Tíminn - 12.11.1993, Síða 22

Tíminn - 12.11.1993, Síða 22
22 \>f‘ i •I3finriv.-'in £J - Föstudagur 12. nóvember 1993 VIÐ MINNUM Á AÐ FJÖLDAMARGIR FORELDRAR LOKA AUGUNUM FYRIR ÞVl AÐ BÖRNIN LÍÐA FYRIR ÁFENGISNEYSLU ÞEIRRA. AfengisvarnarAð ■ FÉLAGASAMTÖKIN VERND ■ HEILBRIGÐIS- OG ■ tryggingamAlarAðuneytið • HVlTABANDlÐ ■ ISLENSKA BINDINDISFÉLAGIÐ ■ ISLENSKIR UNGTEMPLARAR • LANDSSAMBANDIÐ GEGN Afengisböunu LIONSKLÚBBURINN LIUUR ■ PRESTAFÉLAG Islands • RAUÐA KROSS HÚSIÐ ■ SAMTÖK SKÖLAMANNA UM BINDINDISFRÆÐSLU ■ STÓRSTÚKA ISLANDS I.O.G.T. ■ TEMPLARAHÖLLIN - umferðarrAð • VlMULAUS ÆSKA - FORELDRASAMTÖK • ÞÖRSBAKARl • ÞJÓÐKIRKJAN ■ KIWANISKLÚBBURINN HARPA ■ KVENNAATHVARFIÐ • FÉLAG ELDRI BORGARA SÆLUVÍMA HJÁ ÞÉR GETUR ÞÝTT SVARTNÆTTI HJÁ BARNINU ÞÍNU ER VIMAN ÞESS VIRÐI ? atak TILÆYRGÐAR RITSTJÓRN 91-618303 AUGLÝSINGAR 91-618321 Ónýtar siðareglur Pétur Pétursson, heilsugæslu- læknir á Akureyri, segir að í nýj- um leiðbeiningum Læknafélags íslands um ýmis hagsmuna- tengsl læknastéttarinnar, sé allt heimilt og ekkert takmarkað. Hann telur þessar siðareglur það máttlitlar að þær séu í raun óþarfar. í grein Péturs Péturssonar, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, kemur fram að Læknafélag ís- lands hafi haustið 1990 skipað nefnd til þess að vinna að gerð leiðbeininga fyrir lækna til þess að fara eftir í samskiptum sínum við lyfjafyrirtæki. f þessari nefnd sátu, ásamt Pétri, Sigmundur Sigfússon og Magnús Ólafsson, sem var formaður nefndarinnar. Nefndin útbjó drög að siðaregl- um, sem síðan voru birtar í maí- hefti Fréttabréfs lækna 1991. Stjóm Læknafélags íslands tók ekki tillögur nefndarinnar fyrir einar og sér heldur skipaði á að- alfundi nýja nefnd „viturra manna og góðgjamra'", eins og Pétur kemst að orði í grein sixmi og fékk hún útvíkkað hlutverk fyrri nefndarinnar. Seinni nefndin starfaði undir forsæti Sigmundar Sigfússonar og átti til viðbótar að fjalla um ýmis önn- ur hagsmunaleg tengsl lækna- stéttarinnar en hin fyrri. Nefnd- in starfaði í eitt ár og afrakstur- inn er tillögur sem stjórn Læknafélags íslands samþykkti síðastliðið sumar. í greininni í nýútkomnu nóv- emberhefti Læknablaðsins, ber Pétur Pétursson tilögur nefnd- anna tveggja saman. Þar segir hann: „...ársvinna seinni nefnd- arinnar hefur aðallega verið fólgin í því að fella niður setn- ingar úr tillögum fyrri nefndar- innar, sem að öðru leyti hafa verið teknar upp orðréttar.' Engu hafi verið bætt við, nema að nú taki leiðbeiningarnar einnig til samskipta við fram- leiðendur og seljendur lækn- ingatækja. Meðal atriða sem nefndin felldi niður úr fyrri tillögum að siðar- reglum, var að gera þyrfti þá kröfu til aðila sem kynntu lyf fyrir læknum, að þeir kynntu efnin á hlutlægan hátt og kynnu á þeim góð skil. Þá er fellt út, að læknum sé ekki heimilt að þiggja matarveislur og vínveit- ingar á fræðslu- og kynningar- fundum. í kafla um stuðning við endurmenntun og viðhalds- menntun lækna er m.a. strikað út, að ekki sé við hæfi að læknar þiggi fjárstuðning til skemmtim- ar eða nauðsynjalausrar risnu. Sömuleiðis, að risna og greiðslur til ferðafélaga lækna teljist ekki efla starfsheiður læknastéttar- innar. Fleiri atriði eru tínd til, en Pétur endar grein sína á þeim orðum, að honum sé, „...alger- lega óskiljanlegt, hvaða þörf var á því að setja leiðbeiningar, þar sem allt er heimilt en ekkert takmarkað." -ÁG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.