Tíminn - 20.04.1994, Síða 7

Tíminn - 20.04.1994, Síða 7
Mi&vikudagur 2&.&prð\994 7 í rómantísku andrúmslofti á Lœkjarbrekku. Hann virbist hálf feiminn, nýtrúhfabur maburinn, vib ab skoba þab sem verslunin Ég og þú hefur upp á ab bjóba. Tímamyndir CS Meö hringana á lofti! Nýjasta parið í trúlofun- arleik FM og Tímans em þau Gréta Sandra Davidson og Guð- mundur Bjöm Jónasson. Stóra stundin rann upp hjá þeim síðast- liðinn föstudag, þegar Gréta ákvað að nú væri kominn tími til að þau settu upp hringana. Hún var ekki að tvínóna við hiutina, heldur hringdi til Valdísar Gunn- arsdóttur á FM og bað síns heitt- elskaða í beinni útsendingu. Guð- mundur játaðist Grétu snarlega, þótt honum hafi óneitanlega ver- ið brugðið yfir þessu óvenjulega bónorði. Eftir að unga fólkið hafði þannig lofast hvort öðm, tóku ævintýri dagsins við hvert á fætur öðm. Gréta fékk afhentan fallegan blómvönd frá blómabúð- inni Dögg og hringana völdu þau í Gulli og silfri. Undirbúningur kvöldsins tekur drjúgan tíma á trúlofunardeginum, enda er ekk- ert til sparað til að pörin skarti sínu fegursta um kvöldið, eins og þau Gréta og Guðmundur sann- reyndu. Gréta fékk að gjöf undir- föt frá versluninni Ég og þú og hún valdi sér léttan sumarkjól og peysu í versluninni Blu di Blu. Handa Guðmundi völdu þau skyrtu, silkiklút og vesti í Sautján. Hársnyrtifólk hjá Stúdíói Hall- gerðar sá um hárgreiöslu Grétu og á sama stað var mætt Rúna Guð- mundsdóttir, íslandsmeistari í förðun, sem farðaði hana með snyrtivömm frá Elisabeth Arden. Eftir allan undirbúninginn rann kvöldið upp, en það mun án efa veröa Grétu og Guðmundi eftir- minnilegt. Þau fengu þríréttaðan kvöldverð í boði Lækjarbrekku þar sem var tekið á móti þeim meö kampavínskokkteil og þeim vísað til borðs skreytts með rós- um. Um nóttina dvöldu þau í svítu Flughótelsins í Keflavík og Búin ab setja upp hringana og þá verbur ekki aftur snúib! eftir morgunverð, sem þau snæddu í rúminu daginn eftir, Iá leiðin í Bláa lónið á glæsilegum bílaleigubíl. Þess má geta ab meiri breytinga er að vænta í lífi þeirra Grém og Guðmundar, því þau eiga von á sínu fyrsta bami eftir fimm mánuði. Listasafn Kópavogs fonnlega opnaö Síðastliðinn sunnudag var Listasafn Kópavogs, Geröar- safn, formlega opnað. Við þetta tækifæri var opnuð sýn- ing á úrvali úr gjöf, sem erf- ingjar Gerðar Helgadóttur myndhöggvara færðu Kópa- vogsbæ árið 1977. Meö þessari gjöf urðu erfingjar Gerðar fyrstir til ab gefa bænum veg- lega listaverkagjöf. Það var þessi gjöf sem varð til þess ab Kópavogsbær byggði listasafn og tengdi þaö nafni Gerðar. Meðal gesta á opnunarhátíöinni voru forseti íslands, mennta- málaráðhena, bæjarstjórn Kópa- vogs, heiðursborgarar bæjarins og ættmenn Gerðar Helgadóttur. Menntamálaráöherra færði safninu eina milljón króna aö gjöf frá ríkissjóöi og forstjóri þýsku Oidtmann-glerlistaverk- stæöanna afhenti gjafabréf á steindan glugga eftir Gerði, sem verkstæðið hyggst gera. Um er að ræöa samskonar glugga og Gerð- ur vann í miðaldakirkju í Mons- chau árið 1961, sem var fyrsti steindi glugginn af mörgum sem hún gerði fyrir þýskar kirkjur. Eiginlegar framkvæmdir viö byggingu listasafnsins hófust ár- ið 1986 og er kostnaður við fram- kvæmdimar nú 'um 225 milljón- ir króna. Benjamín Magnússon arkitekt teiknaði húsið. Þaö er á tveimur hæöum, sem eru í raun báöar jarðhæðir vegna halla landsins. Meginuppistaðan í listaverkaeign safnsins eru 1360 listaverk eftir Gerði Helgadóttur, 300 listaverk hjónanna Barböm og Magnúsar Árnasonar og 350 verk sem Kópavogsbær hefur fjárfest í síðastliðin 30 ár. í fram- tíðinni er fyrirhugaö að útilista- verkum verði komið fyrir í garði við húsi. -ÓB : . Listasafn Kópavogs — Gerbarsafn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.