Tíminn - 11.12.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.12.1993, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 11. desember 1993 Enginn skemmtilestur BÓKMENNTIR Jón Þ. Þór Eiríkur St. Eiríksson: Helnauó. Fróði 1993. 176 bls. Þessi bók hefur að geyma níu þætti af sjóslysum og hrakning- um sjómanna við íslands- strendur eða á íslenskum skip- um. Sá fyrsti greinir frá hrakn- ingum vélbátsins Bjargar frá Djúpavogi um áramótin 1947- 1948, hinn næsti frá því er mb. Ver frá Bíldudal fórst í janúar 1968, þriðji frá því er mb. Helgi frá Hornafirði fórst á Færeyja- banka haustið 1961, fjórði segir frá strandi belgíska togarans Pelagusar í Vestmannaeyjum 1982, fimmti frá því er breski togarinn Preston North End strandaði við Geirfuglasker 1950, sjötti frá strandi nýsköp- unartogarans Jóns Baldvins- sonar undir Hrafnkelsstaða- bergi í Grindavík 1955, sjöundi frá því er ms. Edda frá Hafnar- firði fórst á Grundarfirði árið 1953, áttundi segir frá því er þrír skipstjórar drukknuðu í innsiglingunni til Stokkseyrar árið 1970 og í níunda og síð- asta þættinum greinir frá því er mb. Mummi frá Flateyri sökk árið 1964. Bókarhöfundur, Eiríkur St. Eiríksson, er reyndur blaða- maður og þekkir vel til sjávar- útvegs. Hann hefur viðað að sér ýmsum heimildum um þá atburði, sem hann fjallar um, en byggir þó mest á frásögnum manna, sem voru með einum eða öðrum hætti þátttakendur í atburðarásinni. Þetta er heppi- legt fyrirkomulag. Þættirnir í bókinni verða fyrir vikið læsi- legri, frásögnin öll persónulegri en þegar aðeins er unnið eftir rituðum heimildum. Hættan er hins vegar sú að sögumenn taki ráðin af skrásetjaranum og þótt ekki beri mikið á því í þessari bók, virðist mér sem það hafi gerst á stöku stað. Þetta er fróðleg bók og vel unnin, en hins vegar geta rit af þessu tagi aldrei orðið skemmtilestur. Auguste Rodin BÓKMENNTIR Rodin: A Biogrophy, eftir Frederic V. Grunfeld. Hutchinson, xii + 738 bls., £ 30,00. Auguste Rodin — á stundum kallaður mestur myndhöggvari eftir daga Michelangelos — fæddist 1840 í París, sonur lög- regluþjóns og konu hans, en þau voru af vefurum komin. Á bamaskóla gekk hann hjá klerk- um, en minntist síðar, „eins langt aftur og ég man, hef ég verið að teikna" (Bls. 10). Tíu ára gamall var hann sendur á heimavistarskóla, sem einn föð- urbræðra hans hélt, og var á honum í fjögur ár. Á unglingsárum sínum í París sótti hann ókeypis listiðnaðar- skóla, Petite Ecole, en skólastjór- inn hafði verið vinur Géricaults. Einn kennaranna var Carpeaux, sem varð þekktasti franski myndhöggvarinn í öðru keisara- dæminu, og annar var Lecoq de Boisbaudran, sem kunnur varð af tilsögn sinni. „Af Lecoq lærði Rodin að virða fyrir sér hluti, að festa sér þá í minni og að teikna síðan án þess að líta frekar á þá... Á unga aldri fór hann í Louvre- safnið og síðan heim aftur til að mála þær myndir, sem hann dáði mest." (Bls. 19). í Petite Ec- ole voru bekkir litlir; í högg- myndadeild vom í þeim sex eða sjö nemendur." (Bls. 21). Á meðal skólabræðra hans voru Legros og Cazin, síðar kunnir málarar, og var kunningsskapur með þeim ævilangt. Þrívegis, seytján og átján ára gamall, þreytti hann inntökupróf í Ecole des Beaux-Arts, en féll í öll skiptin. Næstu sex ár vann hann hjá múrara við múrhúðun innan húss. Stundaði hann list- nám á kvöldin, lengstum í skóla Gobelin- vefstofanna, en á meðal nemenda var annar iðnsveinn, Jules Dalou, síðar kunpur mynd- höggvari. Þá var það 1862, að systir Aug- uste, Maria, sem gengið hafði í klaustur til að búa sig undir nunnuheit, dó. Syrgði Auguste hana mjög, svo mjög að sjálfur hugðist hann verða munkur. Gekk hann þá í kristilegt samfé- lag og fluttist inn á heimili þess í París. Bijóstmynd gerði hann af forstöðumanninum, klerki (síðar teknum í helgra manna tölu), en hún varð honum ekki að skapi. Nunnur í klaustri því, sem brjóstmyndin var gefin, báðu hann að læsa hana niður, og var brjóstmyndin loks 1925 dregin fram í dagsljósið, þá gleymd. Munklífið átti ekki við Rodin og hvarf hann af heimilinu eftir nokkra mánuði. Vinnustofu kom Rodin sér upp í hesthúsi á horni Rue de la Reine Blanche og Rue Lebrun. Gerði hann þar brjóstmynd af lausamanni í hverfinu, „L'Homme au nez cassé", sem frægð hefur hlotið, þótt „Salon" tæki hana ekki á sýningu sína 1864. — En frægðarsaga Rodins verður hér ekki sögð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.