Tíminn - 11.12.1993, Blaðsíða 6
Laugardagur 11. desember 1993
6
Innlent fQ
10 % meintra stúta
hafði neytt
kannabisefna
Kannabisefni fundust í blóði tí-
unda hluta þeirra ökumanna
sem stöðvaðir voru vegna gruns
um ölvun við akstur og lentu í
úrtaki könnunar Rannsókna-
stofu í lyfjafræði í samvinnu við
Umferðarráð og lögreglustjóra-
embættið. tögreglustjóri telur
ástæðu til að endurskoða rann-
sóknaraðferðir á blóðsýnum
ökumarma í framhaldi af niður-
stöðu rannsóknarinnar.
í rannsókninni voru könnuð
blóðsýni 201 ökumanns sem
stöðvaður var á árinu 1992 og
fyrri hluta árs 1993. Valin voru
sýni þar sem þéttni etanóls var
við eða undir refsimörkum um-
ferðarlaga hvað varðar áfengis-
magn í blóði. Kannbisefni fund-
ust í sýnum nítján ökumann-
anna og af þeim reyndust fjórtán
einnig hafa neytt einhvers áfeng-
is. Dr. Þorkell Jóhannesson hafði
umsjón með könnuninni. Hann
segir að niðurstaðan sýni að þörf
sé á að Ieitað verði að kannabis-
efnum og amfetamíni auk áfeng-
is í blóðsýnum þeirra sem eru
stöðvaðir vegna meints ölvuna-
raksturs. Núna er slíkt ekki gert
nema í undantekningartilfellum.
Böðvar Bragason lögreglustjóri í
Reykjavík tekur undir þessi orð
Þorkels og segir að hann muni
líklega leggja til við dómsmála-
ráðuneytið að reglunum verði
breytt. Hann segir að það verði
að gera í samvinnu við sérfræð-
inga þar sem engin viðmiðunar-
mörk séu til um hvenær fólk
verði ófært um að aka bifreið
eftir neyslu kannabisefna. Böðv-
ar vill einnig fá samanburð við
önnur lönd en hann veit ekki til
Kristín Magnúsdóttir og Þorkell Jóhannesson fró Rannsóknastofnun í lyf-
jafræði StÓOU aS rannsókninni. TimamyndÁrni Bjamo.
þess að sambærileg rannsókn
hafi verið gerð í nágrannalönd-
unum.
Árlega eru stöðvaðir 2000-2400
ökumenn á landinu fyrir meint-
an ölvunarakstur. Flestir þeirra
eru mikið ölvaðir en að meðal-
tali reynist aðeins tíundi hluti
þeirra vera undir refsimörkum.
-GK
Herra Ólafur Skúlason biskup íslands vígir fyrri ófanga Grafarvogskirkju sunnudaginn 12. desember klukkan 16. Þá
verður neðri hæð kirkjunnar tekin í notkun, en þar er meðal annars safnaðarsalur þar sem barnamessur verða í
framtíðinni, skrifstofa sóknarprests og stofa unair fermingarfræðslu. Um níu þúsuna manns tilheyra Grafarvogssókn
en söfnuðurinn hefur hingað til haft aðstöðu í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Á myndinni eru Magnús Ásgeirsson for-
maður sóknamefndar, arkitektar kirkjunnar þeir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson og sr. Vigfús Þór Árna-
son sóknarprestur. Timamynd: Ámi Bjarna
Liðin tíð að
skamma Albaníu
„Mér þykir miður að þetta út-
boð skuli ekki hafa heppnast, því
ég tel að það hefði verið þess
virði að taka þessum 5%,* segir
Bjöm Grétar Sveinsson formað-
ur Verkamannasambands ís-
lands.
Hann undrast þó gífuryrði Sig-
hvats í garð samtaka launafólks
þar sem ráðherrann hefur farið
offari. Björn segir að ráðherra
væri nær að líta til samherja
sinna í lækkun vaxta.
»Það er liðin tíð að skamma AI-
bam'u þegar ætlunin er að skam-
ma Kína. Hinsvegar er það alveg
satt hjá ráðherra og hann má
eiga það sem hann á að formað-
ur VSMÍ hefur galað hæst um
lækkun vaxta. Oft hefur ráð-
herrann farið með ósannara
mál."
Formaður VMSÍ segir að það sé
þekkt að sambandið hefur marg-
oft hvatt lífeyrissjóðina og deilt á
þá fyrir að hafa ekki staðið sig
nægilega vel í lækkun vaxta.
„Því má hinsvegar ekki gleyma
að lífeyrissjóðirnir gengu fram
fyrir skjöldu í að stuðla að lækk-
un vaxta á sínum tíma. Þannig
að þessar upphrópanir ráðherr-
ans em mjög ósanngjamar. Þótt
allir vilji Lilju kveðið hafa í þess-
um vaxtamálum, þá var lestinni
ekki ýtt í gang í vaxtamálunum
af hálfu ráðherra fyrr en að af-
loknu þingi VMSÍ."
Bjöm Grétar segir að það megi
ekki gleymast að þetta útboð á
húsnæðisbréfum og gauragang-
urinn í kringum það sé aðeins
einn keppurinn af mörgum í
sláturtíðinni.
„Það er allt slátrið eftir og in.a.
þessi nafnvaxtaþáttur sem ég hef
margoft bent á. En þar emm við
tala um raunvexti uppá 13% -
16%," segir Bjöm Grétar Sveins-
son formaður VMSÍ. -GRH
Hæpinn sparnaður í
heilbrigðismálum
segir Finnur Ingólfsson, alþingismaður
Spamaðarhugmyndir ríkisstjóm-
arinnar í heilbrigðismálum ganga
ekki upp. Álögur á sjúklinga eru
auknar og kostnaður kerfisins í
heild minnkar ekki. Þetta segir
Finnur Ingólfsson þingmaður
Framsóknarflokksins.
í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómar-
innar er gert ráð, fyrir að útgjöld til
heilbrigðismála dragist saman um
2,4 milljarða. Finnur segir að af
þeim hafi ríkisstjómin þegar hætt
við sparnað upp á einn milljarð.
„Það var hætt við að loka Gunn-
arsholti, hætt við heilsukort, hætt
við að eignatengja lífeyristrygging-
ar og við að skera niður eingreiðsl-
ur til elli- og örorkulífeyrisþega. Á
móti þessu hafa menn ákveðið að
spara á öðrum sviðum. Það á til
dæmis að spara í magalyfjum upp
á 100 milljónir króna umfram þær
150 milljónir sem gert er ráð fyrir í
fjárlagafrumvarpinu að verði spar-
aðar í lyfjum. Þetta verður að
mínu viti ekki gert nema með því
að velta kostnaðinum yfir á sjúk-
linga. Staðreyndin er sú að þessi
lyf hafa gegnum árin sparað mörg
hundruð milljónir því með þeim
hefur verið komið í veg fyrir að
menn hafi þurft að gangast undir
uppskurð inni á sjúkrahúsum. Það
er því hæpinn spamaður að koma
í veg fyrir að efnalítið fólk geti
notað þessi lyf. Einnig á að spara
með því hætta að senda fólk í
hjartaaðgerðir erlendis. Núorðið
Það er óásættanlegt að u.þ.b.
20% þess fjár sem ætlað er í sér-
stakt framkvæmdaátak sökum at-
vinnuástands komi í hlut höfuð-
borgarsvæðisins þar sem tæplega
60% þjóðarinnar býr.
Þetta kom fram á fundi borgar-
ráðs fyrr í vikunni og er skorað á
Alþingi og ríkisstjóm að sjá til þess
em svo til eingöngu böm sem fara
utan í slíkar aðgerðir vegna þess
að tækjakostur Landspítalans er
ekki nægur til að framkvæma þær
hér. Ef Landspítalinn á að bæta
þessum aðgerðum við starfsemi
sína þarf að auka fjármagn til
hans. Samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu skortir þegar 380 milljónir
að framlög til vegaframkvæmda í
borginm verði í eðlilegu samræmi
við þörf og umferðaröryggi og arð-
semi.
Sagt er að bráðnauðsynlegar
framkvæmdir eins og breikkun
Vesturlandsvegar frá Elliðaám að
Höfðabakka ásamt mislægum
gatnamótum i báða enda þoli ekki
króna á fjárlagaheimildir Landspít-
alans til að hann geti haldið
óbreyttri starfsemi á næsta ári. Ég
sé ekki hvernig þetta á að fara
saman," segir Finnur Ingólfsson
alþingismaður Framsóknarflokks-
ins. Ekki náðist í Guðmund Áma
Stefánsson heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra í gær. -GK
bið. Þá segir að gerð mislægra
gamamóta á mótum Miklubrautar
og Kringlumýrarbrautar sé brýn
vegna umferðaöryggis. Sagt er að
þessar framkvæmdir séu mun arð-
samari en ýmis önnur verkefni
sem áformuð eru annars staðar á
landinu. -HÞ
Skorar á
fjármála-
ráðherra
að draga
skattinn
til baka
Bæjarráð Kópavogs skorar á
fjármálaráðherra að hætta við
14% virðisaukaskatt á rekstur
strætisvagna og segir það muni
hækka fargjöld um 12 - 16%.
„Slíkt myndi einungis leiða til
aukinna álaga á almenning,
fækkun farþega, sem tæpast get-
ur verið markmið nkisvaldsins."
Þetta kemur fram í samþykkt
bæjarráðs. Þar er þessum áform-
um harðlega mótmælt. Vakin er
athygli á þeirri staðreynd að
strætisvagnar séu reknir með
verulegum halla og rekstur
þeirra sé með öllu óframkvæm-
anlegur nema með hallaframlagi
frá sveitarfélögum.
„Að ríkisvaldið skuli láta sér
detta í hug að skattleggja halla-
framlag er með ólíkindum og
verður ekki túlkað á annan hátt
en þann að litið sé á almenn-
ingssamgöngur sem óæskilega
þjónustu af hálfu sveitarfélag-
anna," segir og í sameiginlegri
ályktun bæjarráðs. -HÞ
Um 60% þjóðarinnar fær
20% af framkvæmdafé
Borgarráð skorar á Alþingi og ríkisstjóm að framlög til vegamála í borginni
verði með eðlilegum hætti