Tíminn - 12.05.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.05.1994, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 12. maí 1994 Mitterrand hlustar meb öbru eyranu á þá Kohl og Major: aukin samstaba Breta og Þjóbverja í Evrópusambandi er Frökkum líklega ekki mjög ab skapi. Ólík viöhorf um D-daginn Engilsaxar minnast innrásarinnar í Normandí sem frœgs sigurs herja sinna, Frakkar gera meira úr þœtti and- spyrnuhreyfingar sinnar í þeirri viöureign Nú fara í hönd hátíða- höld af því tilefni að hálf öld er liöin frá því að Bandaríkja- menn, Bretar og Kanadamenn gerðu innrás í Normandí í þeim erindagerðum að reka þýska herinn á. brott úr Frakklandi. Var innrás þessi gerð 6. júní 1944, og er sá dagur venjulega kallaður D- dagur (D-day). Við undirbúning hátíðahald- anna hefur komið skýrt fram að viðhorf Frakka viövíkjandi at- burði þessum sögulegum eru nokkuð önnur en Engilsaxa. Engilsaxnesku viðhorfin, gjam- an kennd við Hollywood vegna kvikmynda þaðan af atvikum þessum, em í stómm dráttum á þá leið að engilsaxnesku herim- ir hafi frelsað Frakkland undan Þjóðverjum. í Hollywoodmynd- unum um þetta sjást hugdjarfir innrásarmenn brjótast í gegn- um þýsku virkjalínuna á strönd- inni, en franskur almenningur, gagntekinn af fögnuði, kyssir þá og gefur þeim vín að drekka. Varla minnst á Kanadamenn í frásögnum Frakka í kvik- myndum og rituðu máli af þessu er ekki laust við að kveði við annan tón. Þar fer mest fyrir hetjulegri framgöngu frönsku andspyrnuhreyfingarinnnar (la Résistance) sem barðist gegn Þjóðverjum, þó varla svo vem- lega munaði um fyrr en farið var að halla á þá í heimsstyrj- öldinni. Er þá lögð sérstök áhersla á að undirbúningur Rés- istánce fyrir D-dag hafi skipt miklu. Þegar Charles de Gaulle hélt sigurinnreið í París það ár kvað hann hafa sagt á þá leiö í ræðu að Frakkar hefðu sjálfir frelsað land sitt og af eigin rammleik. Þeir em til sem álíta að de Gaulle hafi trúaö þessu sjálfur, a.m.k. á þeirri stundu. Þar að auki hefur alla tíð frá innrás þessari gætt í Frakklandi, og þá einkum í Normandí, tals- verðrar gremju út af manntjóni óbreyttra franskra borgara af völdum innrásarhersins og eyðileggingu sem hann olli. Allt frá því að umræddir at- burðir gerðust hafa stjómmála- menn, fjölmiðlar, rithöfundar af ýmsu tagi og kvikmyndaver birt af þeim myndir sem að meira eða minna leyti hafa ver- iö í samræmi við það sem gerð- ist, en gjaman hefur viljað brenna við að áhersla hafi verið lögð á sumt, minna gert úr öðm og sumt meira að segja þaggað niður alveg eða næstum því. Það er ekkert nýtt um atburði í sögunni sem örlagaríkir hafa verið taldir. Fyrir fáeinum ára- tugum fór t.d. sigurför um kvik- myndahús heimsins mynd af innrásinni í Normandí (gott ef hún hét ekki Dagurinn lengsti), gerö af aðilum frá flestum þeim þjóðum sem þátt tóku í slagn- um (meira að segja Þjóðverjar fengu að vera með, í anda Nató- og EB-bræðralags). Þar var varla minnst á Kanadamenn, sem þó áttu drjúgan þátt í innrásinni, en hinsvegar allmikið gert úr hetjuskap Frakka í liði banda- manna. En aðeins 170 liðsmenn Frjálsra Frakka (Frakka sem börðust með bandamönnum eftir uppgjöf Frakklands 1940 undir forustu de Gaulle) voru þar með. De Gaulle var ekki einu sinni sagt hvaða dag inn- rásin yrði gerð, enda var Banda- ríkjamönnum ekki vel til hans. (Og það fyrirgaf hann þeim aldrei.) Nærgætni við þjóöarstolt Frakka hefur efalítið valdiö ein- hverju um rangfærslurnar í um- ræddri kvikmýrid. Takmarkaður fögn- ubur Normanna Nú eru franskir sagnfræðingar yfirleitt þeirrar skoðunar að þáttur Résistance í sigrum bandamanna í Frakklandi 1944 hafi ekki verið ýkja mikill. Mik- ið hefur veriö gert úr uppreisn Résistarice í París í ágúst 1944, en uppreisnarmönnum tókst ekki að ná borginni úr höndum Þjóðverja. Þeir hörfuðu þaðan að vísu, en að mati sagnfræð- inga nú einkum vegna þess að BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON þeir treystu sér ekki til að halda borginni fyrir herjum banda- manna, sem komnir voru í ná- munda við hana. Jacques Chirac, leiðtogi gaull- ista og borgarstjóri í París, hyggst í tilefni hálfrar aldar af- mælis innrásarinnar vígja tvö frelsunarsöfn, annað tileinkað Jean Moulin, forustumanni í Résistance, og hitt Leclerc, hers- höfðingja í liði Frjálsra Frakka er tók París að Þjóðverjum flestum þegar flúnum þaðan. Aö mati Engilsaxa hafa franskir fjölmiðl- ar hinsvegar undanfarið verið furöu fáorðir um hemaðarátök Engilsaxa og Þjóðverja í Frakk- landi sumarið og haustið 1944, en í þeim misstu bandamenn um 200.000 manns fallna. Hemaður þessi kom að vísu einnig hart niður á óbreyttum borgurum frönskum, ekki síst vegna þess að bandamenn, sem höfðu yfirtökin í lofti, neyttu þess óspart. Um 15.000 óbreytt- ir borgarar fómst í þessum þætti síðari heimsstyrjaldar, flestir í Normandí, og tjón á menning- arminjum varð þar gífurlegt. Af um 18.000 byggingum í nor- mönnsku borginni Caen, sem margar hverjar vora frá miðöld- um, stóðu aðeins um 400 uppi nokkumveginn óskaddaðar eft- ir loftárásir bandamanna 6. og 7. júní. Alla tíð síðan hefur nokkuð á vantað að Normannar hafi minnst D-dags með ein- dregnum fögnuði. En til skamms tíma var „tabú" í Frakk- landi aö minnast á það sem Normannar urðu að þola fyrstu vikur innrásarinnar. Um þá bannhelgi vora Frakkar og Eng- ilsaxar sammála. Innrás Bandaríkja- menningar? Ýmsir Frakkar, sérstaklega yngra fólk, hafa upp á síökastið farið að tala um D-dag sem upp- haf innrásar bandarískrar menningar í land sitt. Benda þeir á að skömmu eftir Libérati- on hafi frönsk stjómvöld með lækkun tollmúra greitt fyrir innflumingi Hollywood-kvik- mynda, kókakóla og annars sem margir kalla sérlega bandarískt. Þetta minnir á að margra hald er að afstaða Frakka í heims- styrjöldinni síðari hafi verið tví- bentari en opinberi sannleikur- inn um það efni hefur hermt. Bretar drógu Frakka með sér nauðuga í það stríð, Pétain- stjómin, sem tók við í Frakk- landi eftir ósigur þess 1940 og var Þjóðverjum leiðitöm, hafði mikið fylgi meðal landsmanna þangað til verulega tók að halla á Þjóðverja og þótt miklum meirihluta Frakka hafi þótt gott að losna við Þjóðverja, er ekki þar meö sagt að sigur Engilsaxa hafi verið Frökkum að sama skapi mikið fagnaðarefni. Enn má nefna að ekki er ólíklegt að mörgum Frökkum, ekki síst þeim yngri, finnist þessir til- tölulega löngu liðnu atburðir skipta litlu í samanburði við ná- lægari viðfangsefni, t.d. at- vinnuleysi, landbúnaðarmál, mikinn fjölda norðurafrískra innflytjenda, hlutfallslega minnkandi áhrif Frakka í Evr- ópusambandi og á síðari árum aukna samstöðu Breta og Þjóð- verja á þeim vettvangi. ■ Lögregla og nýbúar eigast vib: eitt vandamálanna sem skyggja á endurminningar Frakka um frcegbarverk fyrrí tíbar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.