Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. júlí1994 3 Nýjasta mynd Friöriks Þórs keppir á kvikmyndahá- tíöinni i Locarno: Bíódagar njóta frægbar Barnanna Utlit er fyrir aö þegar sé búiö ab tryggja meiri dreifingu á Bíó- dögum Fribriks Þórs Friöriks- sonar en á síbustu kvikmynd hans, Börnum náttúrunnar. Ab sögn Friöriks hefur myndinni verib dreift í flestum iöndum Evrópu, Japan og Bandaríkjun- um. Bíódagar hafa aö sögn Friöriks, ab þessu leyti notiö frægbar Barna náttúrunnar, en lítil reynsla er komin á viötökur vib myndinni erlendis. Bíódagar keppa til verðlauna á Locarno-hátíðinni í Sviss fyrri- hluta næsta mánaðar en um 20 kvikmyndir taka þátt í þeirri keppni. Veitt veröa fern verðlaun, gull-, silfur- og bronshlébarðar, en aö auki veitir flugfélagiö Swissair sérstök aukaverðlaun fyr- ir þá mynd sem þykir best miöla anda samkipta þjóða og mennig- arheima. Bíódagar eru taldir koma sterklega til álita í þeim flokki, þar sem í henni takast á bandarísk bíó- og sjónvarps- menning og íslensk sagnahefð. Locarno- hátíðin stendur á gömlum merg og er virt í kvik- myndaheiminum. Þangað koma þúsundir blaöamanna og gagn- rýnenda, en þetta verður í fyrsta skiptib sem erlendum kvik- myndagagnrýnendum gefst kost- ur á aö dæma myndina. Margir af þekktustu kvikmyndaleikstjórum heims hafa fyrst vakiö heimsat- hygli á Locarno- hátíöinni og má þar nefna nöfn eins og Woody Al- len, Roberto Fesselini, Michelang- elo og fleiri. ■ Umhverfisráöuneytiö skipar ráögjafanefnd um villt dýr og hreindýraráö: Nýir rábgjaf- ar rábherra Umhverfisrábuneytið hefur skipaö rábgjafanefnd um villt dýr frá og meö 1. þ.m. til næstu fjögurra ára. Hlut- verk nefndarinnar á aö vera ráöherra til ráðgjafar viö umsjón mála er varba villta fugla og villt spendýr, nema hvab varðar hvali og hrein- dýr. Nefndin á mebal annars aö gera tillögur og veita um- sagnir vib gerö reglugeröa, leyfisveitingar, veitingar til undanþágu og önnur stjórn- valdsverkefni á þessu svibi. í ráögjafanefndinni sitja Ævar Pedersen fuglafræðing- ur, sem er formaður nefndar- innar, Arnþór Garöarsson pró- fessor, Eysteinn Gíslason, bóndi Skáleyjum, Haukur Brynjólfsson dýralæknir, Jór- unn Sörensen kennari, Krist- ján G. Magnússon skrifstofu- maöur og Páll Hersteinsson veiöistjóri. Kristinn H. Skarp- héðinsson er varaformaður. Einnig hefur umhverfisráöu- neytið skipað nýtt hreindýra- ráð til næstu fjögurra ára. Hlutverk hreindýraráðs á að vera ráðherra til ráðgjafar við umsjón þeirra mála sem snerta hreindýr og hreindýraveiðar. í hreindýraráði sitja Hákon Hansen hérðaðsdýralæknir, sem er formaður, Sigurður Á. Þráinsson líffræðingur vara- formaður, Lárus H. Sigurðsson sveitarstjóri, Reynir Sigur- steinsson bóndi, Hjörtur M. Kjerúlf oddviti og Magnús Þor- steinsson oddviti. ■ He Ruchang viö Bláa lóniö þar sem samferöamennirnir voru aö baöa sig ásamt fjölda annarra eriendra feröamanna. Tímamynd cs Kínverjar ab koma mn í ís- lenska ferða- mannaþ j ónustu? 12 manna hópur frá Kín- versku alþjóölegu ferðaþjón- ustunni, elstu og stærstu ferbaskrifstofu í Kína, kom til landsins í gærdag og haföi viðkomu í Bláa lóninu á leiö sinni til Reykjavíkur. Hópur- inn dvelst hér í þrjá daga og mun ferbast um landiö og skoöa sig um. Tilgangur Kínverjanna meb heimsókninni er tvíþættur, aö sögn He Rúchang, sem er yfir- maður í höfuöstöövum feröa- skrifstofunnar í Beijing. Annars vegar að skoöa aðstæður hér og meta hvernig skipuleggja megi ferðir almennra kínverskra ferðamanna til íslands, og hins vegar að vinna aö því aö fá fleiri íslenska ferðamenn til Kína en þeim hefur farið fjölgandi und- anfarin ár. Heimsókn kínversku ferða- frömuðanna nú kemur í fram- haldi af því að aðalforstjóri ferðaskrifstofunn- ar, sem er með 147 útibú um Kína þvert og endilangt, kom hingað í júnímánuði sl. og leist honum svo á aö Kínverjar væru líklegir til að leggja leið sína hingað. í fyrra fóru um 1.5 milljónir Kínverja til útlanda í einkaerindum. Flestir fóru til Suðaustur-Asíu, en allmargir einnig til Evrópu. He Ruchang segir aö Kínverjar hafi orb á sér fyrir að vera forvit- in þjóð og einkum og sér í lagi leiki þeim hugur á að kynnast framandi menningarþjóðum. Eftirspurn eftir ferðum til Vest- urlanda sé mikil og fari sívax- andi. Nákvæmar hagtölur um ferða- lög til og frá Kína liggja ekki fyr- ir en 1992 er þó ljóst að alls fóru 3 milljónir Kínverja til annarra landa. Þar af mun um helming- urinn hafa verið embættis- menn, kaupsýslumenn og aðrir sem voru á ferðinni starfa sinna vegna. He Ruchang telur að ferða- mönnum frá Kína muni fjölga mjög á næstu árum, enda hleypi bætt lífskjör þar sem annars staðar lífi í alla feröa- þjónustu. ■ Könnun á vímuefnaneyslu framhaldsskólanema: Drykkja minnkar en reykingar aukast aUMFERÐAR RÁÐ í könnun sem rannsóknarstofn- un uppeldis og menntamála, gerbi ab frumkvæbi starfshóps menntamálarábuneytisins um áfengis- og vímuefnavanda framhaldsskólanema, kemur fram aö neysla áfengra drykkja minnkar frá því sambærileg könnun var gerö árib 1992. Reykingar hafa hins vegar auk- ist frá því í síbustu könnun og sömuleiöis néysla á hassi. Þab vekur athygli ab neysla á nokkrum tegundum ólöglegra vímuefna hefur aukist mebal framhaldsskólanema. Úrtakiö í könnuninni, sem gerö var í kringum páska, var 5618 nemendur af um 13 þúsund nem- endum í framhaldsskólunum hér á landi. Svörun var yfir 80%. Alls sögöust 53.5% þeirra nemenda sem svöruöu drekka áfengi mán- aðarlega eöa oftar, í staö 55,4% áriö 1992. Þegar úrtakinu er skipt eftir kynjum segjast 57,7% pilta drekka áfengi einu sinni í mánuöi eða oftar, en 49.8% stúlkna, en þaö er minnkun hjá báðum kynj- um. 19,6% aðspurðra sögðust reykja næstum daglega eða daglega, en í könnuninni 1992 voru það 18,4%, en aukningin er mest hjá piltum og hafa þeir náö stúlkun- um, sem ávallt hafa verið hærri. Aukning í hassneyslu er úr 17,7% í 19,8% og er hún mun meiri á meðal pilta. í könnuninni var spurt um hvaða vímuefni nemendur gætu Á þessu súluriti má sjá hlutfall þeirra framhaldsskólanema sem telja sig geta útvegaö tiltekin vímuefni á 2-3 dögum. Súlurnar sýna niöurstööur fyrír árin 1992 og 1994. útvegað sér á 2-3 dögum ef þeir hefðu til þess nægilegt fé og í ljós kom ab 97,1% þeirra töldu sig geta orðið sér út um áfengi og er það 1,2% aukning frá því í síð- ustu könnun. Nær helmingur eða 44,1% framhaldsskólanemenda telja sig geta útvegað hass, 22,8% amfetamín, 13,7 alsælu og 14,8% LSD og er um aukningu aö ræöa í öllum þessum efnum frá því í síö- ustu könnun. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sagöi á blaða- mannafundi þar sem könnunin var kynnt, að vel mætti vib una sé horft til þróunar í áfengis- neyslu hjá þessum aldurshópum og þaö sé vísbending um öflugt forvarnarstarf innan og utan skólanna. Þaö sé þó ljóst aö menn verði vera á varöbergi, því reyk- ingar aukist og neysla ólölegra vímuefna eykst og þá sérstaklega á hassi. Leita verði leiba til að sporna viö mikilli hassneyslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.