Tíminn - 11.05.1994, Qupperneq 13

Tíminn - 11.05.1994, Qupperneq 13
Mi&vikudagur 11. maí 1994 13 Nakinn Naked ★★★1/2 Handrít og leikstjórn: Mike Leigh. Abalhlutverk: David Thewlis, Leslie Sharpe og Katrin Cartlidge. Háskólabíó. Bönnub innan 16 ára. Utangarösmaðurinn Johnny (Thewlis), kemur til Lundúna til að hitta gamla vinkonu sína. Endurfundirnir ganga stirðlega og án náttstaðar flækist hann um í noröurhluta borgarinnar á meðal fátæklinga, róna og glæpamanna. Johnny er skrítið eintak af manni, víðlesinn og kaldlyndur, en vonleysið ein- kennir hann þó mest. Hann hittir á ferðum sínum ótrúleg- asta fólk, allt frá góðlegum gamlingja, sem veitir honum húsaskjól, til siðspillts sadista, sem hrellir leigjendur sína með ógeðfelldum hætti. Johnny er sjálfur enginn engill, er frekar maður andstæðna, ýmist góð- lyndur og hjálpsamur eða grimmur og skeytingarlaus. Það er stundum ekki þægilegt að sitja undir þessari mynd og leikstjórinn, Mike Leigh, hlífir áhorfandanum ekkert þegar hann dregur upp mynd af því þjóðfélagi í Bretlandi, sem sést KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON yfirleitt ekki í kvikmyndum. í samsetningu atriða „róar" hann ekkert söguþrábinn nibur eftir senur, sem hafa mikil áhrif, heldur dembir oft öbrum slík- um strax á eftir. Hann gerir þetta ekki með ofbeldi heldur sýnir frekar persónur, sem erfitt er að finna ekki til með og gerir þær oft einnig mjög broslegar í allri sinni eymd. Johnny er margslungin persóna og ógleymanleg öllum sem sjá og er það ekki síst David Thewlis að þakka, sem fer hamförum í leik sínum. Hann hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem besti karlleikarinn og var það mjög verðskuldað. Nakinn er á köflum torskilin, jafnvel fráhrindandi, en í heild- ina er hér um sérlega vandaða kvikmynd að ræða, sem skilur mikið eftir sig. Tvímælalaust ein af betri myndum, sem kom- ib hafa í kvikmyndahús á þessu ári. ■ llll FRAMSÓKNARFLOKKURINN Selfoss Opið hús verður á kosningaskrifstofu framsóknarmanna að Eyrarvegi 15 á upp- stigningardag (12. mai), frá kl. 15-18. Nú er rétti tíminn til að tala út um bæjarmál- in við frambjóðendur. Guðni Ágústsson flytur ávarp. Kaffiveitingar í boði hússins. Almennur opnunartími kosningaskrifstofunnar er alla virka daga frá kl. 16-20 og laugardaga frá kl. 13-16. Simar 21247 og 22547. B-llstinn Selfossi L LANDSVIRKJUN Vinnubúðir til sölu Til sölu eru hjá Landsvirkjun notaðar vinnubúðaein- ingar, sem framleiddar voru af fyrirtækinu Moelven í Noregi. Lengd hverrar einingar er 7,4 m, breidd 2,5 m, hæð 2,85 m (utanmál) og þyngd 2000-3000 kg. Húseiningarnar verða til sýnis við Blöndustöð í Húna- vatnssýslu dagana 12.-14. maí n.k. frá kl. 10:00- 18:00. Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, sími 91-600700. Absendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blabinu þufa að hafa borist ritstjórn blaðsins, Stakkholti 4, gengið inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistað í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eba vélritaðar. sími (91) 631600 Minningarathöfn um eiginmann minn, föður, tengdaföður og afa Andrés Konráðsson Skúlagötu 17, Borgamesi fer fram í Borgameskirkju laugardaginn 14. mal kl. 10.30. Jarðsungið verðurfrá Hólmavlkurkirkju sama dag kl. 17.00. Krístfn Sigurðardóttir Sæunn Andrésdóttir Sigurður Sigurðsson Guðrún Andrésdóttir Magnús Hallfreðsson Konráð Andrésson Margrét Björnsdóttlr Anna María Andrésdóttir Arnhelður G. Andrésdóttir bamabörn og barnabarnabörn Frá vinstrí ísak Örn Sigurösson, Óttar H. Sveinsson og Jenný Davíbsdóttir, formabur starfsmannafélagsins. Starfsmannafélag Frjálsrar fjölmiölunar endurreist: Mikil gleði hjá blabafólki I TÍIVIANS Síðastliðið laugardagskvöld komu starfmenn Frjálsrar fjöl- miðlunar saman og nutu lífs- ins í félagsheimili upp við Vatnsenda. Tilefnið var að bú- ið er að endurreisa starfs- mannafélagið úr stónni eftir nokkurra ára hlé en alls eru starfsmenn Fr.fj. yfir 200 tals- ins. Þar var sungið, dansað og djammað fram á nótt og er mál manna að vel hafi til tek- ist og muni slíkar uppákomur verða fastur liður eftirleiðis. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli. ■ Eva Magnúsdóttirog Ingibjörg Ób insdóttir. Nokkrir starfsmenn DV og Tímans í „hóp-pósu". Cubbjörg Sigurbardóttir og Eygló Stefánsdóttir. jakob Gubmundsson sá um fjöríb og plokkabi gítarínn aflipurb.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.