Tíminn - 12.05.1994, Page 4
4
wmftm
Fimmtudagur 12. maí 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: ]ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangurfrá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans
Prentun: Prentsmi&ja
Frjálsrar fjölmiölunar hf.
Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Kolsvarta skýrslan
í gær kom til umræðu á Alþingi skýrsla félags-
málaráðherra um rannsókn á afleiðingum at-
vinnuleysis. Það er skemmst frá því að segja að
þessi skýrsla er kolsvört. Þar koma fram ugg-
vænlegar upplýsingar um félagslegar afleið-
ingar atvinnuleysis. Það hefur alvarleg áhrif á
líf og heilsufar þeirra einstaklinga sem í þessu
óláni lenda. Fjárhagsleg hlið málanna er mæl-
anleg og í skýrslunni segir að hver atvinnulaus
einstaklingur kosti um 1.5 milljónir króna í
töpuðum tekjum og atvinnuleysisbótum. Því
er ljóst að atvinnuleysi 8 þúsund manna kost-
ar hvorki meira né minna en 12 milljarða
króna. Því er til mikils að vinna og hvert starf
sem vinnst sparar þjóðfélaginu verulega fjár-
muni og veitir lífsfyllingu sem ekki verður
mæld í peningum.
Halli á ríkissjóði árið 1993 var 9.8 milljarðar
króna. Ekki fer því fjarri að 6 milljarða megi
rekja til samdráttar og atvinnuleysis.
Varðandi atvinnuleysi eru þrjú grundvallar-
atriði sem verður að hafa ríkt í huga:
- í fyrsta lagi að sætta sig aldrei við þetta
ástand í ljósi samanburðartalna frá öðrum
þjóðum. íslendingar eru lítil þjóð og innviðir
þjóðfélagsins þola ekki þetta ástand.
- í öðru lagi að leita allra ráða til þess að skapa
ný atvinnutækifæri. Þar koma til greina aukn-
ar opinberar framkvæmdir, en einnig hefur
verið bent á úrræði svo sem aukna fullvinnslu
sjávarafurða, styrkir til innflutnings á ferskum
fiski, kaup opinberra aðila á íslenskum iðnað-
arvörum, efling skipasmíða og viðgerða á
skipum og margt fleira. Fjármagnið, sem
rennur í gegnum atvinnuleysistryggingasjóð,
væri betur komið í þessum vérkefnum.
- í þriðja lagi er nauðsyn að treysta öryggis-
netið um þá atvinnulausu — því miður er það
ekki nægjanlega traust. Hópar manna í þjóðfé-
laginu njóta ekki bóta og má þar nefna náms-
menn, bændur, trillusjómenn og vörubíl-
stjóra. Þessi mál þarf að leysa.
Þáttur sveitarfélaganna í lausn atvinnumál-
anna er afar mikilvægur. í skýrslunni kemur
fram sú sérkennilega staða að þau eru skatt-
lögð um 500 milljónir króna í atvinnuleysis-
tryggingasjóð til átaksverkefna, en aðeins 300
milljónir renna til baka af þessu fé.
Sveitarstjórnarmenn vita hvar skórinn
kreppir að í atvinnumálum og er alveg treyst-
andi fyrir því að fara milliliðalaust með það
fjármagn sem varið er til atvinnumála. Því er
ástæða til að endurskoða þessa skattheimtu.
íslenska þjóðin á ekki að sætta sig við að at-
vinnuleysið sé komið til að vera. Það á að
ganga að verki með því hugarfari að það sé
komið til að fara.
Sálusorgari rábinn á DV
Frjálst.óháÖ dagblað
Úrslitin eru ekki ráðin I
Úrslit borgarstjómarkosninganna í Reykjavík eru |
fiarri því að vera ráðin þótt skoðanakannamr sym enn
bilsveröan mun á fylgi D-Usta Sjálfskæðiisfl<Dkksms og
R-bsta vinstri flokkanna, hinum siðamefnda nag-
Guömundur Magnússon, fyrr-
verandi stórmarxisti úr Fylking-
unni, stórfrjálshyggjumaður af
Morgunblaðinu og flokksgæö-
ingur úr Sjálfstæðisflokknum,
þjóöminjavörður til skamms
tíma og núverandi fréttastjóri á
Dagblaðinu Vísi, ritar fyrsta leið-
arann sinn í nýja blaðið sitt í
gær.
Þessi leiðari Guðmundar er um
margt merkilegur og varpar tals-
verðu ljósi á ráöningamál þjóð-
minjavarðarins fyrrverandi að
blaðinu, en sú ráðning olli tals-
verðum úlfaþyt eins og frægt er
af fréttum úr Pressunni. Augljóst
er að forráðamenn DV hafa séð
fram á að kosningabarátta Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík
stefndi í ógöngur og taliö ein-
sýnt að til að forðast fjöldatauga-
áfall þyrftu frambjóðendur og
flokksbundnir sjálfstæðismenn
að njóta föðurlegrar og sefandi
umhyggju og uppörvunar. Að
öðrum kosti væri hreinlega
hætta á að fólk legði endanlega
árar í bát, jafnvel áður en kosn-
ingabaráttunni lyki. Og leiðari
Guðmundar er einmitt huggun
af þessu tagi, eins konar: „Svona,
svona, þetta er allt í lagi vinur-
inn"- leiðari.
Guömundur og
Sir Appleby
Yfirskrift pistils Guðmundar er
„Úrslitin eru ekki ráöin" og
ganga tilskrifin út á það að út-
skýra fyrir örvæntingarfullum
sjálfstæðismönnum að það sé
ekki búið að kjósa ennþá þannig
að kosningaúrslitin liggi ekki fyr-
ir. Síðan kemur hreint ótrúlega
frumleg, en að sama skapi merk-
ingarlaus samsuða um það hvers
vegna Sjálfstæðisflokkurinn ætti
að eiga möguleika á að vinna
kosningarnar. Guðmundur nefn-
ir hvorki meira né minna en
þrjár ástæður fyrir því að sjálf-
stæöismenn eigi góða möguleika
á að vinna. Garri fullyrðir, að
sjálfur Sir Humphrey Appleby
hefði ekki getað komið meö
spaklegri stjómmálaskýringu
þótt störf 100 breskra ráðuneytis-
manna væm í hættu. Vonargjöf
Guðmundar er svona: „Þrír þætt-
ir skipta mestu máli í því sam-
bandi: tregðulögmál stjórnmál-
GARRI
anna sem vinnur gegn breyting-
um, afstaða eldri kjósenda sem
styðja frekar Sjálfstæöisflokkinn
en R-Iistann og krafturinn sem
farinn er aö einkenna kosninga-
baráttu Sjálfstæðisflokksins."
Þessi greining Guðmundar
hljómar hreint ekki illa — ekki
fyrr en menn fara að athuga fyrir
hvað hún stendur. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur að undanförnu
verið allt nema tákn hins lítt bif-
anlega og stöðuga bjargs í reyk-
vískum stjórnmálum. Þvert á
móti veit enginn hvað verður
með þann flokk frá degi til dags,
bæði hvað varðar stefnumál og
forustusveit. Fyrsta huggun Guð-
mundar verður því máttlítil og
jafnvel brosleg við nánari skoð-
un.
Og ekki batnar þaö
Ekki er önnur huggun þjóð-
minjavarðarins fyrrverandi kröft-
ugri því Sjálfstæðisflokkurinn
hefur örlítið meira fylgi í mjög af-
mörkuðum hópi kjósenda —
meðal eldri kjósenda — á sama
tíma og R-listinn sópar til sín fylgi
úr öörum aldurshópum, sérstak-
lega þeim ungu sem koma þús-
undum saman inn á kjörskrá í ár.
Þriðja huggun Guðmundar er
nánast bamslegur brandari því
„þrótturinn í kosningastarfinu"
felst allur í því að eyöa peningum
í að borga undir meira og minna
misheppnaðar auglýsingar. Fjár-
austurinn er farinn að ganga svo
fram af öllum almenningi að
menn ýmist hlæja eða gráta þegar
á þetta er minnst.
Sálusorgarinn og stjórnmála-
therapistinn á DV, Guðmundur
Magnússon, hefur hins vegar
ábyggilega haft erindi sem erfiöi
með huggunarorðum sínum.
Staðreyndin er nefnilega sú að
þótt hughreysting hans kunni að
viröast ótrúverðug þeim sem utan
Sjálfstæðisflokksins standa, getur
gilt allt annað um fólk sem er á
barmi taugaáfalls. Leiöari Guö-
mundar er því sálfræðilegt hálm-
strá, sem sjálfsæðismenn grípa
fegins hendi, enda geft þeim ekki
oft tækifæri til aö njóta hug-
hreystingar. Gani
Fylgst meb skráningu mann-
kynssögunnar
Það koma þær stundir aö venju-
legum áhorfanda aö fréttum þyk-
ir hann vera að fylgjast meö at-
burðum sem fá öruggan sess í
mannkynssögunni. Ein slík frétt
birtist á sjónvarpsskerminum nú í
vikunni. Fyrir nokkrum árum
heföi sá, sem spáö hefði henni
fyrir, þótt óraunsær eöa óhæfilega
bjartsýnn.
Þetta var frétt af þeim atburöi
þegar Nelson Mandela var settur í
embætti forseta Suöur-Afríku og
þaö var orðin staðreynd að
blökkumaður skipar það embætti.
Ég hef alltaf horft á fréttir af
Mandela meö mikilli aðdáun. Fas
hans og framganga viröist með
svip þess sem valdið hefur. Að
koma óbugaður úr 27 ára fangels-
isvist er afrek sem ber miklum
andlegum styrk vitni. Vissulega
hefur það verið svo að Mandela
hefur aflað þjóð sinni virðingar
meö framgöngu sinni. Hann hef-
ur veriö málsvari þess að leysa
vandamál apartheidstefnunnar
með friðsamlegum hætti og með
siöferðilegum styrk.
Hetjuleg framganga Mandela fer
ekki fram hjá neinum. Hans verb-
ur getið í mannkynssögu framtíð-
arinnar fyrir hana. Það er ljóst.
Ab sigrast á hatri og for-
dómum
Þáttur mótaðilans fellur nokkuð í
skuggann, en hann er ekki
ómerkur. De Klerk, fyrmm forseti,
hefur leitt þróunina af hálfu
Á víbavangi
valdastéttarinnar í landinu. Það
hefur áreiðanlega ekki verið auö-
velt verk ab sigrast á hatri og for-
dómum og þoka málum til þeirr-
ar niðurstöðu sem nú liggur fyrir.
Sama er að segja um þær þúsund-
ir forustumanna af báðum kyn-
þáttum sem em aldir upp í and-
rúmslofti aðskilnaðarstefnunnar
og standa að baki fomstumönn-
unum.
Aubvitab er langt í land að vinna
bug á öllum vandamálum sem
þessi stefna mannfyrirlitningar
skapaði, en þeir atburðir sem
gerst hafa em þó svo táknrænir
um vilja til betri sambúöar aö þeir
em heimssögulegir þess vegna, og
það sem sérstaklega er jákvætt að
þeir geta haft mikil áhrif utan
Suöur-Afríku.
Regnbogaþjóðfélag
Mandela sagbi í innsetningar-
ræöu sinni að í Suöur-Afríku ætti
að verða „regnbogasamfélag"
allra kynþátta. Leiðin að því
marki er grýtt og blóði drifin. Hitt
er staðreynd að nú í vikunni urð-
um viö áhorfendur og lesendur
frétta vitni að dramatískum at-
burðum, sem em heimssögulegir.
Slíkir atburðir hafa verið tíðir síð-
ustu árin, síðan hin jámkalda
heimsmynd kalda stríðsins
hmndi. Ekkert er eins og áður,
þótt enn séu vopnin látin tala
víba um heim með geigvænleg-
um afleiðingum. Jón Kr.