Tíminn - 05.02.1994, Side 15

Tíminn - 05.02.1994, Side 15
Laugardagur 5. febrúar 1994 Min 15 Katrín Einarsdóttir Fædd 12. júní 1912 Dáin 25. janúar 1994 Himinn yfir. Huggast þú, sem grœtur. Stjömur tindra, geislarguös, gegnum vetramcetur. (Stefán frá Hvítadal) Viö andlát vinkonu minnar, Katrínar Einarsdóttur, leitar hugurinn til horfinna samveru- stunda. Það er langt síðan við sáumst fyrst. Það var á haust- dögum 1926 í 1. bekk Kvenna- skólans í Reykjavík. Hún var heimasæta í höfuö- borginni, en ég sveitastelpa undan Eyjafjöllum, betur lærð í að smala fé í fjallahlíðum en ganga settlega á borgargötum. En fljótlega myndaðist með okkur góður kunningsskapur, sem varð að einlægri vináttu. Sú vinátta hefur nú varað í meira en 60 ár. Hvemig vinátta verður til er erfitt að gera sér grein fyrir; hitt veit ég að vin- semd Kötu varð mér ómetan- leg, þar sem ég var ókunnug í framandi umhverfi. Hún bauð mér inn á sitt heimili og þar var mér vel tekið. Ég fann fljótt að þar var vandað, gott og hjálpsamt fólk. Faðir Katrínar var Einar Runólfsson smiður. Hann var ekkjumaður, en hélt heimili fyrir börn sín með Önnu hálfsystur sinni, sem var myndarkona og vann heilshug- ar að hag heimilisins og barn- anna á Lindargötu 34. Það hús smíðaði Einar og það stendur enn með númerinu 56. Þetta var myndarlegt heimili og gestrisnin með eindæmum. Þama gistu margir Vestur-Skaft- fellingar, sérstaklega vor og haust, og dvöldu þá lengur eða skemur. Þá var oft þröng á þingi, en öllum tekið með rausnarskap, hjálpsemi og hlýju. Kata fékk snemma mikla ábyrgðartilfinningu fyrir heim- ilinu og heimilishaldi ásamt systkinum sínum, Einari, Ing- ólfi og Guðlaugu, sem var yngst og mér fannst hún alltaf vera sólargeisli heimilisins með sínu glaða og geislandi brosi. Hún á það enn, þó að eldri sé orðin. Þama gat ég alltaf komiö og naut þar einstakrar góðvildar, sem ég aldrei gleymi. Seinna var systrum mínum tekið af sömu ljúfmennskunni. Eftir tvo vetur í Kvennaskól- t MINNING anum skildu leiðir okkar Kötu þar. Ég fór í annan skóla, en hún lauk sínum skóla með sóma 1929. Hún var góðum gáfum gædd, eins og öll systk- ini hennar. Undarlegur og marglitur er ör- lagavefurinn. Þær systur, Katrín og Guðlaug, urðu báðar hús- freyjur í Fljótshlíðinni, þeirri sögufrægu sveit sem Gunnari Hámundarsyni þótti svo fögur að fjarri henni gat hann ekki hugsað sér að vera í þrjá vetur. Systurnar heilluðust einnig af Fljótshlíðinni og veit ég að sveitin var ósvikin af þeim. Kata giftist Fljótshlíðingi. Hann hét Sigurþór Úlfarsson. Þau fóm aö búa í Háamúla og byggðu þar gott hús. Heimili þeirra bar frá upphafi vitni um smekkvísi, snyrtimennsku og hirðusemi. Ég var hjá þeim eitt sumar. Þar var gott og gaman að vera. Ungu hjónin vom svo samhuga og verkin léku í höndum þeirra. Kata var fín- gerö og viðkvæm og vildi ekki vamm sitt vita í neinu. Öll verk vann hún af einstakri vand- virkni og útsjónarsemi. Hún hafði mikið yndi af saumaskap og hannyrðum. Sigurþór var líka einkar vel verki farinn og vann sér létt. Hann var mikið prúðmenni. Þau áttu vel saman og Katrín var gæfusöm í einka- lífi sínu. Snemma bar á samúð hennar og hjálpsemi við lítilmagnann. Ung að ámm hændi hún aö sér böm í nágrenninu og var boðin og búin að rétta þeim hjálpar- hönd. Þá tók hún inn á heimil- ið lítinn dreng, sem átti í erfið- leikum, og hlynnti að honum á allan hátt. A heimilinu voru allir góðir við hann. Og hún tók einnig böm til sín að Háa- múla, sum til sumardvalar en önnur lengur. Hún reyndist þeim sem góð móðir og var sér- staklega lagin við að hjálpa þeim sem áttu erfitt með nám og fleira. Kata laðaði það besta fram hjá þeim meö lagni sinni, festu og góðu viðmóti. Frá þeim hefur hún líka notið virð- ingar, væntumþykju og mikill- ar ræktarsemi. Þau hjón, Katrín og Sigurþór, eignuöust efnilegan son, Einar Þór, sem er rafvirki. Hann og kona hans, Bryndís Jóhannes- dóttir, eiga tvö börn, myndar- leg og mannvænleg, Atla og Katrínu, bæði í námi. Þau hafa alltaf átt heima í Háamúla og var það Kötu og þeim öllum mikils virði. Þessi góða fjölskylda var hennar dýrmætasta gjöf lífsins og reyndist henni vel í erfiðum veikindum. Hún átti oft við heilsuleysi að stríða og fór ekki varhluta af erfiðleikum í lífinu. Hún missti móður sína bam að aldri og mann sinn langt um aldur fram; einnig sá hún á bak báöum bræðmm sínum og föð- ur. Þessu öllu hefur hún tekið með hetjuskap, rósemi og trú- artrausti. Yndislegt var að koma til hennar aö dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þar hafði hún búiö sér fallegt og hlýlegt heimili. Þar var hún ánægð og hélt reisn sinni og höfðingsskap. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka hennar órofa tryggð, allar góðu og skemmti- legu samvemstundimar á Lind- argötunni og gönguferðirnar, langar og stuttar, og alla velvild fyrr og síðar. Góð minning er gulli betri. Einari, syni hennar, og hans fjölskyldu votta ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur, einnig Guðlaugu, systur Katrínar, og hennar fjölskyldu. 5vo hvíl nú þig, hin dygga og hjartahreina. Þinn himnafaðir lcetur þig ei eina. (Matth. Joch.) Blessuð sé minning merkrar konu. Sigurbjörg Guðjónsdóttir MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlend- um bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugerð nr. 638/1982 og breytingu nr. 102/1992 um þýðing- arsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bók- mennta á íslensku máli. Greiöslur skulu útgef- endur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr ffummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 ein- tök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1993 nemur 7 milljónum króna. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðn- um fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og skulu um- sóknir hafa borist ráðuneytinu fýrir 15. mars nk. Reykjavík, 2. febrúar 1994. Menntamálaráðuneytið. Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: (fullt starf: Fífuborg v/Fífurima, s. 684515 í hálftstarf e.h.: Álftaborg v/Safamýri, s. 812488 Fífuborg v/Fífurima, s. 684515 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi ieikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Aktu eins og þú vilt að aorir aki! ÖKUM EINS OG MENN! UMFERÐAR Iráo DAGBÓK rc^A^\A^AA^AA_AA^rC'M Lauqardagur 5 febrúar 36. daqur ársins - 329 dagar eftir. 5. vika Sólris kl. 9.56 sóiarlag kl. 17.29 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sunnudag í Risinu: 7 daga sveitarkeppni í brids (annar dagur) kl. 13 og félagsvist kl. 14. „Margt býr í þokunni" sýnt laugardag ld. 16 og sunnudag kl. 20.30. Dansað í Goðheimum kl. 20 sunnudagskvöld. Mánudagur: Opið hús í Ris- inu. Frjáls spilamennska kl. 13- 17. Fríkirkjan í Reykjavík Sunnudagur: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Prest- ur Cecil Haraldsson. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Sunnudaginn 6. febrúar kl. 14 verður norska brúöumyndin Bjergkabing Grand Prix sýnd í Norræna húsinu. I myndinni kynnumst við hjólaviðgerða- og uppfinninga- manninum Teodor Fælgen og tveimur vinum hans, þeim Sof- usi (sem allt er jákvæður) og Ludvig (óþolandi neikvæður). Þessir þrír kumpánar búa sam- an uppi í fjöllum í bænum Bjergkobing. Þeir lenda í ótrú- legum ævintýrum saman og smíöa m.a. hálfgeröan töfrabíl með tveimur mótorum, radar og eigin blóðbanka. í framhaldi af því taka þeir svo þátt í mikl- um kappakstri, sem endar á mjög óvæntan hátt. Þessi kvikmynd er ætluð allri fjölskyldunni og er ein og hálf Úst. að lengd. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Ljóðleikhúsiö: Ljóðadagskrá í Þjóðleik- húskjallaranum Fyrsta mánudag hvers mánað- ar em ljóðakvöld í Þjóðleikhús- kjallaranum á vegum hóps ljóöskálda í samvinnu við Þjóð- leikhúsið. Ljóðleikhúsið varð til á síöastliðnum vetri og hlaut svo góðar viötökur að starfsem- inni verður haldið áfram af fullum krafti nú í vetur. Mánudaginn 7. febrúar nk. verður Ljóðleikhúsiö enn á ferð í Þjóðleikhúskjallaranum með dagskrá um samtímaljóðlist. Gestir Ljóðleikhússins að þessu sinni verða skáldin Einar Már Guðmundsson, Elías Mar, Ey- vindur P. Eiríksson, Steinunn Sigurðardóttir, Unnur S. Braga- dóttir og Vigdís Grímsdóttir. Dagskráin hefst kl. 20.30 eins og venja er og er gestum bent á að mæta tímanlega. Tvær spennumyndir í Háskólabíói og Bíóhöll- inni á Akranesi Háskólabíó sýnir nú nýjustu mynd Brians De Palma, Leið Carlitos (Carlito's Way). Aðal- hlutverk leika óskarsverðlauna- hafinn A1 Pacino, Sean Penn og Penelope Miller. Myndin er gerö eftir bókum hæstaréttar- dómarans Edwins Torres og byggir á reynslu hans viö að Atríði úr Carlito's Way. eiga við harðsvíraða glæpa- menn. í Bíóhöllinni á Akranesi er nú sýnd nýjasta stórmynd Christo- pers Lambert Undir vopnum (Gunmen). Leikstjóri er Mario Van Pebbles (Posse). Bíóhöllin á Akranesi er nú rekin af einkaaðilum í fyrsta sinn í fimmtíu ára sögu húss- ins. Síðasta haust tók fyrirtækiö AK-SJÓN h/f við rekstrinum. Bíóhöllin fagnaði nýju ári með splunkunýju JBL hljóðkerfi, sem er yfir 5000 vött að styrk- leika. i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.