Tíminn - 12.11.1993, Page 25
Föstudagur 12. nóvember 1993
25
Handaflsstýring
LESENDUR SKRIFA
Markaðsaðgerð-handaflsstýring.
Þessi tvö orð merkja eitt og hið
sama, en Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra stefnir þeim hvort
gegn öðru, þegar hann reynir að
útskýra tilraunir ríkisstjómar til
að draga úr vaxtaskrúfunni. Hið
fyrra á skv. honum að tákna
frjálsar hreyfingar markaðsafl-
anna, sem leiðrétta allt sjálfkrafa
og em af hinu góða. Hið seinna
stendur fyrir valdbeitingu og rík-
isforræði, sem em af hinu vonda
að hans mati — eða þeirra sem
hann þjónar.
Hvorki orðaleikur né mglingur
getur í reynd falið verk hans. Við
skulum líta raunhæft á það, sem
hann er að gera, eins og fram
kemur í Morgtmblaðsgrein hans
30. okt. sl. og leiðari blaðsins
sama dag kallar „þáttaskil'.
Hver er þá markaðsaðgerð
D.O.? Hún er, svo sem segir í
fyrstu málsgrein, tilkynning hans
þess efnis, að „ríkið taki erlent
lán til að fjármagna lánsfjárþörf
sína, bjóðist ekki sambærileg
lánskjör hér heima, og stuðli
þannig að verulegri lækkun
raunvaxta.'
Þetta er einhver harkalegasta
og um leið hörmulegasta „hand-
aflsstýring' sem um getur. Við
íslendingar erum skuldugasta
þjóð heimsins að höfðatölu í er-
lendum gjaldeyri. Erlendar
skuldir námu skv. OECD-skýrslu
í byijun áratugarins (1990) kr.
1.000.000 (einni milljón) á hvert
mannsbarn í landinu. Þótti þá
þegar í óefni komið og ákveðið
að hætta frekari erlendri skulda-
söfnun. Það voru þáttaskil af
hinu góða. Nú ætlar D.O. hins
vegar að opna flóðgáttina að
nýju. Við höfum ekki, eins og
Færeyingar, Dani til að hjálpa
okkur út úr ógöngum, en hugs-
anlega EB, meðan við höfum
ekki ráðstafað öllum auðlindum
okkar á sjó og landi. Menn
spyija: „Hefir þama fram farið í
leynd kaup og sala?' Öll ræða
Jóns B. Hannibalssonar í þing-
byrjun gekk út á það, að erfitt
væri fyrir ráðamenn að mæta
samlöndum á 50 ára afmæli lýð-
veldis að ári með slíka erlenda
skuldabyrði og ótrygga stöðu
efnahagslegs sjálfstæðis. Hvað
segir hann í dag, þegar farið er
hraðbyri út á sömu braut?
Um leið býður D.O. upp á fjár-
flótta, eða hvað annað segja
þessi orð hans í greininni: „Að-
gerðin væri valdníðsla, ef menn
hefðu ekki möguleika á að reyna
að ávaxta fé sitt annars staðar, ef
þeim líkar ekki kjör ríkisins.'
D.O. greindi frá nefndum að-
gerðum sínum til að vextir megi
lækka á þingi LÍÚ. Fylgdi „tíma-
mótagrein' hans mynd af hon-
um og Kristjáni Ragnarssyni.
Voru báðir að vonum glaðlegir
og fagnandi. Það segir sína sögu.
Fáir munu fagna með þeim fé-
lögum, þegar öll kurl koma til
grafar — og aðgerðin snýst upp í
andhverfu sína.
Á neðri hluta opnu bls. 22-23 í
Morgunblaðinu 30/10 sl. er
reynt að renna stoðum undir
„markaðsaðgerð" D.O., er stuðli
að „betra jafnvægi á innlendum
fjármagnsmarkaði'. Ekki veitir
af, þegar innantómum glamur-
yrðum ráðherrans lýkur. Sagt er
í neðanmálsgreininni m.a., að
markaðsaðgerðin sé byggð á svo-
nefndri vaxtamyndunarskýrslu
viðskiptaráðherra. Ég hefi lesið
hana. Þar stangast eitt á annað,
og ekki stendur steinn yfir steini,
þegar upp er staðið. Það hefir þó
hjálpað höfundi og boðberum
„markaðsaðgerðar" D.O., að þeir
hafa sjálfir aldrei lesið hana. Má
marka það af því m.a., að fyrsta
boðorðið þeirra af tíu, sem rikis-
stjómin ætlar að grípa til í formi
samræmdra aðgerða, er einmitt
„endurskoðun lagaákvæða um
verðtryggingu og vexti". Hefði
mátt ætla, að sú endurskoðun
hefði farið fram áður, enda aðal-
efni skýrslunnar.
Framangreind 10 (tíu) boðorð,
sem öll er að finna á opnu 22-
23, eru hvert og eitt handafl,
sem svo er kallað, þegar bein af-
skipti af og íhlutun í markaðinn
er höfð í frammi.
Segja mætti, að sitt sýnist
hveijum í vaxta- og peningamál-
um. Svo er þó ekki í reynd. Að-
eins ein stefna þjónar hag al-
þjóðar. Hins vegar eru þeir sjálf-
sagt ekki fáir, sem líta í eigin
barm aðeins og spyija: „Græði ég
— ég — á þessu?" Og þannig
mótast afstaðan að svo miklu
leyti sem menn ráða skoðunum
sínum.
Ég hefi rætt við tugi manna
heima og erlendis, suma há-
einburum
Samkvæmt rannsóknum ástr-
alskra vísindamanna er tví- og
þríburum hættara við heila-
skemmdum við fæðingu, sem
orsaka lömun eða truflun á
hreyfistörfum líkamans, en ein-
burum.
Læknar í borginni Perth í Ástr-
alíu fóru yfir allar fæðingaskýrsl-
ur áranna 1980 til '89 og komust
að raun um að líkumar á því að
þríburar yrðu fyrir heila-
skemmdum, voru 47 sinnum
meiri en hjá einburum, en tví-
bumm var 8 sinnum hættara við
heilaskemmdum.
Þessi lömun, „cerebal palsy',
eða önnur truflun á hreyfistörf-
um líkamans, stafar af völdum
heilaskemmda, einkum fyrir eða
menntaða, og lesið hundruð
blaðsíðna. Niðurstaðan er þessi:
Við íslendingar eigum aðeins tvo
kosti. Annar er sá að hætta verð-
tryggingu fjárskuldbindinga nú
þegar, hinn að halda henni, en
festa raunvexti.
Kristján
í fæðingu og er sérstaklega um
krampalömun að ræða.
Þá fundu læknamir það út að
deyi annar tvíbura eða einn þrí-
bura fyrir fæðingu, aukist líkum-
ar á að þeir sem lifi verði fyrir
heilaskemmdum.
Læknarnir geta ekki bent á
neinar ljósar skýringar á þessu
en benda á að hugsanleg skýring
geti verið sú að fæðingarþyngd
tví- og þríbura sé lægri en hjá
einburum.
Fjölburafæðingum hefur farið
fjölgandi á Vesturlöndum und-
anfarin ár samhliða árangursrík-
ari aðgerðum gegn ófijósemi.
-reuter
Fjölburum hættara
við heilaskemmdum en
Uið bióðum neyðarÞiónustu fyrir raf-
masnsviðaerðir í heimahúsum os í fyrirtæki-
um á höfuðborsarsvæðinu.
Sú Þiónusta sem í boði ertekur til allra
bilana stórra os smárra.
í stærri bilunum er bó miðað við að um
bráðabirsðaviðserð verði að ræða. en endan-
les viðserð fari fram á dasvinnutíma.
HAUKUR&
rafverktakar 68-45-25
ALLT GÓÐAR VÖRUR MEÐ STÓRAFSLÆTTI!
Dæmi: Peysur frá kr. 875 - Bolir frá kr. 440 - Pils frá kr. 550
Buxur frá kr. 699 - Jakkar frá kr. 1.100 - Kjólar frá kr. 1.399 '
Skyrtur frá kr. 525 - Skór frá kr. 629 - Kápur frá kr. 1.599
og margt, margt fleira á frábæru verði!
POSTVAL , Skútuvogi 1, sími 68 44 22