Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 15. júlí 1994 Hœstaréttar- húsiö rís Hér sést hvernig nýja Hœstaréttarhúsiö mun blasa viö vegfarendum sem leggja leiö sína um Hverfisgötu og Arnarhól. Bygging- arframkvœmdir eru í þann veginn aö hefjast, en Þorsteinn Pálsson dómsmálaráöherra hefur nú ákveöiö aö húsiö skuli rísa aö baki Safnahússins, gegnt Arnarhváli. Þar meö er botninn sleginn í langvinnar deilur um staöarvaliö, en Ijóst er aö ýmsir þeirra sem mótmœltu staöarvalinu eru ekki sáttir viö þessi málalok og telja vinnubrögöum dómsmálaráöuneytisins áfátt. VÍB er nýr rekstraraðili Lífeyrissjóðs Tæknifræð- insafélaes íslands Þessi hópmynd var tekin vib undirskrift rekstrarsamnings Lífeyrissjóbs Tœknifrœbingafélajgs íslands og VÍB. í fremri röb eru f.v.: Bolli Magnússon, Frosti Bergsson, Bergsteinn Cunnarsson formabur stjórnar LTFI, Sigurbur B. Stefánsson fram- kvœmdastjóri VIB, og Vilborg Lofts. Standandi á bak vib eru f.v.: Ólafur I. Wernersson, Páll Á. Pálsson, Cubmundur Fljálmarsson og Gunnar Baldvinsson. VÍB, Verðbréfamarkabur ís- landsbanka hf., hefur tekiö vib rekstri Lífeyrissjóös Tæknifræðingafélags íslands frá og meb 1. júlí 1994, skv. samningi vib stjórn sjóbsins sem var undirritaöur 10. júní sl. Markmiö samningsins er ab beita markvissum aöferðum viö ávöxtun fjármuna Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags íslands og minnka rekstrarkostnað. Not- aöar verða aðferðir við eigna- stýringu sem byggja á nákvæm- um mælingum á ávöxtun og áhættu. Jafnframt er stefnt að verulegri Iækkun á rekstrar- kostnaði. Kostnaöur við rekstur sjóðsins var skv. ársreikningi 10,6 m.kr. árið 1992 og 10 m.kr. árið 1993. Samningurinn við VÍB tryggir að rekstrarkostnaður lífeyrissjóðsins lækkar verulega og má nefna að kostnaður við rekstur sjóðsins veröur nálægt 1,5 rn.kr. síðari hluta ársins 1994. í samningnum eru síban ákvæöi sem tryggja ab kostnað- arhlutföll lækka eftir því sem sjóðurinn stækkar. Ef áætlanir samningsaðila ganga eftir, þá stefnir í aö heildarkostnaður í hlutfalli af eignum sjóðsins minnki verulega og verði 0,18% árið 1995 og minnki síðan enn frekar á næstu árum. Til saman- burbar má nefna að hjá einum stærsta lífeyrissjóði landsins, sem oft er notaður sem viðmið- un vegna stærðar sinnar, var þetta hlutfall 0,18% árið 1992. Skrifstofa og afgreiðsla Lífeyris- sjóös Tæknifræöingafélags ís- lands hefur verið flutt að Ár- múla 13a og geta sjóðfélagar og aðrir, sem eiga erindi við sjóð- inn, snúið sér þangað. Formað- ur stjórnar er Bergsteinn Gunn- arsson og framkvæmdastjóri er Gunnar Baldvinsson. Stjórn líf- eyrissjóbsins vill koma á fram- færi þökkum til fyrri rekstraraö- ila, Sigurðar Georgssonar hrl., fyrir störf í þágu sjóðsins. VÍB rekur nú sex lífeyrissjóöi og eru fimm þeirra séreigna- sjóbir en einn sameignarsjóbur. Aætlað verðmæti eigna lífeyris- sjóða í rekstri hjá VÍB 1. júlí 1994 er um 3,3 ma.kr. Fjöldi þeirra, sem eiga aöild að þessum sjóbum, er rúmlega 3000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.