Tíminn - 11.12.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.12.1993, Blaðsíða 2
Laugardagur 11. desember 1993 aðeins erfiðleikana síðar meir. Nýj- ar eða endurskipulagðar atvinnu- greinar á sviði framleiðslu sem þjónustu, þar sem tilkostnaði er haldið í skefjum, er það sem koma skal og forsenda þess að vel takist er að verksvit og viðskiptavit fari sam- an. Ekki er gruniaust um að þar skorti oft mikið á hjá misjafnlega dugmiklum framkvæmdamönnum. Stytting vinnutíma og dreifing starfa ættí ekki að vera tiltökumál í tæknivæddu þjóðfélagi. Að meðalvinnutími karla skuli vera um 50 stundir á viku bendir ekki til að tæknin sé nýtt af tiltakan- lega miklum vitsmunum, og enn síður að dreifing starfa sé sann- gjöm. Hrikalegur launamunur er enn ein sönntm þess að vel er hægt að jafna tekjur meðal vinnandi fólks. Á samdráttartímum er það sjálfsagt vegna afkomu fyrirtælqa og stofn- ana, að þeir, sem mest hirða til sín af launatekjum, verði þeir fyrstu sem sagt er upp störfum. Þeir ættu líka að standa betur að vígi, þegar þeir missa vinnuna, en armingjam- ir sem fara slyppir og snauðir á at- vinnuleysisbætur. Þeir, sem alið hafa allan sinn ald- ur í neysluþjóðfélagi þar sem lán- tökur em undirstaða lífsgæðanna, eiga ekki auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum og ráða- menn og atvinnuvegir bregðast seint og illa við þrengingatímum. Skyndireddingar og fjöldagjaldþrot em afleiðingamar. Uppástunga bæjarstjórans á Akranesi um að tileinka hálfrar aldar afmæli lýðveldisins baráttu gegn atvinnuleysi er góð og gild og meira en tímabær. En atvinnuleys- ið verður ekki yfirunnið með orð- um einum og góðum ásetningi, heldur með réttum og skynsamleg- um viðbrögðum. Það á að hætta að lofa fólki gulli og grænum skógum og glepja um fyrir upprennandi kynslóðum með því að gósentíð bíði handan við homið eða alda- mótin, en leggja þeim mun meiri áherslu á að lífsgæðin séu ekki endilega fólgin í löngrnn vinnu- tíma og dýrum lífsvenjum. Með hófsemi og jöfnuði er hægt að vinna bug á atvinnuleysinu, eins og mörgum öðrum félagsleg- um meinum, en það er auðvitað til of mikils ætlast að svo róttæk hug- arfarsbreyting nái að festa rætur á skömmum tírna. En vel má nota lýðveldisafmælið til að dusta rykið af gömlum hugsjónum um jafn- réttí og bræðralag, sem eftir allt saman eru þau hyggindi sem í hag koma. 2 LEIÐARI /( Hyggindi sem í hag koma Margt bendir til að hálfrar aldar afmælis lýðveldisins verði minnst með því að einn af hveijum tíu vinnufærum íslendingum verði at- vinnulaus. Það ástand sjá menn fyrir sér, ef engin breyting verður á vinnumarkaði og ekkert verður að gert til að spoma við fótum. En þess sjást engin merki, því miður. Því er haldið fram að með gildis- töku Evrópska efnahagssvæðisins um áramótín muni hagur Strympu fara að vænkast. Sú von erbyggð á því að inn- og útflutningur muni aukast verulega og að betra verð fáist fyrir afurðimar erlendis. Frjálsa fjármagnsílæðið á einnig að fjörga athafnalífið. Sú trú byggist á því að útlendingar muni ijúka til og fjárfesta hér á landi strax og tækifærin bjóðast upp úr áramót- unum. En gæta ber þess að mikil efna- hagslægð hrjáir þjóðir Evrópu og er tíu til tuttugu prósent atvinnuleysi orðið fast í sessi í flestum aðildar- ríkja EB. Tala þeirra, sem ekki hafa vinnu, fer síhækkandi og ekkert samkomulag næst um hvemig bregðast á við þessum mesta vanda, sem steðjar að neyslu- og velferðaiþjóðfélögum um vestan- verða álfuna. Þegar austar dregur er ástandið enn verra. Sé þetta haft í huga, er bágt að sjá hvaða stoð nánari efnahagstengsl við EB hafa á íslenskt atvmnulíf, og ekki blæs byrlega fyrir þeim íslend- ingum sem kunna að vilja notfæra sér atvinnufrelsið, sem kveðið er á um í EES-samningnum. Það er lítil bót í því að fara úr atvirmuleysinu á íslandi í sams konar ástand ann- ars staðar, þótt atvinnuréttindi séu fyrir hendi. Með aukinni frystítogaraútgeið og mikilli skerðingu þorskveiðikvót- ans er augljóst að atvinnuleysi á ís- landi á eftir að aukast til muna. Minnkandi fjárfestingar og fram- kvæmdir em staðreynd sem ekki verður gengið framhjá og útkoman er ekki glæsileg fyrir vinnandi stéttir. Að atvinnuleysisstígið nái tíu prósentum á næsta ári em vamað- arorð Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi, sem hann lét falla í við- tali við Tímann. Hann stíngur upp á því að fimmtíu ára afmæli lýð- veldisins verði tíleinkað baráttunni við atvinnuleysið. Við þessu samfélagsmeini em engar einfaldar lausnir til. Hagsveifl- ur nágrannaþjóðanna, sem við eig- um mest viðskiptí við, hafa mikil áhrif hérlendis og við fylgjum þeim eftir niður í efnahagslægði mar og þá óáran sem af því leiðir. En mestu munar um sjávaraflann og þegar hann bregst — af hvaða orsökum kemur út á eitt — verður samdratt- ur óhjákvæmilegur í öllu atvinnu- Iífi, eldd síður til lands en tíl sjós. Flestum er ljóst að ekki verður bætt úr með frekari skuldasöfmm og að ijúka til og gera einhver kostnaðarsöm átök, sem aldrei skila arði. Fálm og fát af því tagj eykur Jólahátíð og jólaglögg Steinn Steinar orti eitt sinn um jólahátíðina með þeim hættí sem honum einum var lagið. í ljóðinu skopast Steinn að þeirri ofumeyslu sem einkenir jólahald í okkar heimshluta. Ljóð Steins endar á þessum orðum; »með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann'. Þetta var að sjálfsgöðu galgopalega sagt og í samræmi við ákveðinn tíðaranda. Ádeilan og háðið, sem Steinn Steinar setti fram á ofumeysluþjóðfélagið er þó enn í fullu gildi og sjálfsagt í enn meira gildi heldur en það var á þeim tíma, þegar Steinn ortí áminnst Ijóð. Eitt af því, sem tekið hefur verið upp á síðustu árum og löngu eftir að kvæðið áðumefnda var ort er að efna til samkvæma með svo- nefndu jólaglöggi. f heimahúsum og á vinnustöðum er frá miðjum desember til jóla haldið upp á jólin fyrirfram með því að fólk drekkur sig mismunandi ölvað af þessari tegund áfengis. Ég minnist þess, að ég var fyrir mörgum ámm staddur í Kaupmannahöfn nokkm fyxir jól. Á ísköldum desemberdeginum angaði ilmurinn af heitu jólaglöggi út úr hveni krá og jafnvel víðar. Ég minnist þess, að mér fannst þetta dálítið undarlegt að menn skyldu Jón Magnússon, lögmaður. búa sér til sérstakt tilefni til að detta í það meira og minna allan desembermánuð. Ég hef nú raun- ar komist að því, að Danir virðast ekki þurfa neitt sérstakt tilefni til að detta í það almennt. Slíkt hefur hinsvegar ekki verið uppi á ten- ingnum hjá okkur heima á Fróni, sem þurfum þó að líða mun kald- ari vetur og harðara veðurfar held- ur en Danir. Við höfum lengst af drukkið samkvæmt dagatali og klukku og ekkert umfram það. Sú drykkja hefur þó verið yfirdrifin fyrir marga og skilið eftir sig harm, trega og sár, sem aldrei gróa. En nú eru að koma jól og þá skal halda uppi hinum nýja sið og detta í það oft og reglulega í jólaglöggi. Áfengi, sem þeir sem neyta þess vita ekki gjörla af hvaða styrkleika er eða nákvæmlega hvemig er samansett. Hinsvegar gerist það oftar en ekki, eftir slíkar skemtanir á vinnustöðum og víðar, að skemmtuninni er ekki lokið með jólaglögginu og afleiðingin verður sú, að fjölmargir, sem fóru að skemmta sér með þessum hætti sjá fram á ónýta jólahátíð vegna þess, sem gerðist eftir jólaglöggið og aldrei átti að gerast. Raunar eru þessar afleiðingar ekkert bundnar sérstaklega við jólaglögg og neyslu þess, heldur áfengisneyslu yfirleitt. Með jólaglögginu er kominn nýr farvegur áfengisneyslu, sem teng- ist helstu hátíð okkar kristinna manna og fer fram dagana áður en jólahátíðin gengur í garð. Það er sú staðreynd, sem manni finnst lítt hugnanleg, sérstaklega vegna þeirra afleiðinga sem þetta hefur oft í för með sér og bitnar þá oft á þeim sem síst skyldi. Með þessum hugleiðingum er ekki verið að krefjast þess eða gera því skóna, að gera eigi áfengi útlægt eða neytendum þess jafn erfitt fyrir og neytendum annarra vímuefna. Ljóst er að þeir eru til, sem geta neytt áfengis sér til gam- ans, þó að þeir séu til muna færri en halda að þeir getí gert það. Enn fæm ef nokkrir neyta þess sér tfl gagns. En það er ekki verið að hvetja tfl áfengisbanns eða neins þessháttar, enda eí ég þeirrar skoðunar, að almennt verði það að vera ákvörðun hvers einstaklings fyrir sig hvemig hann eða hún vill haga lífi sínu. Frá því að ég las ljóð Steins Steinars fyrst á táningsaldri og tfl- einkaði mér þá ádeiluhugsun á of- umeyslujólin, sem þar kemur fram, hefur mér við hver jól og þó einkum í seinni tíð orðið æ hug- leiknara að þess væri nauðsyn, að kristið fólk minntist þess sérstak- lega í jólamánuðinum, myrkasta mánuði ársins á norðurhveli jarð- ar, að tilefni jólahátíðarinnar er að fagna sigri Ijóssins yfir myrkrinu, sigri kærleikans yfir hatrinu, sigri vonarinnar yfir vonleysinu. Tilefni jólahátíðarinnar er ekki að fagna eða færa Mammoni eða Bakkusi fómir. Einu sinni heyrði ég frægan grínista segja þá sögu, að í Banda- rískum bamaskóla hefði kennar- ixm spurt 3 stráka að því hvað þeir gerðu á aðfangadagskvöld. Einn var kaþólskur, einn var lútherskur og einn var gyðingatrúar. Sá kaþ- ólski sagði: á aðfangadagskvöld förum við í kirkju um miðnættíð en eftir það fömm við heim og tökum upp gjafir og það er fullt af leikföngum og ég leik mér Iangt fram eftir nóttu. Sá lútherski svar- aði: við förum nú ekki í kirkju, en á aðfangadagskvöld borðum við góðan mat, syngjum Heims um ból og tökum síðan upp gjafimar og ég fæ fullt af leikföngum, sem ég leik mér að fram á nótt. Þá svar- aði sá sem var gyðingatrúar: ja, á aðfangadagskvöld gerum við nú ekki neitt af því að við erum gyð- ingar, en á jóladagsmorgun förum við pabbi í leikfangaverksmiðjuna okkar og horfum á endalausar tómar hfllur, syngjum síðan lof sé Jesúbaminu og síðan pökkum við niður og förum til Flórída í jólafrí. Þetta var bara grínsaga en lýsir dá- lítið vel hughrifum margra varð- andijól og jólahátíð. Jólin em hátíð bamanna eins og sagt er og allir foreldrar vilja að bömin þeirra njótí alls hins besta um jólin. Hvemig væri að við legð- um okkar af mörkum tfl þess að bömin okkar gætu notið jólanna með þvi að geta horft upp á okkur fullorðna fólkið með fullu ráði og rænu. Að við gerum þeim grein fyrir því um leið og þau fengju að sjálfsögðu gjafimar sínar, að jólin em annað og meira en gjafir og jólaskraut. Þeim sem þykir gaman að drekka jólaglögg eða annað áfengi: eigum við ekki að hafa eitt á hreinu. Það em allir tímar ársins til þess hentugri að drekka og vera mglaður enjólin. ---- TÍMINN ;------------------------------------------------------------------ Ritstjóri: Agúst Þór Árnason • Aðstoðarrifstjóri: Oddur Ólafsson • Fréttastjóri: Stefón Ásgrímsson Utgefandi: Mótvægi hf • Stjórnarformaður: Bjarni Þór Óskarsson • Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstiórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Aðalsími: ól 8300 Póstfax: 618303 Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. Mónaðaróskrift 1400 kr. Verð í lausasölu 125 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.