Tíminn - 11.12.1993, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.12.1993, Blaðsíða 20
Bílastyrkir hækkuðu 7-falt meira en vinnulaun '92-'93 Allar tegundir framtaldra tekna hækkuðu miklu meira en launin í fyrra — eignatekjurnar mest, 66% Starfandi íslendingar töldu að meðaltali fram 1.181 þús. kr. vinnutekjur (98.400 kr. á mán- uði) á síðasta ári, samkvæmt úr- vinnslu Þjóðhagsstofnunar úr framtalsskýrslum landsmanna. Vinnutekjur höfðu þá aðeins hækkað um 0,9% á mann að meðaltali. Þar sem launþegum fjölgaði sáralítið milli ára hækk- uðu heildaratvinnutekjur lands- manna aðeins um 1,4% milli ár- anna 1991 og 1992. Athygli vek- ur að allar aðrar tekjur fólks hækkuðu á sama tíma margfalt meira, eða um 6,4% að meðal- tali. Tekjuskattsstofninn hækkaði því hlutfallslega tvöfalt meira en launatekjumar. Þannig hækkuðu t.d. ökutækja- styrkir/hlunnindi um 7,5% milli ára, dagpeningar um rúmlega 8%, greiðslur frá Tryggingastofn- un um 5 % og greiðslur frá lífeyr- issjóðum um tæplega 10%. Eng- ar tekjur hækkuðu þó í líkingu við eignatekjumar. Framtaldar nettóeignatekjur landsmanna hækkuðu um 66% frá 1991 til 1992 — sem að vísu má líklega fremur rekja til nákvæmari fram- tala heldur en að eignatekjumar hafi í raun hækkað svo gríðar- lega. íslendingar töldu fram rúmlega 155 milljarða króna launatekjur samtals á síðasta ári, sem var að- eins um 2ja milljarða hækkun frá árinu áður. Samanlagður tekju- skattstofn landsmanna reyndist hins vegar 227 milljarðar. Aðrar tekjur en laun vom því um 72 milljarðar til viðbótar, eða nærri þriðjungur allra framtaldra tekna. Þessar tekjur höfðu hækk- að um meira en 4 milljarða milh ára, eða rúmlega 6%. Af þessum tekjustofnum mun- aði hvað mest um 15,6 milljarða reiknaðar tekjur atvinnurek- enda, rúmlega 13,7 milljarða greiðslur Tryggingastofnunar, tæplega 8 mihjarða greiðslur líf- eyrissjóðanna, um 3,5 mihjarða í bílastyrki/hlunnindi, um 1,8 mihjarða í dagpeninga og um 1,2 mihjarða nettó eignatekjur. - HEI Kjaradeila á persónu- legum nótum Forseti FFSÍ fær það óþvegið frá formanni LÍÚ Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ segir að það væri mikh ógæfa fyrir þann stjómmálaflokk sem yrði fyrir því að hafa Guðjón A. Kristjánsson forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins í framboði. En Guðjón A. er eins og kunnugt er varaþingmaður sjálfstæðismanna á Vestfjörðum og var í þriðja sæti á framboðs- hsta flokksins við síðustu kosn- ingar á eftir þingmönnunum Matthíasi Bjamasyni og Einari K. Guðfinnssyni. í Útvegi, fréttablaði LÍÚ, fær for- seti FFSÍ það óþvegið frá for- manni LÍÚ sem gagnrýnir hann harðlega fyrir árásir hans og meintar svívirðingar á útgerðar- menn. Einkum fer fyrir brjóstið á formanni LÍÚ sú ásökun Guðjóns A. á nýafstöðnu þingi FFSÍ að „útgerðarmenn æth að sölsa undir sig öh völd yfir velferð fólksins í landinu.' Jafnframt tel- ur Kristján að sjónarmið Guðjóns A. gegn aflamarkskerfinu ráðist af persónulegum hagsmunum en ekki hagsmunum yfirmanna á fiskiskipum. Kristján segir að skipið sem Guðjón A. gerir út, Guðmundur Guðjónsson BA, hafi á síðasta fiskveiðiári h^ft leyfi til að veiða Krafist tafarlausra aðgerða 241 tonn af rækju en veiddi ahs 714 lestir. Formaður LÍÚ segir að Guðjón A. hafi því þurft að nýta sér leyfi th flutnings á aflamarki á milli skipa „sem hann deilir þó manna mest á.“ Kristján segir að þótt það væri vafalaust betra fyrir Guðjón A. og sameigendur hans að áður- nefndu rækjuskipi að hafa sókn- Kristján Ragnarsson segir það mikla ógæfu fyrir þann flokk sem hefur Gu&jón A. Kristjánsson i framboði. armark, þá sé það óhagkvæmt Kristján og Guðjón A. eru í for- fyrir aðra sem þegar hafa öðlast ystu fyrir samtökum sem nú eiga veiðirétt með tihiti th fyrri veiði- í kjaradeilu. -GRH reynslu. Stjórnin fellur frá fyrri kröfum 15. desember ræðst hvort GATT-samkomulag tekst Ríkisstjómin hefur samþykkt að faha frá fyrri kröfu íslands í GATT-viðræðunum um að ís- land fái að takmarka innflutn- ing á búvörum sem lúta fram- leiðslustýringu hér á landi, þ.e.a.s. á mjólk og kindakjöti. Hörð. andstaða var við þessa kröfu í viðræðunum og voru fuhtrúar íslands spurðir hvort þeir væru ákveðnir í að standa við kröfuna. Stjómvöld svör- uðu í gær og var svarið nei- kvætt. Þessi niðurstaða þýðir að inn- flutningur á mjólk og kinda- kjöti mun lúta sömu reglum og arrnar búvöminnflutningur þegar og ef GATT-samkomulag- ið tekur gildi. Miklar takmark- anir verða eftir sem áður á þess- um innflutningi. Það mun ráðast 15. desember hvort GATT-samkomulagið næst. Skiptar skoðanir em um hvort það muni takast. Enn em mörg óleyst deilumál. -EÓ Tæplega tvö hundmð starfs- menn í málm- og skipaiðnaði víðs vegar af landinu komu saman til útifundar fyrir fram- an Alþingishúsið í gær. Fundar- menn héldu á spjöldum þar sem hvatt var til sóknar í stað samdráttar og bent á hversu mörg störf væru í hættu í skipa- iðnaði. Jafnframt lögðu þeir áherslu á þá kröfu að þegar verði lagðir á jöfnunartohar vegna erlendra ríkisstyrkja í skipasmíðum og fleira til að jafna samkeppnisstöðuna vegna endurbóta- og viðgerðar- verkefna. „Alþingi og stjómvöld hafa þá skyldu að tryggja íslenskum at- vinnugreinum að minnsta kosti jafna samkeppnisstöðu við er- lendra aðila," segir í ályktun fundarins. Til að undirstrika vilja iðnfélaga um aðgerðir Al- þingis settust 63 starfsmenn á stóla sem var raðað upp eins og spegilmynd af sætaskipan á þingi. Þar hlýddu þeir á öm Friðriksson, varaformann Sam- iðnar flytja ályktun sem sam- þykkt var samhljóða. Ályktun- in var síðan afhent forsætisráð- herra sem hét því að taka málið upp á ríkisstjómarfundi n.k. þriðjudag. í ályktun fundarins er m.a. skorað á Alþingi og ríkisstjóm að grípa þegar til tafarlausra að- gerða í atvinnumálum málm- og skipaiðnaðar sem er að blæða út vegna óeðlilegrar samkeppni við erlend fyrirtæki sem njóta víðtækra ríkisstyrkja. Bent er á að þegar hafa verið flutt úr landi verkefni fyrir þús- Samkomulag náðist í ríkis- stjóminni í gær um að leggja fram fmmvörpin um þróunar- sjóðinn og stjóm fiskveiða. Ágreiningur er enn um ýmis at- riði frumvarpanna, en hann kemur þó ekki í veg fyrir að þau verði lögð fram. Það var sam- komulag um smábátana sem hjó á hnútinn. Samkomulagið gerir ráð fyrir að banndagar verði 146 á ári. Veiði- bann verður í desember og janú- ar. Einnig í eina viku um páska og um verslunarmannahelgi og í undir mihjóna króna og 500 marrns hafa misst atvinnuna á síðustu árum. Að óbreyttu sé framundan hmn í atvinnu- greininni og stórfeht atvinnu- leysi. Útflutningur verkefna sé óviðunandi á tímum samdrátt- ar og atvinnuleysis og það á lánsábyrgð íslenskra skattþega. -GRH eina viku í lok hvers mánaðar. Miðað við óbreytta sókn gæti þetta þýtt að hehdarafli smábáta verði 14 þúsund tonn. Sam- komulagið gerir ráð fyrir að ef afli smábáta fer yfir 20 þúsund tonn verði banndögum fjölgað árið eftir. össur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, lét bóka fyrir- vara við fmmvarpið í ríkisstjóm- inni. Hann vonast eftir að bann- dögum smábáta verði fækkað í meðförum Alþingis. -EÓ Samkomulag um smábáta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.