sameiginlegt að eiga enga fjölskyldu að bakhjarli en Sharf var munaðarlaus. Einn starfsfé- laga hennar lét hafa eftir sér að þrátt fyrir skuggalega fortíð hafi Power verið mikilsvirt í sinni Foreldrar Power voru samferða Ron, eiainmanni hennar, í réttarsalinn. starfsgrein. Meðal vina og kunn- ingja var hún álitin góð og ástrík móðir sem ól son sinn óaðfinn- anlega upp. Með árunum íþyngdi fortíðin Power stöðugt meira og hún sótti sjálfshjálparnámskeið fyrir þunglynda á bæjarsjúkrahúsinu. Linda Caroll sá um námskeiðið og hún tók eftir konunni í sjálfs- morðshugleiðingunum. "Hún þjáðist af löngun til að tjá sig en gat það samt ekki. Ég man ekki eftir neinum sem hefur þjáðst af jafn ásæknu þunglyndi. Ég vissi að hún átti sér fortíð og ef mér ætti að takast að hjálpa henni yrði hún að opna sig,' segir Linda Carrol. Langur tími Ieið en að lokum sá Power að hún gæti aldrei öðlast sálarró nema að hún gæfi sig fram. Hún hafði samband við lögmanninn Stephan Black, sem kom henni í samband við verj- andann Rikki Klieman. Ár leið og Alice Metzinger hélt kveðjuhóf fyrir vini og vanda- menn sem voru furðu Iostnir þegar hún sagði þeim frá því hver hún væri í raun og veru. 'Ég ætla að læra að lifa með heiðarleikann og sannleikann að leiðarljósi frekar en skömmina,' sagði Power. Hún fer enn að ráðum Lindu Carrol í baráttu sinni við þung- lyndið. Minningar hennar frá ráninu og árunum á flótta eru samt sem í þoku. Get ekki fyrir- gefið henni Á hóteli í Massachusset hitti hún foreldra sína á ný og eina systur. Faðir hennar hafði nýlega fengið hjartaáfall og hafði óskað sér þess að fá að sjá dóttur sína áður en hann yrði allur. Þar var einnig eiginmaður Power sem hefur ættleitt son hennar. Fjöl- skyldumeðlimir ræddu saman drjúga stund um horfin ár og skipst var á upplýsingum um skyldmenni og barnabörn. Næsta dag gafst flóttamaðurinn upp og mátti fjölskyldan nú hlusta á þessa fyrirmyndakonu játa sig seka um morð og vopn- að rán. Það sama kvöld neytti Power fangafæðis í stað þess sælkera- fæðis sem hún hefur haft lifi- brauð sitt af. 'Ég get bara ekki fyrirgefið henni,' var haft eftir syni myrta lögregluþjónsins en Power bað fjölskyldu hans formlega afsök- unar á framferði sínu frammi fyrir réttinum. f stuttri yfirlýsingu segir Power: "Það voru ekki eigin hagsmunir sem leiddu mig villu vega. Ég var rekin áfram af djúpt hugsaðri heimspekilegri rökhyggju sem segir að ranglæti verði að stöðva og þá helgar tilgangurinn ávallt meðalið." Power hlaut 8 til 12 ára fang- elsisdóm samhliða 20 ára skil- orði. á góðu verði! Kr. 21.957.- Kr. 15.276,- Kr. 18.607,- (ÉLíMFHS iÉMMMMl & ©6) G3E, Sundaborg 3 104 Reykjavík Sími: 684800 NÓVEMBERTILBOÐ Á HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. /0 AFSLÁTTUR VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, símar 68 64 55 - 68 59 66 hagstæö kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.