Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 7
8Sttrf«wi WywW W 7 ••'P; Föstudagur 15. júlí 1994 Reglur um bifreiöagjald breyttust frá 1. júlí: Númer lögb inn „Hér eftir geta þeir bifreibaeig- endur, sem af einhverjum ástæ&um hyggjast ekki nota bifrei&ar sínar allt ári&, spara& sér bæði tryggingar og bifrei&a- gjald me& því a& leggja inn skráningarmerkin," segir í til- kynningu frá fjármálará&u- neytinu um breytingu á reglum um bifrei&agjald, sem tók gildi þann 1. júlí. Með þessari nýju reglugerð verð- ur sú grundvallarbreyting á inn- heimtu bifreiðagjalds, aö séu skráningarmerki bifreiðar lögð inn til geymslu hjá Bifreiðaskoð- un íslands í a.m.k. 3 mánuöi sam- fellt, þá veröur bifreiöin undan- Leiklestur í Lindarbœ: þegin gjaldinu á meöan. Undan- þágan miöast viö dagsetningu innlagnar skráningarmerkjanna. Sérstök athygli er vakin á því að þessi breyting er ekki afturvirk. Hún tekur gildi þann 1. júlí fyrri síöara gjaldtímabil ársins og mun þannig ekki nýtast þeim aöilum aftur í tímann sem lagt hafa inn skráningarmerki fyrir 1. júlí 1994. Ef skráningarmerki eru tekin út á miðju gjaldtímabili ver&ur við- komandi að staðgreiða, hjá Bif- reiðaskoðun íslands, þann tíma sem eftir er af tímabilinu. Hvert ár skiptist í tvö gjaldtímabil bifreiða- gjalds og þau skipti eru á miðju ári. ■ Salka Valka og ástin Leikhópurinn Draumasmiðjan frumflytur í kvöld leiklestur á ensku á ástarsögunni úr Sölku Völku eftir Halldór Laxness í Lindarbæ kl. 20:00. Flutningur- inn tekur um 2 klukkustundir með hléi. Leikhópirtn mynda leikararnir Guðný Ragnarsdóttir, Margrét Kristín Pétursdóttir, Gunnar Gunnsteinsson og Pétur Einars- son. Sama verk verður síðan frumflutt á þýsku laugardaginn 23. júlí n.k. og sænsk útgáfa rekur svo lestina um mánaðamótin. -Fastar sýning- ar verða svo þannig eftir frum- flutning: Á ensku föstudaga kl. 20:00. Á þýsku laugardaga kl. 20:00. Á sænsku sunnudaga kl. 20:00. Verkefnið hefur m.a. verið styrkt af Reykjavíkurborg, menntamála- ráðuneytinu, Seðlabanka íslands, Sævari Karli, AxelÓ, Virku, Clar- ens-umboðinu, S. Ármanni Magnússyni og Smith & Norland hf. Miðasala er á flestum hótelum, hjá ferðaskrifstofum og í Lindar- bæ fyrir sýningar. Islensk fram- leiösla á Bónax Nýtt íslenskt bílabón, sem framleitt er af Skeljungi hf., kom á markað fyrir tæpum þremur mánuðum. Hin nýja framleiðsla heitir Bónax og er seld á sölustöðum Skeljungs og til annarra söluaðila vítt og breitt um land. Hráefni í bónið er flutt inn í tunnum frá Þýskalandi, og síðan er það blandað og átappað í . minni umbúöir á lager fyrirtækis- ins í Skerjafirði. Með því að fram- leiða bónið hér á landi hefur tek- ist ab lækka verbið um helming og skapa fjögur ný störf hjá fyrir- tækinu. Auk þess stublar þetta fyrirkomulag aö aukinni fram- leiðslu íslenskra iðnfyrirtækja, því Sigurplast hf. framleiðir umbúb- irnar o.g Vörumerking.hf, l.ímmið- ana. Markaðssetning Bónax hófst í mars á þessu ári og hefur bónið fengið góðar móttökur hjá sölu- aðilum og þeim sem annast bíla- þvottaþjónustu. Á tæpum þremur mánuðum hafa selst um 10 þús- und hálfs lítra og 5 lítra brúsar af Bónax, samtals um 10 þúsund lítrar, eða rúmlega 110 lítrar á dag að mebaltali. Salan er þreföld miðab við áætlanir söludeildar Skeljungs í Skerjafirði. Bónax hentar vel fyrir íslenskar aðstæður og veðráttu. Þaö er fremur létt í notkun, sé það látið þorna vel áður en það er pússab af. Það er sterkt og þolir marga þvotta og gefur mjög góöan gljáa, sérstaklega á eldri bílum. ‘ *-'* % ' W Galsi frá Sauöárkróki. Knapi Baldvin Ari Guölaugsson. Galsi frá Sauöárkróki: Yfirburba unglingur Stóðhesturinn Galsi frá Sauð- árkróki vakti verðskuldaða at- hygli á nýliðnu landsmóti hestamanna. Hann stóð lan- gefstur í flokki 4ra vetra hesta með 8.25 í aðaleinkunn. Sér- staka athygli vakti mikil geta hestsins og há einkunn fyrir hæfileika, 8.63. Þetta er hæsta hæfileikaeinkunn sem svo ungur hestur hefur hlotið. Fyr- ir sköpulag fékk Galsi 7.88 og eru það fótagerö og réttleiki sem draga hann niður. Það er reyndar alvörumál hve þessir þættir í byggingu kynbóta- hrossanna standa höllum fæti. Galsi er móálóttur á lit undan Ófeigi 882 frá Flugumýri og Gnótt 6000 frá Sauðárkróki. Galsi er fæddur hjá Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki, sem og margir aðrir stóðhestar í fremstu röö. Gnótt móðir Galsa er sérstak- lega fríð hryssa. Einkum er hún mjög framfalleg. Hennar veikleiki var hins vegar fremur stirðar bóghreyfingar. Ófeigur hefur hins vegar mjög rúmar bóghreyfingar og að því er virðist þá hefur heppnast ab ná fram fríðleika móðurinnar og góðum hreyfingum föður- ins í þessu afkvæmi þeirra. Kynbótaeinkunn Galsa 90157003 fyrir landsmót var þannig: Höfuð ................106 Háls/heröar...........132 Bak/lend..............109 Samræming ............117 Fótagerð...............90 Réttleiki .............95 HEJTA- MOT KÁRI ARNORS- SON Hófar...................118 Tölt....................126 Brokk...................116 Skeið...................121 Stökk ..................135 Vilji ..................125 Geðslag.................120 Fegurð í reið ..........135 Aðaleinkunn ........130 í kynbótamati á sköpulagi kemur fram veikleiki hjá Gnótt sem hefur aðeins 67 stig fyrir fótagerð, en meðaltal er 100. Ófeigur hefur 115 stig, en hefur þó ekki náð ab lyfta Galsa upp fyrir mebaltalið með þennan byggingarþátt. Fyrir réttleika hefur Ófeigur 78 stig og er þab veikasti punkt- urinn hjá honum. Gnótt hefur þar 111 stig, en hefur samt ekki náð að lyfta Galsa nógu hátt þar. Þó eru þessir veiku þættir hærri hjá Galsa en for- eldrunum. Ætt Galsa Faðir Galsa, Ófeigur, er undan alsystkinum. Faðir hans var . Kolskeggur frá Flugumýri og móðir Kengála frá Flugumýri. Foreldrar Ofeigs eru undan Hóla-Jarpi frá Hólum í Hjalta- dal, en að honum standa að jöfnu Svaðastaðahross og Hornafjarðarhross. Móbir Kol- skeggs og Kengálu var Gamla- Mósa á Flugumýri, af heima- hrossum komin. Ófeigur 882 er það sem kallað er arfhreinn í lit. Með því er átt við eingöngu bleikálótt eða móálótt nema arfhreint grátt sé á móti, þá verður afkvæmið grátt. Ófeigur hlaut heiðursverð- laun fyrir afkvæmi á lands- mótinu 1990 og afkvæmi hans komu vel út á landsmótinu núna. Gnótt 6000 móðir Galsa er undan Hervari 963 frá Sauðár- króki og Hrefnu 3792 frá sama stað. Hrefna er alsystir stóð- hestsins Gusts 923 frá Sauðár- króki, en þau eru skyldleika- ræktuð út af Ragnars- Brúnku 2719 sem er formóðir hrossa Sveins Guðmundssonar. Her- var faðir Gnóttar er undan Hervöru 4647 sem er dóttir Síðu 2794 sem var undan Ragnars-Brúnku. Faðir Hervars var Blossi 800 sem var undan Sörla 653 sem var undan Síðu. Gnótt er meb 1. verðlaun sem einstaklingur með aðalein- kunn 8.14. í Galsa mætast foreldrar sem hvort um sig eru talsvert skyldleikaræktuð, en skyld- ræktarstuðull Ófeigs er 25.00 og Gnóttar 13.28. Þaö verður því fróblegt að fylgjast með af- kvæmum Galsa. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.