Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 15. júlí 1994
Innganga Noregs og Svíþjóöar í Evrópusambandiö kallar á:
Breytta umhverfisstefnu ESB
Innganga Noregs og Svíþjóðar í
Evrópusambandið veldur því
aö laga þarf staöla sambandsins
á vissum sviðum umhverfis-,
heilbrigðis- og öryggismálum að
þeim stöðlum sem gilda í Noregi
og Svíþjóð. Veröur það gert
næstu fjögur árin eftir inngöngu
þjóðanna. Stefna Svíþjóöar og
Noregs annars vegar og ESB hins
vegar í umhverfismálum er þó í
grundvallaratriðum sú sama, en
í aðalsamningnum er kveðið á
um aukna samræmingu og
aukna samábyrgð aðildarland-
anna.
Það var ljóst strax í samninga-
viðræðunum við EFTA að hugs-
anleg aðild Noregs myndi hafa
áhrif á umhverfisstefnu ESB, en
þar sem reglur ESB eru mjög
staðlaðar, var erfitt að finna flöt
á þeim málum. Þetta var þó leyst
með því að umsækjendur um að-
ild geta í fjögur ár framfylgt nú-
verandi lögum og reglum sínum
á vissum sviðum umhverfis-,
heilbrigðis- og öryggismála. Þessi
tími verður hins vegar notaður
til að samræma lög og reglur ESB
lögúm og reglum sem gilda í
Noregi og Svíþjóð, þar sem þær
þykja betri og þróaðri. ■
Landsþing Kvenfélagasam-
bands íslands, sem haldið var
í lok síðasta mánaðar, skorar á
sveitarfélög í landinu að taka all-
ar hugmyndir um flokkun og
förgun heimilissorps til gagn-
gerrar endurskipulagningar. í
þeirri endurskoðun ætti m.a. að
felast að settar verði skýrar regl-
ur um flokkun heimilissorps í
lífræn og ólífræn efni. Þá er mik-
ilvægt ab auðvelda fólki að
flokka heimilissorp meb því að
leggja til viðeigandi sorpílát til
notkunar innanhúss og utan og
ab auðvelda því að losna vib
dagblabapappír. Kvenfélagasam-
bandið álítur stóraukinnar
fræðslu vera þörf í þessum efn-
um og nauðsynlegt aö virkja
umhverfisnefndir sveitarfélaga
betur. ■
Skilabob
kríunnar:
" Island er auðlind.
Gætum hennar
- og göngum vel um landið!
Kvenfélagasamband íslands:
Endurskoða þarf
flokkun sorps
Cróbursetnlngarhátíb Bernskunnar fór fram laugardaginn 17. júní sl. ÍÚIfljóts-
skála v/'ð Úlfljótsvatn, meö forseta íslands í broddi fylkingar. Var grundvöllur lagöur aö
Bernskuskógi í landi Rafmagnsveitu Reykjavíkur vib Úlfljótsvatn. Hátíbin hófst meb
kaffisamsœti félagsmanna og gesta og sóttu um 7 00 manns hátíbina í ágœtu gróbur-
setningarvebrí. Stutt ávörp voru flutt og kór barna úr leikskólunum Hálsaborg og
Hálsakoti söng. Landvernd fœrbi félaginu fjárupphœb til Bernskuskógar.
Mikil glebi ríkti vib gróbursetninguna, þegar forseti íslands gróbursetti tré meb hjálp
barna — eitt tré fyrir telpu, eitt tré fyrír dreng og eitt fyrir framtíbina. Ab lokum kom
forsetinn á fjöldasöng og sungu allir, börn sem fullorbnir: „ Þab er leikur ab læra".
Bernskan hefur látib útbúa gjafakort þar sem hœgt er ab gefa tré í nafni barns af tilefni
merkisdaga í lífi þess. Kortin er hœgt ab fá hjá eftirtöldum abilum: Sigríbi Stefánsdóttur
í s. 91-681729, Birnu Stefánsdóttur í s. 91-629233 eba 91-40165, Heigu Hannes-
dótturís. 91-77105 og Landverndís. 91-25242 eba 91 -625242.
Hvar gýs næst?
I. Mönnum telst til að jarbeldur hafi
komið upp að minnsta kosti 250 sinnum
hér á landi í íslandssögunni. Þar af eru
þrjár megineldstöðvar með hæsta gos-
kvótann: Hekla og Katla með sín tuttugu
gosin hvor eldstöð eba svo, og loks
Grímsvötn með nokkru fleiri en yfirleitt
minni gos. Aðrar megineldstöðvar hafa
gosið mun sjaldnar: Askja, Krafla, Öræfa-
jökull og Eyjafjallajökull, svo dæmi séu
nefnd. Lunginn af þeim gosum, sem þá
eru ótalin, eru sprungugos er upp hafa
komið í sprungureinunum (sprungu-
sveimunum). Þær skera megineldstöðv-
arnar eða liggja skáhallt yfir plötuskilum
og gosbeltum landsins, án megineld-
stööva.
II. Af sprungugosum má nefna stórgos
í Eldgjá um 930, Veiöivatnaelda um
1480, Skaftárelda 1783, og svo smærri at-
buröi:
Goshrinur á Reykjanesskaga (12. og
13. öld), á Dyngjuhálsi norðvestan
Vatnajökuls og Mývatnselda á 18. öld,
Sveinagjárgosin á 19. öld og uppkomu
Tröllahrauns vib vesturjaðar Vatnajökuls
1862-64. Er talið ab samtals hafi eldgos
bætt um 45 til 48 milljörðum rúmmetra
gosefna við landiö á umliðnum 11 öld-
um, en þaö er meira en á öðrum svæðum
sambærilegrar stærðar í heiminum.
III. Undanfarinn aldarfjóröung hefur
gosið þrisvar í Heklu, einu sinni í Vest-
UM-
HVERFI
Ari Trausti
Gu&mundsson
jarðeðlisfræbingur
mannaeyjum, níu sinnum í Kröflu og
a.m.k. einu sinni í Grímsvötnum. Þá
vaknar auðvitað spurningin: Hvar gýs
næst? Mælitækni og athuganir jaröfræð-
inga gera þeim ekki enn kleift að spá eld-
gosum með miklum fyrirvara. Það eru
einkum jarðskjálftar og landhalla- og
hæðarbreytingar sem notaðar eru sem
ábendingar um eldgos. Fyrirvari upp á
nokkrar klukkustundir eða fáeina daga er
ekki ósennilegur, ef eldstöðin er þá vökt-
uö. Hérlendis eru aðeins nokkur svæði „í
gæslu". Og er þessi orð eru skrifuð eru
engar ábendingar um aðdraganda gosa á
þeim svæöum. Þess vegna eru svör viö of-
angreindri spurningu ágiskanir.
IV. Auövitað eru eldstöövar eöa
sprungureinar þar sem oft gýs líklegri til
umbrota en aðrar; t.d. Katla sem nú er
komin langt yfir meöaltalsgoshlé (47 ára
meðalhlé) eöa Öskjukerfið, en þar gaus
mörgum sinnum 1920-1960. Hekla virðist
farin ab gjósa á 10 ára fresti og Grímsvötn
eru virkasta eldstöö landsins. Alls staðar
gæti jarðeldur komið upp á þessum stöð-
um á næstu árum. En ýmis önnur svæöi,
sem hafa „annan ryþma", gætu tekið við
sér. Þeirra á meðal eru eldstöðvakerfin
fjögur á Reykjanesskaga, Torfajökuls- eba
Veiðivatnasvæðin, Dyngjuháls og
sprungusvæðið milli Mýrdalsjökuls og
Vatnajökuls. Frekari eldvirkni í Vest-
mannaeyjum er ekki ólíkleg og mörg gos á
Reykjarieshrygg benda til þess að þar geti
gosið á næstu árum eða áratugum.
V. í öllum tilvikum er ekki unnt að full-
yrða um yfirvofandi gos eða um hverfandi
líkur á gosum. Eldstöðvakerfin eru ólík-
indatól og óreglur í hegöan þeirra á langri
ævi geta skipt sköpum fyrir okkur sem
höfum abeins gist landiö í smátíma á
mælikvarða jaröfræbinnar. Góð vöktun
eldstööva og sú sannfæring að við verðum
að láta okkur hafa jarðeldinn og allt sem
honum fylgir er besta veganestið meðan á
biðinni eftir næsta eldgosi stendur.