Tíminn - 11.12.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.12.1993, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 11. desember 1993 ■■ ■ * . ■ í áHwiS&S'W. Félag eldri borgara i Reykjavík og nó- grenni Sunnudag í Risinu: Brids- keppni, tvímenningur, kl. 13 og félagsvist. Kl. 14 verðlaunaaf- hending fyrir 5 daga keppnina. Dansað í Goðheimum kl. 20. Mánudag: Opið hús í Risinu kl. 13- 17. Fijáls spilamennska. Lögfræðingur félagsins er til viðtals fimmtudaginn 16. des. Panta þarf viðtal í síma 28812. Kattholt Basar og flóamarkaður verður haldinn í Kattholti, Stangarholti 2, sunnudaginn 12. des. og hefst kl. 14. Allur ágóði rennur til óskiladýra. Mæérastyrksnefnd Kópavogs til viðtals og með fataúthlutun í Félagsheimili Kópavogs, suður- dyr, þriðjudaginn 14. des. frá kl. 17-19 og miðvikudaga og fimmtudaga á sama tíma. Fríkirkjan í Reykjavík Sunnudag 12. aes.: Bamaguðs- þjónustald. 11. Jólavaka kl. 17. Frá kl. 16.30 mun organisti safnaðarins, Pavel Smid, leika á orgel kirkjunnar og frá kl. 16.45 syngur RARIK- kórinn. Efni jólavökunnar er fjölbreytt í tónum og tali. Ræðumaður jólavökunnar í ár verður Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður og rithöfundur. Fríkirkjukórinn syngur, svo og barnakór og kirkjugestir. Einsöngvarar verða: Helga Rós Indriðadóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Erla B. Einars- dóttir og Ragnar Davíðsson. Þátttakendur í barnastarfinu fara með jólaguðspjallið á sinn hátt. í lokin verða jólaljósin tendruð eins og venja er. Eitt af kortunum með mynd af Hó- teigskirkju. Kirkjur landsins ó kortum Á þessu ári hófu Nýjar víddir útgáfu á kortaflokki með ís- lenskum kirkjum í samvinnu við sóknarnefndirnar. Kortin eru afar hátíðleg með vetrar- myndum eftir Ingibjörgu Bimu Steingrímsdóttur. Aftan á kort- unum em fróðlegar upplýsingar um viðkomandi kirkjur. Kirkjukortin fást bæði sem jólakort og tækifæriskort — og þá einkum tengd atburðum sem eiga sér stað í kirkjunum. Þau eru kjörin sem boðskort, t.d. í fermingar og brúðkaup. Umsjón með hönnun kortanna hefur Kristín Þorkelsdóttir hjá Nýjum víddum. Kort með eftirtöldum kirkjum eru komin út: Dómkirkjunni, Þingvallakirkju, Hallgrímskirkju, Laugameskirkju, Bústaðakirkju, Háteigskirkju, Árbæjarkirkju, Kristskirkju, Fríkirkjunni í Reykjavík, Seltjarnameskirkju, Blönduóskirkju, Ytri- Njarðvik- urkirkju, Grenivíkurkirkju og Grindavíkurkirkju. Verð kirkjukortanna er 100 krónur og nýtur Hjálparstofnun kirkjunnar góðs af sölu þeirra á almennum markaði og sölu Nýrra vídda til fyrirtækja. Sókn- arnefndir kirknanna ráðstafa tekjum af eigin sölu til kirkju- starfs. Kvöldlokkur á jólaföstu Þriðjudaginn 14. desember heldur Blásarakvintett Reykja- víkur, ásamt félögum, sína ár- legu aðventutónleika í Krists- kirkju undir heitinu »Kvöld- lokkur á jólaföstu'”. Kvöldlokkan eða serenaðan var vinsælt form skemmtitónlistar á átjándu öld og fyrri hluta þeirrar nítjándu, ætluð mönnum til yndisauka og upplyftingar við ýmis hátíðleg tækifæri. Þeir félagar hafa haldið þessa tónleika í rúman áratug við sívaxandi vinsældir og mörgum finnst þessi hljómfagra blásaramúsík ómissandi í jó- laundirbúningnum, þótt ekki til- heyri hún beint jólum. Að þessu sinni verða leikin eftirtalin verk: Octet-Partita í Es-dúr eftir Hum- mel, Petite symphonie eftir Go- unod, og eitt af meistaraverkum Mozarts fyrir átta blásara, Ser- enade No. 12 í c-moll, K388. Hljóðfæraleikaramir eru: Bem- harður Wilkinson á flautu, Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins, óbó, Einar Jóhannesson og Sig- urður I. Snorrason, klarínett, Hafsteinn Guðmundsson, Rúnar Vilbergsson og Brjánn Ingason, fagott, og Jósef Ognibene og Þorkell Jóelsson, hom. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. Listamenn frá Litháen stjóma jólaleikriti Þjóðleikhússins: Mávurínn eftir Anton Tsjekhof Þjóðleikhúsið hefur fengið til hðs við sig þijá af fæmstu Ieik- húslistamönnum Litháen, þá Rimas Tuminas leikstjóra, leik- mynda- og búningateiknarann Vytautas Narbutas og tónskáldið Faustas Latenas. Þessir listamenn eru hingað komnir til að stjóma jólaleikriti Þjóðleikhússins, sem er Mávur- inn eftir Anton Tsjekhof, í nýrri þýðingu Ingibjargar Haraldsdótt- ur. Þetta töfrandi og ljúfsára leikrit hefur löngum verið talið eitt af perlum leikbókmennt- anna. Rimas Tuminas er listrænn stjórnandi Litla leikhússins í Vilnius og hefur jafnframt verið mikilvirkur leikstjóri. Meðal leikrita, sem hann hefur stjóm- að nýverið, má nefna Galíleó eftir Bertolt Brecht og Kirsu- beijagarðinn eftir Tsjekhof, en sú sýning var sýnd víða á Norð- urlöndum og vakti mikla at- hygli. Leikmynda- og búningahönn- uðurinn Vytautas Narbutas hef- ur starfað mikið með Tuminas, nú síðast við sviðsetninguna á Galíleó. Tónskáldið Faustas Latenas hefur starfað við leikhús í Lithá- en í áraraðir og samið tónlist við meira en 120 leikrit. Hann hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viður- kenninga fyrir verk sín. Ásdís Þórhallsdóttir er aðstoð- arleikstjóri og hefur verið túlkur á æfingum, en hún stundaði leikstjómamám í Moskvu. Með helstu hlutverk í Mávin- um fara Anna Kristín Amgríms- dóttir, Baltasar Kormákur, Jó- hann Sigurðarson, Halldóra Bjömsdóttir, Erhngur Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Amfinnsson, Edda Arnljótsdóttir og Guðrún Gísladóttir. Vytautas Narbutas, leikmyndo- og búningateiknari (yst t.v.), Rimas Tuminas leikstjóri, Ásdís Þórhallsdóttir aðstoSarleikstjóri, og leikhópurinn. Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Hjördís og Ásmundur óstöðvandi Enn og aftur bættu Hjördís Eyþórsdóttir og Ásmundur Pálsson skraut- fjöður í hatt sinn í Kauphallarmótinu sem fram fór á Hótel Sögu um síð- ustu helgi. Þau unnu mótið annað árið í röð og hljóta menn að fara að spyrja sig þeirrar spumingar af fullri alvöm hvort tími þeirra sé ekki upp mnninn í landsliðshópnum. Spiláð var í þremur lotum, fjögur spil á milli para, alls 108 spil. 28 pör tóku þátt og vom flestir af sterkustu spilurum landsins þar saman komnir. Mótið hófst á upp- boði, þar sem Guðmundur Páll Amarson og Þorlákur Jónsson, sem lentu í öðm sæti á mótinu, reyndust dýrastir en tilboðin í dýmstu pörin vom nokkm lægri en verið hefur síðustu ár. í þriðja sæti lentu Hrólfur Hjaltason og Sigurður Sverrisson. Mótið imnu Hjördís og Ásmund- ur öðm fremur á jafnri spila- mennsku. Risaskorin létu þó sjá sig og þetta spil gaf góðan arð: NORÐUR ♦ Á98543 ♦ T65 ♦ 532 *4 VESTUR AUSTUR * DG * K76 4 ÁK3 4 9872 ♦ GT764 4 9 4> DG8 4 ÁKT75 SUÐUR ♦ T2 4 DG4 ♦ ÁKD8 + 9632 Þetta spil kom upp gegn einu sterkasta parinu, Jóni Baldurssyni og Sævari Þorbjömssyni. Jón sat í norður og kom inn á sagnir með veikri hindmn (samkvæmur eigin BOLS-heilræði) en það reyndist ekki happadijúgt í þetta skiptið. sagnir: Suður Vestur Norður Austur Sævar Ásmundur Jón Hjördís pass 1* 2+ dobl pass 3 ♦ pass 3grönd allir pass Eftir doblið og 3ja tígla sögn Ás- mundar kom upp staða þar sem Hjördís var í raun .endaspiluð' í sögnum og átti ekki aðra sögn en 3 grönd. Þau em alltaf skotheld en eðlilega fundu sárafáir AV-spilarar þann samning, enda ber allt að bútabmnni ef AV fá frið til að segja. Því græddu Hjördís og Ás- mundur 85 á spilinu vegna sagna- legs gjaldþrots Hjördísar sem er at- hyglisvert og leiðir hugann að tvíeggjaðri hindmn Jóns. Philip Monis Evróputvímenningurinn Föstudagskvöldið 19. nóvember sl. var spilaður landstvímenningur og Philip Morris Evróputvímenn- ingur á 17 stöðum á íslandi og tóku alls 276 pör þátt. í þessari keppni er spilað í riðlum og því em landstvímenningmeistarar í báðum riðlum. NS-riðilinn unnu Sveinn Her- jólfsson og Þorsteinn Bergsson frá Bridgefélagi Fljótsdalshéraðs en þeir spiluðu á Reyðarfirði og fengu 65,44% skor. í öðm sæti lentu ísak J. Ólafsson og Kristján Kristjánsson, Bridgefélagi Reyðar- og Eskifjarðar, með 63,59% skor og í þriðja sæti urðu Jón Sigur- bjömsson og Steinar Jónsson frá Bridgefélagi Siglufjarðar. AV-riðilinn unnu Karl Her- mannsson og Amór Ragnarsson frá Bridgefélagi Suðumesja eri þeir spiluðu í Sandgerði og fengu 69,14% skor Það dugði þeim í sjötta sætið á heimsvísu sem er glæsilegur árangur. f öðm sæti vom Reynir Magnússon og Oddur Hannesson frá Bridgefélagi Fljóts- dalshéraðs en þeir spiluðu á Seyð- isfirði og fengu 65% skor. í þriðja sæti urðu Snorri Steinsson og Friðrik Egilsson frá Bridgefélaginu Geisla, Súðavík, en þeir spiluðu í Reykjavík og fengu 64,46 skor. Góð þátttaka var í Sigtúni 9 þetta kvöld. í spili no. 20 naut sagnhafi, séra Cecil Haraldsson, blessunar andstæðinganna og jafnvel æðri máttarvalda á við- kvæmu augnabliki. NORÐUR + DT976 * G76 1 D * K642 VESTUR AUSTUR * ÁK82 4 5 V DT 4 Á854 4 KT87653 4 G42 + - 4 ÁT975 SUÐUR 4 G43 4 K932 * Á9 * DG83 Besta geimið í spilinu er 5 tíglar sem standa jafnvel með yfirslag ef vestur hittir á tígulinn. Cedl varð hins vegar sagnhafi í þremur gröndum dobluðum eftir að aust- ur var búinn að melda lauf og hjarta. Suður var nokkuð hvatvís og doblaði 3 grönd sem bað um hjartaútspil. Norður spilaði hlýðinn út hjarta- gosanum og Cecil drap þann slag heima með drottningu. Eftir do- blið hlaut suður að vera með tígu- lásinn en Cedl þótti líklegra að hann væri blankur og spilaði tíguláttu að heiman. Norður spil- aði meira hjarta og suður stakk upp kóngnum. Hann svissaði síð- anyfirí spaðagosa sem Cedl drap á ás og síðan kom tígulkóngur á ás suðurs (gosi úr blindum). Aftur kom spaði frá suðri, Cedl dúkkaði og norður átti slaginn. Þetta var staðan: NORÐUR 4 DT9 46 4 - + K42 VESTUR AUSTUR 4 K8 4 - 4 - 4 Á8 4 T8763 4 4 4 - 4 ÁT97 SUÐUR 4 4 4 93 4 - + DG83 Hér er komin upp sérkennileg stíflustaða, (ofanritaður leggur tfl að þetta afbrigði megi kalla tví- stefnustíflu) og hér þarf meira en „One-Shot' til að hreinsa and- rúmsloftið. Sagnhafi á nú átta slagi með því að ryðja niður tíglinum en ásamir í borði eru tfl lítils. Ef sagnhafi fer inn í blindan á tígulfjarkann þá á hann ekki afturkvæmt og ef hann heima er alltaf tapslagur á spaða. Norður missteig sig hins vegar og leysti vandamál Cecfls með því að spila síðasta hjartanu (fannst spaðagosinn enn úti)og spilið stóð því slétt. Séra Cecil hlaut því tæp- lega 80% skor en hefði fengið núllið ef spilið hefði farið niður. Rit um precision Út er komið íslenskt rit, Predsion - sagnkerfi í bridge - eftir Viðar Jónsson. Bókin er í kiljuformi, 52 bls. að lengd og fjallar um predsi- son sagnkerfið eins og nafnið bendir til. Höfundur hefur skipt ritinu í þijá hluta: 1. Grunnkerfið. 2. Ýmsar nýjungar og viðbætur. 3. Predsion norðursins - uppáhalds- kerfi höfundar. Þá ritar Guð- mundur Páll Amarson, fyrrver- andi heimsmeistari, inngangsorð. Það kann að hljóma undarlega að hægt sé að fjalla um sagnkerfi eins og predsion á jafnfáum síð- um, viðbætur við gmnninn og sérstaka útfærslu höfundar, þar sem lögmálin em nokkuð flóknari en hjá byijendum. Vel hefur þó tekist til í megin dráttum, engu er ofaukið og fylgja fyrsta hluta kversins fjölmörg æfingadæmi sem nýtast byijendum sérstak- lega vel. Þeir sem em lengra komnir fá einnig töluvert fyrir sinn snúð, sérstaklega í síðasta hluta bókarinnar sem er forvitni- legur fyrir margra hluta sakir. Helsti gallinn á ritinu er prentun- in, en lesmálið er ekki skýrt og hefði verið hægt að bæta þar úr án mikfls tilkostnaðar. Uppsetningin er skýr og þótt gamlir predsion- refir kunni að hnjóta við á stöku stað, er mikill fengur að þessu að- gengilega riti. Hérlendis hefur standard-sagnkerfið verið hægt og rólega að leggja undir sig markað- inn, en að því kerfi ólöstuðu, hlýt- ur fjölbreytni í sagnkerfum að vera af hinu góða fyrir íslenskt bridgelíf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.