Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 2
2
Wmimi
Föstudagur 15. júlí 1994
Tíminn
spyr...
Hver er skýringin á auknu
fylgi Sjálfstæöisflokksins í
skobanakönnunum?
Einar K. Gu&finnsson
alþingismabur:
Þetta er fyrst og fremst staðfest-
ing á því að Sjálfstæöisflokkurinn
hefur veriö á réttri braut í stjórn-
arþátttöku. Hann hefur staðið að
margvíslegum úrbótum í ríkis-
fjármálum, árangurinn af stefnu
ríkisstjórnarinnar er að koma í
ljós og Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur veriö samhentur. Þab er að
skila sér.
Eggert Haukdal
alþingismaður:
Þaö er út af fyrir sig fagnaöarefni
að flokkurinn sé að bæta við sig
fylgi. En tölur úr skoðanakönn-
unum eru nú oft verulega hærri
hjá Sjálfstæðisflokknum en telst
upp úr kössunum.
Ríkisstjórnin hefði náttúrulega
mátt standa sig miklu betur og
hefði fyrir löngu átt ab vera búin
aö setja kratana til hliðar. Þá
heföi verið hægt ab mynda aðra
ríkisstjórn og miklu betri. En ég
hef ekki fulla trú á ab þetta sé ör-
uggt fylgi þegar til kosninga kem-
ur, en fagna þessari þróun eigi að
síður og vona að flokkurinn sé að
hressast. En tjónið af ríkistjórnar-
veru Jóns Baldvins verbur íslensu
þjóðinni óbætanlegt.
Ingibjörg Pálmadóttir
alþingismaður:
Skýringin er kannski sú ab þeir
hafa látið lítið í sér heyra undan-
farið nema þegar þeir eru ab
spóka sig með erlendum höfð-
ingjum og gestum. Þeir eru ekki
að taka á neinum erfiðum mál-
um þessa stundina, en það á eftir
að breytast í haust. Hvað verður
þegar bændur fara ab slakta og í
ljós kemur að afurðamálin eru
óleyst og fleiri mál eiga eftir að
koma upp. Þegar gjaldþrotin sem
nú blasa við fara að segja til sín
þá breytast hlutirnir.
Starfshópur Neytendasamtakanna:
Útvarpsráð og útvarps-
réttarnefnd hafa brugðist
Starfshópur á vegum Neyt-
endasamtakanna telur að bæði
Útvarpsráð og útvarpsréttar-
nefnd hafi brugðist eftirlits-
skyldum sínum varðandi það
að útvarpslögum sé fylgt. Hóp-
urinn segir að allt of algengt sé
að auglýsingar skarist við ann-
aö efni í IJölmiölum, einkum
ljósvakamiðlum, bæði Iöglega
og í blóra við lög og reglur.
Starfshópurinn dregur niöur-
stöður sínar saman i þrjá
punkta:
í fyrsta lagir segir hann að at-
hugun leiöi í ljós að útsending
dagskrárliða sé rofin vegna aug-
lýsinga án þess að heimild finn-
ist í lögum fyrir slíku.
í öðru lagi séu ákvæði útvarps-
laga brotin um bann við duldum
auglýsingum og í þriðja lagi sé
ibulega farið frjálslega með regl-
ur um kostun og kostun birtist
ítrekaö í myndum sem ekki sam-
rýmist vilja löggjafans og gild-
andi reglum.
í samantekt niöurstaöna skýrsl-
unnar segir enn fremur: „Út-
varpsréttarnefnd er ætlab aö sjá
til þess aö einkareknar stöðvar
virði útvarpslög en eftirlit með
starfsemi RÚV er á hendi Út-
varpsrábs. Þessum aðilum hlýtur
aö vera ljóst að sjónvarps- og út-
varpsstöbvar hafa nánast undan-
tekningarlaust farið út fyrir
ramma laganna. Þeir hafa látið
þessi brot afskiptalaus og bregð-
ast þar meb eftirlitsskyldu sinni.
Starfshópurinn telur nauðsyn-
legt að eftirlit með framkvæmd
útvarpslaganna verði eflt og ab
eftirlitsaðilum verði gert kleift að
taka á málum að eigin frum-
kvæöi. Tryggja þarf að úrskuröir
til þess bærra aðila séu ávallt
birtir opinberlega."
Þá kemur fram í niðurstöðúm
starfshópsins að brýnt sé að eyða
ýmis konar óvissu um þessi mál
sem lögin taki ekki á eða gefi
skýr fyrirmæli um, en brýnt sé
fyrir neytendur að þessir hlutir
séu í lagi.
Loks kemur þab fram hjá starfs-
hópnum að þar sem fjölmiðlun
sé nú svo ríkur þáttur í lífi al-
mennings megi í raun furðu
sæta hverso takkmörkub um-
ræða fer fram um hann í skólum
landsins. „Brýnt er að „fjöl-
miölalæsi" veröi hluti af náms-
efni grunnskólanema. Með því
er meðal annars átt vib að nem-
endum sé gerö grein fyrir eðli
auglýsinga, umfangi þeirra, regl-
um og mismunandi abferðum
auglýsenda til þess að hafa áhrif
á neytendur," segir í lok skýrslu
starfshóps Neytendasamtak-
anna.
Tíminn bar þessa gagnrýni
Neytendasamtakanna á Útvarps-
ráð undir Halldóru Rafnar, for-
mann ráðsins, en hún kvaðst
ekki geta tjáö sig um málið áöur
„Þessi þáttur í fjölmiðluninni
er tómur hrærigrautur þótt ég
átti mig ekki alveg á því hvað
Neytendasamtökin eru að
fara. Sannleikurinn er auðvit-
að sá að löggjöfin er úrelt og
það er eiginlega engin leið að
framfylgja henni. Það er áreiö-
anlega tímabært að löggjafinn
átti sig á því hverju á að fram-
fylgja með lögum og geri t.d.
greinarmun á því hvað er aug-
lýsing og hvað er kostun. Það
væri td. fróðlegt að vita hvort
útvarpsréttarnefnd getur með
valdi bannaö Stöð 2 að nota
klukku af því aö á henni
stendur Alpina eða eitthvað
annað. Kjarni málsins er þó sá
að lögin eru ekki í nokkrum
takti við það fjölmiðlaum-
hverfi sem við búum við.
Stjórnvöld hér hafa heldur lít-
il áhrif á þetta umhverfi því aö
það er engin leið að verjast
sjónvarps- og útvarpssending-
um um gervihnetti," segir
en hún hefði fengið í hendur þá
skýrslu Neytendasamtakanna
þar sem gagnrýnin er birt. ■
Árni Gunnarsson, varaformaöur
útvarpsréttarnefndar segir þennan
þátt fjölmiölunar vera einn hrœri-
graut.
Árni Gunnarsson, varafor-
maður útvarpsréttarnefndar.
Árni Gunnarsson, varaformaöur útvarpsréttarnefndar:
Löggjöfin er úrelt
120 þúsund
tonn af síld
Bankarnir drógu til baka pantanir á dagatölum frá Múlalundi fyrir
síbustu áramót:
20 öryrkjar atvinnu-
lausir vegna sparnaöar
„Verkefnin hafa verið að
breytast lítillega og því hafa
færri fengið vinnu hjá okkur
að undanförnu. Þaö stafar
einkum af því að bankarnir
drógu til baka pantanir á
dagatölum fyrir síbustu ára-
mót. Við heföum getab haft
vinnu fyrir um tuttugu fleiri
öryrkja frá septemberbyrjun
til áramóta ef þessi breyting
hefði ekki orðið," segir Stein-
ar Gunnarsson, framkvæmda-
s^óri Múlalundar, í vibtali í
SIBS- fréttum.
Aöspurbur um áhrif þess að
ekki sé hægt að veita öllum
vinnufærum öryrkjum vinnu,
sagði Steinar: „Þá bara lengist
biðlistinn. Við hættum að skrá
biðlista þegar þar eru komnir 50
manns og við vitum að þá bíða
a.m.k. abrir 50 eftir vinnu. Fyrri
þremur, fjórum árum réðum við
fólk til starfa í 6 mánuði
minnst, en höfum orðið að
stytta ráðningartímann í þrjá
mánuöi til að veita fleirum at-
vinnutækifæri. Öryrkjarnir fá
hér hálfs dags vinnu og vinna á
tveim vöktum yfir daginn."
Steinar segir nú um 90-100
manns á launaskrá hjá Múla-
lundi, en stöbugt sé reynt að
finna störf fyrir fleiri öryrkja.
Nýlega hafi verið lagt í kaup á
bókbandsvél sem gefi Múla-
lundi möguleika á að auka úrval
af lausblaðabókum. Einnig hafi
Múlalundur nýlega keypt tæki
og lager fyrir töskuviðgerðir.
Reiknaö er meb starfi fyrir 2-3
menn í töskuviögerðum þegar
búið verður að kynna þá þjón-
ustu. ■
AIls veiddist rúmlega 21 þúsund
tonn úr norsk/íslenska síldar-
stofninum í sumar. Búiö er að
veiöa rúmlega 101 þúsund tonn
af íslenska síldarkvótanum.
Samanlögð síldveiði á kvótaár-
inu er rúmlega 120 þúsuhd
tonn. Kvóti ársins er 100 þúsund
tonn, en ab auki er eftir að veiba
upp í 10 þúsund tonna kvóta
sem geymdur var frá síöasta ári.
Þetta er heldur meira magn en í
fyrra, en þá voru veidd um 107
þúsund tonn af síld. Viðbótina má
rekja beint til þess sem veiddist úr
norsk/íslenska stofninum á dög-
unum, en gert er ráð fyrir aö
kvótaveiöin veröi svipuö í ár og í
fyrra. Norsk/íslenski stofninn er
horfinn úr íslenskri landhelgi
noröur á Jan Mayen svæöið og
þarf ekki að búast viö aö veiðist
meira af honum á þessu ári.
Minningarathöfn
um Stefán íslandi
Frá Cuttormi Óskarssyni, fréttaritara
Tímans á Saubárkróki:
Síðastliðinn laugardag fór fram
minningarathöfn í Saubár-
krókskirkju um Stefán íslandi
óperusöngvara. Þann dag komu
ættingjar Stefáns með ösku
hans noröur til greftrunar í
Sauðárkrókskirkjugarði, en Stef-
án íslandi lést í Reykjavík 1.
janúar sl.
Sr. Hjálmar Árnason flutti bæn
í kirkjunni og Karlakórinn
Heimir og Kirkjukór Sauöár-
króks sungu við athöfnina. í
kirkjugaröinum lék Guðbrand-
ur Guðbrandsson lag Eyþórs
Stefánssonar „Mín heima-
byggð" en Stefán haföi óskað
eftir að það lag yrði leikið viö
útför sína. Karlakórinn Heimir
söng einnig í garðinum. Þessi
frábæri og ástsæli listamaður
var sem kunnugt er Skagfirðing-
ur. ■
Stefán íslandi. Aska hans var graf-
in í Skagafiröi um síöustu helgi.