Tíminn - 12.11.1993, Side 31

Tíminn - 12.11.1993, Side 31
Föstudagur 12. nóvember 1993 31 RÍSANDISÓL „RisingSun" erspennandi ogfrá- bærlega vel gerö stórmynd sem byggð er á hinni umdeildu met- sölubók Michaels Crichton. Það eru hinir frábæru leikarar, Sean Connery og Wesley Snipes, sem leika hér lögreglumenn sem fengnir eru til að rannsaka morð á ungri stúlku sem frnnst látin í stjórnarherbergi japansks stór- fyrirtækis. Leikstj.: Philip Kaufman (Unbe- arable Lightness of Being). Sýndkl. 4.15,6.40,9 og 11.20. Bönnuðlnnan16ára. FLÓTTAMAÐURINN arsms 9og11.20. ÍTHXogDIGITAL. Bönnuð Innan 16 ára. SJENS Sýnd kl. 5,7 og 11. TINA Sýnd kl. 9. 11111111111111111111 ii 1111 n 111111 mTT SlMI 78900 - ALFABAKKA 8 - BREIDHOLTI Ein vinsælasta grinmynd ársins DAVE FYRIRTÆKIÐ Leikstjórinn Ivan Reitman (Twins, Ghostbusters) kemur hér með stórkostlega grínmynd sem sló í gegn vestan hafs í sumar. Það er hinn frábæri Kevin Line sem hér fer á kostum og má með sanni segja að hann hafi ekki verið betri síðan í „A Fish Called Wanda“. Aðalhl.: Kevin Kline, Slgourney Weaver, Frank Langella og Ben Kingsley. Framl.: Richard Donner Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. TENGDASONURINN Sýnd kl. 6.30 og 9.10. Nýja Bette Midler grinmyndln HÓKUSPÓKUS Sýndkl. 5, 7og11. Sýnd kl. 5,7,9. Bönnuð innan 10 ára. ÆVINTÝRAFERÐIN Sýnd kl. 4.50. GLÆFRAFÖRIN Sýndkl. 9og11. „Used People" er án efa besta og Ijúfasta gamanmynd sem komið hefur síðan myndin steiktir grænir tómatarvargerð!“ Það er friður hópur frábærra leikara sem fer með aðalhlut- verkin í þessari skemmtilegu , gamanmynd. Leikstjórl: Beeban Kldron. Sýnd kl. 6.45,9 og 11.15 í THX I 1 9 i Sýnd kl. 6.45,9 og 11.15. i THX. DENNIDÆMALAUSI Sýndkl.5. I ITI'1111 ITI'II 11111111111111 rTTTT rrr (---------------------1 HÁSKÓLABÍÓ sími 22140 Hæftulegt skotmark Van Damme og hasarmyndaleik- stjórinn John Woo í dúndurspennu- mynd sem faer hórin til að rísa. Sýndkl. 5,7(9og 11.15 Stranglega bönnuS innan 16 óra Fyrirtækið sýnd Id. 5, 9 og 11. B.i. 12 ára Benny og Joon sýnd kl. 5 og 7. Jurassic Park sýnd kl. 5, 7.05 og 9.10 sími 16500 Laugavegi 54 Frumsýpir gamanmyndina Eg giftist axarmorðingja (So I married an axe murderer) Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Charlie hefói alltaf verið óheppinn með konur. Sherry var stelsjúk, Jill var í mafíunni og Pam Ivktaði eins og kjötsúpa. Loks fann hann hina einu rétfu. En slátrarinn Harriet hafói allt til að bera. Hún var sæt oa sexí og Charlie var tilbúinn að hrirgefa henni allt. Þar til hann komst að því að hún var axar- morðingi! Grínistinn Mike Myers úr Wayne's Wodd er óborganlega lyndinn í tvöföldu hlutverki Charli- es og föður hans og Nancy Travis, Anthony LaPaglia, Amanda Plummer og Brenda Fricker fylla upp i furðulegan fjölskyldu- og vinahóp hans. Tónlistin í myndinni er fróbær og meðal flytjenda eru Spin Doctors, Toad the Wet Sprocket, The Boo Radleys og Ned' s atomic Dustbin. Svefnlaus í Seattle sýnd Idukkan 5, 7, 9 og 11 i \ ,u 11 r 1.1 Indókína sýnd kl. 9.15. B.i. 14 ára Rauði lampinn sýnd Id. 7. Allra síðustu sýningar. Af öllu hjarta - Map og the Human Heart sýnd kl. 5 og 9. B.i. 12 óra í skotlínu Af öllu hjarta KVIKMYNDIR (Map of the Human Heart) ★★★1/2 Handrit: LouisNowra. Framleiðendur: Tim Bevan og Vincent Ward. Leikstjóri: VincentWard. Aðalhlutverk: Jason Scott Lee, Anne Parillaud, Patrick Bergin, Robert Joamie, Annie Galipeau, Jeanne Moreau og John Cusack. Háskólabíó. Bönnup innan 12 ára. Nýsjálendingurinn Vincent Ward er einn af þeim áhugaverðari í faginu í dag. Af öllu hjarta er einstaklega sterkt verk og mikill fengur fyrir þá, sem gaman hafa af vönduðum kvikmyndum. Síðasta mynd hans, The Navigator, vakti verðskuldaða athygli, sérstaklega fyrir frábæra leik- stjóm, og með þessu nýjasta verki sínu tryggir svo Ward sig í sessi sem leikstjóra á heimsmælikvarða. Myndin hefur hlotið mikið lof víða um heim og ekki er annað að sjá en hún eigj það verulega skilið. f upphafi myndarinnar hittir Avik (Lee), aldinn eskimói, kortagerðarmann í N.-Kanada árið 1965 og segir honum af stormasamri ævi sinni. Saga Aviks hefst þegar hann er ungur drengur í upphafi 3. áratugarins og Walter Russell (Bergin) kemur til að gera kort af svæðum eskimóanna. Avik fær berk- la og það verður úr að Russell tekur hann með sér til Montreal og kemur honum á spítala. Þar kynnist hann Albertine (Parillaud), sem er af índíá- naættum, og verða þau sálufélagar og miklir mátar en eru síðar aðskilin. Þegar seinni heimstyijöldin er skollin á kemur Russell aftur til N.-Kanada og Avik biður hann að koma til skila röntgenmynd af bijósti Albertine en gengur svo til liðs við bandamenn og verður flugliðsforingi. Hann hittir Albertine í Lundúnum en Russell hafði ekki aðeins skilað kortinu af hjarta hennar heldur einnig orðið ástfanginn af henni. Avik verður að há baráttu við vin sinn Russell um ástir Albertine. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um söguþráðinn en það er besti kos- turinn við handritið að þótt sagan sé dramatísk og stór í sniðum er hún langt frá því að verða yfirborðskennd eða í ætt við sjónvarpssápur. Þetta er mjög sérstæð og áhugaverð ástarsaga, laus við alla froðu og aldrei lang- dregin. Vincent Ward sýndi með The Navigator að hann leggur mikið upp úr kvikmyndatöku og greinilegt er að hann hefur mikið vald yfir miðlinum. Eduardo Serra stjórnar tökuvélinni frábærlega og á klisjan .veisla fyrir augað' mjög vel við þegar handverki hans hér er lýst. Leikaramir eru allra þjóða kvikindi í orðsins fyllstu merkingu en mest mæðir á Jason Scott Lee og Anne Parillaud (Nikita). Þau fara bæði mjög vel með hlutverk sín, sem em verulega krefjandi. Aðrir leikarar skipa minni mllur en Robert Joamie og Annie Galipeau, sem leika elsk- enduma sem böm, standa sig feykiv- el. Jeanne Moreau er einnig mjög eftirminnileg í Iitlu hlutverki nunnu, sem kennir bömunum á spítalanum. Af öllu hjarta er afar vel gerð kvikmynd og er ástæða til að hvetja kvikmyndaáhugamenn að láta hana ekki fram hjá sér fara. í þessu sam- bandi skal bent á að það er í raun nauðsynlegt að sjá hana í bíói því hætt er við að frábær kvikmyn- datakan missi marks á sjón- varpsskermmum. Örn Markússon.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.