Tíminn - 12.05.1994, Side 6

Tíminn - 12.05.1994, Side 6
6 flfrntlmt Fimmtudagur 12. maí 1994 Eldur og eyðing skóga Sinueldar hafa aö undanfömu valdib talsverðu tjóni á gróbri víöa um landiö og þess em því miður dæmi að skóganeitir hafi skemmst mikiö, tjón sem vissu- lega er óbætanlegt. Af þessu tilefni hafa menn velt því nokkuð fyrir sér að hve miklu leyti eldur kemur viö sögu í eyöingu skóga í landinu í gegnum aldirnar og hvort sauð- kindin, sem jafnan er nefnd til sögunnar þegar þessi mál ber á góma, sé sú eina sem sek er. Þar sem Umhverfissíöu Tímans er kunnugt um að Ólafur H. Torfa- son blaðamaður hefur safnað sam- an talsveröum sögulegum fróðleik um slík mál, var til hans leitað um upplýsingar um þetta. Ólafur nefnir nokkur dæmi um skógar- eyðingu án þess aö „skoltar sauð- kindarinnar" hafi komið þar nærri. Gefum Ólafi orðiö: Sinueldar Skógareldur eyddi árið 1587 „all- álitlegum skógi á Suðurlandi, eins og Oddur Einarsson Skálholtsbisk- up segir: „... vegna ógætni einhvers mann- aumingja er var þar að gera til kola í héraði því, þar sem árlega er haldið þing landsmanna. Brann skógur þessi í nokkrar vikur sam- fleytt, þar sem eldurinn breiddist út, uns mikill hluti skógarins var uppurinn frá rótum og ekki annaö en askan eftir." (Oddur Einarsson, íslandslýsing, Qualiscunque descripto Islandiae. Samin 1588- 1589. Sveinn Pálsson þýddi. Bóka- útgáfa Menningarsjóðs, 1971.) Sjö dauðamein hríss, þar með jarö- eldur Guðmundur Davíðsson, bóndi í Fnjóskadal, skrifar undir lok 19. aldar: „Náttúran hefur eytt hrís á sjö- faldan hátt, nefnilega: 1. jarðeld- ur, 2. ormur, 3. kal, 4. skeljaskari, 5. skriöur, 6. snjóflóð, 7. snjó- þyngsli. Þegar ég var lítill drengur, heyrði ég oft á ræður föður míns sáluga og vinnumanns hans, Jóns Péturssonar, um skógana sem ann- að. Komu þá oft fyrir þessi orðatil- tæki: „áöur en skógarnir féllu", „þegar skógamir féllu", „eftir að skógamir féllu". Þetta skógfall var afleiðing af jarðeldinum þegar Skaftárjökull gaus vorið 1783." Gjóskan hefur verið svona eitmð. Þarna þarf annars varla að útskýra neitt nema orðið „skeljaskari", en um þaö segir Guðmundur: „Skeljaskari verður þannig til: Fyrst kemur snjódrífa á hjam, svo Enginn einn aöili sér um eftir- lit á hálendinu. Eftirlitið er á vegum hvers lögregluum- dæmis fyrir sig án þess aö þau fái til þess sérstaka fjárveitingu. Gerð hefur veriö tilraun til að halda uppi eftirliti á sérútbúnum bíl með tveimur mönnum frá lög- reglunni í Reykjavík. Slíkt eftirlit var síöast viöhaft fyrir tveimur ár- um, en ekki hefur fengist fjárveit- ing til þess síöan. Undanfariö hefur mikið verið skrifaö um drykkjuskap og sóða- skap á hálendinu og slys þar hafa veriö tíð. Einkum hefur vélsleða- slysum farið fjölgandi undanfarin ár. Hjaltí Zóphóníasson hjá dóms- málaráðuneytinu segir að enginn einn aöili sjái um eftirlit á hálend- inu, heldur verði hvert lögreglu- umdæmi, sem á land inn að há- lendi, að sjá um sitt landsvæði eft- ir föngum. „Þeir hafa bílakost að nokkm leyti til að geta sinnt þessu, en þeir hafa auðvitað tak- markaðan tíma og eiga því erfitt með að sinna þessu svo vel sé. Við höfum líka notaö þyrlu Landhelg- isgæslunnar á álagspunktum og stundum þar fyrir utan. Þannig að það er reynt að gera þetta af veik- um mætti. Menn vildu gjarnan sinna eftirlitinu betur, en fjárveit- ingar eru ekki fyrir hendi." Hjalti segir að í tvö sumur hafi bíll frá lögreglunni í Reykjavík far- ið um hálendiö og reynt aö halda rigning og þar næst frost. Veröur þá svellskelin efst á snjódrífunni. Svo kemur fjarska veður og mylur skelina og skelin heggur og slítur börkinn af viönum, er stendur upp úr hjaminu, en viðurinn visnar og skrælnar þegar börkurinn er far- inn." (Guömundur Davíðsson: Um skóga og kvistlendi í Fnjóska- dal á nítjándu öld. Ársrit Skóg- ræktarfélags íslands 1981). ■ Sinueldar geta valdib óbcetanlegu tjóni á gróbrí. uppi eftirliti. „Síðast var þaö fyrir tveimur ámm og þar áður fyrir sex ámm. Þetta er dýrt og viö höfum ekki treyst okkur fjárhagslega til að halda þessu úti síðan. Það verö- ur ekkert slíkt eftirlit í sumar. Vandinn felst líka í því aö þaö er engin lögregla fyrir allt landið. Sums staöar vom lögreglumenn óánægöir með það aö menn frá Reykjavík kæmu til að halda uppi eftirliti á þeirra svæði, en það þarf sérútbúinn bíl í þetta." Á vetmm er ekkert skipulagt eft- irlit á hálendinu nema um páska. „Ef við vitum af einhverju óvenjulegu, er reynt að fylgjast með þvi. Það er vonlaust að ætla að halda uppi eftirliti með vél- sleöamönnum. Eina lögregluum- dæmið, sem á vélsleða, er Reykja- vík. Það þyrfti þá aö leigja sleöa og þrátt fyrir að það væri gert er þetta mjög erfitt í framkvæmd. Ég held að hugarfar þessara manna verði aö breytast til að ástandið lagist. Áróður er það sem getur skilaö bestum árangri." Landið er fallegt frá náttúrunnar hendi. Njótum þess án þess að spilla því! Skilabofe kríunnar: Fjárskortur háir eftirliti á hálendinu: Sinnt af veikum mætti Framhlaup j ökla I. Jöklar landsins eru eins og hver önnur bú; þeir minnka eða stækka eft- ir árferði og ytri skilyrðum, enda kall- ast afkoma þeirTa á heilsársgrunni jöklabúskapur. Jöklabúskapur á ís- landi hefur verið breytilegur á sögu- legum tíma, í takt við sveiflur í veður- fari hér. II. Sérhver jökull skiptist í ákomu- og leysingasvæði. Þótt einhver vetrar- snjór bráðni á ákomusvæðinu sumar- langt, verður mikið eftir (fymingar) og sá hluti breytist í ís með tímanum. ís- inn skríður niður fyrir ákveðna hæðar- línu (snælínu) og þar, á leysingasvæð- inu, bráðnar allur vetrarsnjór og meira tril; þó nokkuð af ísnum, sem skríður þangað niður, bráðnar líka. Sé nú rúmmál ákomu og leysingar metið fyr- ir allan jökulinn, fæst ábending um viðkomu hans. Nokkur ár með veru- legri ákomu og lítilli leysingu skila sér sem hægfara „bylgja" af ís niður í skriðjökla jökulsins. Einu eða fleiri árum síðar tekur ísbrúnin að þoka sér framar; jöklamir ganga fram; oft frá nokkrum '..ctrum upp í nokkra tugi metra á ári. Búskapurinn er jákvæður. III. Mikil leysing, en ónóg ákoma til að vega hana upp, veldur neikvæð- um jöklabúskap. Honum svara skrið- UM- HVERFI Ari Trausti Gubmundsson jarðeðlisfræðingur Framhlaup verba stundum ííslenskum skríbjöklum; síbast íSíbujökli íárslok 1993 og snemma árs 1994. (Ljósm. A.T.G.) jöklar fyrr en síðar með því að styttast (hopa) mishratt. Auðvitað er ísskrið niður í skriðjöklana meðan þeir hopa, en það er bara ekki nóg til að halda í vib mikla leysingu. IV. íslenskir jöklar náöu hámarki í seinni tíö á 19. öld, en tóku að hopa um og uppúr 1920. Hélst það víðast hvar til u.þ.b. 1970. Samkvæmt athug- unum á árunum 1965-1990 tóku svo margir skriðjöklar við sér (fylgst er með 40-50 jökulsporðum). Meöalhiti lækkaði enda í landinu og úrkoma virðist heldur hafa aukist. Flestir hinna brattari skriðjökla gengu fram, en hinir flatari og breiöari ýmist hop- uöu áfram eða standa í stab. Ennfrem- ur er ljóst að jöklar hafa víða þykknað. V. Allmargir stórir og litlir skrið- jöklar ná ekki að bera fram nýmynd- aðan ís i nægum mæli. Þeir hopa, verða brattari framantil, en hækka innar. Þá kemur að því að efri hlutinn hlammast fram. Á nokkrum vikum eba mánuðum skríður jökullinn hundruð metra fram eða jafnvel svo kílómetrum skiptir. Bæði fer allur jök- ullinn á miklu meiri ferð en áður og hreyfibylgja (kryppa) berst enn hraðar fram til jaðranna, sem ryðjast áfram þegar bylgjan skilar sér; skriðhraðinn getur orðib t.d. 1-4 metrar á klukku- stund. Þetta eru hin svonefndu fram- hlaup. Jökullinn springur hroðalega og vatnsflóð koma framundan hon- um. Þau benda til breyttra rennslisskil- yrða í og undir ísnum. Ef til vrill nær ís- inn að „fljóta upp" og renna vel á aur- fylltu og háþrýstu vatnslagi. Að fram- hlaupi loknu fellur jökullinn í sama búskapar- og rennslismynstur. VI. Margir íslenskir skriðjöklar em þekktir að framhlaupum. Metið á Brú- arjökull, 5-10 km árið 1890. Aðrir stór- ir skriðjöklar Vatnajökuls hlaupa, en nokkru styttra fram og tíbar. í Langjökli hlaupa Hagafellsjöklar, og í Hofsjökli t.d. Múlajökull. Vitað er um framhlaup í Drangajökli og smájökull- inn Teigadalsjökull fyrir norðan hljóp á 8. áratugnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.